Tíminn - 23.05.1953, Blaðsíða 5
TÍMINN, laugardaginn 23. maí 1953.
I.
114. blaff,.: .;
ERLENT XFIRLIT:
Laugard. 23. maí
I *
Arás, sem hefir snú-
ist upp í hrakför
Árás Morgunblaðsins á sam
vinnusamtökin í sambandi
við olíuflutningana, hefir
nú snúist upp í þá mestu
hrakför, sem Mbl. hefir
nokkru sinni farið, og er þá
mikið sagt. Vopnin, sem átti
að nota gegn samvinnuhreyf
ingunni, hafa snúist gegn
þeim fyrirtækjum, sem Mbl.
er ætlað að þjóna. Árás
in, sem átti að skaða sam-
vinnuhreyfinguna, hefir orð-
ið ný sönnun fyrir yfirburð-
um hennar.
Það hefir nefnilega sann-
ast, að samvinnusamtökun-
um hefir tekist að
fá olíu flutta til lands-
ins fyrir svo miklu
lægra verð en hin olíufélög-
in bjuggu við á sama tíma,!
að það munar 700 þús. kr. áj
einum farmi. f stað þess, að
umrædd upphæð hefði runn
ið í vasa erlendra auðfélaga,
ef samvinnusamtökin hefðu
sætt sig við sömu kjör og hin
olíufélögin, hefir hún kom-
ið landsmönnum til góða.
Á aðeins einum farmi
bjarga samvinnumenn því,
að 700 þús. kr. eru ekki flutt
ar úr lahdi á kostnað al-
þjóðár.
Vissulega er það fullkomið
rannsóknarefni hvers vegna
hin olíufélögin ganga þannig
frá samningum sínum, að
þau greiða miklu hærra verð
fyrir olíuflutningana en þörf
er á. Ef samvinnusamtökin
hefðu. gert sig sek um slík
mistök, myndi ekki hafa stað
ið á dómsmálaráðherranum
að fyrirskipa rannsókn.Hann
helduí hins vegar alveg að
sér höndufn, enda eiga bróðir
hans og mágur Ólafs Thors
hér hlut að máli og ráöherr-
ann er vanur að túlka lögin
eftir því, hvort um samherja
hans eða andstæðinga
er að ræða. Þjóðin mun
hins vegar eiga eftir að sanna
ráðherranum það, að hún
sættir sig ekki við aðgerða-
leysi og yfirhilmingu réttvis-
innar í jafn alvarlegu máli.
Það er svo annað mál, að
einmitt þetta dæmi er næsta
góð sönnun þess, hve þýðing-
armikfð 'þaff hefir verið þjóð-
inni, að samvinnumenn hófu
samkeppni við eínkafyrirtæk
in á sviði olíuverzlunarinnar.
Þótt sú starfsemi sé enn ung
að árum, er hún búin að færa
þjóðinni stórfelldan gróða.
Þær 700 þús. kr., sem hér um
ræðir, jer aðeins lítill hluti af
þeirri mpphæð. Það er ekki
aðeins, að olíuverzlun sam-
vinnumanna hafi haft beint
frumkvæði um að lækka verð
ið, heldur hefir hún knúið
hin olíufélögin .til að gera
það. Þau gátu áður haldið
verðinu uppi í skjóli þess, að
ekki var um neina samkeppni
að ræða, en sú aðstaða er ekki
íyrir hendi eftir að olíuverzl-
un samvinnumanna hófst.
Það er glöggt dæmi um
áhrif þessarar samkeppni,
að hin olíufélögin hafa nú
tryggt sér stórum hagstæð-
ari kjör á olíuflutningum en
þau, sem voru í gildi, þegar
samvinnumenn fengu hinn
margumtalaða olíufarm. —
Vopnahlésviðræðurnar í Kóreu
Líklegt }»ykir, að þar dragi til veralegra
tíðinda í næstu viku
Þegar sleppir umræðum þeim, er
orðið hafa um væntanlegan stór-
veldafund er nú að vanda rætt
einna mest um vopnahlésviðræðurn
ar í Kóreu. Þær standa nú á mjög
tvísjnu stigi og virðist geta svo far
ið í næstu viku, að annaðhvort
slitni upp úr þeim eða gangi saman.
Eins og kunnugt er, samþykkti
allsherjarþing S. Þ. í vetur mála-
miðlunartillögur frá Indverjum, en
þeim var hafnað bæði af Rússum
og Kínverjum. Nokkru eftir fráfall
Stalins tilkynnti kínverska stjórn-
in, að hún væri reiðubúin til að
hefja vopnahlésviðræður að nýju á
ekki ósvipuðum grundvelli og ind-
verksu tillögurnar hefðu gert ráð
fyrir. Um líkt leyti lýsti hún sig
einnig fúsa til að fallast á tillögur
Mark Clarks, yfirhershöfðingja S.
Þ. í Kóreu, um skipti á sjúkum og
særðum föngum og hafa þau nú
þegar fariö fram. í framhaldi af
þeim voru svo vopnahlésviðræöur
hafnar að nýju í seinasta mánuði.
í fyrstu virtist afstaða kommúnista
lítið breytt, unz þeir lögðu fram
10. þ. m. tillögur í átta liðum, er
á ýmsan hátt líkjast indversku til-
lögunum. Tillögur þessar fjalla ein-
göngu um fyrirkomulag fangaskipt
anna, eins og líka indversku tillög-
urnar, en það er nú helzta ágrein-
ingsefnið, sem samkomulag um
vopnahlé strandar á. Einkum snýst
þessi deila þó um þá fanga, sem
ekki vilja fara aftur til heimalands
síns, en stór hluti þeirra fanga, sem
eru í vörzlu S Þ., hafa neitað að
fara aftur til Kína og Norður-
Kóreu. Kommúnistar hafa krafizt,
að ekkert tillit væri til þessara óska
þeirra tekið, enda gerði hin svo
kallaða Genfarsamþykkt ekki ráð
fyrir slíku, en fulltrúar S. Þ. hafa
talið sig óbundna af henni og
myndu þær því aldrei fallast á
nauðungarskipti á föngum.
Tillögurnar um fanga-
skiptin.
Samkvæmt tillögum kommún-
ista frá 10. maí skyldu þeir fangar,
sem vildu fara heim, strax látnir
lausir, er vopnahlé kæmist á, en
þeir, sem ekki vildu hverfa heim
aftur, skyldu settir i nýja fanga-
gæzlu undir stjórn fimm ríkja og
vera í henni um fjögurra mánaða
skeið. Að þeim tíma loknum skyldi
sérstök alþjóðleg ráðstefna ákveða
framtíð þeirra fanga, er ekki vildu
þá hverfa heimleiðis.
Munurinn á þessum tillögum
kommúnista og indversku tillögun-
um er einkum sá, að indversku
tillögurnar gera ráð fyrir, að f jögur
ríki skuli annast gæzlu íanganna,
sem ekki vilja hverfa heim, um
þriggja mánaða skeið, og verði þá
haldin alþjóðleg ráðstefna um fram
tíð þeirra, er ekki vilja halda heim
leiðis eftir þann tíma. Náist ekki
samkomulag á þessari ráðstefnu
um framtíð fanganna, skuli alls-
herjarþing S. Þ. fá mál þeirra til
endanlegrar afgreiðslu. Að margra
dómi er þetta siðastnefnda þýðing-
armesti munurinn á tillögum komm
únista og Indverja, því að sam-
kvæmt tillögum kommúnista gæti
gæzluvist umræddra fanga haldizt
áfram árum saman, ef ekki næst
samkomulag á áðurnefndri ráð-
stefnu.
Af hálfu fulltrúa S. Þ. var því
strax lýst yíir, að þeir teldu tillög-
ur kommúnista verulegt spor í rétta
átt, en þó væri enn sitthvað við
þær að athuga. Þremur dögum
síðar lögðu þeir svo fram gagntillög
ur, sem voru í meginatriðum þær,
að allir þeir Kóreumenn, sem væru
fangar, skyldu látnir lausir strax
og vopnahléð gengi í gildi og mættu
þeir ráða þvi, hvort þeir héldu heim
leðis eða settust þar að, sem þeir
væru nú. Þeir Kínverjar, sem ekki
vildu fara strax heimleiðis, skyldu
hafðir í gæzlu um tveggja mánaða
skeið undir sameiginlegri stjórn
þeirra fimm ríkja, sem kommúnist
ar höfðu áður gert tillögu um. Að
þeim tíma liðum skyldu þessir fang
ar öðlast fullt frelsi, ef þeir vildu
ekki fara heimleiðis. Af hálfu
kommúnista var þessum gagntillög
um fulltrúa S. Þ. strax hafnað og
þær taldar spor aftur á bak.
Tillögur fulltrúa S. Þ.
gagnrýndar.
Fljótlega eftir að þessar gagn-
tillögur fulltrúa S. Þ. voru lagðar
fram hófst á þeim veruieg gagn-
rýni í blöðum vestrænu þjóðanna.
Á það var bent, að þær væru í
verulegum atriðum ósamhljóða ind
versku tillögunum, og jafnframt
lýst undrun yfir þvi, að indversku
tillögurnar hefðu ekki verið lagðar
til grundvallar. í stað þess að til-
lögurnar hefðu átt að stefna að því
að minnka bilið, hefðu þær orðið
til þess að auka það. í framhaldi
af þessu komu svo fram óskir og
kröfur um það, að Bandaríkin réðu
því ekki ein, hvernig haldið væri
á vopnahléssamningunum, eins og
raunverulega hefði átt sér stað að
undanförnu, heldur hefðu þau sam
ráð um það við aðrar lýðræðis-
þjöðir og þó einkum þær, sem leggðu
fram herafla í Kóreu. Mest hefir
borið á þessari gagnrýni f Bret-
landi, í Kanada, á Norðurlöndum
og í Indlandi og hefir hún verið
studd af ríkisstjórnum þessara
landa. Þannig lýsti t. d. fundur
norrænu utanríkisráðherranna, er
haldinn var í Osló nú í vikunni,
sig fylgjandi því, að reynt yrði að
koma á vopnahléi í Kóreu á grund
velli indversku tillagnanna. Talið
er, að þessi yfirlýsing sé líkleg til
að hafa veruleg áhrif, því að til-
lögur Norðurlandaþjóðanna þykja
jafnan athyglisverðar og mótaðar
af skilningi og glöggsýni.
Afleiöing þessarar gagnrýni hefir
nú orðið sú, að samkvæmt ósk full-
trúa S. Þ. hefir vopnahlésviðræð-
um verið frestað í nokkra daga
og er talið víst, að sá timi verði
notaður til að samræma sjónarmið
lýðræðisþjóðanna og á þeim grund
velli verði lagðar fram nýjar til-
lögur. Sennilegt má telja, að ind-
versku tillögurnar verði nú fyrst
og fremst lagöar til grundvallar.
Miklar líkur benda hins veg
ar til þess, að erlend sjón-
armið eða önnur annarleg
sjónarmið hefðu ráðið því,
að gömlu kjörin hefðu
verið látin gilda áfram, ef
Olíufélagið hefði ekki haft
forustu um Iækkun flutn-
inganna.
Hér er jafnframt fengin
skýringin á þeirri rógsher-
ferð, sem nú er hafin gegn
samvinnuhreyfingunni í mál
gögnum Sjálfstæðisflokksins.
Það er vegna þess, að hún
hefir á undanförnum árum
verið að færa sig inn á ný og
ný svið og brotiö með því
niður ýmsa einokunarað-
stöðu, sem fjárbrallsmenn
Sjálfstæðisflokksins voru bún
ir að skapa sér. Þetta gildir
t. d. um olíuverzlunina, milli-
landasiglingar og tryggingar.
Af þessum ástæðum eru þeir
nú fullir af heift og ofsókn-
aræði gegn samvinnuhreyf-
ingunni og aðalforvígismanni
hennar, Vilhjálmi Þór, sem
átt hefir drýgstan þátt í
þessum glæsilegu sigrum. -
Þess vegna beita fjárbralls
mennirnir nú gegn þessum
aðilum öllum þeim eiturvopn
um, sem þeir geta. Þetta mun
hins vegar ekki koma að sök,
því að þjóðin mun gera séd
ljóst, hvaö þessum eiturvopna
hernaði veldur, og samvinnu
menn munu svara með því að
fylkja sér betur um samtök
sín en nokkru sinni fyrr.
Mark Clark,
yfirhershöfðingi S.Þ. í Kóreu.
Hik Eisenhowers.
í tileíni aí þeim ágreiningi, sem
borið hefir á milli Bandaríkjanna
og annarra lýðræðisþjóða í þessu
máli og fleirum að undanförnu,
hefir nokkuð verið deilt á Eisen-
hower forseta og allmargir tekið
undir þá spurningu Attlees, for-
manns brezka Verkamannaflokks-
ins, að erfitt væri að sjá, hvor
hefði meiri völd Eisenhower eða
McCarthy. Að því leyti er þessi
spurning ástæðulaus, að Eisenhow-
emr getur haft miklu meiri völd,
ef hann kærir sig um að beita þeim.
Sannleikurinn er hins vegar sá, að
hann hefir enn ekki gert það. Fiokk
ur hans er tvíklofinn í utanrikis-
málum og stefna Eisenhowers virð
ist sú að reyna að halda ílokknum
saman með því að fullnægja flokks
brotunum á víxl. Af þessu leiðir
að stefna hans verður losaraleg og
hringlandaleg, og að sá, sem græðir
mest á því, er McCarthy. Út á við
veldur þetta svo verulegu tjóni fyrir
Bandaríkin og vantar enn mikið á
það,.að Eisenhower hafi sem forseti
unnið sér jafnmikið traust utan
Bandaríkjanna og Truman naut.
Úr þessu getur Eisenhower hins
vegar auðveldlega bætt, ef hann
kýs að ganga djarflega og karlmann
lega til verks og láta sig einu gilda,
þótt McCarthy og aðrir æstustu
þjóðernissinnar í Bandaríkjunum
snúist gegn honum. Yfirgnæfandi
meirihluti Bandaríkjaþjóðarinnar
mundi áreiðanlega fylkja sér um
merki hans og bíður raunverulega
eftir því, að hann stigi þetta skref.
í stað þess að gera það, heldur
hann hins vegar að sér höndum og
er því á góðri leið að hverfa í
skuggann af McCarthy. í þessu hiki
Eisenhowers er nú fólgin ein mesta
hætta hins vestræna heims.
Samstarf Iýðræðis-
þjóðanna.
Það er engan veginn ósennilegt,
að mikilvægustu áhrifin af ræðu
Churchills og þeim ágreiningi, sem
borið hefir á undanfarið í Kóreu-
málinu milli Bandaríkjanna annars
vegar og lýðræðisþjóðanna hinna
hins vegar, verði einmitt þau, að
Eisenhower og nánustu fylgismönn-
um hans verði ljóst, að hann verð-
ur að breyta um stefnu og taka
upp ákveðnari og markvissari vinnu
brögð, ef hann á ekki að' missa for-
ustuna til McCarthy annars vegar
og Churchills hins vegar. Þess
vegna er meira en liklegt, að þessi
ágreiningur verði ekki til að veikja
samstarf lýðræðisþjóðanna, eins og
andstæðingar þeirra vona, heldur
geti orðið til þess að styrkja það
og bæta — jafnframt því, sem það
leiðir í ljós, að samstarf vestrænu
þjóðanna byggist ekki á yfirdrottn
un Bandaríkjanna, eins og andstæð
ingarnir halda fram, heldur verða
þau að taka tillit til gagnrýni og
tillagna samstarfsþjóðanna og haga
stefnu sinni að verulegu leyti með
hliðsjón af því.
Samkvæmt seinustu fréttum
hefir Eisenhower nú gengizt
fyrir því, að hann og Churchill og
forsætisráðherra Frakka hittist í
næsta mánuði og styrkir sú fund-
arboðun tvímælalaust þá skoðun,
að ágreiningur sá, sem borið hefir
á undanfarið, geti frekar orðið til
að styrkja samheldni lýðræðisþjóð-
anna en hið gagnstæða.
A víðavangi
Fimmtíu milljónir.
Það er nú upplýst mál, að
Eimskipafélag íslands hefir
á undanförnum árum hagn
ast yfir 50 mill. kr. á leigu-
skipum. Þetta hefir verið
látið óátalið, því að félagiö
hefir lofað að verja þessu
fé til að auka kaupskipa-
stól Iandsmanna. Þjóðin hef
ir talið eflingu . kaupskipa-
stólsins svo mikið hagsmuna
mál, að hún hefir beint og
óbeint samþykkt þessa fjár-
söfnun félagsins.
Þegar þetta er athugað,
verður sá gauragangur
næsta óskiljanlegur, sem
vakinn er í Mbl. í tilefni af
því, að samvinnumenn hafa
látið sér til hugar koma, að
eignast olíuskip með því að
leggja fyrir hagnað af
rekstri leiguskipa, en þó
þannig, að þeir tryggðu eft-
ir sem áður jafngóð flutn-
ingakjör og aðrir. Þetta er
ekki aðeins gagnrýnt í Mbl.,
heldur talinn hinn versti
glæpur.
Hvernig á að skýra það,
að sami verknaðurinn er
talinn þjóðarnauðsynlegur,
þegar Eimskipafélagið á
hlut að máli, en glæpsamleg
ur, þegar um samvinnuhreyf
inguna er að ræða? Skýr-
ingin er sú, að forsprakkar
Sjálfstæðisflokksins eru svo
blindir af hatri til sam-
vinnulireyfingarinnar, að
þeir sjá allt rautt, þegar
hún er annars vegar.
Brot Eimskipafélagsins.
Hitt er svo annað mál, að
Eimskipafélagið hefir brugð
ist trúnaði þeim, er þjóðin
sýndi því, er hún leyfði þvi
áðurnefnda fjársöfnun, með
kaupunum á eignum Kveld
úlfs fyrir margfalt verð. —
Milljónum króna, sem áttu
að fara til skipakaupa, hef-
ir þar verið kastað í hít
spekulanta algerlega að ó-
þörfu. Þess vegna verður
kaupskipastóll landsmanna
minni á næstu árum en efni
stóðu til. Þetta trúnaðar-
brot Eimskipafélagsins aug-
lýsir þá staðreynd, að yfir-
ráðin yfir því eru komin i
hendurnar á ósvífinni fjár-
brallsklíku, sem miðar starf
þess meira við eigin hag
en hagsmuni heildarinnar.
Þáttur kommúnista.
Sbvif Þjóðviljans um olíu-
flutningana hafa vakið
undrun margra stuðnings-
manna kommúnista, en hins
vegar ekki komið á óvart
þeim, sem gera sér Ijóst,
hvert takmark kommúnista
raunverulega er.
Ef kommunistar væru
þjóðhollir, hefðu þeir ráð-
ist á olíuhringana, sem lát-
ið hafa erlend auðfélög
græða milljónir króna á ol-
íuflutningum til landsins að
þarflausu. í staðinn ræðst
Þjóðviljinn hins vegar á
samvinnusamtökin fyrir að
ná hagstæðari samningum
um olíuflutningana og spara
þjóðinni þannig stórfellda
fjármuni.
Ef kommúnistar væru um
bótasinnaðir, hefðu þeir
fagnað því frumkvæði sam-
vinnumanna að reyna að
eignast olíuflutningaskip. í
staðinn ráðast þeir með níði
og svívirðingum gegn sam-
(Framh. & 6. síBU),