Tíminn - 23.01.1953, Page 4

Tíminn - 23.01.1953, Page 4
4. TÍMINN, föstudaginn 23. janúar 1953. 18. blað. JóharLn.Skaptason, sýslumaÓur: Qrðtð er frjálst islendingar og framtíð Grænlands (Lesendur eru beðnír að athuga það, að grein þessi er skrifuð fyrir liðugum 12 árum, þegar síðasta heimsstyrjöld hafði staðið í eitt ár. En hún er nú birt vegna þess, að efni hennar íjallar um nútímann og framtíðina). i Enginn veit, hver endalok núverandi styrjöld fær eða hvenær hún endar. En búast má við því, að af henni spretti mikil nýsköpun, hverjir sem sigurvegarar verða. Við íslendingar erum svo fáir og smáir, að okkar at- kvæði megnar ekki að ráða úr slitum í þeim hildarleik, sem nú er háður um heimsyfirráð in, og við greiðum ekki at- kvæði. Við verðum að sætta I okkur við það, að vera her- numdir af þeim, sem fyrstur j varð til þeirrar framkvæmd- ar. Við vonum, að forsjónin forði landi okkar frá því að, verða styrjaldarvettvangur og að það verði ekki að styrj- öldinni lokinni gert að hjá- lendu stórveldis og byggt að nýju erlendum mönnum. íslenzka þjóðin hefir aidrei farið með ófriði á hendur öðr um þjóðum, og hún ætlar aldr ei að gera það. Gildi hennar hefir byggzt á andlegu vaidi, sem eigi studdist við vopna- vald, en beitti orku sinni til að skapa merkilega menningu og breiða hana með friði út um áður óbyggð lönd. Ég ætla ekki að ræða hér um það, í hverju menning vor sé fólgin eða bera hana sam- an við menningu annarra þjóða. Ég tel það staðreynd, að íslendingum hafi tekizt að skapa hér á landi merkiiega 1 menningu. Og um hana verða ! þeir einir að standa vörð. Þeir : verða að verja hana og efla ; hana orku andans í landi frið ar og frelsis. Porn-íslendingar voru stór huga. Þeim nægði eigi að I b.vggja ísland og Grænland.' Þeir efndu líka til landnáms ’ í Vínlandi. Við dáum atorku þeirra og stórhug og óskum af heilhug,! að starf þeirra hefði borið tii- J ætlaðan árangur í Græniandi og Vínlandi sem á íslandi eða 1 jafnvel meiri. í þessari friðsömu menning J arsókn biðu íslendingar tvo höfuðósigra. Þeim tókst ekki að festa byggð í Viníandi, og grænlenzka nýlendan losnaði úr tengslum við móðurlandið og eyddist eftir nokkrar ald- ir. Heimalandið sjálft var hætt komið. Höfuðósigurinn fólst í því, að eigi tókst að nema Vín- land. Ef það hefði tekizl, hefði grænlenzka byggðin aldrei eyðzt, og ísland sjálft hefði komizt hjá grimmum örlögum liðinna alda. Vínland hefði orðið fjöl- mennasta landið og þess megnugt að halda uppi sam- göngum til bræðralandann2, Grænlands og íslands. Milli landanna hefði skapazt heii- brigður menningarmetnaður og þau hefðu orðið hvert öðru til styrktar. íslenzk menning hefði dafnað í þrem löndum, Og íslenzki þjóðstofninn hefði nú skipt milljónum manna. Við viðurkennum, að það hefði verið æskilegt, að ís- lenzk menning hefði nú þró- azt víðar en á íslandi. Vísir að íslenzkri menningu er sem stendur til í Vínlandi. íslendingar hafa reynzt þar liðtækir í bezta lagi í sam- keppninni við aðrar þjóðir. Hefir það vakið heilbrigðan þjóðarmetnað. Nútíma íslendingar hafa því ekki látið sér nægja að viðhalda og efla íslenzka menningu á íslandi. Þeir fylgja enn fordæmi feðranna. Þeir hafa enn hug á að út- breiða íslenzka menningu frið samlega, hvar sem tækifæri býðst. Við teljum það vel far ið, jafnvel þótt við vitum, að héðan af getur ekki myndazt sjálfstæð íslenzk þjóðmenn- ing í Vínlandi. j Samt eru ekki öll sund lok- uð. Grænland er enn sem fyrr mikið og gott land. Það er enn að kalla ónumið. | i Okkur hefði verið styrkur að því, að þar hefðu nú búið menn af islenzkum uppruna, sem talað hefðu íslenzka j tungu og staðið hefðu ásamt okkur vqrð um íslenzka menn ingu. Að stríðinu loknu verður Grænland vafalaust opnað, hverjir sem verða þar vald- hafar. Þar hlýtur að verða' margt að starfa. Til þess þarf aðflutta menn. Okkur íslendingum getur' ekki staðið á sama um það, hverrar þjóðar menn það ^ verða, sem nema landið að nýju og verða nánustu grann ar okkar í vestri. Búast má við því, að menn, sem aldir eru upp við mildari veðráttu en Grænland hefir, j verði tregir til að festa bar j byggð. En til þess verður ekk j ert tillit tekið. Ef nýir land- J nemar fást ekki af frjálsum vilja, verður fluttur þangað \ einhver landshornalýður, úr, öllum áttum. Þótt við íslendingar séum fáir, erum við þó sennilega nógu fjölmennir til þess að ^ taka mikinn þátt í endurbygg , ingu Grænlands að stríðinu loknu. Gera má ráð fyrir því, I að liðsinni okkar yrði vel þeg ið af þeim, sem ráða Græn- landi í framtíðinni. Þátttaka íslendinga í landnámi Kan- ada og Bandaríkja Norður- Ameríku hefir kennt öðrum þjóðum að meta dugnað þeirra og menningu. íslendingar eru sennilega hæfastir allra þjóða til að nema Grænland að nýju. Sennilega er enn hægt að end urnýja íslenzka menningu á Grænlandi, vinna friðsam- lega að nýju glataðan menn- ingarvettvang. Við eigum að vera á verði og láta okkur eigi úr greipum ganga síðasta tækifærið, sem kann að fást til þess að end- urreisa íslenzka menningu á Grænlandi. Líklegt er, að fiskveiðar, fiskiðnaður og námagröftur verði aðalatvinnuvegir á Grænlandi, en landbúnaður verði rekinn þeim til styrktar. Búast má við því, að reist verði fiskveiðaþorp við beztu fiskimiðin, og þar verði efnt til niðursuðu og hraðfrysting ar á sjávarafurðum. Telja má víst, að sótzt verði eftir ís- lendingum til fiskveiðanna og fiskiðnaðarins. Það hefir enn komið í Ijós, að íslendingar væru færir um að veita forstöðu landbúnaði á Grænlandi. íslendingar hafa á síðustu árum verið ráð gjafar Dana á því sviði. Land búnaður verður vart rekinn þar að gagni af öðrum en ís- lendingum. Er hugsað er til nýs’ land- náms á Grænlandi, verður að hafa það hugfast, að Græn- land er ekki lengur hið fjar- læga, einangraða land, sem það var áður. Tækni nútím- ans hefir stytt jafn mikið leið irnar til Grænlands og á Grænlandi sem allar aðrar lengdir. Menn geta drukkið morgunkaffi heima hjá sér í Reykjavik, í höfuðborg ís- lands, og miðdagskaffið hjá kunningjunum að Görðum, í höfuðborg Grænlands, eða hvað sem hún kann að heita í framtíðinni. Grænland hefir flest sömu skilyrði sem ísland til að geta orðið mikið menningar- land og ýms að auki. Ekkert er hægt að vita um það, hvaða þjóð muni ráða yfir Grænlandi í framtíðinni. En fullyrða má, að ekki komi til greina aðrar þjóðir en þær, sem vinveittar eru íslending- um og vilja fúslega hafa sam starf við þá. Gera má ráð fyrir því, að stjórn landsins verði fyrst og fremst sniðin eftir þörfum íbúanna, og mál og menning þeirrar þjóðar, sem flesta leggur til land- nemana, verði mál og menn- ing Grænlands á ókomnum öldum. Það má búast við því, að á það verði bent, í þessu sam- bandi, að ísland sé enn eigi fullnumið. Þess vegna sé það heimskulegt og skaðlegt landi og þjóð að hvetja menn til þéss að flytja til annars lands. Því fer fjarri, að ég telji íslendinga of marga í land- inu, eða landið fullnumið. En ég tel landið lögnumið fyrir islenzka menningu, og ég trúi því fastlega, að engin þjóð verði til þess að taka það af okkur, með því að flytja hing að fjölda erlendra manna og kæfa þannig íslenzka menn- ingu og íslenzkt þjóðerni. Jafnframt tel ég, að íslend ingar hafi öðrum þjóðum meiri sögulegan rétt til að byggja Grænland að nýju og að þeir séu hæfastir til þess. Og ég vona, að þegar Græn- land verður opnað að nýju, þá verði ekki lagt kapp á að fá þangað meiri innflytjenda straum en svo, að íslendingar geti orðið í yfirgnæfandi meirihluta, án þess að blóð- takan verði heimalandinu skaðleg. Ég býst við því, að nýtt land nám íslendinga á Grænlandi yrði bæði landnemunum og heimaþjóðinni til aukins þroska. Patreksfirði, í nóv. 1940 Jóhann Skaptason. ÚR og ( KLUKKUR | \ Viðgerðir á úrum og klukkum. | | Sendum gegn póstkröfu. JÓN SIGMUNDSSON, f I skartgripaverzlun. Laugavegi 8. i Rcfur bóndi kveður sér hljóðs í dag og íer með stök'ur sínar aö venju: Heill og sæll Starkaður! Árs og friðar óska ég ykkur öllum í bað- stofunni með eftirfarandi stöku: Gefist öllum björg í bú, bið ég rsetist óskin sú. Heilla þjóðin njóti xrú 1953. Og auðvitað margfalt lengur. Svo Uem ég hér með nokkrar stökur með viðeigandi skjringum. Nii stuttu fyrir jólin sat ég hjá kuningjafólki rnínu og spiluðum við vist, en ég tek örsjaldan á spilum og var því óheppinn í spila- mennskunni. Bað ég því annan mann að leysa mig af hólmi, sem hann gerði, og var hann fljótur að græða. Þá varð eftirfarandi staka til: Gróðarm til sín garpur dró, góð svo yrðu skilin. Skörð í mínar skuldir hjó skæður er hann við spilin. Eins og kunnugt er, fann Berg- ur Arinbjarnarson löggæzlumaður s.l. haust svorxefnda „snjógæs" á Akranesi og var þess getið í Tím- anum. í tilefni af því varð eftir- farandi staka til: Bergur sannar að hann er enginn glópur skýja. Götva upp hann gjörði hér gæsategund nýja. Um kunningja minn, sem fór s. 1. vor til Noregs í skógræktarför, kvað ég svo í gamni: Vill á flestu vita skil, — venjast tíðar — lenzku. Nú er hann farinn Noregs til að nema „skógarmennsku“. Einhverju sinni í haust hlýddi ég á búnaðarþátt í útvarpinu. Ræddu þar saman Gísli Kristjáns- son ritstjóri og Jón H. Þorbergs- son bóndi á Laxamýri. Komst Gísli svo að orði í byrjun við Jón: „Sýndu mér þin sjónarmið". Þá kvað ég í orðastað Gísla: „Margt ég ræða vill þig við vel um tænda hagi. Sýndu mér þín sjónarmið svo er það í lagi.“ Um Magnús- bónda á Meláleiti í Melasveit kvað ég eftirfarandi stöku: A Melaleiti Magnús býr merkisbóndi siyngur. Gætinn, , stilltur, glaður, skýr, góður íslendingur. ....... Til Guömundar bónda á Melum í sömu sveit kvað ég: Flestum hann af bændum ber, bú sitt hugsar vel úm. Gildur bóndi og garpur ér, Guðmundur á Melum. Máske finnst einhverjum þessi kveðskapur minna á Símon Daía- skáld.. Á Akranesi er hús, sem heitir Lykkja. Býr.þar kumiingja- fólk mitt og kem. ég þar oft og kveð því: Oftast þegar út ég ‘fer; — ef ég slíku nenni. — Lykkja á mínurn leiðunr er lendi ég oít í henni. Um góðvin einn kvað ég svo í gamni: Hress og glaður, seggur sá, sínu að vill búa. Verst er hvað sá vinur á vont með það að ljúga. Það er sagt að „öl sé innri mað- ur“. í tilefni af því eru þessar stökur kveðnar: Eins og sérhver oft það fann, — eyrum við því lagði. „Ölið sýnir innri mann“ eins og Grettir sagði. Gumi hver þess gæta má — gildir svo um flesta. Vini þann sem vínið á varla muni bresta. Um það fæstir eru hér efatrúar gjarnir: Þegar vínið þrotið er þá eru vinir farnir. Lýkur svo kveðskap- Refs bónda í dag. Starkaður. W't'i.V.V.V.VliV.V.V.V/.WAVV.VAVVVV.V.VAWM' ÍAUGLÝSINGÍ I í: v.; JyM :■ frá félagsmálaráðuneytinu i í; Þar sem komið hafa í ljós margvíslegir erfiðleikar _Jj á innheimtu útsvara, skatta, barnsmeðlaga og annara J« í gjalda, sem samkvæmt lögum er heimilt að halda eft £ ir af launum manna, er fengið hafa störf á Keflavik- «J urflugvelli, hefir um það samizt milli félagsnjálaráðu Ij Ij neytisins og þeirra erlendra aðila, sem þar hafa ís- J« J« lenzkt fólk í þjónustu sinni, að allar kröfúr á héndúr jl þessu fólki, skuli sendar félagsmálaráðuneytinu, og J ;I það síöan hlutazt til um innheimtu þeirra, veita fénu jj «J viðtöku fyrir hönd innheimtumanna ríkissjóðs og Ij Ij sveitarsjóða og standa þeim skil á því. Jj Jj Samkvæmt framansögðu geta þe|ir innheimtú- J« jJ menn, sem óska aðstoðar um þessi efni, sent ráðuneyt jJ jJ inu kröfur um ógreidd útsvör, skatta og meðlög, á jj jj hendur starfsfólki, er vinnur hjá hinum érlendú aðíl- íj Ij um á Keflavíkurflugvelli, og mun þá ráðuneytiö ann- £ Ij ast innheimtu þessara gjalda samkvæmt því sem lög J« standa til. Félagsmálaráðuneytið, 21. janúar 1953 /VV^VVVV.V.VVJWAWAVVWA5ðAVAVJVWAWVJWrf Vimtid wtulleyu uð títbrei&slu T í M A ]\T S

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.