Tíminn - 03.01.1953, Page 4
4.
TÍMINN, laugardaginn 3. janúar 1953.
1. blað.
Áramðtaræða forsætisráðherra
(Framhald af 3. sí5u.)
ekki að undra, þótt þeim
sækist seint, sem eiga allt
sitt undir blóðveldi og
grimmd þroskalítilla þjóða.
Vér íslendingar berum
reyndar engan ugg í brjósti
um það, að Bretastjórn muni
ekki innan tíðar skakka leik-
inn og létta af siðlausum
þvingunarráðstöfunum, sem
nokkrir brezkir togaraeigend
ur hafa efnt til, m.a. til þess
að nota tækifærið og bægja
íslenzkum fiski frá brezkum
markaði og losna þannig á
þægilegan hátt við skæðan
keppinaut. En það ástand,
sem nú er, stefnir beinlínis
Öilum viðskiptum þjóðanna í
hættu. Og það er ekki að
undra þótt oss þyki að ó-
verðskulduðu anda köldu í
vorn garð um sinn frá Bret-
landi. Gleymt er það nú, að
íslenzkir sjómenn sigldu skip
um sínum ótrauðir til Bret-
lands öll styrjaldarárin gegn
um ógnir myrkurs og vígvéla
og guldu við það ærið afhroð.
Ætii sá þáttur styrjaldarinn-
ar sé nokkru ómerkari en
athafnir brezku togaraeig-
endanna þá? Nú er aðeins
minnt á, að íslendingar hafi
fengið hátt verð fyrir vöru
sína. Þeir sátu í því efni við
sama borð og aðrir, að ákvörð
un Breta sjálfra. — Hafa
brezkir sjómenn og útgerð-
armenn í einu vetfangi
gleymt hinu mikla björgun-
arstarfi, sem íslendingar
víðsvegar við strendur lands-
ins hafa innt af hendi, og
iagt þá líf sitt við þeirra Mf?
Þeir, sem til dæmis hafa séð
kvikmyndina af björguninni
við Látrabjarg eru nokkru
fróðari um, hver afrek eru
unnin í slíkum tilfellum. —
Þetta er ekki rakið hér vegna
þess, að íslendingar ætlist til
iauna eða þakklætis fyrir
slík störf. Þeir, sem þau hafa
unnið, hafa gert það af öðr-
um hvötum og brezkir sjófar
endur sem aðrir, munu jafn-
an eiga slíkum viðtökum að
mæta, sömu, fórnfýsi og
hjartahlýju, hvar sem þá ber
nauðstadda að landi voru. En
ekki er nema eðlilegt, að
þeim, sem lagt hafa líf sitt í
hættu, sárni nokkuð þegar
það virðist gleymt og að engu
metið.
Brezkir togaraeigendur
hafa valið sér lágt hlutskipti
og vopnaburð við hæfi. En
þeir munu ekki fá því ráðið,
að íslendingar taki upp sömu
vinnubrögð í deilunni. Vér
kunnum vel skil á hinni
gagnmerku brezku þjóð og
látum ekki nokkra vandræða
menn hennar spilla vinar-
þeli íslendinga í garð Breta.
íslendingar eru vanir því eins
og aðrar smáþjóðir, að lúta
valdi stærri þjóða um sinn.
En þetta mál er ekki samn-
ingsatriði og frá markaöri
stefnu munum vér í engu
víkja. Sagan vitnar um það,
að hin réttu mál vinnist að
iokum, þótt við ofurefli virð-
ist að etja. Ranglætið ber í
sér sitt eigið banamein, þótt
það kunni að bera hátt um
skeið. í tæp sjö hundruð ár
beið þessi litla þjóð eftir að
öðlast á ný stjórnarfarslegt
frelsi úr höndum mörgum
sinnum stærri þjóða. Enginn
skyldi halda, að í þessu langa
skammdegi hafi íslendingum
nokkru sinni dottið í hug, að
þeir ættu um alla framtíð að
lúta erlendu valdi.
Þannig vinnast mál, sem
réttilega eru til búin, þótt
mislangan tíma taki.
I því sambandi kemur mér
í hug, að enn eru varöveitt í
útlöndum íslenzku handritin
fornu, sem segja má, að hafi
verið undirstaðan að and-
legri tilveru þessarar þjóðar,
og eru að okkar mati þjóðleg
ir helgidómar, sem hvergi
eiga heima nema á íslandi.
Því heyrist stundum fleygt,
að norræn samvinna sé
skvaldur eitt og skálaræður,
er renni óðar í sandinn, ef al
varleg mál beri á góma, og
sjáist þetta meðal annars
gleggst í handritamálinu. Ég
trúi fastlega á gildi og mátt
norrænnar samvinnu og er
þess einnig fullviss, að hand-
ritamálið muni leysast yel að
lokum, enda eigum vér að
skoðanabræðrum marga á-
gætismenn meðal Dana, sem
skilja vel kröfur okkar og ósk
ir varðandi handritin og
hafa tekið drengilega í
strenginn með okkur íslend-
ingum. Handritin eru sam-
eiginlegur arfur þjóðar okk-
ar. Þjóðardýrgripur, sem
aldrei verður gleymt, að eru
í erlendum höndum. En í
þessu máli, eins og í landhelg
isdeilunni, munum vér sigra
þegar stundir líða. Hitt er lak
ara, ef mál þetta dregst svo á
langinn, að það verður búið
að ýfa á ný þá harma frá
liðnum tíma, sem óþarft er
að rifja upp og vér trúum að
fullur vilji sé á að bæta fyrir
og bezt er fyrir báða aðila að
falli sem fyrst í gleymsku. En
þess er gott að minnast.bæði
í sambandi við landhelgis-
deiluna og handritamálið, að
þjóðin öll stendur sameinuð
um þau — og mun gera það
þar til yfir lýkur.
Ég hefi gerzt langorður um
þessi tvö mál, ekki einungis
af því, hve miklu þau varða
oss, heldur einnig vegna þess,
að lausn þeirra mun færa
okkur heim sanninn um,
hvers smáþjóðir mega vænta
um úrslit mála sinna í skipt-
um við sterkari aðila, sem
viðurkenna sama siðalögmál
og vér.
__u__
Ég veit ekki hvort því er al-
mennt veitt' athygli, hve sér-
kennilegt fyrirbrigði hið is-
lenzka þjóðfélag er. Það á
vart sinn líka, þótt leijaö sé
um heim allan. Hér er
minnsta — þ.e. fólkfæsta —
þjóð á hnetti vorum, 150 þús.
manns í tiltölulega mjög
stóru landi, erfiðu til búskap-
ar hvort sem er við sjó eða í
sveit. Vér höfum hlotið al-
gjört fullveldi og leitumst við
að lifa sjálfstæðu menning-
arlífi. Vér höfum gerzt þátt-
takendur í þjóðarsamstarfi á
fjöhnörgum sviðum — og að
sjálfsögðu tekið á okkar herð
ar margvíslegar skuldbind-
ingar í því sambandi. Hið fá-
menna þjóðfélag vort er reist
á sömu meginreglum og sjón
armiðum og ríki er telja millj.
ibúa, já, tugi milljóna, jafn-
vel hundruð milljóna. Sú skoð
un á nokkur ítök meðal ís-
lenzku þjóðarinnar, að vér
höfum gengið of langt í þessu
efni. Vér hefðum átt að ein-
angra okkur meir, standa ut-
an við ýmis konar þjóðasam-
tök, vera áfram einbúinn f
Atlantshafi, langt frá öðrum
þjóðum. Þeir, sem þannig
hugsa, gá ekki að því, hve
stórkostlegar breytingar hafa
jOrðið á þjóðarsamstarfi síð-
ustu áratugina. Heimurinn er
{orðinn svo lítill vegna tækni-
þróunar nútímans. Engin full
valda þjóð getur einangrað
sig á þann hátt og allra sízt
vér íslendingar, með þeirri
legu, sem ísland hefir á hnett
inum. Vér verðum því að taka
þátt í alþjóðasamstarfi, hvort
sem er á sviði fjárhagsmála,
atvinnumála eða menning-
armála.
i Hitt er víst, að útlendingar,
er hingað koma til þess að
kynnast landi og þjóð, — og
þó einkum fulltrúar stórveld
anna — munu mjög undrast
það, að einar 150 þúsundir í
stóru og harðbýlu landi, skuli
geta starfað hér sem full-
válda ríki, með þeim skuld-
bindingum, er því fylgja. Bú-
ast má við að margir útlend-
ingar telji vonlítið um fram-
tíð slíks þjóðfélags. Fyrir okk
ur veltur ekki á mestu hvað
útlendingar halda um þetta.
Allt veltur á því hvað við
^sjálfir viljum, því að:
Reistu í verki viljans merki —
vilji er allt sem þarf. —
!
eins og Einar skáld Bene-
diktsson segir. Manngildi
hvers einstaklings er sá efni-
jviður, sem hvert þjóðfélag er
i reist á. Að valinn maður sé i
hverju rúmi, hvers konar
,störf, sem unnin eru. Að hver
maður geri skyldu sína — það
|eru máttarstólpar hvers þjóð
,félags. Fyrir jafn örsmáa
iþjóð og þá íslenzku er enn
nauðsynlegra að hvert rúm
sé vel skipað, enginn van-
ræki störf sín. Fyrir vort þjóð
félag er hver einstaklingur
enn meira virði en hjá
milljóna&jóðum. Þjóðfélag
vort má ekki við því að glata
nokkrum af hinum fámenna
hóp sona sinna og dætra. Já,
ég vil bæta því við, að hið fá-
menna íslenzka ríki fær því
aðeins rækt skyldur sínar —
að dætur þess og synir vinni
meira og vinni betur en ann-
arra þjóða borgarar.
Eitt af góðskáldum vorum
lætur svo um mælt í erfiljóö-
um um einn af beztu sonum
þjóðarinnar:
— að ætíð eigi hún menn að
missa
meiri og betri en aðrar
þjóðir.“
Látum oss biðja þess og
vona það, að vér eigum allt-
af og alls staðar, í hverju
rúmi, úrvalsmönnum á að
skipa, til hvaða starfs sem er.
Þá er engu að kvíða. Þá mun
þessari fámennu þjóð takast
að inna það hlutverk af hönd
um, sem Guð vors lands hefir
ætlað henni að gera frá önd-
verðu. Það er að varðveita,
þroska og efla tungu vora og
hina sérstæðu íslenzku menn
ingu.
Þótt um þessi áramót blasi
við erfiðleikar í ýmsum átt-
um, heima og erlendis, eins
og jafnan áður, þá hefir út-
litið oft verið verra og engin
ástæða til annars en horfa
vondjörfum augum fram á
við. Ég vona að hið komandi
ár færi öllum þjóðum heims
hagsæld og hamingju. Að ár-
ið verði þjóð vorri gott og
gjöfult og að þjóðin beri gæfu
til að hagnýta sér gæði þess
sem allra bezt til vaxandi
þroska og manndóms.
Gleðilegt ár!
Jóhannes DavíSsson í Hjarðardal
hefir sent mér eftirfarandi bréf:
Starkaður minn! f öðru bindi
sjálfsævisöju sinnar, ,,Sjö voru sólir
á lofti“, segir Guðm. ská'd Hagalín
nokkuð frá dýrfirzkri konu, Bjarn-
eyju Þorleifsdóttur, sem síðast bjó
í Ytri-Húsum. En Bjarney er þar
skakkt feðruð, sögð Friðriksdóttir.
Leiðréttist þetta hér með.
Bjarney Þorleifsdóttir var merki-
leg dugnaðarkona, sem vel og hlý-
lega er þarna minnzt, en ég hygg
að hún hafi sýnt og sannað í verki,
bæði sem hjú og sjálfsráðandi, svo
merkileg dæmi um ódrepandi dugn
að og þrautseigju íslenzka kynstofns
ins, að mig langar að bæta við íá-
einum frásögnum um afrek hennar.
Vor eitt, er hún var vinnukona á
Fjallaskaga, var hún send með á
alla leið norður á ísafjörð. Þetta
mun hafa verið um eldaskildaga-
leytið (11. maí) og ærin óborin og
varð hún að leiða ána við hlið sér
alla leiðina, sem að sjálfsögu var
farin samdægurs í ei.num áfanga.
Vegalengd þessi er um 57 km. Þar
af fyrsti áfanginn, Skagahlíðar, ca.
15 km., grýtt og mjög vond leið.
Þeir, sem leitt hafa kindur, vita,
hve það er oft mikil þrekraun, og
á þessum árstíma er oft vont yfir-
ferðar. Mestri furðu sætir það, að
svona erfiði skyldi vera tilkostað til
þess að koma einni á alla þessa
leið. Ekki man ég nú, hvernig stóð
á því að ærin var send þessa löngu
leið. Bjarney sagði mér frá þessu og
veit ég, að það er rétt hermt.
Bjarney snialaði sjálf ám sínum 1
eins og sagt er frá í bókinni. Þær
voru yfirleitt fjallsæknar og óþæg-
ar og þurfti langt áð fara til að
ná í þær um sauðburðinn. Sagði
Bjarney mér, að oft hefði hún farið
út að Gerðhömrum, fram Gerð-
hamradal og yfir í Núpsdal og þar
heim, því að á állri þessari leið var
kinda von. Geta menn séð á kort-
inu, hve þetta er langt, en ekki hve
ógreiðfært er.
Vorið 1929 vorum við þrír bræður
að setja upp hrossakynbótagirðingu
út á Núpi. Síðla dags á sauðburði
gekk í norðaustan krapahríð, var
stormurinn svo mikill, að við gát-
um varla hangið á hestunum á
inn eftir leið um kvöldið. Þá var
Bjarney að huga að ám sinum og
bar lamb nýfætt framan úr Núps-
dalsbotni heim um kvöldið, og kom
því lifandi heim. Mundi mörgum
karlmanninum hafa óað við að
(leggja út í slíkt veður. Það mun
vera um tveggja tíma gangur það-
an sem ærin bar og heim. Eitt sinn
( mætti maður Bjarneyju á leið með
1 lambá framan af Núpsdal. Var ærin
, tvílembd. Bar Bjarney tvílembitxg-
a.na í svuntu sinni, er hún hafðl
bundið upp og gekk prjónattdi, en
! ærin elti. Þarna var ékki Slegið
slöku við. Þetta var ekki cihsöæmi
(að konur prjónuðu gangandi, én
ekki hefi ég heyrt um aðrar, sem
ekki létu sér nægja að bera tvö
lömb, heldur prjónuðu líka.
I
Fleira gæti ég sagt af Bjarneýju
Þorleifsdóttur, en læt þéttá naegja“.
Hér lýkur bréfi Jóhannesar.
• Starkaður.
Enn hefir ekki verið vitjað eftirtalinna vinninga í
B-flokki Happdrættisláns ríkissjóðs, sem út voru
dregnir þann 15. janúar 1950:
75.000 krónur:
4561
5.000 krónur:
141671
2.000 krónur:
28455, 64780, 111423, 149617
1.000 krónur:
9082 21976 40253 61068 69082 74297 119477 130556 131074
500 krónur:
4278 5453 21059 25636 32597 36158 47061 48486 50616
51684 52303 53671 53829 53857 63731 64946 70634 88607
92970 94727 94919 98291 111169 112782 116298 141999
148038
250 krónur:
7319 9303 10396 10400 11651 14786 15231 16597 17661
18227 21123 25895 32242 35368 36242 39441 40892 43793
43952 44945 51297 53653 53970 54996 56804 60375 62764
59468 71452 71623 72625 75122 77257 77268 78375 90667
96347 98347 99822 101503 101935 105971 106968 107019
107862 110868 117534 119490 119590 125389 130288 130905
131284 131303 133546 134926 137650 142111.
Sé vinninga þessara ekki vitjað fyrir 15. janúar
1953 verða þeir eign ríkissjóðs.
Fjármálaráðuneytið, 17. des.1952