Tíminn - 13.06.1953, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.06.1953, Blaðsíða 4
TÍMINN, laugardaginn 13. júní 1953. 13& bíað. / sien.din.gafpættir Dánarminning: Guðmundur S. Jónsson I dag er til moldar borinn ::rá Stóra-Laugardalskirkju í Tálknafirði Guðmundur S. Jónsson fyrrum kaupfélags- ,'itjóri að Sveinseyri i sömu .sve’it. Fæddur var Guðmund- ir að Álftamýri við Arnar- ::jörð 3. september 1876. Eft- rlifandi konu sinni, Guðríði Guðmundsdóttur, giftist rann árið 1901. Guðríður er nerkiskona og var hún nanni sínum styrk stoð alla jeirra löngu sambúð. Gifting trárið fluttu þau hjónin til .rálknafjarðar, dvöldu fyrst ið Tannanesi, en fiuttust að Sveinseyri árið eftir, 1902. ?ar voru þau búendur í sam- íleytt 52 ár. Við framkvæmda stjórn Kaupfélags Tálkna- cjarðar tók Guðmundur árið 1908 og hafði því gegnt því ítarfi um 30 ára skeið, er áann lét af því árið 1938, en /ið tók sonur hans, Albert- Oddviti Tálknafjarðarhrepps var hann yfir 40 ár, einnig areppstjóri síðustu árin. í sýslunefnd átti Guðmundur mnfremur sæti milli 15 og 20 ara tímabil. Þær fáu línur, sem ég rita iér eftir hinn mikla braut- ■yðjanda, Guðmund Jónsson. verða ekki annað en smábrot ir langri kynningu minni við aann. Ævisaga hans væri hins vegar efni í stóra bók. Þegar ég var ungllngur, aeyrði ég fyrst talað um Guð nund sem mikinn sjósóknara og aflakóng, en af sjósókn lét iiann árið 1923 og tóku þá syn :ir hans við útvegi hans. Búhöldur var Guðmundur neð ágætum, og mun Sveins- eyrin lengi bera hróður hans :í því efni. Meðal sveitunga Guðmund ar hygg ég að kaupfélags- stjórastarfið, ásamt oddvita- starfinu, hafi gert hann vin- sælastan, þvi þar mun hafa verið stjórnað með fágætum vel. Við vitum öll, að oft er deilt ,im mikilmenni, og svo hygg ég að einnig hafi verið um Guðmund. En óhætt mun að rullyrða, að enginn hafi sá /erið í Tálknafirði, sem ekki aefði treyst honum fyrir mál efnum sínum, enda vildi hann ætíð firðinum sínum allt vinna. Allt það, sem Guð .nundur tók að sér fyrir areppsbúa var honum hjart- ans mál að færi vel úr hendi, eða sem hans eigin málefni /æru- Hins vegar kom fyrir að aann væri misskilinn, en sá niskilningur varð aldrei lang dnnur. Ég, sem þessar línur rita, u margar ánægjulegar og elskulegar minningar frá !iöngu samstarfi og viðskipt- im við hinn látna forustu- nann, Gpðmund kaupfélags- ítjóra. Ég minnist einnig að atundum var þungt að róa .nóti afla- og viðskiptaörð- .igleikum, en róðurinn varð alltaf léttari með hinn ör- ugga mann við stýrið. Mig langar til að minnast á atvik, sem gæti orðið öðr- um til athugunar og lýsir einnig lítillega skapgerð Guð mundar: Árið 1931, þegar þurrkað- Br fiskur féll í verði niður í kr. 28 skippundið og kreppan mikla var skollin á, var það. um haustið, að við þrír báta- eigendur í Tálknafirði vor- um að gera upp reikninga okkar við kaupfélagið eftir sjö mánaða útgerð báta okk- ar. Svo sem að líkum lætur var um stórar skuldir að ræða hjá okkur eftir tímabil þetta Að uppgjörinu loknu segir Guðmundur: „Nú er það ljótt. Hvað er nú hægt að gera?“ Hann hefir viðskipta- bókina fyrir framan sig og sitúr um stund hugsandi. Við skuldunautarnir segjum heldur ekkert. Loks rýfur Guðmundur þögnina og segir léttur í máli: „Við spilum „Lomber“ í kvöld og látum sjá.“ Sátum við síðan að spila fagnaði til kl. 5 næsta morg- un, en skildum þá sem einn maður. — En eins og fyrr stjórnaði Guðmundur farsæl lega út úr þeim vandræðum, sem á þessu tímabili steðjuðu að viðskiptum, og munu fá kaupfélög hafa sloppið bet- ur við vandræði kreppunnar en Kaupfélag Tálknafiarðar. Þess vildi ég óska Tálkn- firðingum sem gamall sveit- ungi þar, að þeir mættu jafn- an eiga forustumenn eins og Guðmund Jónsson, og mundi þeim þá vel farnast. Við hjónin og fjölskyldur okkar vottum konu Guðmund ar og öllum aðstandendum innilegustu samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra yfir hinum mikla missi. Og að endingu þetta til þín, kæri, tryggi vinur: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. Jón Guðmundsson. frá Suðureyri. Guðmundur á Sveinseyri er látinn. Höfðingi og menning arfrömuður Tálknfirðinga hefir nú lokið dagsverki. í dag munu margir minnast hans, ekki aðeins Tálknfirð- ingar, heldur allir Vestur- Barðstrendingár, og fjöldi annarra víðs vegar um land. Þótt Guðmundur á Sveinseyri væri forustumaður héraðs síns um marga áratugi, með heiðri og sæmd, skal starfs- ferill hans ekki rakinn hér. Tvennt skal hér aðeins nefnt: Brautryðjendastarf hans í samvinnumálum og sund- kennslu. Hann var fæddur (Framhald á 7. síðu). ÍslandsmótLð: Víkingur vann Þrótt 5—0 Annar leikur íslandsmóts- ! ins, milli Víkings og Þróttar, var til lítillar ánægju fyrir áhorfendur, til þess voru yfir burðir Víkinga allt of miklir Liðið réði algjörlega gangi leiksins og má segja að næst- um hver einasta staða í lið- ! inu hafi verið betur skipuð en hjá andstæðingunum. j Slæmt er, að þátttaka Þrótt- j ar í mótinu skuli hafa jafn leiðinlegar afleiðingar í för, með sér og raun ber Vitni um. j Stutt var liðið á leikinn,! er Víkingar skoruðu sitt fyrsta mark og gerði Símon Símonarson það eftir góða sendingu frá Bjarna. Þá skor ■ aði Bjarni annað markið stuttu fyrir hálfleik. í síðari hálfleiknum skoraði Reynir Þórðarson þrjú mörk fyrir Víking, öll á hinn skemmti- legasta hátt, og auk þess skoraði hann eitt mark í við- ; bót, sem var dæmt af vegna rangstöðu, en það mark var óvenju glæsilegt. Sjaldgæft er hér, að kant- maður skori jafn mörg rnörk 1 og Reynir gerði í þessum leik. , Víkingsliðið er í framför frá Reykjavíkurmótinu og er nú mun jafnara. Vörnin er ör- uggari mest fyrir það, að ! Helgi Eysteinsson er kominn : í góða æfingu og er að nálg- j ast fyrri getu. Framverðirn- j ir vinna mikið, en eru ekki I nógu vandvirkir. í framlin- Unni var. Reynir beztur, skemmtilega tekniskur og fljótur. Bjarni vann mikið og lagði fram góða knetti. Ekk- ert reyndi á markmanninn, Ólaf Eiríksson. Þróttarliðið er afar ósamstætt, og samvinna lítil sem engin. Markmaður- inn, Kristján Þórisson, varði oft vel í þessum leik, og hætt er við, að mikið verr hefði far ið, ef hans hefði ekki notið við. Dómari var Haraldur Gíslason. KR vann Fram 3-1 Hvassviðri var, er þessi leik ur fór fram, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari lygndi mikið. Þrátt fyr- ir að Framliðið léki gegn gol- unni í fyrri hálfleik var liðið betra og samleikur þess já- kvæðari. Níu breytingar voru gerðar á liðinu frá leiknum við Akranes. Enda fór svo, að liðið skoraði eina markið, sem gert var í hálfl. og var Lárus Hallbjörnsson þar að verki. Auk þess skoraði Fram tvö mörk, sem dæmd voru af fyr ir rangstöðu. í síðari hálf. snerist leikurinn alveg við og nú voru það KR-ingar, sem tóku við og tókst þeim að skora þrjú mörk. Það fyrsta gerði Sig. Bergsson, eftir mis- tök hægra megin í vörn Fram Annað skoraði Þorbjörn eft- ir göðan undirbúning hjá Gunnari og síðasta markið skoraði Hörður Felixson. Leik ur KR á þessu tímabili var oft góður, liðið náði algjörum yfirráðum á miðjunni, og framverðirnir og innherjarn ir fengu að mestu óáreittir að byggja upp leikinn. Hins veg ar kom greinilegt úthalds- leysi í ljós hjá Fram. Dóm- ari var Guðmundur Sigurðs- son og tókst honum óvenju vel upp. Næsti leikur fer fram á mánudag, milli Vals og Þróttar. Endurskoðun jarðrækt- arlaganna 1947 Eftir Mafsíein Pétursson í ísafold og Verði og Morgr unblaðinu kom mikil grein, sem átti að taka af skarið um það, hverjum bæri að þakka það, sem ávannst við endur- skoðun jarðræktarlaganna 1947- Þar sem ég undirritað- ur átti sæti í þessari nefnd og árásin, sem hér er hafin, virðist einbeitt að mér og Bún aðarþingi, þykir mér rétt að segja sannleikann frá mínu sjónarmiði. Við stjórnarmyndun 1947 urðu þessir menn ráðherrar: Stefán Jóh. Stefánsson, Emil Jónsson, Eysteinn Jónsson, Bjarni Ásgeirsson, Jóhann Þ. Jósefsson og Bjarni Bene- diktsson. í þessari nafnlausu grein er sagt, að í málefnasamning um þessa stjórparmyndun hafi meðal annars verið sam- komulag um, að: „Lögin um jarðræktar- styrki verði endurskoðuð með það fyrir augum, að jarða- bótastyrkurinn verði hækk- aður og samræmdur núgild- andi vinnulaunum og breytt- um jarðvinnsluaðferðum.“ Síðan segir greinarhöfund- ur: „Um þetta og margt fleira var samkomuiag milli þeirra flokka, er stjórnina mynd- uðu, en vel má vera, að fingra för Framsóknar séu á þessari málsgrein málefnasamnings- ins. Hún ber þess vottinn. Jarðræktarlögin eru nefnd „lög um jarðræktarstyrk. Það er 17. gr- Framsóknar andi í orðunum. Og svo er tek ið aftur með annarri hend- inni það, sem gefið var með hinni: Það á að hækka styrk inn hlutfallslega, en um leið samræma hann „breyttum jarðvinnsluaðferðum" en það hlaut auðvitað að stefna til lækkunar eða draga úr hugs- anlegri hækkun.“ Svo farast greinarhöfundi orð. Það skín út úr orðalagi höfundar, að hann hyggui málefnasamrsinginn kaldrifj aðan í garð bænda og gefur í skyn, að stjórnin hafi alls ekki ætlast til hækkunar á styrknum, heldur stefnt að lækkun og að formaður Bún- aðarfélags íslands hafi haft slíkan hug til íslenzkra bænda og ráðið stefnu þeirri. Ef orðalag tillögunnar er athugað með sanngirni, sé ég ekki annað en hún sé eðli- lega orðuð nema að því leyti að rétt heféi verið að minn- ast á verðlag á fræi og á- burði, þá voru aðalkostir til- lögunnar taldir. Ég get ekki betúr munað en að m.k. sumir veltu vöng- um yfir því, hvað . stjórnin meinti með tillögunni- Sýnir þetta, að líkur eru til, að nokk urrar undirhyggju hafi gætt í herbúðunum. En hvar var föðurhönd Sjálfstæðisins til að bægja slíkri... hugsun og skilningi frá? Það er eins og greinarhöfundur álíti, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki talið sér koma slíkt við, en hugsaö sem svo, að ein- hvern veginn gætu þeir kom- ið sökinni á Framsóknarflokk inn. Ég tel allar líkur til, að for maður B. í. hafi átt tillöguna, sem greinarhöfundur affærir svo mjög að ástæðulitlu. Raunar var þá mikill spar- semisandi yfir stjórninni og Alþingi, svo hugsanlegt er að einhverjir miður hollir hafi vonast eítir að geta flækt mál ið svo, að það yrði til óþurfta bændum. Þessi greinarhöfundur er ekki búinn að gleyma 17. gr. jarðrl., en hann veit ekki, hvernig Sjálfstæðismenn not- uðu afnám hennar- Greinin hafði að engu leyti skaðað sveitirnar, en var pappírs- gagn. Sjálfstæðismenn grípa fær ið og í blóra við afnám 17. greinarinnar, 12.12. 1945, I leggja þeir 1946 á einn óvin- Isælasta skatt í augum bænd- anna: Skattinn á jarðræktar styrkinn eða framlagið. Þessi ,skattur, sem er móðgandi við Sþá menn, sem leggja allt sitt , í umbætur á landinu og sær- |andi fyrir þau yfirvöld, er ,vilja vera löghlýðin, en geta ekki fengið sig til að hlýða þeim í þessum greinum, þótt þeir megi búast við ærumeið- andi rannsóknum frá dóms- málavaldinu, ef það gætir þess ekki að loka augunum, þótt því yrði litið í þessa átt. Það er rétt, að Árni Ey- lands fulltrúi og Pálmi Ein- ’arsson landnámsstjóri unnu j mest aö endurskoðun lag- ’ anna af nefndarmönnum og komu með ýmsar tillögur, er j til bóta horföu, en það er j einnig rétt, að það var eins og framangreind grein mál- [efna samningi ríkisstjórnar- innar lægi eins og mara á I (í'rhmh. á 6. 6lðu), Rafmagnstakmörkun Álagstakmörkun dagana 14. júní til 21. júní frá kl. 10,45—12,30 Sunnudag 14. júní 1. hverfi Mánudag 15. júní 2. hverfi Þriðjudag 16. júni 3. hverfi Miðvikudag 17. júní 4. hverfi Fimmtudag 18. júní 5. hverfi Föstudag 19. júní 1. hverfi Laugardag 20. júní 2. hverfi Straumurinn verður rofinn samkvæmt þessu þegar og að svo míklu leyti sem þörf krefur. Sogsvirkjunin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.