Tíminn - 09.06.1953, Qupperneq 4

Tíminn - 09.06.1953, Qupperneq 4
I. TÍMINN, þriðjudaginn 9. júní 1953. 126. blaff. / siendingaþættLr * A síðasta vetrar- dag 1953 Margt vill slaga mjög á grunn mörgum laga kvíöa. Ein er saga öllum kunn: ár og dagar líða. Dánarminning: An Hinn 14. apríl s. 1. andaðist frú Anna Hlöðversdóttir kennari að heimili Hlöðvers sohar síns skólastjóra á Siglufirði. Anna Hlöðversdóttir var fædd hinn 29. sept. 1876 að Vallarnesshjáleigu í Valla- nesshreppi. Foreldrar henn- ar voru Elín Einarsðóttir prests í Vallanesi og Ludvig Schou, sem var danskur að ætt. Þegar Anna var 9 ára andaðist móðir hennar og var hún þá tekin í fóstur til frú Margrétar Sigurðardótt- ur og sr. Jóns Jónssonar pró- fasts í Bjarnanesi síðar að Stafafelli í Lóni. Hjá pessum merkishjónum ólst Anna upp og var bví ekki að undra þótt hún yrði fróð kona, því fáir menn munu hafa verið betur að sér um marga hluti á beim árum en séra Jón á Stafafelli. í samráði við fóstra sinn breytti Anna föð- urnafni sínu til íslenzkara forms og kallaði sig Hlöðvers dóttur. Árið 1897 giftist Anna Sig- urði Jónssyni búfræðingi, sem þá var ráðsmaður á Stafafelli, tveimur árum síð- ar hófu þau búskap að Reyð- ará í Lóni. Önnu og Sigurði varð sex barna auðið, eignuðust þau sex mannvænlega syni. Geir bónda að Reyðará, Stefán kennara við Melaskólann í Reykjavík, Ásmund bónda og alþingismann að Reyðará, Hlöðver skólastjóra á Siglu- firði, Þórhall húsasmið, sem andaðist ungur og Hróðmar kennara í Hveragerði. Allir urðu sýnir þeirra bráðdugleg ir drengskaparmenn, reyndi snemma á atgerfi þeirra bví Sigurður bóndi andaðist þeg ar Geir, sem er elztur var 18 ára gamall, tók hann þá við búsforráðum með móður sinni og fimm árum síðar al- gerlega við búinu. Anna Hlööversdóttir hafði til að bera alla beztu kosti ástríkrar móður og dugandi húsfreyju. Hún var víkingur við alla vinnu, áhuginn tak- markalaus, ósérhlífni hug- tak sem hún naumast skildi, svo fjarri var henni að hlífa sér þótt hún væri ekki nema í meðallagi hraust. Uppeldi barna sinna annaðist hún með sérstakri alúð, hlutu syn ir hennar allir í heimahúsum þá beztu uppeldishætti sem íslenzk bændamenning hefir haft upp að bjóða. Verknám meðan dagur var á lofti, en bóklegum fræðum var sinnt á hverju kvöldi unz bjartar vornætur leyfðu ekki áhuga- sömum mönnum innisetur. Anna var stálminnug og og sagði oft börnum sínum heilar sögur kvöld eftir kvöld. Þegar synir hennar voru allir uppkomnir og tengda- dóttirin tekin við stjórn inn anhúss á Reyðará gerðist Anna barnakennari, var sá, sem þetta ritar nokkra mán- uði meðal fyrstu lærisveina hennar. Tæplega get ég hugsað mér kennara, sem hafi haft áskapaðri eiginleika til barnafræðslu en hún. Að eðlisfari var hún barnavinur Hlöðversdóttir og átti hún því greiða leið að hjörtum barna, hvort sem þeim lét nám betur eða ver. Áhugi hennar fyrir náms- starfinu var svo mikill og ein lægur að hún hlaut að smita alla, sem dvöldu i návist hennar. Handavinna var þá lítt þekkt kennslugreip í þröngum og illa útbúnum farskóla, en hún hóf þegar kennslu í þeirri grein af miklum dugnaði. Bóklegar námsgreinar urðu leikur einn undir leiðsögn hennar. F'rásagnargáfan var svo eðli- leg og rík, og jafnframt svo vel þroskuð eftir kvöldvök- urnar heima á Stafafelli og síðan á Reyðará, að erfitt mun vera að finna konu í hópi ungra kvenna sem standi henni á sporði. Reikn ingur hafi aldrei verið henn- ar sterka hlið. Er það gott dæmi um einlægni hennar að henni kom aldrei til hugar að leyna okkur þessum veik- leika, en bað þá sem skildu talnalistir einna bezt að ráð ast með sér á torfærur þær, sem á vegi myndu verða í reikningsbókinni. Kristnifræðikennsla henn- ar var til sérstakrar fyrir- myndar, tengdi hún frásagn ir biblíunnar daglegu lífi á svo auðskilinn og fallegan hátt, að ég hef aldrei heyrt neinn guðfræðing gera það eins eðlilega og skemmtilega. Ef nokkrum hefði dottið i hug að taka tillit til skap- gerðar kennara við val manna í það ábyrgðarmikla starf hefði Anna áreiðanlega lent í úrvalsflokki. Hún gerði rétt og þoldi ekki órétt. Auk kennslustarfanna var hún stofnandi og formaður kvenfélags sveitarinnar. Kennaraþing sótti hún og námskeið, sem haldin voru til þess að kynna kennurum nýjungar í fræðslumálum. Naut hún mikilla vinsælda meðal starfssystkina sinna og gekk jafnan undir nafninu Anna kennaramóðir því fjór- ir synir hennar voru þá orön ir lærð^ kennarar Þegar Anna og Sigurður komu að Reyðará fyrir rúm- lega hálfri öld var jörðin harðbalakot. Þau hjónin og synir þeirra hafa breytt henni í vel ræktaða og hýsta meðaljörð, meira leyfa rækt unarskilyrðin ekki. Trúin á landið og fólkið hefir alltaf Vorið greiðir geislatraf glæst um frón og miðin; í hið breiða aldahaf enn er vetur liöinn. Ekkert kól í ofsahríð allra skjóla aö leita. Mátti sól- og sumartíð sönn til jóla heita. Þorri of mjúkur þótt’ 1 ár að þreyta fjúk við drengi. Fannadúkur fremur smár fól ei hnjúka lengi. Góa -einstæða galla bar gjarnast skæða’ að verki hennar æði oftast var undir flæðarmerki. Einmánuður vondur varð varpaði snjóaþiljum samtímis er gekk í garð með grimmdar ösku-byljum. ísing gjörði um björk og börð, bræddi í skörðin flestu, _ linnti’ ei hörðum leik við hjörð lokaði jörð að mestu. Hrafna orgið heyrðist æ við hamra korgað girði, allt var torgið undir snæ efst í Borgarfirði. Hvergi bætti Norðri úr nauð, náðar mætti’ ei kjarni, engar sættir ýtum bauð. Illa stætt á hjarni. Ei var hrumum hent um slóð heldur gumum þjálum. Kólguþrumu kastið stóð kalt aö sumarmálum. Hláku góða gerði þá, gafst og óðar hlýja; ísaslóðin alvot lá undir flóði skýja. Foldarklæði freragljá fór að bræða hörðu, vatna æðar allar þá aftur flæða gjörðu. Grundin náir gagn sitt Ijá gripum háir eigi. Synda fráa fugla má finna á bláum legi. Óðar slag ég enda þá ósk við laga stærstu: Gefi í haga græn að sjá grösin daga næstu. Guðjón Jónsson Hermundarstöðum. verið rík í hugum þessa fólks. Sú trú gerði Önnu ævina á- nægjulega og ævikvöldið heiðríkt. Ólafur Gunnarsson ............. 5 5 I Ragnar Jónsson ) f hæsta réttarlögmaður | | Laugaveg 8 — Síml 7758 | e Lögfræðistörf og eignaum-1 sýsla. niinmk»*miiiiiiiiiiiiiii>i»iiiiii(iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiD Tónlistarskóli Isafjarðar Skóliim hefii* verið starfræktnr í flmm ár, ávallt fullski|taður uemeudum Tónlistarskóla ísafj arðar j var slitið 31. maí. Og lauk þar með fimmta starfsári skólans. Skólinn var stofnað ur af Tónlistarfélagi ísafjarð ar og er rekinn af því. með styrkt frá ríkinu og ísafjarð-' arbæ. Þau fimm ár, sem skól-1 inn hefir starfað hefir hann alltaf verið fullskipaður, meö um og yfir 50 nemendur á ári. Sumir nemendur skólans hafa stundað nám við skól- ann frá því hann var stofnað ur. Nokkrir af nemendum skólans hafa farið til fram- haldsnáms við Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Mjög marg- ir af nemendum skólans hafa náð góðum árangri við námið, og hafa áhrif skólans mjög sett svip sinn á skemmt ana- og menningarlíf á ísa- firði. Skólastjóri hefir verið frá byrjun Ragnar H. Ragn- ar og fluttist hann ásamt konu sinni, árið 1948 frá Ameidku til ísafjarðar. Tók hann bá strax til starfa við tónlistarmál á ísafirði og hef ir hann með dugnaði sínum, komið tónlistarskólanum til vegs og virðingu, og bera ís- firðingar fullt traust til bess arar menningarstofnunar og mun verða vakað yfir því í framtíðinni, að skólinn dafni sem bezt og að honum auðnist að verða voldug menningarstofnun á vegum tónlistarinnar. 28. maí s. 1. voru V. vorhlj ómleikar Tón- listarskólans haldnir í Al- þýðuhúsinu. Á þessum hljómleikum komu fram 22 nemendur. 18 nemendur léku einleik á píanó og 4 á orgel. Dóra Ket- ilsdóttir og Elsa Finnsdóttir léku fjórhent á píanó, spánskan dans eftir Mosz- kowsky. Samleik á píanó og orgel léku þeir Finnbjörn Finnbjörnsson og Guðlaugur Jörundsson, ungverskan dans eftir Brahms. Húsfyllir var á þessum hljómleikum og hin- um ungu listamönnum var á kaft fagnað af áheyrendum. Við skólaslit, sem fóru fram í hátíðasal Gagnfræðaskól- ans léku 5 nemendur bæði á orgel og píanó og var frammi staða þeirra með ágætum. Við skólaslit gerði skóla- stjórinn Ragnar. H. Ragnáf með ræðu glögga grein fyrir starfsemi Tónlistárskólans síðastliðin fimm ár og minnt ist margra nemenda skólans sem flutt hafa burt írá ísa- firði. Kennarar skólans hafa verið þessir: Ragnar H. Ragnar, sem kennir á píanó og einnig tónfræði. Elísabet Kristjánsdóttir píanókehnari og Jónas Tómasson orgel- kennari. Þeir Ragnar og Jón- as hafa kennt við skólann frá byrjun, en Elísabet síðast liöin þrjú ár. Það hefir verið regla við skólaslit á hverju ári, að nokkrum némendúm hafa verið veitt -verðlaun fyr ir góða frammistöðu við nám ið. — Þessir nemendur' hlutu verðlaun fyrir góða einkunn. í tónfræöi: Þorbjörg Kjart- ansdóttir, Árni Sigurðsson og Þuríður Eggertsdóttir, f.yrir orgelleik hlaut Guðlaugur Jörundsson frá Hellu í Strandasýslu verðlaun: Fyrir píanóleik hlutu þessir verð-r laun: Frank Herlufsen, Sigur borg Benediktsdóttir og Elsa Finnsdóttir. Anna S. Knauf, hlaut minningarverðlaun, enda hefir hún nú lokið námi við skólahn. Formaður skólanefndar séra Óli Ketils son, flutti ræðu við skólaslit og þakkaði hann skólastjóra og kennurum vel unnin störf, þá þakkaði hann- foreldrum þann góða skilning á góðu málefni, að hafa kvatt börn sín til náms við Tónlistarskól ann. Á síðastliðnum vetri barzt skólanum 500 kr gjöf frá konu, sem ekki vildi láta. nafns síns getið og þökkuðu skólastjóri og skólanefndar- formaður sérstaklega þessa gjöf til skólans. Skólanefnd Tónlistarskól- ans er skipuð þe^sum mönn- um: séra Óli Ketilsson .for- maður, Jón Jónsson frá Hvanná og Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarfógeti. Ein- staklingar og fyrirtæki í bæn um, hafa s. 1. tvö ár gefið verðlaunin til nemenda og þakkaði skólastjórinn þess- um aðilum sér&taklega fyrir velvild í garð skólans, : Guðm. Sveinsson PI P U R n i i < i - >■ k.» Ui/tó 'i li ' i V t ,*i # n 'jPr •■■fift'r ^ M V'IOV % |TJ*Vt Svartar: %”, %»», 1”, 2”, 2%»», 3” og 4’V ■ -i • !i m ,. ,-.h V, iiiijí! ii 1 ó- ...» ; viir( Sendum gegn póstkröfu. .. HELGI MAGNÚSSON & CO.! Galvaniseraðar: 14”, %” og 2”. FYRIRLIGGJANDI- Hafnarstræti 19. — Sími 3184.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.