Tíminn - 16.11.1952, Side 2
2.
TIMINN, sunnudaginn 16. nóvember 1952.
261. blað.
Feitar konur eiga að neyta kjarn-
fæðu svo þær öðlist eðiiieg holdi
Rannsóknir í Svíþjóð liafa leitt í Ijós, að um helminsur
þeirra kvenna, sem leggjast í sjúkrahús, eru of feitar. Jafn
framt halda danskir læknar því fram, að fita sé sjúkdómur,
sem hafi áhrif á líf og líðan óeölilega margra danskra
kvenna. Hverjar orsakirnar séu fyrir offitu og hvaða varnar-
ráðstafanir sé hægt að beita gegn henni, reynir danskur
yfirlæknir að svara í næstu línum.
l
J4t
\
Spurning um það, hve
konur eigi að vera grannar,
er fyrst os fremst spurning
um tízku. Það er hægt að sjá
á sígildum höggmyndum og
málverkum, og menn jninnast
annars útlits kvenna á fyrst
um tugum aldarinnar. í dag
segja menn, að grannar kon
ur séu frekar ímynd kvenfeg
urðar en holdugar, og það verð
ur ekki umdeilt, að grannar
konur líta unglegar út. Marg-
ar konur glata ungdómsfeg-
urð sinni fyrir tímann af því
að þær verða of holdugar.
Er gildleikinn sök konunnar?
Það koma alltaf þau tíma-
bil í lífi konunnar, að henni
er hætta búin af ásókn fitu,
þó að hún geti varizt henni
lengi, liafi hún áhuga íyrir
því. Ef tekin er sem dæmi
meðgöngutími konunnar, þá
er henni ekki nauðsynlegt að
þyngjast meir en þyngd barns
ins nemur. Konum hættir þó
til að fitna um meðgöngutím
ann, einkum vegna þeirrar
gömlu trúar, að þá sé nauðsyn
legt að belgja sis út með mat.
Til hjálpar þessari trú kemur
svo örari matarlyst á þessum
Útvarpíd
ftvarpið í daj:
Kl. 8,30 Morgunútvarp. 9,10 Veð-
urfregnir. 11,00 Messa í Dómkirkj-
unni (séra Óskar J. Þorláksson).
12,15 Hádegisútvarp. 13.00 Erindi:
„Hafið og huldar lendur" eftir
Rachel Carson; IV. Sjór og vindur
(Hjörtur Halldórsson menntaskóla
kennari). 14,00 Messa í Dómkirkj-
unni (séra Jón Auðuns dómprófast-
ur setur séra Jón Þorvarðsson inn
í embætíi sem sóknarprest i Há-
teigsprestakalli; hinn nýkjörni prest
ur prédikar). 15,15 Préttaútvarp til
íslendinga erlendis. 15,30 Miðdegis-
tónleikar (plötur). 16,30 Veðurfregn
ir. 18,25 Veðurfregnir. 18,30 Barna-
tími (Kvenskátafélag Rvíkur). 19,30
Tónleikar (piötur). 19,45 Auglýsing
ar. 20,00 Préttir. 20,20 Tónleikar
(plötur). 20,40 Erindi: Um keltnesk
örnefni á íslandi; s'ðara erindi
(Hermann Pálsson lektor). 21,00
Frá fimmta móti norraenna kirkju-
tónlistarmanna. 21,45 Upplestur:
Lárus Pálsson leikari les kvæðí eft
ir Jónas Hai'grímsson. 22,05 Gaml-
ar minningar: Gamanvísur og dæg
urlög. Hljómsveit undir stjórn
Bjarna Böðvarssonar leikur. Söngv
arar: Sigríður Hannesdóttir, Baldur
Hólmgeirsson og Erlingur Hansson.
22,35 Danslög (piötur). 23,30 Dag-
skrárlok.
Útvarpið á morgun:
Kl. 8,00 Morgunútvarp. 9,10 Veð- j
urfregnir. 12,10—13,15 Hádegisút- j
varp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30
Veðurfregnir. 17,30 íslenkukennsla;
n. fl. 18,00 Þ. zkukennsla; I. fl.
18,25 Veöurfregnir. 18,30 Tón'eikar
(plöturi. 19,00 Þingfréttir. 19,20 Lög
úr kvikmyndum (plötur). 19,45 Aug
lýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Útvarps
hljómsveiíin; Þórannn Guðmunds-
son stjórnar. 20,40 Um daginn og
veginn (frú Lára Sigurbjörnsdótt-
ir). 21.00 Einsön;ur: Guðmundur
Baldvinssou syngur; Fritz Weiss-
happel aðstoðar. 21,15 Erindi: Hvað
er guðspekin? (Jakob Kristinsson
fyrrum íræðslumálastjóri). 21,45 l
Eúnaðarþáltur: Um gin- og klaufa
veiki (Si urður E. Hlíðar yfirdýra-
Iæknir). 22,00 Fré'.lir og veðurfregn
ir. 22,10. ,,006^08“, saga eftir Anne-
marle Selinko (Ragnheiður Haf-
stein) XX. 22,45 Dans- og dægur-
lög (piötur). 23,00 Dagskrárlok.
tíma og ílöngun í scetindi.
Margar konur eru svo upp-
teknar af sínu nýja móður-
ástandi, að þær gleyma atS
hirða" um útlit sitt, þar til
síðar að í óefni er kornið. Þá
hyggjast þær megra sig. Þa5
ber að' undirstrika greinilega,
að megrunarráðstafanir ættu
þær að láta vera. Það getur
komið fyrir, að þær megrist
á „röngum stöðum“, en sú
kona, sem fylgist vel me'ö
þyngd sinni, þarf ekki að ótt-
ast jafnvægisleysi í útliti sínu.
Lélegt fæði orsakar of'fitu.
Fita sækir oft á stúlkur á
kynþroskaárunum og einnig
á konur á breytingaaldrinum
um fimmtugt, og leikur eng-
inn vafi á, að hormcnarnir
eiga meginorsök á þessum
breytingum. Þetta þýðir þó
ekki það, að ekki sé hægt að
verja sig með viðeigandi lifn
aðarháttum á þessum tíma.
Óeðlileg starfsemi skjaldkirt-
ilsins getur einnig oxsakað of
fitu, þó að það eigi sér sjaldan
stað. í slikum tilfellum er vara
samt að reyna að mesra sig,
án þess að leitað hafi verið
til læknis. Meginorsök til of
fitu er sú, að' fólk borðar of
mikið. Matarlystin er hin
náttúrulega hamla við ofáti,
en þrátt fyrir það borða marg
ir meira en ástæða er til. Það
er sjaldgæft, að þær konur
fitni um of, sem hafa efni á
að búa við góða fæðu. Verstu
fitutilfellanna verður vart
hjá konum innan hinna fá-
tækari stétta. Þau tilfelli eru
að kenna ónæringu. Fólk, sem
lifir á vínarbrauðum, kartöfl
um, sósum, graut og brauði,
verður auðveldlega offitunni
að bráð. Þetta er ódýrt fæði
en ekki gott. ;
Hvað er gott fæði?
Það á að borða mat, er
inniheldur eggjahvítuefni,
eins og kjöt og fisk og mjólk.
Þessar fæðutegundir næra
vöðva likamans og vinna beint
að endurnýjun þeirra efna,
sem líkaminn brennir dag-
lega.
Ég er þeirrar skoðunar, seg
Hljómsveit brezka beitiskipsins H.M.S. Sv/iftsure.
helaur hijómleika í Austurbæjarbíó í dag kl. 1,30 stund-
víslega.
Guðmúndur Jónsson óperusöngvari syngur hieö
aðstoð F. Weisshappel.
Allur ágóði rennur til styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra. — Aðgöngumiðar á kr. 20, fást í Au-sturbæjarbíó.
i
Nudíl Iiefir enga þýðingu, í
bczta tilfelli grennir það að-
elns nuddlækninn.
ir yíiriælmi inn, aó íóik eigi
að borða til að grenna sis.
Fólk á alltaf a'ð vera meít,
þegar það er að g.enna sig
og árangurinn getur orðið
hinn ákjésanlejasti. Þær kon
ur, sem hefja að megra sig
fjórtán dögum áður en þær
þurfa að fara í samkvæmis-
kjólinn, sem þær vita, að er
orðinn of þröngur, viðhaía
mismunandi aðferðir. Sú, sem
fer í guíubað og upplýsir hrif
in, að hún hafi létzt um tvö
pund í baðinu, verrur bráð-
lega fyrir vonbrigðuni. Það er
aðeins vatn, sem hefir horfið
úr líkama hennar, og innen
tveggja daga hefir hún drukk
ið pundin sín aftur. Nudd hef
ir heldur enga þýðingu, j|
bezta tilfelli grennir það að-
eins nuddlækninn. Ef konan
vill grenna sig, verður hún að
tareyta matarháttum sínum.
Það verður að forðast sykur,
hveiti, feiti, kökur og súkku-
laði og borða heldur kjöt, fisk
og grænmeti. Þær konur, sem
byggjast að grenna sig með
eigin aðferðum og taka til
við að svelta sig, gefast fljótt
upp á slíku. Þær þarfnast
eggjahvítuefna os vítamíns
og annarra nauðsynlegra
efna, sem fæðan verður að
veita. Það er að öllu leyti bezt
a'ð láta lækninn ráða matseðl
inum i þessu tilfelli. 1
Fegurð og heilbrigði.
Hvers vegna berjast lækn-
arnir svo dyggilega gesn fit-
(Framhald á 7. siðu).
!
R a f m a g n s t a k m ö r kn n
Álagsiakmörkun dagana 16. nóv. til 23. nóv
frá kl. 10,45 — 12,15:
Sunnudag
Mánudag
‘ Þriðjudag
Miðvikudag
Fimmtudag
Föstudag
Laugardag
16. ncv.
17. nóv.
18. nóv.
19. nóv.
20. nóv.
21. nóv..
22. nóv.
3. hluti
4. hluti
5. hluti
1. hluti
2. hluti
3. hluti
4. hluti
s
í
\
Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að
svo miklu leyti sem þörf krefur.
SOG SVIRK JUNIN;
‘V.VW.W.VAW.V.V.VVAW.V.V.W.V.V
v.v
Einhver ódýrasta fæða, miðað við næringargildi,
er mysu- og mjólkurostur.
Hitaemingafjöldi í góðum osti í hlutfalli við ýmis-
legt álegg, miðað við 1 kg. af hverri tegund, er sem
hér segir:
Gstur 3000 hitaeiningar
Nautakjöt 1500 —
Egg 1350 —
Síld 740 —
Tómatar 230 —
Látið aldrei jafn holla, nærandi og Ijúffenga fæðu
og íslenzka ostinn vanta á matborðið.
HERÐUBREIÐ
Sími 2678
" w.v.v.vv.v.v.v.
J. Innilega þakka ég alla samúð og vináttu, er mér
var sýnd við andlát og jarðarför konunnar minnar
■:
i
GUERÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR
Andrés Ólafsson, Brekku í Gufudalssveit, 1
Gengið á sprekafjöru
i v.v.w.v.v.v.v.v.w.v.v.vv.v.v.v.v.v.v.v.v.wa
★★★ Sænskt blað skýrði nýle-a frá því, að frú María Jönsson í
Brösarp væri með 115 sentimetra langar hárfléttur, og þótti
það hárprúð kona. En ekki var það þó sænska metið. Skömmu
síðar fékk blaðið bréf frá Hammerstrand í Jamtalandi, ásamt
mynd af ungfrú Olgu Eriksson. En hárið á henni er 178 senti-
metra langt. — Hvað er íslenzka mttið? Bréf frá hárprúðum
væru þakksamlega þegin.
★★★ Vestur í Sléttuhreppi standa húsin tugum sair.an auð o • yfir-
gefin og ofurseld vindum og veðrum. í Látrum í Aðalvík eru
12—14 hús. á Sæbóli 6—7 og fjöldamörg á Hesteyri, þótt a 1!-
mörg húsanna þar hafi verið rifin. \íSar standa hús í auðninni.
Enginn veit, hvort nokkuro tíma framar verður þarna byggð.
Einn borgari skaut því aS blaðinu, að Ukie a væri einst ráðið
aS heita mönnum skattfrelsi, ef þeir flyttu í cyðibyggðirnar í
Sléttuhreppnum.
★★★ Þegar vitnaðist um kvillann i fénu í Leirhöfn á Sléttu. sneri
sýslumaður Þingeyinga sér til stjórnarráðsíns og ó;kaoi rann-
> sóknar hið hráðasta, enda óttuðust jafnvel sumir, a5 þetta kynni
cð vera gin- og klaufaveiki. Sá, sem s.'slumaöur ræddi við í
stjórnarráðinu, stakk upn á því, að sauðarhaus yrði sendur
suður til rannsóknar. Þá segir sagan, að sýslumaður hafi svarað:
„Ætli það væri ekki betra að senda einn sauðarhaus noröur“.
ippsögn samsiinga
(Pramhaltí af 1. síðu).
því úr 4% í 6% á greidd vinnu
laun eftir sömu reglum og
gert er ráö fyrir í orlofslög-
unum.
Hækkunin alls um 22%.
Sú raunverulega kaup-
hækkun, sem hér er farið
fram á, mun nema alls um
22%. Sjálf grunnkaupshækk-
unin er 15% en auk þess 2%
hækkun á orlofsfé vegna
lengingar orlofs og 4% í at-
vinnuleysistryggingasjóö. —
Þetta er 21%, en þar sem at-
vinnuleysistryggingagjaldið
og hækkkun orlofsfjár yröi
reiknað eftir kauphækkun-
ina, verður öll þessi hækkun
I um 22% miðað við núgild-
r.ndi Icaupsjald.
Æskilegra að auka
kaupmátt launanna,
Verkalýðsfélögin hafa sam
iö alllanga greinargerð með
kröfum sínum, þar sem eink-
um er sýnt fram á minnk-
| andi kaupmátt launa síðustu
í árin og birtar ýmsar tölur í
því sambandi. Að síðustu seg
ir í greinargerðinni, að þótt
verkalýðshreyfingin sé nú
neydd til að bera fram kröf-
ur um kauphækkanir, sé
þeim ljóst, að æskilegra væri
að koma þvi til leiðar að auka
kaupmátt launa og bæta af-
komuskilyrði fólks meö auk-
inni atvinnu. Þetta sé hins
! vegar ekki á færi verkalýðs-
félaga heldur alþingis og rík
isstjórnar.
j Virðist hér koma frám
, nokkur vilji til umræðna um
niðurfærslu dýrtíðar.