Tíminn - 04.07.1953, Blaðsíða 1
Skrlístofur 1 Edduhosl
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasíml 81300
Prentsmiðjan Edda
I
S7. árgangur.
Reykjavík, laugardaginn 4. júlí 1953.
147. blað.
Stór kvísl úr Markarfljóti
brauzt vestur í Þverá í vetur
FyrirlilpSsla íii að bægja kvísiÍMaii aftnr
í farveg' fljótsins er hafin og' verSar dýr.
.Frá fréttaritara Tímans á I-ívolsvelli.
í vetur brauzt allstór kvísl úr Markarfljótí vestur í Þverí,
ííklega um helmingur af vatnsmagni fljótsins. Var þetta
rétt ofan við Affallsgarðinn en nokkru neðait viff Þverár-
gárðinn.
Kvlsl þessi gróf allmikið
um sig þegar í stað og breytti
sér í engu í vor, og stafar all
mikil hætta af hinu stór-
aukna vatnsmagiii Þverár.
Fyrirhleðsla var því nauðsyn- ,
leg, ef allstórum byggðarlög
um væri ekki stefnt í voða. j
Dýr fyrirhleðsla.
Fyrirhleðsla þessi verður
töluvert dýr og erfið, mun
Mikil síld á miðun-
um fyrir norðan
f gær kom til Sigluf jarðar
800—900 tunnur af síld, sem
bátar höfðu fengið á Gríms-
eyjarsundi og út af Skaga-
firði.
Sjómenn telja síldarlegt
útlit á miðunum og eru von-
góðir um framhald síldveið-
anna, sem nú eru rétt að
byrja. Mikil áta er í síldinni
og lofar það góðu.
í gær sást mikil síld, en
lítið var hægt að veiða,
vegna þess að stormur var
úti fyrir á miðunum.
kosta 7—800 þús. kr. Verkið'
er nú hafið, og mun verða
gerðu.- garður frá Háamúla,
sem er nokkuð innan við
Múlakot i FljótshlíÖ, skáhallt
fram á eyrina.
Erfitt að stifla vatuið.
Verk þetta er nú hafið, og
mun að mestu verða unnið
með jaröýtum. Verkstjóri er
Einsteinn Einarssom Erfið-
ast verður að stífla vatns-
flauminn meðan verið er að
koma fyrirhleðsiunni í aðal-
farveginn. Mun þurfa að
nota sandpoka i allstórum
stíl, svo og gróf vírnet, sem
grjót er sett í. Lítið er orðið
um grjót á þessum slóðum,
og verður að flytja það nokk-
urn veg á bilum innan úr
Fljótshlíð.
Byggðir, sem eru í hættu.
Ef ekki tekst að koma í veg
fyrir, að meginvatnsþungi
Markarfljóts fari vestur í
Þverá, er mikil hætta á ferð-
um. Fyrst og fremst er vegur-
inn austur um í sífelldri
hættu á vetrum, og einnig bæ
ir í Djúpárhreppi, svo og
Bakkabæir og vestustu bæir
í Vestur-Landeyjum. Er því
mikið í húfi, að þetta takist
nú 1 sumar, enda mun reynt
aö gera það sem hægt er í
því efni.
*
Oþurrkar tefja hey-
skapinn mjög
Frá fréttaritara Tim-
ans á Hvolsvelli.
Tún eru nú oröin mjög vel
sprottin, meira að segja svo,
I að gras er farið að leggjast
’ og spretta úr sér. Bændur fara
sér þó hægt við að byrja slátt
inn, þar sem óþurrkar ganga,
en þeir mundu nú annar slá
og hirða túnin, á skömmum
tíma ef þurrviðri fengist.
Félagsheimili byggt
á Hvolsvelli
Frá fréttaritara Tím-
ans á Hvolsvelli.
Ákveðið er nú að byggja fé-
lagsheimili hér á Hvolsvejli
fyrir Hvolhrepp og hefja
byggingu í sumar. Fjárfesting
arleyfi er fengið, en fram-
kvæmdir ekki hafnar enn.
Mun þó verða hafizt handa
bráðlega.
Endurbótum á
Skaftárbrú að
1500-2000 kr. dags-
hlutur á trillum í Eyjum
Frá fréttartara Tímans í Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum ganga margir trillubátar til fiskjar
um þessar mundir og afla oft ágætlega. Komast þeir upp í
3—4 smálestir í afla yfir daginn, en tveir menn eru á flest-
um bátunum.
Stóru bátarnir hafa flestir
legið síðan vetrarvertíðinni
lauk. Nokkrir þeirra eru að
byrja að búast til síldveiða,
en þátttaka í síldveiðum fyrir
norðan verður tæplega eins
mikil í sumar, sem i fyrra og
undanfarin sumur, nema mik
il síldveiði verði og stöðug, en
þá er ólíklegt að margir fari
að ókyrrist heima.
En sjósókn er samt talsverð
úr Eyjum og eru það trillurn-
ar, sem stunda sjóinn. Á þeim
sækjamargir , sem voru á ver
tíöinni og munu flestir ætla
sér að halda áfram róðrunum
á trillunum í sumar.
Góðir hlutir, þegar vel
aflast.
Að undanförnu hefir afli
verið ágætur á opnu bátana
og þvi mikil uppgrip hjá
þeim, sem stundað hafa og
aflað vel. Þannig hafa tveir
menn stundum fengið 3—4
lestir af góðum fiski yfir dag-
inn og verður þa5 1500—
2000 króna dagshiutur, þar
sem tilkostnaðurinn við út-
gerðina á trillubátunum er
lítill.
} Trillubátar hafa alltaf ver
; ið nokkrir í Eyjum, en lítið
1 notiðir þar til nú fyrir fáum
; árum, en hafa ekki verið jafn
margir um langt árabil og
þeir eru nú. Gera menn sér
auknar vonir um aflabrögð
á opna báta þegar friðunar-
! áhrifa landhelginnar nvj u
1 fer að gæta meira.
Trillurnar sækja yfirleitt
stutt og virðist svo sem mik-
ill fiskur sé í næsta nágrenni
Vestmannaeyja. Einnig hef-
ir Utilsháttar orðið vart við
síld.
Frá fréttarit. Tímans á Kirkjub.klaastri.
Verið er nú að ljúka við
endurbætur á Skaftárbrúnni,
en þær hófust í fyrrasumar á
vestasta bilinu, en nú er unn-
ið að endurnýjun á tveim síð-
ustu bilunum. Mun því verki
senn ljúka og á brúin þá að
verða góð yfirferðar öllum bif
reiðum þungum sem léttum.
Grasspretta er orðin ágæt
en sláttur lítið hafinn vegna
storma og rigninga. Bændur
eru að ljúka rúningi fjár. Að-
eins hefir borið á grasmaðki
austur á Síð’u, en ekki liefir
orðið að tjóni vegna votviðra
nú síðustu vikur.
Austurríki-Akmes
8:4
Leikur Akurnesinga o g
Austurríkismanna í gær-
kveldi fór svo, að Austurrík-
ismenn sigruðu með 8 mörk
um gegn 4. Fyrri hálfleik
lauk með sigri Akurnesinga,
4 gegn 3, en í síðari hálfleik
sóttu Austurríkismenn mjög
á, og á siðustu fimm mínút
unum settu þeir þrjú mörk.
Fimm til sex þúsund manns
munu hafa borft á leikinn.
Myndir þessar eru frá Aðalfundi Sambands íslenzkra sam-
vinnuféiaga. Efst sést fundarstaðurinn, Bifröst, þá er mynd
úr fundarsalnum og loks mynd af þeim Sigurði Kristfnssyni
formanni S.Í.S. og Þórhalli Sigtryggssyni, sem lét af kaup-
féiagsstjórastörfum á Húsavík, eftir 32 ára starf. Var hann
forsetf aðalfundarins.
Aðalfundi S.Í.S. lauk í
gærkvöldi að Bifröst
Aðalfundi Sambanflsr íslenzkra samvinnuféiaga var fram-
haldið að Bifröst í Borgarfirði i gærdag og átti fundinum
að ljúka með myndarlegu kvöldverðarbooi í gærkvöldi.
Fundarhald í fögru veðri.
Þessa tvo daga, sem fund-
urinn hefir staðið hefir Ijórn-
andi fagurt veður brosað við
fundarmönnum í hinu fagra
umhverfi Bifrastar. Fundar-
störfin stóðu fram undir kvöld
í gær, en þá var boðið til kvöld
verðar, og er þá sjáifum
aðalfundi S.Í.S. lokið.
Á morgun verða svo haldnir
aðalfundir dótturfyrirtækja
Sambandsins, Samvinnutrygg
inga, Andvöku, Fasteignalána
félags samvinnumanna og
Vinnumálasamband-s sam-
vinnumanna.
Á fundinum í gær voru þeir
tveir menn, sem úr stjórninni
í áttu að ganga, Eysteinn Jóns-
json fjá^málaráðherra og
; Björn Kristjánsson fyrrv. al-
þingism. báðir endurkj örnir.
j í gær voru ýms máleíni sam
! vinnuféiaganna rædd og til-
lögur samþykktar.
Fundarmenn munu margir
leggj a af stað heimleiðis i dag.
Þeir hafa gist á hinu nýja og
veglega hóteli í Borgarnesi og
myndarlegu sumarhóteli, sem
rekið er í kvennaskólanum að
Varmalandi. — Er stutt til
beggja þessara staða frá Bif-
röst.