Tíminn - 31.08.1952, Page 4

Tíminn - 31.08.1952, Page 4
TÍMINN, sunnudaginn 31. ágúst 1952. 196. blað. Jóhannes Daviðsson: ðstsamgöngur í V.-lsafj.sýs 'Ég hefi nú iítiö gert að því að skrifa ádeilugreinar um lagana. Hefi heldur kosið að eiga viðtal við þá menn, sem stj órna því, sem ég hefi verið óánægður með, til þess á þann hátt að fá leiðréttingu a þeim misfellum, sem mér hefir fundizt vera á fram- kvæmdum ýmsum í þjóðfé- laginu er mig hafa varðað. Nú bregð ég því út af vana mínum. Bæöi vegna þess, aö ég hefi áður átt tal um ýms atriði þau, er grein þessi fjallar um, við yfirmenn póst-og símamálanna í land- inu, en lítið komið út á. -Svo veit ég ekki, hvort þeir eru þessa stundina viðlátnir, gætu verið í sumarfríi, er- lendis eða jafnvel í öðrum deimsálfum, því ærið ókyrrir gerast nú ýmsir forystumenn i þjónustu alþjóðar um þess- a,r mundir, í sætum sínum í skrifstofunum og ekki alltaf par á vísan að ráða. Tek ég því það til bragðs að oiðja Tírnann fyrir þessar um .cvartanir mínar, í þeirri von, aö þær komist einhverntíma i næstunni þeim fyrir augu. islenzka ríkið hefir fyrir aillöngu tekið aö sér að koma olöðum og bréfum manna á miili fyrir ákveöið gjald frá nverjum einstaklingi á hverja exningu, sem senda þarf. Hefir gjald þetta hækkað all- ört á síðai’i árum og ekki ver- iö kvartað um það, og er það •ekki fólkinu að kenna, ef gjald þetta nægir ekki, til að annast dreifinguna. Nú á tímum gei’a menn aðiilega kröfur til tíöari póst- t'lutningá en áður var. Enda ætti slíkt að vera framkvæm- aniegt, þar sem þjóðin i&er nú miklu fé til þrennskonar samgöngutækja, þ. e. skipa- ferða, áætlunarbíla og flug- véla. Nú skyldi maður ætla, að þetta gengi greiðlega, a. m. k. á sumrin, þó til fjarlægra landshluta sé, sérstaklega þar áem verðrátta hefir verið þannig, t. d. á Vestfjörðum í sumar, að vikulegt áætlunar- t'iug á firðina hefir varla orugðizt á réttum degi, en aær daglega flogið til ísa- t'jarðar, og bílar ganga tvisv- ar a viku vestur að Djúpi og paöan samstundis bátsferð til ísafjarðar. tíkipaferðii’nar eru að von- 'um strjálli, þar sem Esjan er ein um strandsiglingarnar vestra í sumar. En staðreynd- irnar eru þessar: Póstur er sendur sumar- mánuðina einu sinni í viku trá pósthúsinu á Þingeyri yfir að Gemlufalli, þar er oréfhirðing, og þaðan um sveitina, vestan Sandsheiðar. Nú vil ég gefa skýrslu um þann bagga, sem mér finnst raunar skoplítill, sem þessi sveitarpóstur hefir borið til mín tvær síðustu póstferð- trnar, og sama gildir um aðra sveitunga mína. 18. ágúst fékk ég tvö blöð af fímanum frá 7. og 8. ág. hið síðara 19 daga gamalt og,eitt blað af Degi frá Akureyri. Um bréf ræði ég ekki, því þau koma með flugvélum. Næsta póstferð er 25. ágúst. Þá fæ ég eitt blað af Degi, en ekkert annað, og enginn póstur á ínnsveit Mýrahrepps var þá (en Dagur er af engum keyptur þar nema mér) í þann helming sveitarinnar, utan fá bréf. Um útsveitina er sama að segja. Nú er ég að vísu ekki áskrif- andi, nema fjögurra viku- blaða, auk þessa eina dag- blaðs, auk nokkurra tímarita, mest vegna þess, aö ég treysti mér ekki til að lesa neitt að ráði, eða hafa hvorki gaman eða gagn af dagblöðum, sem koma 20—30 tölublöö í einu, sem oft kemur fyrir á vet- urna, þó að sumarið í sumar virðist nú ætla að nálgast metiö. Hvernig stendur nú á þess- ari ágætu póstþjónustu, þar sem ferðirnar eru ekki strjálli en þetta? Ég hefi talað við póstaf- greiðslumann Ólaf Jónsson á Þingeyri um hverju þetta sæti. Jú, Flugfélag íslands, sem nú hefir einkarétt hér á inn- anlandsflugi, heimtar 5 kr. undir kg. af blaðapósti. Loft- leiðir létu sér írægja 3 kr. Póststjórnin kvaö fá kr. 2.00 frá blöðunum. Þarna er af- sökunin. En eitt dagblaöið, Morgunblaðið, kvað hafa sér- samning við Flugfélag íslands um burðargjald, enda kem- ur Morgunblaðið með hverri flugferð. Ekki veit ég að hvaða kjörum blað þetta hef- ir lcomizt. Væntanlega geta réttir aðilar upplýst það. Póststjórnin hafði nú víst í hyggju að semja líka fyrir sig, en enginn árangur er sýnileg- ur. Nú mun löggjafanum hafa gleymst, þó ærið margt sé tek- iö til meðferðar á Alþingi, að skylda áætlunarflugvéjar, eins og skip og bíla, að taka póst fyrir hæfilegt gjald. Sýnist það þó ekki úr vegi. Blaðapóstur er aö vísu fyrir- ferðarmikill, en ekki þarf svo að vera ef blööunum er rað- aö saman og bundið utanum. Á hitt er og að líta, að ef þetta dregst ekki of mjög saman, þá er sú hætta minni. Þá eru flugvélar þær, sem nú eru notaðar, allstórar og sjaldan fullskipaðar, og far- angursgeymsla þein’a það stór, að rúm er fyrir blaða- póst, þó allríflegur farangur farþega sé meðferðis og vöru- sendingar allmiklar. Ég kom með flugvél til ísa- i fjai’ðar 9. ág. sl. Sýndist mérj allmikið pláss fyrir póst eftir i í farangursgeymslunni þar, þrátt fyrir mikinn farþega-' flutning, 70 kassa af tómöt- j um, hvaltunnu og sjálfsagt: eitthvað fleira af fiutningi, j 1 enda tók það um klukkustund , 1 að koma flutningi og fólkinu , í bátinn og að landi, þó eng- j ' inn væri blaðapósturinn, eða' ' álíka tíma og sjálft flugið tók! j. Þá er eftir sá möguleiki, að j komá pósti vestur á þennan ' „útkjálka" með bilferðunum, t 1 sem eru tvisvar í viku. j Það er ekki hægt að notast jvið þær, vegna þess, að það eru engar áætlunarbílferðir, ; vestur á firðina frá ísafirði, j eins og undanfarin ár og mun ég víkja að því síðar. En það er ekki svo, að eng- in bílhjól renni eftir veginum frá ísafirði vestur á firöina?, Ónei. Það munu ekki margir dagar líöa svo, aö einn eða fleiri bílar fari alla leið vest- ur að Dýrafirði. Sýndist nú svo, að hægtj mundi að semja við þessa bíla j um að taka póst, þegar þeir væru á ferðinni. Póstaf- greiðslumaðurinn á Þingeyri tjáði mér líka, að hann hefði farið þess á leit við pósthúsið j á ísafirði, að þaö semdi við' jeppabíleigenda, sem oft er á' ferðinni, um að taka póst, er | hann ætti ferð, og kvaðst hafa nefnt 100 kr. gi’eiðsluj fyrir ferðina, sem er ý2 gjaldi fyrir bíl þá leið, án þess þó aö j hafa minnst á þetta við bíl- eigandann og því ekki vitað, nema að hann hefði viljaði gera þetta fyrir miklu minnaj gjald. Ekki vildu þeir nyrðra eiga neitt við þetta, og ekki veit ég til þess að reynt hafi vei’ið að semja við neinn bíl um póstflutning, heldur var það ráö tekiö að láta hætta að senda póst með bílum að Djúpi, sem fara átti vestur á firðina. Árangurinn er þessi, sem ég hefi lýst hér aö framan. Póst- ur mun aöeins fluttur með skipum. Framhald Skúli Guðmundsson befir sent þennan smápistil um svörtu ána á Reykjanesfjallgarði: „Ég liefi samúð með svörtu ánni, sem hefir verið árlangt ein á Reykja nesfjallgarði, og nú er hundelt og ofsótt.af vopnuðum mönnum. Senni lega er engin mœöiveiki ,í henni, Ekki mæli ég þó ffieð þvi, að ærin fái að yera óáreitt og ganga sam- an við það fé, sem veröur ílutt þangað á nesiö. Exx er ekki ein’nver sauðlaus eyja hér við land, sem gæti fóðrað ána, ef hún næst lif- andi og henni væri komið þangað? Síðan þyrfti aö hleypa til hennar góðum hrút, og þá rnyndi fjölga þar góðum kindum". Svo er lrér kominn Þórnrinn á Skúfi, sem er gaxnalkunnur í bað stofunni: „Sælt og blessað, veri baðstofu- fólkið! Ekki veit ég, hverjir lesa helzt baðstofuhjalið, en æði margir hafa mælzt til þess við mig, að ég kæmi stöku sinnum í baðstofuna með stökur Það er nú einu sinni svona, að smekkur manna er mis- jafn og sumir hafa jafnvel gaman af því, sem vitlaust er. Já, vitleysan er ekki öll eins, segir orðtakið. Hér er ég nú með fáeinar lausa- vísur. En ég segi ekki, hafi þeir þökk, er lesa, því að mér er öldungis sarna hvort nokkur eða enginn les. Mínar vísur eru gerðar út í vindinn. Ilér eru tvær vísur, sem heita óhapp. Þær eru gamlar. Straums skal halda stríðan ál styr þó valdi baga; kveða aldrei æðru i mál ævi kalda daga. Illt er skút um orðna sök, eða sút með tárum. Flýtur út að feigðarvök, fast skal lúta að árum. Næsta vísa heitir tilgerð: Hugur sæbir helft leiðar heftur flækjum samtíðar. Pram á hækjur hugsunar hrökkva brækur tízkunnar. Þá er vísa um ásetning: Gæfuna, þá góðu dís gefst ei vel að rukka; gaddurinn er gefinn og vis, en — Gúð er slembilukka. Þessi er um vorkulda: Oft er kalt við yzta haf, of mjög langur vetur. Kærleikans í kápulál ;;;; ' kræktu, ef þú getur. Hér er vísa um grobbf 1 Vanti hrós til neyzlu nægðar. náungans, um meinta dáð, ljúga sér til lofs og frægðar löngum verður þrautá ráð. I .nr7„, I Svo eru liér nokkrar vof- og sum- arvísur. Það er nú íaunar löngu tæmt efni og er einungis urn út- þynning að ræða. Og þó lætur von in urn vorið og sumarið hjörtu manna slá, — nú, senx íyrr. Hefjast svo vísurnar: I • •■:•■ - Yfir Víðir vængjum fer — j vorið. hlíð og grundir. Allar bíð ég eftir þér, ísatíðar stundir. . Gleymist stríðið gegria þá, gömlum hlýðir lögum . • Vetrarkvíðinn víkur írá’ vors á blíðu dögum. I Vorið feimið víkur. heim, vetur gleymist tregur; strengjahreimúr hátt í geym, hörpu, seiminn dregur. i ■.. .ril"‘1'j’TV-’ Sumar líður, sóliri blíð j sezt að Víðis armi’; gróðrar prýði gafst uin síð grænu.m lx!líör,rbarmi. j ..... Sólarrjóða geisla. glóð, gyllir þjöðar daga. , Blómamóðir geíur góð ' gróðrarljóð í haga. Eitt sinn í sumar kom hél’ Stein- grímur Óskarsson, bóndi. í Stóru- Gröf á Langholti. Hann er hesta- inaður. Til hans eru þessar vísur, svo sem eins og uppbót á lélega gestrisni: Hjá mér litla hafði töf — hingað fár þó kemur, — Sleingrímur í Stóru-Gröf, stangatjón. sem temur. Hesta kringir kosti bezt, — hvað ei ringar þvaður. — Skagfirðingur heill á hest, hesta slyngur maður. Geyst þá berast gæðingar gustur fer um slíka, cg í glerið gleðinnar gjarnan sér þá líka. Dálagleg uppbót að tarna!! Og er nú nóg kornið af nigli þessu. Verið þið sæl“. Við þökkum Þórarni. Starkaður. ISvaS kcimsB skó!= ariiir nm faallvcldi Islasicls? (Framhald af 3. síðu). braut upp á umtali um þjó'ö- réttarfræði við hann og fékk þær upplýsingar, að þjóðrétt- arfræðin væri umfangsmikil fræðigrein og skiptist í marga parta. Hann hefði einkum lagt fyrir sig þættina um við- skipti og samningagerðir þjóða í milli, minna um sögu legar erfðir og réttincli. Sagði hann mér að hinir ýmsu þjóðréttarfræöingar oin beittu sér aö mismunandi þáttum þessarar fræðigrein- ar, að sínu leyti eins og t. d. læknar og lögfræðingar að sínum sérfræðisniðum. Lítilsháttar minntist ég á íslenzk þjóðréttarmálefni við hann og sagðist hann hafa les ið um þau. Ég nefndi dr. Ragn ar Lundborg í því sambandi og spurði hann, hvort hann kannaðist við hann, ég vissi að hann hefði skrifaö marg- ar bækur um þjóðréttarfræöi bæði viðvíkjandi Islandx og öðrum löndum og þar á með- al hans eigin landi. (Zwei amstrittene Statenbildungen, Island und Kroatien, sem ég mundi þá eftir í svipinn). En hann þekkti þá ekki til dr. Lundborgs eöa skrifa hans. Þetta færði mér nýja yíir_ sýn um þessi málefni, að þótt sprenglærðir menntamenn -séu, getur þeim yfirsést um vissa þætti sinnar fræðigrein ar, ef þeir einbeita lærdómi sínum einkum á þau svið hennar, sem ekki snerta þá þætti beinlínis. En í þessu sambandi mæcti minnast á það að nú þegar er hér að vaxa upp stétt ís- lenzkra þjóðréttarfræðinga. Hjá svo lítilli þjóí, sem vorri, væri það vissulega nau'ð synlegt að þeir hefðu náið samband og samvinnu sín á milli, þótt sérhver þeirra ein- beiti sér að sínu sviði og öðl- ist þar með yfirgripsmeiri samsýni um þessa mjög svo mikilsvarðandi ' fræðigrein fyrir íslenzka hagsmuni. Reykjavík, 25. ágúst 1952, AC 104 Eftir baðiá Nivea Þvi að þá er húðin sérstaklega viðkvæm. i Þess vegna ættuð þér að nudda Nivean kremi rækilega á hörundið frá hvirfli til ilja. Nivea-krem hefir inni að halda euzerit, og þessvegna gætir strax \ hinna hollu áhrifa þess á húðina. ”Bað með Nivea = kremi" gerir luiðina mjúka og eykur hreysti hennar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.