Tíminn - 13.01.1953, Qupperneq 4

Tíminn - 13.01.1953, Qupperneq 4
4. TÍMINN, þriðjudaginn 13. janúar 1953. 9. blaff. Jóh.ann Skaptason, sýslumabur: Orðið er frjálst * Island skal allt vera byggt Forfeður okkar komu að landinu óbyggðu og námu það og byggðu á um það bil 60 árum. Þar voru engir vitar til að vísa leið til hafnar og á landi voru engir vegir, allar ár ó- brúaðar, engin ræktun, eng- in hús. En hlíðar og dalir hlógu við landnemunum og lokkuðu fleiri og fleiri sveina og meyjar frá byggðum ból- um Noregs út í óbyggðina „langt frá öðrum - þjóðum“ Og þau reistu þar byggðjr og bú. Landið hefði ekki byggzt á svo skömmum tima, ef land- kostir hefðu eigi þótt ágætir í samanburði við það, sem þéttbýlið veitti í þeim héruð- um Noregs, sem fólkið kom frá. Kalla má, að öllum land- námsmönnunum væri gert jafnt undir höfði. Landkostir voru að vísu ekki jafnir alls staðar, en sérhver varð að sætta sig við að lifa af því, sem land og sjór gaf af sér og una á andlega vísu því umhverfi og andrúmslofti, sem skapaðist í hverju land- námi. Landnámsmennirnir höfðu flestir um sig nokkurn hóp frjálsra manna og oft var með þeim sifjalið, sem búsetti sig í landnáminu umhverfis sjálfan landnámsmanninn Heimili hans var allfjölmenn miðstöð, og þangað sótti um- hverfið oft holl og góð ráð, skjól og traust. Hvert land- nám varð í fyrstu lítill heim- ur eða ríki út af fyrir sig, sem tókst að veita fólkinu viðun- andi og oft góð lífsskilyrði. Aðstæður voru mjög svip- aðar um allt land, alls staðar var fólk að vinna fyrir sér á svipaðan hátt og bar álíka mikið úr býtum. Óvíða virtist því vera ástæða til að flytj- ast milli byggða vegna betri afkomu annars staðar. Því hélzt landið albyggt um alda- raðir, nema þegar pestir eða hallæri eyddu mannfólkinu. En af plágunum afstöðnum greru sárin smátt og smátt og byggðin færðist í samt lag aftur. Þegar fram liðu stundir hef ir áhrifa landnámsheimil- anna hætt að gæta á sama hátt sem í upphafi, en byggð in var þá búin að ná festu og fólk orðið margt á flestum bæjum og hvert heimili því sjálfu sér nægara en í upp- hafi landnámsins. Vafalaust má telja, að land kostir hafi rýrnað eftir því sem aldir liðu, þvi sums stað- ar hefir verið óhóflega af tek ið og ekkert verið gert til að viðhalda þeim. Afleiðingarn- ar hafa orðið erfiðari lífsbar- átta og lakajji kjör, en ekki flótti úr byggðinni meðan hvergi stóðu vonir til betri aíkomu. Telja má víst, að það sé ekki fyrr en á síðustu manns- öldrum, að heilar sveitir leggjast í eyði vegna breyttra lífsskilyrða innanlands og breyttra lífshátta þjóðarinn ar. Hér verður ekki rætt um mismun á kostum kaupstaða og sveita. Því er slegið föstu, að landsbyggðin utan kaup- staða sé þjóðfélaginu nauð- synleg, og að sporna beri við því, að hlutfallið milli bú- enda í sveit og kaupstaða haldi áfram að breytast i sömu átt sem á undanförnum árum. Ný atvinna, stórútgerð og iðnaður, seinustu tíma, hefii haft aðsetur sitt í kaupstöð- um, aðallega í Reykjavík. Flestar nýjar þjóðfélags- og félagsstofnanir voru settar á sömu staði og að kalla al’ar í Reykjavík, ef þær höfðu al- bjóðlegt starfssvið. Þessar nýju framkvæmdir kölluðu á vinnuafl utan úr sveitunum, og uppbygging bæjanna, sem af þessu leiddi, kallaði á meira vinnuafl. Margt af fólki því, sem tíl kaupstaðanna flutti, fékk ný og betri húsakynni, föst laun og styttri starfstíma. í þéttbýlinu voru lagðir ný- ir vegir og sími og byggðm raflýst, samgöngur jukust og meira varð um að vera en í afskekktari byggðarlögum. Þannig skapaðist smátt og smátt meira misræmi í lífs- skilyrðum einstakra lands- hluta og byggðarlaga, sem hélt áfram að hvetja fólk til flutninga, unz þær byggðir fóru í auðn, sem varhluta fóru af nýjungum tímans. Enginn slær tún eða engj- ar. Enginn vitjar varplanda eða fuglafangs í björg. Fén- aður dreifist ekki lengur um grænar hlíðar. Enginn geng- ur á reka og enginn hlúir að hröktum sjófarendum, er ör- lögin kunna að kasta þar á land. Enginn nýtur þeirra hlunninda, sem frá landnams tíð ólu manndómsríkt fólk. Hér er orðið skarð fyrir skildi, hlekkur er brotinn í keðjunni, uppblásturssár í þjóðlífinu, sem allir vindar r.æða um. Næstu býlum og héruðum er hætt. Það þarf sterka menn og góða bak- hjarla til að búa í nábýli við óbyggðina. Aðalástæðan til þessara breytinga er misskipt ing framkvæmdanna í þjóff- félaginu. Jafnvægis hefir eigi verð gætt. Sumir landshlutar fóru varhluta af framförum þjóðfélagsins. Verði engir varnarmúrar hlaðnir, má búast við, að eyð ingin haldi áfram. Þess vegna verður þjóðin öll að snúast gegn hættunni. Landið má ekki eyðast á ný. Þegar verð- ur að hlaða upp í skarðið og tengja hlekkina aftur saman, og það verður að koma í veg fyrir það, að þessi eyðingar- saga endurtaki sig. Þjóðin verður að ákveða, að landið skuli allt vera byggt. Geri hún það, er sigur þegar unninn. Því alltaf finnast leiðir að settu marki. Það má engan furða á því, þótt Vestfirðingum sé það nokkurt áhyggjuefni, að all- ar nyrstu sveitir héraðsins skuli vera aleyddar. Og það bætir eigi úr kvíða þeirra, að svo virðist, sem ráðamenn þjóðfélagsins telji þetta sem sjálfsagt tímanna tákn. Á síðasta Fjórðungsþingi Vestfirðinga vakti ég um- ræðu um upplausn byggðar- innar nyrzt í Norður-ísa- fjarðarsýslu. Kom í ljós, að þetta var öllum fundarmönn- um hið mesta áhyggjuefni og hvað mest þeim, sem næstir bjuggu hinum eyddu byggð- um. Mátti á þeim skilja, að röðin væri nú þegar að þeim komin, ef engin andstaða yrði veitt. Urðu alllangar og áhuga- samar umræður um málið. Bar ég fram svohljóðandi ályktunartillögu, sem sam- þykkt var í einu hljóði: „Fjórðungsþingið telur brýna nauðsyn að koma í veg fyrir það, að nokkur byggð landsins leggist i eyði. Telur það rétt að verja nokkrum hluta þess fjár, sem veitt er til nýbýla, til að viðhalda byggð í þeim sveitum, sem liggur við eyðingu eða eyðst hafa að undanförnu. í því sambandi bendir þing ið á, að efling stórbýla á af- skekktum hlunnindajörðum allt í kringum landið mundi verða til mikils styrks fyrir aðra byggð í þessum héruð- um, enda yrði jafnframt tryggt, að fólkið ætti sæmi- Iega greiðan aðgang að heil- brigðisþjónustu og við hald- ið öruggum samgöngum. Ríkið ætti að byggja eða viðhalda byggð á höfuðbólun u m, sem vera ættu útverðir og öryggisstaðir sveitanna." Hvarvetna þar sem ný- byggð hefir risið, hefir nauð syn slíkra staða komið í Ijós. Þar sem landnemarnir áttu i höggi við villta forbúa, varð að koma upp virkjum og setu- liði, til verndar gegn árásum og víghlaupum. En þetta var ekki einasta gagnið, sem virk in gerðu. Vissan um fasta framtíðarbúsetu á þessum stöðum og öruggar samgöng ur til þeirra, varð til þess að fólk þorði að setjast að í ná- grenninu og eyða kröftum sín um til ræktunar, bygginga og annars starfs í þágu íram- tíðarinnar. Nú er orðið svo ástatt hér á landi, í þeim byggðum, sem fólki fækkar í, að fæstir eða engir þora að ráðast i dýrar framkvæmdir, af ótta viö, aff ekkert fáist fyrir þær, þegar þeir sjálfir hætta að njóta þeirra eða verða að leggja ár ar í bát sökum elli eða las- leika. Fólkið, sem býr í þessum héruðum, hefir rétt til að krefjast þess af þjóðfélaginu, að það tryggi verðgildi verka þeirra og eigna. Sérhver byggð á sinn fornhelga rétt til tiltölulegs styrks af þjóö- félagsins hálfu. íbúar þeirra hafa borið sínar þjóðfélags- byrðar og verða að njóta hlunninda þess. Til þess er ætlast, að stór- býli, sem ríkið reki eða styrki, komi í stað landnámsbú- anna fornu og veiti annarri byggð í umhverfinu það ör- yggi og styrk, sem landnáms- búin gerðu á landnámsöld. En jafnframt þarf að sjá um, að fólk það, sem settist að á þessum stöðum, færi ekki á mis við sannar þjóðfé- iagsframfarir. Það yrði að njóta fullkominnar vinnu- tækni til sjós og lands, raf- magns og vega og samgangna í lofti og á legi. Þetta myndi að sjálfsögðu kosta mikið í byrjun, en laun- in yrðu viðhald byggðar um land allt og uppskeran mann dómsrikt fólk. Ármenn í ríkisbúunum yrðu að sjálfsögðu að vera úrvals- menn, vel menntir og reglu- samir. Gera má ráð fyrir að (Framhald á 6. sfða.) Hjörtur Hjálmarsson hefir sent mér eftirfarandi hugvekju um stytt I ingu vinnutímans: Saell, Starka'ður! Þú býður bað- stofurúm fyrir andmælanda Kr. S. Sig., sem ræðir um kröfur verka- lýðsfélaganna og stytting vinnu- tímans. Ég þekki þá svo vel, Kr. S. Sig. og félaga hans. Það eru mennirnir, sem unnu hörðum höndum myrkra á milli og skiluðu okkur í arf öllu því, sem við eigum nú að byggja á. Þökk sé þeim. Þeir gerðu gruiininn traustan. Og þó njótum við ekki alls, sem þeir afrekuðu. Verulegur hluti af þeim arði, sem þeir sköp- uðu, var fluttur úr landi eöa lagð- ur í ýmislegt, sem þjóðin nýtur lítils góðs af, og svo er enn. i i En þem hættir við að horfa of mjög um öxl á aðstæðurnar, sem við bjuggum við á þeirra mann- dómsárum. Nú vinnur tæknin tug- þúsundir dagsverka, sem hendurn- ar voru einar um áður. Þess vegna er nú svo komið að meira er fram- leitt af ýmsu í heiminum en menn hafa not fyrir eða ráð á að veita sér. Þess vegna er það líka, að jafn- vel með 8 stunda vinnudegi virðist aðeins þörf fyrir vinnu margra annanhvern dag ársins eða svo. Það eru ekki þær 16 frjálsu stundir vinnudagsins, sem þjóðinni eru hættulegastar, heldur dagarnir, sem menn fá ekki að vinna. Því er það, að sveitastörfin eru heilbrigðari. Jörðin á alltaf verkefni, en mölin ekki. Þá eru það sumarfríin. Þau eru átalin hjá verkafólkinu. En hvað um hina? Hve margir verkamenn og verkakonur munu skipa hópa þeirra manna, sem sigla og fljúga á sumri hverju út í lönd, svo að eitt sé nefnt? En lögbundið frí verka manna er nýmæli, því mun eldri kynslóðinni koma það ókunnuglega fyrir sjónir. Það er satt, að við eigum næg verkefni fyrir höndum, en víða er starfsorkan illa nýtt. Hvað mun um allan þann fjölda, sem við verzlun íæst. Mundu þeir vinna hverja þá stund, sem kaup er goldið fyrir? En það virðist orðin allmikil tízka að kenna flestan ófarnað kröfum verkamanna til kjara,. senj eitthvað nálgast kjör anhaíra stétta. Og svo er skólunum kennt um, að fólkið dragist frá frarjjleiðslunni. 1 En ég held, að ef unnt; y.®ri að j skapa þeim, er erfiðisvinpu stunda, svipuð kjör og ernbættismönnum og fastlaunamönnum, þá..mundi eng- inn hörgull fóljcs tú þeirrar vinnu, sem er undirstaða þjóðfélagsins.- I Sóknin á menntabrautina er ekkl fyrst og fremst þrá eftir hvitum flibbum og mjúkum, höndum,: held- ur leit að öruggavi. lífsafkomu en i verkamanninum. er boðin. ,., | Ég ætla ekki að ræða þetta frekar í þessum pistli, því á"ð baðstofurnar voru ánægjulegástai;' þégai þær voru fullskipaðar fölkV'ög því má einn maður ekki taka of míkíð rúm‘‘. Lesandi sendir mér eftirfarandl greinarstúf með þeirri skýrmgú, að j hann hafi birzt fyrst í „Éjállkon- 1 unni“ 8. febrúar 1889: „Lélegra pósthús ep. pósthúsið í Beykjavik hafa lærðir.mepn sagt, að ekki mundi. „fyrirfinnast" á þessum hnetti, én það. er lygi. Reykjavíkurpósthúsfð er eins og höll í samanburði víð þósthúáið við Mag elhams-sund á . suðurodda . Suður- Ameríku. Það er ekkert .annað ,en tunnuskrifli, sem bundin er með reipum við staur, og á staurnum er letrað orðið: PÓSTSTOFA. Bréf um og sendingum er” bérast með skipum, er -fleygt- í- tunnuna og vitjað þangað. — Á -Reykjavikur- pósthúsi stendur líka meira, þar stendur „konungíég" poststofa, en þótt vér virðum mikið þetta konúng lega, þá kysum vér héídúr að þar kæmi sem fyrst „þjóðleg-“ pðst- stofa í staðinn, þ. e: rúmgott og hentugt pósthús, er- þjóðin - léti byggja. Það hlýtur að reka að því, að pósthús verði byggt þér á lands- ins kostnað, og er þegár orðin þörf á því, þar sem afgréíðsian er nær ókleif vegna rúmleysis“. Menn geta svo gert sér til fróðleiks að bera þessa lýsingú ' saman við ástandið í pósthúsinu í dag. Starkaður. .V.'.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.’.’.’.V.V.V.VYAV T. Í AUGLYSINGI um áburð Áburðarpantanir afhendist til skrifstofu vorrar fyrir 15. febrúar næstkomandi. Þessar ábnrffartegundir eru væntanlegar verðið áætlað: og iH Kalkammcniaksaltpétur 20 y2% 75 kg. kr. 78.00 Ammonsúlf e tsaltpétur 26 %. 75 — ' — 100.00 Þrífosfat 43 % 100 — — 157.00 Kalí klórsúrt 50 % 100 — ;,,8p.op Kalí brennisteinssúrt 50 % 100 — ■ ■*~r ■ 114.00 Blandaður áburður 10- •12-15 % 50 — — 72.00 Tröllamjöl 50 — . 65.00 il .:.. ;• 'sá u.v Af blandaða áburðinum verður aöeins.lltið magn,. aðallega til garðræktar. ■ - - .* * rii2 ÍKrri. . Tilskilið er, að áburðurinn sé greiddur við af- hendingu. Allar pantanir séu komnar íyrir 15: febr.— 'rtriu?. Reykjavík, 12. janúar 1953, Áburðarsala ríki^ins .vwwvwwwvuwvwwwwvvvwvvuvwuvvvvwvvvvwvn Vtttnið ötullega að útbreiðslu T í M A N S

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.