Tíminn - 11.11.1952, Page 4

Tíminn - 11.11.1952, Page 4
4. TÍMINN, þriðjudaginn 11. nóvember 1952 256. blað ÁrriL Jakobsson, Skógarseii: OrðSð er frjálst Voði í óvitahöndum AlþýðublaSið og Morgun- blaðið hafa verið að karpa um það nýlega hvaða stjórn- málaflokki það væri mest að þakka að dásemdir almanna trygginganna hefðu orðið til og komist í framkvæmd. Tilefni þess málkarps, var frásögn af því er 100 ára gömul kona vildi eigi taka við örorkubótunum frá tryggingarstofnuninni fyrr en hún var þess fullviss að það var ekki sveitarstyrkur, og er hún skildi það, á hún að hafa sagt: „Guð sé lof fyrir umbæturnar“. Ekki skal þess ari konu álasað fyrir þessi orð um tryggingarnar, held- ur skal frá því sagt að önn- ur kona — sem að vísu var ekki 100 ára þó á örorku- aldri væri — sagði er henni var færður örurkustyrkur- inn: „Ég vil ekki að 16 ára börn séu að borga mér fjárfúlgur, úr því ég hefi sæmilegt fyrir mig að leggja og get annað fyrir mér enn, því unglingar milli fermingar og tvitugs hafa nóg með sitt að gera“. Ummæli þessara gömlu kvenna urðu til þess, að rnér virtist ekki ófyrirsynju að minnst væri á þessi lög, og einkum afstöðu þessara tveggja stjcrnmálaflokka, sem nú hæla sér mest af þeim, af því þörf væri að ákæra báða fyrir margt í þessum lögum, að því er varð ar sveitafólkið. Fyrst er að nefna það að atvinnurekendur fá sig ekki slysatryggða með þessum lög um. Meðal þeirra eru um 6000 bændur — og þó senni- lega mikið fleiri — sem flest ir eru vinnandi menn. Þar með eru þeir útilokaðir frá venjulegum félagslegum mannréttindum. Ef bóndi er að byggja peningshús eða hlöður, starfar að búnaði með vélakosti, eða vinnur að öðrum störfum, þá er honum synjað um réttindi til böta ef hann yrði fyrir slysi við störf sín. En ef hinn vinn- andi bóndi fær vinnu hjá fólki, sem oft er frá borgun- um, hvert sem er við bein framleiðslustörf eða við byggingar, verður hann aö greiða hátt slysatryggingar- gjald fyrir vinnu þessa að- keypta fólks. Slysatrygging- argjald, sem þannig er tekið, er ekkert annað en rán, sem notað, er til þess að greiða slysabætur til fólks í Reykja- vik og öð'rum borgum í land- inu. Þessi atriði sýna Ijóslega að st j órnmálaf lokkarnir, sem hæla sér af almannatrygging unum, nota þær til þess að soga fjármagn sveitanna til Reykjavíkur á aðra hönd en viðhafa mannréttingaskerð- ingu á hina. í öðru lagi hefir það kom- ið allvíöa fram, að bóndi, sem kominn er á örorkuár, fær ekki bætur af því á skattfrámtali hans eru tekj- ur það háar, að þær svara til, svona rúmlega % af því kaupi, sem vinnandi menn í Reykjavík áskilja sér. Að kaup er-svona háttH — hjá öldruðum bónda, stafar af því, að aöstandendur vinna aö búinu með miklu lægra kaupi, en verkamenn sætta sig við, sem sumpart stafar af of smáum búrekstri enn sem komiö er, og sumstaðar eru þetta varnaraðgerðir fyr ir búið vegna harðæris, og af því að aðstandendur kæra sig ekki um að vera fyrir bú- rekstri eða eru þess umkomn ir, en vilja þetta þó heldur en að allt fari fram af bakk- anum — íil Reykjavíkur. En þar sem svo er, að lágt kaup er greitt til aðstand- enda, er sú kauplækkup ekk ert annað en örorkustyrkur frá þeirra hálfu til bóndans, þó svo komi synjun um til- skyldar bætur sem refsing fyrir fórn þeirra. En 100 þúsund króna tekju maðurinn, fær fullar fjöl- skyldubætur, ef hann hefir fleiri en þrjú börn fram að færa. Slíkir menn eru flestir í Reykjavík. Það eru margvíslegar leið- ír, sem Reykjavík hefir til þess að ræna sveitirnar, að fólki og fé. Mig hefir furðað á því að lagafyrirmæli, sem að eöli eru þjóðfélagsleg nauðsyn, skuli hafa verið gerð að jafn miklu afskræmi og lög þessi eru, og vera framkvæmd ár- um saman, nær umyrðalaust. Skal nú minnst á nokkur at- riði almenn eðlis. Lög þessi tilskilja að 66 ára maður greiði fullt iðgjald, en árið eftir er hann gjaldfrjás og fær fullar bætur. Fyrir löngu var það í lög sett að 60 ára maður var tal inn örorka að meira eða minna leiti. Hann vann sér ekki sveitfesti eftir það. Hann þurfti ekki að inna af hendi dagsverkaskyldu til vegasjóða — og er enn — og fleiri ívilnana hafa þeir menn notið til þessa. Að þessu leyti voru fyrri- timamenn mannúðlegri lög- gjafar en nútímamenn. Sama er að segja um æsku- fólkið. Lengi vel voru ung- lingar innan tvítugsaldurs gjaldfríir til sveitasjóða, — nema erfðafé ættu —, lausir við dagsverkakvaðir, o. fl. En almannatryggingarnar knýja 16 ára ungling til ið- gjaldagreiðslu. Kemur þá fyr ir að eínaður 15 ára piltur fær styrktarfé með gjald- skyldubótum, sem fátæki 16 ára pilturinn greiðir. Báðir eru nokkuð jafnvígir á starfs sviði lífsins. Nú verður sagt að þetta sé hártogun, því einhversstaðar þurfi umskiptin að vera. Það er rétt, en ekki með þessura hætti. Það verður að vera árabil milli gjaldskyldu og kröfu til bóta. Sextugur mað ur ætti að vera gjaldfrjáls, sakir hrörnandi starfsorku. Eins ætti unglingur frá 14 til 18 ára að vera gjaldfrír, t. d. að taka. Það er hneyksli aö veittar séu f j ölskyldubætur með 15 ára unglingi í sveit, nú á dögum. En þetta er gert fyrir barnlaus foreldri í Reykjavík, því vera má, að þar séu 15 ára piltar ófærir að sjá sér fárborða, stvrk- laust. En er þá 16 ára ungling ur fær um háa iðgjalda- greiðslu? Ég held að nokkuð sé í því, sem gamla konan sagði, að hún vildi ekki láta hálfgerð börn borga fram- færi sitt meðan hún þyrfti þess ekki. Þaö geta verið for dæmi fyrir svona kvöðum er landis frá. Það er sagt að nazistarnir þýzku hefðu sent 16 ára pilta í eldhríðina. Það mætti margt fleira \im lög þessi segja sem lagfæra þyrftu, en það bíður betri tíma. Það var gæfuleysi að kaupstaðaflokkarnir voru einir um að koma almanna- tryggingunum á, sveitanna vegna. í höndum þeirra flokka hlutu þau að verða bæði í óvitahöndum, af því þau eru notuð til arðráns, frá sveitafólki, eins og drep- ið hefir verið á. Það er heldur ekki það eina, og skal nú að öðru vik- ið. Það hefir nýlega verið bent á, — og skulu frekari sönnur færðar til ef rangt veröur, — að verðlag á einni helztu og dýrmætustu framleiðsluvöru landbúnaðarins hafi lækkað í verði um meir en 300% síð an á 1. tug þessarar aldar, miðað við kaupgjald í Reykjavík, þá og nú. Samt hefir það gerst í áratug, eða meir, að forustumenn í borg- unum hafa hamrað á því helzta úrræði til stöðvunar verðbólgu að lækka verið á landbúnaðarvörum. Verka- lýðsforingjarnir hafa að sjálf sógðu hamrað á þessu, því sjálfsagt væri að hækka kaupgjaldið. Og einn af þing mönnum Reykjavíkur, Hall- grímur Benediktsson heild- sali, kvaddi sér hljóðs á þingi og mótmælti því að skertur væri kaupmannagróðinn, en teldi auðveldara ráðið að lækka verð á landbúnaðar- vörum. Stundum virðist helzt sem íbúar borganna vildu helzt fá landbúnaðarvörur fyrir ekki neitt. Þetta sést á pví, að þegar hækkun hefir orðiö á landbúnaðarvörum bin síðari ár, vegna þess að kaupgjaldið í Reykjavík hef- ir hækkað, og þó meiri hluti hækkunarinnar gangi til þeirra sjálfra, þá er svarið að verða þetta: — Ja — við bara kaupum þær ekki, nema við fáum til þess ríkisstyrk, svo þær fari niður í verð- leysi. Með þessum hugsana- gangi og framkvæmdum verð ur ekkert fólk til lengdar í sveitum á íslandi, nema þar sem hægt er að fara aðrar leiðir til verzlunar með bún- aöarvörur. Sá draumur sosialistanna og heildsalanna í Reykjavík, er nú að rætast. Trúboöi landeyðingarinnar á íslandi, Halldór Kiljan Laxnes hrópaði til lýðsins 6. april 1945: „Það er þjóðlýgi aö dreifa byggðinni“. Þetta þýðir: byggðin á öll að vera á Reykjanesskaga og þar í grend. íslendingar eiga ekki að nýta land sitt — né nær- stödd fiskimið. Byrjun ger- eyðingarinnar er að fullkomn ast. Einn af fólkflestu hrepp um landsins, gereyddist á þessu hausti af fólki, fénaði og veiðitækjum. Hver verður sá næsti? Og hvenær? Þegar blöð kaupstaðarflokk anna sögðu frá eyðingunni, létu1 þau að vísu falla nokk- 'Ur krókudílatár af meðaumk un með gamla fólkinu fyrir það að þurfa að setjast að í nýju umhverfi,- En það leyndi sér ekki að milli lín- anna mátti lesa fögnuð yfir því aö hafa fengið og fá nú, ungt og dugandi fólk til starfa í borgum Suðvestan- lands svo sem á ísafjörð, Akranes, Hafnarfjörð og í (Framhald á 6. síðu.) Hér er fyrst vísa un. vetrarkom- una 1952, eftir Bryi.jólf Björnsson frá Noröfiröi: Skuggarnir lengjast, lækkar fögur sól. litfögru blómin fölna, er voriö ól, söngfuglaskarinn er svifinn suðurs til, svartviðri boöar vetrarkoma í snjóugum byl. Heitt ég þrái, heitt ég þrái í lofti stjarnalog þitt noröurljósa geislaglit með gullinflog. Svo þcrf ég að koma fram orð- sendingu fyrir unga stúlku vestur á Fjörðum. Ærin hennar átti svarta gimbur í vor. Þessi svarta gimbur fór i fjárskiptin. Hún hét Gæla, en hér verður ekki rakin sú saga, sem við það nafn er tenyd. En nú er þessi unga stúlka stundum ag hugsa um það, hvar Gæla sín sé niður komin og hvort að nú muni eiga hana einhver lítil stúlka. en það er hún viss um, ao' allar iitlar stúlkur hljóta að vera ósköp góðar við Gælu. Mér er tjáð, aö Sigurður Hannesson á Villingavatni í Grafn- ingi hafi sótt Gælu og hún cr eins og áður segir svört en markið er stýft og biti aftan viirstra. Þó að ég viti vel, að það er ekki hægt að halda alrnent uppi í blöð- um eftirgrennslun um það, hvar einstök lömb hafa numið land á fjárskiptasvæðunum, er ekki nema rétt að benda á það, að fjárskiptin tengja fólk og héruð saman með sérstökum hætti. Við skulum nú segja, að Gæla litla væri fyrsta kindin, sem einhver ung búkona austur í sveitum hefði eignast eða einhver ungur fjárböndi. Það er ekki ólíklegt, að slíku fólki væri nokkur fengur í því bæði nú þegar og siðar, að vita úr hvaða högum og frá hvaða fólki fjárstofninn væri kominn. Fjárbúskapurinn hef- ir margar hliðar. Það er sagt, að vandræðabörn komi yfirleitt ekki frá þeim heim- ilum, sem hafi einhver húsdýr. Ég skal ekki fullyrða neitt um það, en mörgum finnst þetta sennilegt. Kvikf járrækt hverskonar er , upp- eldismeðal. Það er yfirleitt pll um- gengni við dýr. En í þvi sambandi má minnast þess, að i 'þéttbýlinu fara ýmsir á mis vúy’Úábýli smá- fugla í görðum sínum, M'því að ná- grannarnir eiga kettii Þeir, sem hafa vanizt því, að fuglá-r komi á vorin og verpi í gar.ðinn þeirra, sakna vinar í stað. ef. ,þar, verður breyting á. Það mun ekki vera hægt að venja ketti og smáfpgla á sambýli. Og það er sutnfá manna álit, sem fróðir erú uin fuglalíf, að kettir séu þar hinir mestú vargar og skaðræöisdýr. Það mun almennt hafa verið tal- ið, að maríuerian væri á fugl, sem bezt hefði einurð á að verpa nærri mannabústöðum. Þrösturinn mun þó víða hafa orðið nærgöngulli seinustu árin og þá gjarnan byggt Maríueriunni út, því að honum mun ekki falla .sérstakt þröngbýli. Hinsvegar kemur þrösturinn yfir- leitt alls staðar þar, sem einhverjir trjálundir eru við hpimili p.ianna, og hann finnur þá fljótt livort liann er velkominn og líefir ekkert að óttast. Þá gerir hann sig heimakominn, liggur rólegur í hfeiðri sínu,1 þó að íólk gangi um og kVartár jafnvel fyrir heimamönnum. ef houum virð- ist sér hætta búin, syp ,?em af ljótur aðkomuhundur ,pða köttur kemur nálægt heimili, hans. Ann- ars kann ég engár sérstákar sögur að segja um þétta, eri þ'ær mættu gjarnan koma hér. “ J!ív Starkaður gamli. Lýsið upp heimilin í skammdeginu o Söluymbod fyrir Raftæks h. N Y K O M I Ð : $ Danskir BorÖ- ♦ Ganga- Rör- Ilmvatns- Saumavóía Kúlur í barnalierbergi — Fallegar kúlur í ganga og herbergi Vesturgötu 2 — Sími 80946 I UTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.