Tíminn - 09.06.1953, Síða 1
; Rltetjórl:
Þórwlnn Þérarlnuon
Fréttarltstjórl:
Jón Eelgaeon
Útgefandl:
Pramaókn&rflokkuitnn
i
~------------------------
Skrlístofur l Edduhúai
Préttaslmar:
81302 og 81303
Afgreiðsluslml 2323
Auglýsingasíml 81300
PrentsmiSjan Edda
57. árgangur.
Reykjavík, þriðjudaginn 9. júní 1953-
126. blaff.
Stefna Framsóknarflokks-
ins í öryggismáEunum
ÁSyktun flokksþing'sins í votmr
Framsóknarflokkin-inn telur sem fyrr að íslending-
um beri að kappkosta góða sambúð við allar þjóð'ir,
sem þeir eiga skipti við, en nánasta samvinmu hljóti
þeir þó að hafa við norrænu þjóðirnar og aðrar vest-
rænar þjóð'ir, vegna nábýlis, menr.jfngarteitijsla og
líkra stjórnarhátta.
Flokksþingið telur óhjákvæmilegt, eins og ástatt er
I heiminum, að hervarnir séu hér á landi til öryggis
íslendingum og öðrum þjóðum, sem eru á Norður-
Atlantshafssvæðinu.
Seta erlends heriiðs hefir vissulega í för með sér
mikinn vanda fyrir þjóðina, en fiokksþingið bendir á, |
að fjandsamlegur áróður og hvatvíslegur, sem frammi
er hafður vegna annarlegra hagsmuna, er beinlínis
þjóðhættulegur og torveldar meira en nokkuð annað,
að skynsemi og gætni verði viðhöfð í meðferð þessara
mála.
Flokksþingið leggur áherzlu á eftirfarandi atriði:
1. Að vörnunum sé þannig fyrir komið, að þær tryggi
þjóðinni sem mest öryggi, en þess þó gætt, að hér
verði ekki fjölmennari her, eða meiri framkvæmd-
ir, heldur en sú nauðsyn krefur.
2. Að hindruð verði óþörf samskipti landsmanna og
varnarliðsins og dvöl þess takmörkuð við þá staði,
er það fær til afnota. ,
3. Að fullkomnari og traustari skipan verði komið á !
samstarf íslenzkra stjórnarvalda og yfirmanna
varnarhðsins með það fyrir augum að koma í veg
fyijir misskilning og árekstra og tryggja betur j
framkvæmd varnarsamningsins.
4. Að varnarmálin verði rædd meira opinberlega en
verið hefir og þjóðinni veittar upplýsingar um þau i
eftir því, sem unnt er, til þess að koma í veg fyrir
kviksögur og óheiðarlegan áróður.
5. Að framkvæmdum hjá varnarliðinu sé, eftir því
sem hægt er, hagað með tilliti til atvinnuvega
landsmanna og vinnuaflsins í landinu.
6. Að núgildandi varnarsamningur verði tekinn til
endurskoðunar, nú þegar, í því skyni aff bæta úr
því, sem áfátt er.
Ennfremur leggur flokksþingið rika áherzlu á,
að varnarsamningunum verði sagt upp strax og
fært þykir af öryggisástæðum.
(Sjá grein á 5. síðu í blaðinu)
Ætla að tvöfalda
fylgi flokksins
Fundur verður haldinn í
Framsóknarfélagi Kópavogs-
hrepps á fimmtudagskvöldið
klukkan 8,30 i barnaskóla-
húsinu í Kópavogi. Þar verð-
ur rætt um kosningarnar og
er Þórður Björnsson, fram-
bjóðandi Framsóknarflokks-
ins í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, frummælandi á fund-
inum. Allir Framsóknarmenn
eru velkomnir á fundinn.
Hafa flokksmenn í sýslunni
sett sér bað mark, að tvö-
falda fylgi flokksins í kjör-
dæminu við þessar kosningar.
Systkyni slasast við
bifreiðaárekstur
Um miðjan dag í fyrradag
varð bifreiðaslys á mótum
Spítalastígs og Bergstaða-
strætis. Systkini, er voru í
bifreiðinni R-406, hlutu bæði
talsverð meiðsli.
Bróðirinn, Hörður Ágústs-
son, til heimilis að Dverg-
hamri við Háaleitisveg, skarst
allmikið á hendi, en systir
hans Hulda Ágústsdóttir,
hlaut höfuðhögg og missti
meðvitund- Mun þó minna
meidd.
Saltsíldarverðið
ákveðið
Síidarútvegsnefnd hefir á-
kveðið að lágxnarksverð á
fersksíld til söltunar norðan-!
lands, verði hið sama og s. 1.
ár, þ. e.:
1) Fyrir uppsaltaða tunnu,
3 lög í hring, af hausskor-
inni og slógdreginni sild, kr.
157,68.
2) Fyrir uppmælda sild, kr.1
116,64 pr. tunnu.
í verðinu er innifalið 8%
framleiðslugjald í hlutatrygg
ingarsjóð.
Verðlagsráð sjávarútvegs-'
ins hefir iýst sig samþykkt,
ver'ðákvörðun Sildarútvegs-1
nefndar.
*
Komu Vestur-Islend
ingauna seinkar uin
einn eða tvo daga
Komu Vestur-íslending-
anna, sem fara hópför til ís-
lands, seinkar óhjákvæmi-
lega um einn eða tvo daga.
Þeir áttu að koma hingað í
dag, en sökum hess, að flug-
vélin Hekla lenti í monsún-
vindum í flugferð sinni aust-
ur í Asíu og tafðist af þeirra
völdum, var hún ekki vænt-
anleg til Reykjavíkur frá
Norðurlöndum fyrr en í morg
un, og var há gert ráð fyrir,
að hún héldi vestur um haf
til þess að sækja Vestur-ís-
lendingana klukkan átta að
morgni.
Þeir geta því í fyrsta lagi
komið hingað siðdegis á morg.
un, en vera má, að koma
þeirra dragist fram á fimmtu
dngsmorgun.
Þora þeir að gera
samanburð?
Sjálfstæðismenn reyna nú að halda því fi^m, að
Rannveig Þorsteinsdóttir hafi staðið ilía viff kosninga-
l«forð sín. Hér í blaðinu hefir það verið rakið, hvernig
kosningaloforð Rannveigar hafa verið efnd. Svarta
markaðinum, vöruskortinum og baktjaldaverzluninni,
sem hún sagði stríð á hendur, hefir vissulega verið út-
rýmt. Framlög til íbúðarbygginga í kaupstöðum hafa
verið stóraukin. Mörgum málum öðrum, sem hún lof-
aði að beita sér fyrir, hefir verið komið fram eða vel
áleiðis. Rannveig getur því vissulega borið höfuðið
hátt. En hvernig er það með kvenfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins, Kristínu Sigurðardóttur. Hvernig hefir
hún staðið við loforð sín? Hverju hefir hún komið
fram? Þora Sjálfstæðismenn að gera samanburð á
verkum og þingstörfum hennar og Rannveigar Þor-
steinsdóttur?
Gróðursetningu á Heið
mörk sé lokið 17. júní
Róðraræfingar og
keppni í Naut-
hólsvík
Róðraræfingar fara nú bráð
um að hefjast í Nauthólsvík-
inni suður i Fossvogi og er
ráðgert að efna til þriggja
róðramóta á næstunni, að
því er Stefán Jónsson róðrar
kennari Ármanns, tjáði Tím-
anum í gær. Fyrsta mótið
verður 4. júlí og er það inn-
anfélagsmót Róðrarfélags
Reykjavíkur. Um næstu helgi
þar á eftir, verður Reykjavik
urmót í róðri og viku síðar
íslandsmeistaramót í róðri. í
haust verður hið svokallaða
septembermót.
Glímufélagið Ármann efn-
ir til námskeiða í róðri fyrir
unglinga og fullorðna. Æf-
ingar verða frá bátaskýli fé-
lagsins við Skerjafjörð. Kenn
ari verður Stefán Jónsson.
í nágrannalöndum okkar er
(Framhald á 2. síÆu).
Starfið á Hciðmörk hefir gengið mjög að óskum í vor,
og nú er ákveðið, að gróffursetningu þar skuli lokið fyrir
17. júní. Áætlunin var að gróðursetja 130 þúsund plöntur,
og var um helgina búið að gróðursetja um helming þeirrar
tölu.
Það er vel kleift að ljúka
hinni fyrirhuguðu gróður-
setningu á hálfri annarri
viku, sem er til stefnu fram
að 17. júní, ef félögin, sem
gróðursetninguna annast,
skipta sér vel niður á dag-
ana og safna nægu liði. Þess
er þvi æskt, að þau vindi bráð
an bug að því að ljúka gróð-
^ ursetningunni.
Horfur á æskilegu veðri.
Tíðin hefir í vor verið mjög
hentug til gróðursetningar-
| starfa, enda þótt votviðri
i hafi ekki verið mikil, og má
I því vænta, að gróðursetn-
I ingin hafi yfirleitt tekizt vel.
:Enn eru horfur á mjög hag-
I stæðu veðri, og ætti það að
jhvetja menn til þess að fjöl-
menna á Mörkina, einmitt
núna. En þótt tíðin sé hag-
stæð og hóflegur raki í jörð-
inni er ástæða til þess að
minna fólk á að vanda þarf
gróðursetningu nú sem endra
nær.
Gagnfræðaskóla
Húsavíkur slitið
Gagnfræðaskóla Húsavík-
ur var slitið sunnudaginn 31.
maí s. 1. Skólastjóri flutti
skólaslitaræðu og gerði grein
fyrir störfum skólans á liðn-
um vetri. Skólinn starfaði* í
(Framhald á 2. síHn).
Akurnesingar
sigruðu
Fyrsti leikur íslandsmeist-
aramótsins í knattspyrnu
fór fram á íþróttavellinum i
Reykjavik í gærkvöldi milli
Akurnesinga og Fram. Lauk
leiknum með sigri hinna fyrr
nefndu, sem settu 4 mörk
gegn einu.