Tíminn - 03.01.1953, Qupperneq 1
Rltstíórl:
►órarinn Þórartasson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgeíandl:
rramsóknarílokturlnn
Skriístofur i Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
AfgreiBslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
37. árgangur.
Reykjavík, laugardaginn 3. janúar 1953.
1. blaS.
Hannibal Valdimars! Uppgjafakonungum fjölgar
son ritstjóri Al-
Hannibal Valdimarsson,
formaður Alþýfíuflokksins,
hefir samkvæmt ákvörðun
miðstjórnar Alþýðuflokks-
ins, gerzt ritstjóri og á-
byrgðarmaður Alþýðublaðs-
ins, en þcssi skipun mun
ekki eiga að verða nema til
bráðabirgða.
Stefán Pétursson, sem nú
hefir látiö af störfum við
Alþýðublaðið, hefir verið
ritstjóri þess síðan 1. júlí
1939, en blaöamaður við AI-
þýðublaoið gerðist Stefán
haustið 1931.
Stór vélbátnr
keyptnr til
Djúpavogs
Til Djúpavogs hefir verið
keyptur stór og traustur
vélbátur, sá stærsti, sem
geröur hefir verið út frá
Djúyavogi er 104 lestir.
Heitir hann Víðir og er
byggður á Akranesi, mjög
vandað skip og gangmikið.
Verið er að búa Víði út á
línuveiðar fyrir sunnan og
austan land og fer hann
væntanlega á veiðar eftir
helgina. Skipstjóri á bátn-
um er Böðvar Jónsson.
Kaupfélagið stóð að kaup-
unum og er mikil atvinnu-
bót að komu þessa myndar
lega skips í byggðarlagið,
lagið, þar sem á því er hægt
að sækja fiskinn á fjar-
lægari mið og treysta þann
ig til muna afkomumögu-
leika þeirra sem sjóinn
stunda og úr aflanum
vinna í landi.
Tveir sækja um
Eyrarbakka, einn
um Vík, en enginn
um Æsustaði
Um áramótin rann út
umsóknarfrestur um þrjú
prestaköll, sem losnuðu er
prestarnir tóku vio embætt-
um sínum við nýja söfnuöi í
Reykjavik eftir prestskosn-
ingarnar í haust. Eru þaö
Vík í Mýrdal, Eyrarbakki og
Æsustaðasóknir.
Um Vík sótti aðeins einn
Jónas Gíslason cand, theol.
Um Eyrabakki sóttu hins
vegar tveir, séra Jóhann
Hlíðar og Magnús Guðjóns-
son cand. theol. Enginn um-
sókn liggur hins vegar fyrir
um Æsustaðaprestakall.
Hrapaði við rjúpna-
veiðar og lést kom-
inn langleiðina til bæja
Daginn fyrir gamlársdag fórst maður við rjúpnaveiðar
Noröurárdal í Borgarfiði. Hefir hann að öllum líkindum
brapað í fjalli og látizt, þegar hann var að brjótast til
byggða.
Umberto, uppgjafarkonungur ítala, hefir undanfarið hald-
ið sig í Suður-Ameríku og notið lífsins. Hér er hann ásamt
tveimur dætrum sínum. Uppgjafarkóngum fer fjölgandl
meö hverju árinu sem líður cg eru þeir allmargir á lífi, en
halda lítið félagsskap. Farúk, sá, sem síðastur er uppgjafar-
konunga sat nýlega aö spilum sínum á Caprí, og spáði því
þá, að bráðlega yrðu konungarnir ekki nema tveir í spil-
unum. Ilonum fannst, að þeim hlyti að fækka á þeim vett-
vangi líka.
Var fregnin um friðarverö-
laun Kiljans tilbúningur?
EM}»'ar opnberar tílkyniiingai’ liafa koniið
fram nm þcssi friðarverðlaim kommiiuisía
Milli jóla og nýárs fluttu
tvö blöð, Þjóðviljinn og Al-
I þýðublaðið, þá fregn, að
danska kommúnistablaðið
Land og Folk hefði flutt þá
| frétt, að Halldór Kiljan Lax
' ness hefðu verið veitt friðar
verðlaun kommúnista á frið
arþinginu svonefnda í Vín.
Hefði Kiljan hlotið um 116
þús. ísl. kr. cg verið settur
þar á bekk með fjórum eða
fimm helztu friðarpáfum
kommúnista austan tja'lds
og vestan. Var Þjóðviljinn
einkum kampakátur vfir
þessu.
Svo kynlega hefir hins veg
ar trugðið við, að engar op-
imberar tilkynningar hafa
bcr.'zt um þetta eða aðrar
friðarverðlaunaveitin.gar
kcmmúnista á þingi þessu,
og Kiljan sjáifur mun ekki
hafa borizt tilkynning um
verðiaunin. Virðist augljóst,
að fregnin um þessi friðar-
verðlaun hafi verið tilbún-
ingur elnn, hvar sem fót
hennar er að finna.
Hefði Þjóðviljinn varla
átt að vera svona fljótur á
sér að gleypa fluguna, þar
sem hann hefir nýfengna
og slæma reynslu um aust-
rænar gulltilkynningar.
Þögn hans um hið austræna
verkfallsgull er enn órofin
þrátt fyrir ítrekaðar fyrir-
spurnir, sem hé skulu end-
urteknar.
En af þessu tilefni hefir
vaknað í liugum manna
spurning um það, hvort hin
austrænu friðarverðlaun
séu aðeins falleg auglýsing
kommúnista, en tölur einar
og nöfn á pappír séu talin
nægja.
Átti Tíminn í gær tal við
Eggert Einarsson, héraðs-
lækni í Borgarnesi, um slysið,
en hann var kallaður til, er
lík mannsins hafði fundizt
seint á þriðjudagskvöldið.
VTar í orlofi í Borgarfirði. .
Maðurinn, sem fórst, hét
Pétur Samúelsson og var
hann heimilisfastur að Litla
Skarði í Stafholtstungum, en
dvaldi annars undanfarið við
vinnu á Suðurnesjum. Hann
var maður á sjötugsaldri.
Þegar verkfallið varð syðra,
fór Pétur upp í Borgarfjarð-
ardali til að dvelja þar hjá
j skyldfólki sínu fram yfir há-
i tiðar. Var hann síðast að
Hreimsstöðum í Norðurár-
- dal, og fór þaðan til rjúpna á
þriðj udagsmorguninn.
Hvassviðri og hálka.
Veður var ekki sem bezt,
hvassviðri og hálka mikil.
Þótti mönnum sem fóru til
rjúpnaveiöa þennan dag þar
efra varla stætt fyrir roki á
freðinni jörðinni. Auk þess
snjóaði lítils háttar um dag-
inn og jók það á hálkuna.
Fólk á Hreimsstöðum
vildi telja Pétur af þvi að fara
til rjúpna, en hann vildi fyrir
alla muni fara, þar sem langt
var síðan hann hafði gengið
til rjúpna, og ekki við annað
( að vera á milli hátíðanna.
| Leið svo dagurinn, og kom
Pétur ekki heim. Þegar líða
tók að myrkri, fór fólk á
Hreimsstöðum að halda uppi
surpnum um ferðir hans og
vita, hvort hann hefði hvergi
komið til bæja, en sími er á
hverjum bæ þar efra. Kom
brátt í ljós, að hann hafði
hvergi komið til byggða.
Lcit um kvöldið.
Þá var farið að dimma, en
ráðstafanir voru gerðar til að
leita. Fólk kom víða að til
leitarinnar, meðal annars
nokkrir menn úr Borgarnesi.
Klukkan um hálf-tólf um
kvöldið fundu leitarmenn
krassa úr byssu Péturs í hlíð-
inni ofan við bæinn að
Hvassafelli, en þar eru bratt-
ar skriður og gil í fjalli.
Skiptu leitarmenn þá liði
og fóru sumir niður hlíðina
(Framhaid á 7. síðu).
Staða auglýst —
og umsækjandi?
Menntamálaráðherra hef
ir vafalaust talið sig leika
„sterkan“ leik í útvarps-
tafli sínu í gærkveldi. Aug-
lýsti hann þar lausa til um-
sóknar stöðu útvarpsstjóra,
og er framboðsfrestur til 20«
jan., en staðan veitt frá 1.
febr. Frá þessu var líka skil-
merkilega sagt í fréttum út-
varpsins. Síðan kcm frétta-
aukinn: Vilhjálmur Þ. Gísla
son, skólastjóri, sagði frá
nýlokinni Bandaríkjaför,
þar sem hann kynnti sér
sérstaklega rekstur útvarps
stöðva!!
Menn spyrja: Var líka ver
ið að auglýsa álitlegan um-
sækjanda?
jissynmgar
á Skugga-
i Á mcrgun verður síðdegis-
! sýning á Skugga-Sveíni og
hsfst hún klukkan þrjú. Er
, til þessara dagsýninga e'.'at í
; því skyni, að fólk eigi kost á
! því að fara í leikhúsið með
j bcrn, sem að jafnaði fara að
jsofa, áður en kvöldsýningar-
timi er úti.
Allir aðgöngumiðar að síð-
aegissýningunni á morgun
seldust í gær á skömmum
tíma, og er því líklegt, að
þetta fyrirkomulag verði haft
oitar á sunnudögum.
Hvarf að heiman um nótt,
fannst látinn á gamlárskvöld
Margt msmna leiíaði að iinguni pilti frá ísa
firðl, og' fann haiin örentlan á Dagverðardíal
Frá fréttaritara Tímans á ísafirði
Á gamlársdag týndist piltur á ísafirði og var hans leit-
að lengi dags að skátum og lögreglu og fleirum. Fannst
pilturimv um kvöldið örendur rétt fyrir neðan skíðaskála
Ármanns í Dagverðardal. Piltur þessi hét Kristinn Sigurðs-
son, Sunnustræti 27. ísafirði, 1S ára gamall.
Kristinn hvarf að heiman I.eit hafin.
Um hádegi á gamlársdag
var liði safnað og leit hafin
ífrá sér um kl. 1,30 aðfarar-
jnótt hins 31. des. Þegar hann
Ivar ekki kominn heim um háj
degi á gamlársdag, þótti, af Knstm. Tokp þatt i henm
hætta á, að eitthvað hefði j ® r’
orðið að honum. Hafði mað-
ur af tilviljun séö hann
ganga upp frá bænum í
stefnu á Dagverðardal.
lögreglumenn og
aðrir. Var leitað fram eftir
degi víða í nágrenni kaup-
staðarins.
(Franxhald á 8. sxðu.,'