Tíminn - 22.08.1952, Page 8
Tvær kindur úr
Möðrudal koraust -
vestur yfir Jökulsá
. Frá fréttaritara Tímans
á Fosshóli.
Fyrir þrem vikum síðan
fundu Húsvikingar, er voru
í skemmtiför í Herðubreið'ar-
lindir og Gi-afarlönd tvær
kindur, er þeir álitu að væru
úr Möðrudal á Fjöllum og
hefðu komið vestur yfir Jök-
ulsá og líklega gengið úti í
vetur. Náðu þeir þó ekki kind
unum, en sögðu til þeirra.
Var nú gerður leiðangur til
að ná þessum kindum, þar
sem varnarlína er við Jökulsá
og enginn samgangur fjár
vestur yfir hana vegna garna
veikinnar , sem er landlæg
austan hennar en hefir ekki
orðið vart vestan hennar.
Náðust kindurnar í Grafar-
löndum og var þeim slátraö.
Kom í ljós, að þær hafa slopp
#1 Fýsti ekki að fara til Kóreu
»it run
ÍTOPOST -
I*essi hörundsblakki náungi lieitir Hugh S. Caríer, og það
ið vestur yfir Jökulsá á ís í átti að senda hann til þjónustu í Kóreu. Hann var aftur á
vor eftir að fé var sleppt en móti ekki ginkeyptur fyrir því ferðalagi, og settist um kyrrt
höfðu ekki gengiö úti i vetur.
í járnbrautarstöðinni í Blackstone í Massachusetts. Þegar,
Sauðfjármálið
rætt í bæjarstjórn
þessi mynd var tekin, hafði hann hafzt við í járnbrautar-
stöoinni í þrettán daga. Maður sá, sem með honum sést á
myndinni, er væntaniega að reyna að tala um fyrir honum.
Því miður veit blaðið ekki. hvort Surtur hefir enn bandaríska
grund undir fótum.
Á bæjarstjórnarfundi í gær
kom til umræöna bann
við sauðfjárrækt i landi
Reykjavíkur. M.a. sem tóku
til máls var Þórður Björns-
son, Ragnar Lárusson og
Magnús Ástmarsson. Voru!
þeir á. einu máli um, að þetta
þyrfti gaumgæfilegrar rann-
sóknar við, og ekkert væri
hægt að ákveða í málinu,
samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem fyrir hendi lægju.
Raddir komu upp með það,
að bærinn hefði enga heim-
ild til að taka ákvörðun um
málið og yrði fyrst að af-
greiða það sem lög frá al-
þingi. Var að heyra á bæjar-
fulltrúunum, að ef til kæmi, •
þá ætti bærinn að greiða
þeim mönnum bætur, sem.
yrðu fyrir atvinnutjóni!
vegna útrýmingar stauðfjár
úr'landi bæjarins.
Nýi strætisvagninn
reynist vel
Hinn nýi strætisvagn S.V.
R. hefir nú verið í notkun
um nokkurn tíma á Lækjar-
botnaleiðinni og líkar mjög
vel við hann. Hafði blaðið ný
lega tal af einum bifreiðar-
stjóranum, sem ekur honum
og var hann ekkert myrkur
í máli um, að þetta væri bezti
vagninn, sem hann hefði unn
ið á fram til þessa. Sagði bif
reiðarstjórinn ennfremur að
farþegarnir létu óspart í Ijósi
ánægju sína yfir vagninum,
en fjöldi fólks ferðast með
honum á degi hverjum. Virð
ist sem hér hafi tekizt hið
bezta, hvað val vagnsins
snertir og innbyggingu hans.
Verið er nú að byggja yfir
einn nýjan strætisvagn hér
og grind annars bíður yfir-
byggíngar.
fhuldið í hæjurstjfórn: __
Færri milj. í framkvæmdir -
fleiri í skrifstofubáknið
A bæjarstjórnarfundi í gær voru til umræðu reikningar
bæjarins fyrir árið 1951. Sýna reikningarnir gífurlega út-
gjaldaaukningu frá upphaflegri fjárhagsáætlun og reyndi
borgarstjóri af veikum mætti að heimfæra sukkið og óráðs-
síuna upp á hækkun vísitölu og framkvæmdafjár. Við þess_
ar umræður tók Þórður Björnsson til máls og sýndi glögglega
fram á, í hvert óefni er komið fjármálum bæjarins undir
stjórn óráðssíuhöfðingjanna, áttmenninganna, sem sitja í
kaupþingssalnum og horfa undan sólaruppkomunni.
Niðurstöðutölur tekna og
gjalda bæjarsjóðs 1951 eru 88,
2 millj. króna, en 72,8 millj.
kr. voru lagðar á bæjarbúa
með aukaniðurjöfnuninni. —
Rekstrarútgjöld bæjarsjóðs
-fóru 13,1 millj. fram úr upp-
haflegri fjárhagsáætlun, og
var þeim halla bjargað með
aukaniðurjöfnun, en ekki
tókst þó betur til en það, að
stjórnendum bæjarins tókst
að eyða 7,1 millj. til viðbótaj.
Framkvæmdafé minnkar —
skrifstofubáknið stækkar.
Þórður Biörnsson sagöi, aö
það vekti undrun, að þrátt
íyrir alla þessa útgjaldaaukn
ingu, hefði minna fé veriö var
ið til verklegra framkvæmda
en árið áður. Hins vegar yrði
þessi fjáraustur skiljanlegri,
þegar athugaður væri kostnað
urinn við skrifstofuhald bæj-
arins. Kostnaðurinn við bæj-
arskrifstofurnar, skrifstofur
rafveitu., vatns- og hitaveitu
og fræðslufulltrúa og kostn-
aður við framkvæmd heil-
brigðismála og framfærslu-
mála jókst á árinu um 1,7
millj. kr. og varð 10,4 millj.
Framfærsluútgjöld hækka.
Framfærsluútgjöld bæjar-
ins hækkuðu um 2,6 milljónir
króna og urðu 8 milljónir
Hallinn í sjúkrahúsum og
vistheimilum jókst um tæpa
hálfa milljón og varð 2,2 millj.
Skuldir bæjarsjóðs jukust
um 2,1 milli. kr. og námu þær
í árslok 42,6 millj. króna.
Töluverðar umræður urðu
og stóðu þær fram eftir nóttu.
Þýzkalandsmarkað-
urinn batnar
Sjö íslenzkir togarar eru nú
á veiðum fyrir Þýzkalands-
markað og tveir á leiðinni
þangað út til sölu. Eru það,
Bjarni Ólafsson og Egill (
rauði. Talið er að söluhorfur i
hafi batnað allmikið þar síð-
ustu daga, aðallega ve^na
þess að kólnað hefir í veðri
og fiskkaupmenn þora að
kaupa fisk til geymslu.
Þýöingar latnsskra helgi-
sagna höfðu áhrif á tunguna
liæti við Jón Jiilíusson fil. kaiul. nm assí-itg-
«lv»l i Svíþjóð og horfur í lattdsmálum þar
í gæræ hafði blaðið tal af Jóni Júlíussyni, fil.kand., en
hann er nýkominn hejm frá fimm ára námi í Svíþjóð. Stund-
aði hann náin sitt viðí háskólann í Uppsölum og lauk þaðan
kandídatsprófi í málvísindum. Jón Júlíusson er fæddlir og
uppalinn í Stykkfshofmi, sonur hjónanna Júlíusar Rósin-
kranz og Sigríðar Jónatansdóttur. Jón er giftur Signýju Seii,
sem einnig var við nám í Svíþjóð.
Þau fög,sem Jón lærði við
XJppsalaháskóla, voru latína
og rómverskar bókmenntir,
sanskrít og samanburðarmál j
fræði og norræn málvísindi.
Fékk hann fjögurrá"ára styrk
menntamálaráðs, er hann
höf nám sitt 1947, en. síðast-
liðið ár fékk hann styrk frá
sænska ríkinu.
Vann jafnframí náminu.
Jón dvaldi stundurfi hér á
Iandi sumartímann óf vann
þá m.a. i fréttastofu Ríkisút-
varpsins og síðastliðihn vet-
ur starfaði hann í fslenzka
sendiráðinu í Stokkhólmi,
jafnframt því sem hann sótti
námið við háskólann, en þar
sem skólavegur var í lengáta
lagi, varð hann að ferðast í
járnbrautarlest á milli Stokk
hqlms og Uppsala.
5 íslendingar við nám.
Síðastliðinn veíur.... voru
færri íslendingar við nám í
Svíþjóð, en veturinn áður og
virðist sem þeim stúdéntum
íslenzkum fækki, sem leita til
framhaldsnáms í Sviþjóð, en
þeir voru fimm við nám í Upp
sölum s.l. vetur og bættust
aðeins tveir nýir við, einn til
Uppsala og einn til Stokk-
hólms. Sagði Jón, að þetta
væri ekki óeðlileg fækkun
námsmanna í Svíþjóð, eftir
að Evrópa komst í eðlilegt
horf eftir styrjöldina, en
strax í styrjaldarlok gat Sví-
þjóð tekið við erlendum náms
mönnum, þá eina landið i
Evrópu fyrir utan Sviss, og
var því töluveröur straumur
námsmanna þangað. .
Prýðileg aðbuð.'
*Tón sagði, að öll aðbúð
hefði verið eins og bezt varð
á kosið við háskölann. Húsa-
kynni góð og bckásafn sköl-
ans prýðilegt. Nemendur
væru úkratryggðir og
þyrftu ekki að greiða kennslu
gjöld. Einnig feagði Jón, að
próffyrirkomulag væfi ágaétt.
Engir prófdómendur eru við-
staddir prófin og þau fara
fram annaðhvort heima hjá
prófessornum eða í skrifstofu
hans. Er þá iðulega setið yf-
ir tebolla á meðan á prófi
stendur. Þetta á að sjálfsögðu
(Framhald á 7. síöu).
Hraðkeppniraót í
handknattleik
kvenna
IJraðkeppnimót í hand-
knattleik kvenna fer fram í
Hafnarfirði um helginá, og
hefst það í Engidal á morg-
un klukkan 4,30. ’Þátttakend-
ur eru fimm — Týr í Vest-
mannaeyjum, íþróttabanda.
lag Akurnesinga, Fram og Ár-
mann í Reykjavík og Haukar
i Hafnarfirði.
Mótið hefst með keppni
Hauka og Fram og Akurnes-
inga og Týs, en klukkan níu
annað kvöld hefst keppni Ár-
menninga við annað félagið,
sem vinnur í keppninni fyrr
urn daginn. Úrslitaleikur fer
svo fram á sunnudaginn.
Þetta er tíunda hraðkeppni
rnótið í handknáttleik.
Enskir skólapiltar í
gönguförúr Landmanna
laugum aö Grænalóni
Innan skamms mun hópur enskra skóladrengja fara fót-
gangandi úr Landmannalaugum austur að Grænalóni við
Vatnajökul. Er þetta nær 100 kílómetra leit, og veröa piltarn-
ir að bera vistir handa sér í ferðina og annað, sem til hcnnar
þarf. —
Æsktu leiðbeininga.
Ekki mun þö í þessumjjöl-
menna flokki í Landniánha-
laugum neinn, sem þekkir
öræfin að ráði eða er vanur
ferðum á þeim. Fékk flokk-
úrinn því Sigurð Þórarinsson
jarðfræðing nú fyrir skömmu
austur í Landmannalaugar til
þess að vera þeim til ráðu.
neytis, áður en siðasta hönd
yrði lögð á áætlanir um ferð-
ina austur að Grænalóni. Er
Siguröur kominn aftur úr
þeirri ferð.
Að undanförnu hafa um
sjötíu Englendingar dvalið í
Landmannalaugum, flest 16
—18 ára gamlir skóladrengir,
og það er hópur úr þessum
flokki, er á að fára þessa
löngu gönguför. Hafa piitarn-
ir verið þjálfaðir í sumar við
ferðir skemmri vegalengdir,
látnir bera allþungar byrðir
og koma síðan til baka á til-
settum tíma. Er eitthvað af
mönnum, sem starfa í brezka
hernum, í för með skólapilt-