Tíminn - 04.07.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.07.1953, Blaðsíða 5
147. blaS. TÍMINN, Iaugardaginn 4. júlí 1953. A Lautfttrd. 4. jult Sjálf stæðisyf irlýs- ingin í Philadelpiu í dag eru liðin 177 ár síðan Bandaríkjamenn birtu hina Irægu sjálfstæðisyíirlýsingu sína. Sú yfirlýsing markaði ekki aðeins tímamót í sögu Bandarík-janna, heldur alls hins vestræna heims. Með réttu má og segja, að frelsis- hreyfingar þær, sem nú fara nm Asívj og Afríku, rekji þang að upptök sín að ekki litlu leyti. Fram til þess, að Banda- ríkjamenn birtu sjálfstæðis- yfirlýsinguna höfðu Bandarík in verið brezk nýlenda. Ný- lendustjórnin misnotaði mjög vald sitt og beitti alls konar ofríki. íbúarnir undu þessu illa, enda höfðu margir þeirra leitað vestur um haf til þess að njóta þar meira frjáls ræðis en ríkjandi hafði verið í ættlöndum þeirra. Svo kom líká að lokum, að ný- lendustjþjrnin var þeim of- raun og þeir kölluðu saman sérstaka ráðstefnu í Phila- delphiu árið 1776 til þess að bera saman ráð sín um það, hvernig við henni skyldi brugðizt. Þeirri ráðstefnu lauk með yfirlýsingu um fullt sjálfstæði Bandaríkjanna Bretar reyndu að ómerkja þessa yfirlýsingu og brjóta hið nýja ríki á bak aftur með vopnavaldi. Sú tilraun mis- tókst. Yfirlýsingin í Phila- delphiu varð grundvöllur þess ríkis, sem nú er voldugast í heiminum. Áhrif yfirlýsingarinnar í Philadelphiu urðu hins vegar miklu meiri en þau, að nýtt ríki kæmi til sögunnar. Hún markaði þáttaskil í sögu mannkynsins. Um langt skeið hafði meira og minna ein- ræði verið rikjandi í flestum löndum heimsins. Með stofn- un Bandaríkjanna var grund vallað nýtt ríki, sem byggt var á lýðræði og einstaklings- frelsi. Sú hugsjón, sem þar var að verki, hafði því víðtæk áhrif um allan heim. í kjöl- far hennar fylgdi sterk og öfl ug frelsisbylgja, sem m. a. átti drjúgan þátt í frönsku byltinguriiii. í hinum nýja heimi hafði fólkið sjálft tekið völdin og því gat það þá ekki eins gert það í gamla heim- inum? Fordæmi Bandaríkja- manna var fyrirmynd þeirra frelsishreyfinga, sem braut niður einræðið og kom á lýð- ræðisstjóm í mörgum iönd- um Evróþu á næstu áratug- um. Og nýíenduþjóðirnar, sem síðar hafa risið upp í Asíu og Afríku og^ heimtað rétt sinn, hafa meira og minna sótt styrk til þiess fordæmis, sem sjálfstæðisyfirlýsingin í Phila delphiu var. Þess vegna má hiklaust telja hana einhvern merkasta atburð mannkynssögunnar á síðari öldum. Saga Bamdaríkjanna í þau 177 ár, sem liðin eru síðan sjálfstæðisyfirlýsingin var birt í Philadelphiu, hefir að sjálfsögðu - verið með ýmsum hætti. Þar hafa skipzt á skin og skuggat, eins og hjá öðrum þjóðum, og þau hafa bæði bú Ið við goti og sjúkt stjórnar- ERLENT YFIRLIT: Breytt viðhorf í Evrópu Walter Llppman teltur nauSsynlegt alS L.S.A. breyti um stefnu í Evrópumálum Plest bendir nú til þess, að veru- legar breytingar séu að gerast í stjórnmálum Evrópu. Til þess má rekja þrjár meginástæður: Auknar varnir Vestur-Evrópu, ólguna í iepp ríkjunum í Austur-Evrópu og frá- fall Stalins. Sameiginlega gerir ‘ þetta allt að verkum, að menn telja stríðshættuna hafa fjarlægzt, ' a. m. k. í bili. Hin nýja stjóm 1 Sovétríkjanna hefir lika sýnt ýms ! tilslökunarmerki, þótt enn sé ekki hægt að dæma um, hvort þau reki heldur rætur til raunverulegrar stefnubreytingar eða breyttra starfsaðferða um stundarsakir. Af öllum þessum ástæðum hafa sprott ið fram nýjar kröfur um að reynt sé að leita að nýjum leiðum til að draga úr átökum milli austurs ög vesturs. Einkum gera þessar kröf- ur vart við sig í Vestur-Evrópu. Þótt flestir séu sammála um, að ! ekki megi veikja varnirnar neitt að svo stöddu, er hitt talið jafn eðlilegt, að reynt sé að minnka, bilið, ef tiT þess finnast einhVerjir ' möguleikar. Þess vegna var því fagnað, þegar Churchill kom fram á sjónarsviðið og gerðist talsmaður þessarar stefnu. | Viðhorf ýmsra frjálslyndra blaða manna i þessum efnum má nokk- uð marka á eftirfarandi grein eftir Walter Lippman, sem er einhver frægasti blaðamaður Bandaþkj- anna og skrifar um utanríkismái fyrir fjölmörg blöð bæði vestan hafs og austan. Grein þessi er skrifuð fyrir fáum dögum og birtist hér í lausiegri þýðingu: lÚrelt stefna. I Verkefni Bermudaráðstefnunnar verður að taka afstöðu til miklu víðtækara málefnis en ágreinings- ins milli vesturveldanna innbyrðis, , enda er hann ekki svo stórvægileg ur. Hinir raunverulegu örðugleikar eru ekki þeir, að það sé ágreining- ur um afstöðuna til málefna Austur J Asíu, heldur sá, að Bandaríkin hafa nú enga ákveðna stefnu í málum Evrópu, er fullnægi þeim breyttu ástæðum, sem þar eru orðnar og1 eru enn alltaf að breytast. j Stefna Bandaríkjanna í Evrópu! hefir byggzt á því viðhorfi, sem var 1947, þegar stríðshættan bloss- aði upp á ný og gera þurfti sér- stakar ráðstafanir til að mæta henni. Þessi stefna er hins vegar ' ekki lengur í samræmi við rás at- : burðanna né þær skoðanir og til- , finningar, sem nú eru ríkjandi hjá I þjóðum Evrópu. Bandaríkin voru , neydd til þess að taka þessa stefnu upp vegna yfirgangssemi Stalins. Markmið þessarar stefnu var að stöðva landvinninga kommúnista, er þegar voru búnir aö ieggja hálfa Evrópu undir sig, en henni vai ekki ætlað að vinna að frelsun Aust ur-Evrópuríkjanna eða annarri skerðingu á heimsveldi Stalins. Þessi stefna Bandaríkjanna var byggð á því áliti, að tvískipting Þýzkalands myndi vara lengi enn og að varnarsamtök Vestur-Evrópu þjóðanna .myndu byggjast á því, að áfram héidist skarpur ágreiningur milli austurs og vesturs. Án óttans við rússneska árás hefðu þjóðir Vestur-Evrópu veriö ófáanlegar til að leggja þær byrðar á sig, sem hinum auknu iandvörnum hafa fyigt. Breytt viðhorf. Það er nú liðið rúmt ár síðan, að það byrjaði að koma í ijós, að stjórnmálaástandið í Evrópu myndi þróast í aðra átt en hér var reikn- að með og að af því gæti leitt, að sú stefna, sem var mótuð undir sérstökum aðstæðum á hættutím- um, gæti orðið skaðlega íhaldssöm eða kyrrstæð, ef eitthvað drægi úr því hættuástandi, er hún var miöuð við. Nokkru áður en Stalin lézt hafðl eitt grundvallaratriðið, sem þesst stefna byggðist á, veikzt \rerulega. en það var óttinn við það, að Rúss- ar væru í þann veginn að ráðasl á Vestur-Evrópu. Meira að segja Churchill sjálfur varð til þess að árétta þetta. Af þessum ástæðum var Lissabonáætluninni um her- væðingu A.-bandalagsins hafnað. Af sömu ástæðum hefir stofnun Evrópuhersins dregizt á langinn og enn ekki orðið neitt úr vígbún- aði Vestur-Þjóðverja. Allar þessai ráðagerðir hafa runnið út í sand inn vegna þess, að óttinn við yfir- vofandi rússneska árás hefir dvínað. Þessi gangur málanna hefir haft mjög alvarleg áhrif fyrir þá menn og flokka, er staðið hafa fastast með umræddum áætlunum. Sá fyrsti, sem féll, var Schuman hinn franski. í Ítalíu varð miöblökk de Gasperi fyrir alvarlegum hnekki í kosningunum í sumar. Orsök þess var sú, eins og einn ítali orðaði það, að menn greiddu nú ekki leng- ur atkvæði eftir því, hvað þeir ótt- uðust, heldur eftir þvi, sem þeir héldu og vonuöu. í Vestur-Þýzka- landi getur Adenauer kanslara staf að veruleg hætta af þvi, ef Rússar sýna einhver merki um tilslökun. Vesturveldin á vegamótum. Ef þessu heldur áfram, getur sú stefna, er fylgt hefir verið seinustu árin og miðaðist við allt annað við- horf, beðið fullkomið skipsbrot. í Washington, París, London, Róm og Bonn virðast ráðandi menn enn ekki hafa gert sér Ijóst, hvernig mæta skuli þessu nýja og breytta viöhorfi, t. d. ef Sovétríkin léðu máls á sameiningu Þýzkalands, féllu frá hernámi Austurríkis eða drægju járntjaldið til hliðar og leyfðu aftur nokkurn veginn frjáls viðskipti og samgöngur milli Austur far. í stórum dráttum má þó segja, að frelsishugsjón sú, sem Philadelphiu-yfirlýsingin var byggð á, hafi markaö við- horf Bandaríkjamanna meira en nokkuð annað og það jafnt út á við og inn á við. Þetta á ekki sízt við um stjórnartíð . tveggja þeirra forseta, sem ! farið hafa með völd tvo sein- justu áratugina, þeirra Roose- jvelts og Trumans, er jafnan verða taidir með allra merk- ustu forsetum Bandaríkj- anna. | Það hefir orðið hlutskipti ,Bandaríkjamanna að skeras/, Jtvívegis í leikinn, þegar yfir- . gangsstefnur voru að leggja gamla heiminn undir sig. Ann | ars hefir einangrunarstefna lengstum ráðið þar rikjum og valdamenn og almenningur viljað hafa sem minnst af- skipti af málum annarra þjóða. Breyttir samgöngu- og viðskiptahættir hafa hins veg ar gert Bandaríkjamönnum það Ijóst, eins og flestum öðr um þjóðum, að einangrunin er orðin úrelt stefna og þess vegna veröur samvinna þjóð anna að koma í stað hennar, ef vel á að fara. Nauðug þátt taka í tveimur heimsstyrjöld um hefir líka sannfært þá um þetta. Bandaríkin hafa því hafizt handa um þátttöku i samvinnu þjóðanna og m. a haft aðalforustu um stofnun Sameinuðu þjóðanna. Á rétt- sýnni og öruggri framkomu þeirra veltur það nú ekki sízt, hvort friöur verður tryggður og aukið réttlæti kemst á i heiminum. Til þess að geta fullnægt því hlutverki vel og drengilega hafa Bandarikja- menn ekki annað betra leiðar ljós en anda og tilgang sjálf- stæðisyfirlýsingarinnar, sem frumherjar þessa volduga rik is sömdu í Philadelphiu fyrir 177 árum. os Veslur-Evrópu. Orsakirn2r til þessa eru ýmsar. | Mörgum heíir þótt ameriska hjálp ' in fóð og vilja gjarnan halda | henni áfram. Öðrum gan._ a til hug j sjónalegar ástæður. Fyrir slíkum , mönnum vakir t. d. sameining Vest; ur-Evrópu. Þeir eru ánægðir yfir i þeim árangri, sem náðst heíir og I gengur í sameiningaráttina cg vilja ' ógjarnan hætta við það starf. Þeir, 1 sem staðiö hafa að hinum íyrri áætlunum, vilja aí ýmsum ástæðum halda i þær og telja það a. m. k. ! öruggra cg betra en að hefjast | handa um nýjar áætlanir, sem líka J hljóta alltaf að vera mjög lausleg- . ar, þar sem menn vita enn ógerla, , hvert þróunina ber. McCarthyism- | 1 inn hefir líka dregið þrótt og dug ' úr starfsliði amerísku utanríkis- | þjónustunnar, þar sem það getur í átt á illu von, ef það slær til hljóðs fyrir einhverju nýju. Verkefni , Bermudaráðstefnunnar. Af öllum þessum ástæðum er það nauðsynlegt, að vesturveldin marki á Bermudaráðstefnunni nýja stefnu, sem. ekki byggir á tvískipt- ingu Evrópu, heldur miðast við Evrópu sem eina heild. Sú stefna, sem Bandarikin hafa fylgt í Ev- rópumálunum, samrýmist ekki hin- um breyttu aðstæðum. Hvorki blíð- mæli eða ögranir geta breytt þeirri staðreynd. Hin nýju viðhorf í Ev- rópu leysa ný öfl úr læðingi og þau verða ekki bundin með þeim , böndum og reglum, sem átt hafa ! við undanfarið. Það getur orðiö til þess, að þau slíti af sér allar hömlur, ef slíkt verður reynt. Slikt getur vel skeð, ef Bandaríkin ein- skorða sig um cf við þá íakmörk- uðu og ósamstæðu Evrópu, sem þau (lúramh. á ti. síðuj. Landsmót 1. flokks í knatíspyrnu 1. flokks mótið hélt áfram á íþröttavellinum í fyrra- kvöld og voru þá háðir tveir leikir. Fyrri leikurinn var í A-riðli milli ísfirðinga og KR. Lauk leiknum með sigri KR 4 —0. Síðari leikurinn var i B-rið3i mllli Vestmannaey- inga og Víkings. Sigruðu Vest mannaeyingar með 7—3. Lið Vestmannaeyinga er sennileÉa bezt af þeim utan- bæjarllðum, sem taka bátt í þessu landsmóti, og munur ekki miklu að liðið sé vel lið- tækt í' meistaraflokk. Vörnin er nokkuð góð, og framverð- irnir vinna ve]. í framlin- unni var Kristleifur Magnús- son sérlega hættulegur, en hann , skoraði öll mörk- in. Liðið er . kraftmikið jog hefir gott úthald. Nokkr- , ir taktiskir anmnarkar eru á Jliðinu, sem bæglega væri ,hægt að komast hjá. e,f það Jnyti leiðsagnar góðs kenn- ara. Þetta landsmót hefir verið skemmtilegt hingað til. eins og bezt sést aí þvi, að i fyrstu íjórwn leikjunum voru skor- ' uð 32 mörk. Á víöavangi Atvznnuleysi í Reykjavík. í Alþýðublaðinu í gær er skýrt frá því, að nokkurt atvinnuleysi sé í Reykjavík og ýmsum kauptúnum. Á sama tfma sé þó erfitt að fá menn til að ráða sig á síldveiðibáía og til landbún aðarstarfa. Af þessum upplýsingum má ráða, að hernaðarvmna á Keflavíkurvelli sé ekki svo mikil, að hún dragi vinnuafl frá atvinnuvegun- um. Slíku er' ekki hægt að halda fram meðan inenn ganga atvinnulausir. Hins vegar varpar þetta ömur- legu Ijósi á það, hvernig bú- ið er aö helztu framleiðslu- greinunum. Menn kjósa heidur atvinnuleysi eða að fá vinnu dag og dag en að stunda framleiðslustörfin. Ástæðan er sú, að launin fyrir þau eru ekki meiri eða tryggari en þetta. Skipting launanna milli framleiðslustéttanna og ann arra stétta er m. ö. o. þann- ig, að þær fyrrnefndu eru verr settar. Að réttu lagi ætti betta þó að vera öfugt. Hér er vissulega um ósam- ræmi að ræða, sem ráða þarf bót á. Illut sjómanna þarf að rétta. í þessu sambandi er ekki úr vegi að minnast þess, að þetta ósamræmi yæri enn meira, ef gengislækkunin og bátagjaldeyririnn hefðu ekki komið til sögu. Báðar þessar ráðstafaniiþ. stefndu að því að flytja fjármagn til þeirra, sem vinna við sjávarútveginn, frá hinum, sem vinna önnur störf. Að því leyrti voru þessar ráð- stafanir til réttlátrar launa jöfnunar. Nú stendur þjóðin enn frammi fyrir þeim vanda,að Iilutur sjómanna er orðinn minni en skyidi, m. a. vegna verri aflabragða en áður. — Þess vegna er erfitt að manna skipin. Hér þarf því að gera nýjar ráðstafanir til að tryggja hlut sjómanna og þarf vel að athuga, hvern ig það verður bezt gert. Hitt er engin lausn að ætla að draga út atvinnu á Keflavík urvelli eða annars staðar í þeim tilgangi, að menn neyðist til að ráða sig til sjóraennsku fvrir miklu lægra kaup og ótryggara en aðrir landsmenn hafa. Sízt af öllu ættu binir svonefndu verkalýðsflokkar að mæla með slíkri lausn. Fleiri atvinnugreinar. Síðast, en ekki sízt, ættu svo örðugleikar sjávarút- vegsins og hernaðarvmnan á Keflavíkurflugvelli að minna menn á það, að hér þarf að koma fótum und- ir nýjar atvinnugreinar, ef tryggja á næga atvinnu til írambúðar. Þar kemur fram ar öðru til greina nýting vatnsaflsins og ýms iðnað- ur, sem byggist á henni. Hér er um verkefni að ræða, sem vinna bcr kappsamlega að og láta engin tækifæri ó notuð til að koma fram. Annars á þjóðin meira og minna atvinnuleysi og ó- vissa afkomu yfir höfði sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.