Tíminn - 11.07.1953, Side 3

Tíminn - 11.07.1953, Side 3
I53.~bláð. TÍMINN, laugardaginn 11. julí 1953, 1 -3 I. ættir Dánarminning: Krisíinn Kristjánsson Mig bar ofan úr Borgarfirði til Reykjavíkur, vordag einn fyrir .þ.ar. um bil 30 árum. — Ég þurfti þá og vildi komast í vinnu. Ekki yar þá milli margs- að velja . og vissast þöeim, er vinná vildi, að þlggja strax það bezta, er honum bauðst. — Búnaðarfélag Bessastaða- hrepps hafði fengið fjörkipp undir. fprust.u Þ.orleifs heitins Guðmundssonar ráðsmanns á Vífilsstöðum. Þangað vant- áði verkamenn í jarðabóta- yjnnu. — Ég réði mig þar og vann að þessum verkum fram eftir vorinu. — •Ég kom að Bakka í Garða- hverfi að kvöldi dags. Á móti méf tók' roskinn maður, rjóð u'r á kinn og bjartur yfirlit- um, — kvikur í spori, karl- mannlega vaxinn og kempu- legur, meira en meðallagi. Þetta var Kristinn Kristjáns son, bóndi á Bakka. Hann var þá nálægt fimmtugur að aldri. — Fæddur á jólum 1872. — Sonur Kristjáns sjósókn- ára og útvegsbónda á Hliðs- nesi —* Jónssonar í Skógar- koti — Kristjánssonar þar — Magnús.sonar á Drumbodds- stöðum — Marteinssonar í Meðalholtum — Þorláksson- ar. — ” Kristihn ólst upp við sjó- férðir og aflabrögð. — Síðar fluttist hann til Hafnarfjarð ar. Stundaði sjó og stjórnaði fiskiskipi. En átti konu og úngar dætur- í landi. — Sagt er, að hann værl nokkuð öl- kær á þeim árum. Þaö og fleira varð þeim hjónum til &und.u.rlyndis, svo þau skildu samvistir. -Ekki-undi Kristinn einlíf- inu. Hann tók til sín gerðar- konu, er Helga hét. Tveggja sona. yarð þeim auðið saman. — Nú var hann fyrir nokkru hættur sjóferðum, setztur um kyrrt og var hinn bezti búþegn. Átti nokkrar góðar kýr og gagnsamar og fóðraði skepnur sínar flestum betur. Én ekki var hægt að búa stórt á Bakka. Að sunnan braut sjórinn sí og æ, af túninu. Hins vegar var mýrarseila á mörkum Bakka og Garða. Ég vann þarna viku eða hálfan mánuð. Gerði skurð í mýrina. Skar ofan af þúf- um. — Stakk þær út og þakti aftur yfir. — Vonandi hefir verk mitt borið árangur og bóndinn fengið fáeinum sát- um meiri töðu af túninu, eft ir en áður. — j En þarna var of þrönglent fyrir gamlan sjóvíking. — Fáum árum síðar flutti hann austur í Rangárþing. Keypti þar gamalgóða jörð, sem Gísl holt heitir. Er það dálítið af- skekkt, en þó ekki fjarri þjóð braut. — Veðursælt er þar og víðlendi til beitar. Og veiði- |Vötn á báöar hendur heima. — Þetta kunni Kristinn vel að meta. Hann tók þvílikri tröllatryggð við Gíslholt, að hann undi hvergi nema þar. Mörg ár bjó hann þar einn með syni sínum. Og þar and- | aðist hann rúmt áttræður, 6. janúar síðastliðinn. i Kristinn færði Holtunum meira en sjálfan sjg. — Syn- ir hans báðir búa þar og eru j myndarmenn. Eldri sonurinn, Jóhann, býr á Ketilsstöðum, jkvæntur Valgerði Daníelsdótt j ur frá Guttormshaga. — Kristinn býr í Gíslholti og er þinsetumaður. Margir óska, að honum gefist kona. Mér var vel við gamla Krist inn, frá því fyrsta, er ég kynntist honum. Hann var greindur, hreinlyndur og hispurslaus. — En löngum virtist ljóður einn á ráði hans: Hann var haldinn ó- bilandi íhalds-trú. En því nefni ég trú, að það var ekki skoöun hans að gefa ætti fá- um sérgæðingum forréttindi til að auðga sig og lifa óhófs- lífi á kostnað allra hinna. — Honum fórst aðeins eins og mörgum öðrum, sem vilja vel, en láta böðlana blekkja sig of lengi. — Kannske dó hann ekki í sinni íhalds-trú — því betri endaloka var hann verð ur. — Héðan af skiptir það þó ekki miklu máli. Synir hans hafa séð það, sem honum duldist — þeir muiju hafa hönd á plógi heið- arlegs og síbatnandi samfé- lags. 19. marz 1953. Helgi Hanhesson. Áttræður: Haraldur Ásmundsson Við Haraldur FAusturgörð um, sem er 80 ára í dag, vor- um nágrannar í nær þrjá áratugi eða þar til ég flutti vestur um haf 1924. Síðan ég kom heim aftur höfum við búið sinn á hvoru lands- horni. En meðan við vorum nágrannar áttum við margt saman að sælda, sem enn er í fresku minni þótt síðan hafi mörg ár og áratugir rúnnið; í aldanna skaut. 'Á þessúm tímámótum forn vinar míns er sérstaklega gáman aö minnast löngu lið iriná’ sámvérusturida. í gamla daga þótti það stór viðburður, ef ókunnur maður flutti í sveitina til þess að setjast þar að. Og í rriinni sveit, Kelduhverfi, vákti það: talsverða athygli og úfntal, þegar það fréttist, að ungúí maður norðan af Mel rakkasléttu væri trúlofaður dóttur bóndas í Austurgörð- um, sem er næsti bær við Garð, þar sem ég átti heima.j og ætlaði að setjast þar í bú ið hjá tengdaforeldrun-j um. Þessi ungi maður var Haraldur Ásmundsson, þá á bezta' aldri, 24 ára gamall. Brátt kom það í ljós, að Haraldur var glaðlyndur og bjartsýnn og kaus fremur fé lagsskap sér yngri manna en eldri. Urðum við brátt feóðir kunningar, þótt ég væri nokkrum árum yngri, enda hittumst við nálega á hverj um degi. Um þessar mundir var komið á fót ungmennafélagi í sveitinni. Var Haraldur einn af stofnendum þess, þótti hann góður liðsmaður, tók virkan þátt í skemmtun- um félagsins með fjöri og á- huga, iðkaði íþróttir og afl- raunir og var góður glímu- maður, enda karlmenni að burðum og harðsóttur. Á skemmtifundum á vetrum spilaði hann á harmoniku fyr ir dansinum en þá var fáum sú list lagin. Mátti því með sanni telja hann hrók alls fagnaðar. En þótt Haraidur væri að eðlisfari leikgjarn og lífs- glaður, þá var ábyrgðartil- finningin. fyrir skyldunum við heimilið vel vakandi og sýndi hann það í verki. Þess var líka þörf. Búið var li.tið, fjárstofninn í félagsbúinu um eða innan við hundrað. En fjölskyldan stækkaði ár frá ári, heilsu tengdaforeldr anna hnignaði svo heita mátti að allur þungi heim- ilisins færðist yfir á herðar Haraldar. En dugnaður hans og ráðdeildarsemi konu hans, héldu í horfi, svo heimilið var alltaf sjálfbjarga. Haraldur var aðdráttarmaður mikill bæði á sjó og landi og orð- lcgð aflakló, enda ágætis skytta og veiðimaður. Var oft stuttur hvíldartíminn ef ein- hvers staðar var veiðivon. Á vorin vakti hann marga nótt ina við silungsveiði við Stóra ós en þangað er langur veg- ur frá bænum. Alltaf var byssan með í förinni og kom hann aldrei tómhentur heim að morgni, oft með væna fuglakippu, ef silungsveiði brást. Á sumrin um sláttiim fór hann stundum í fiskiróð ur, því á þeim tíma áx-s var helzt fisk að fá í firðinum. En ekki mátti þessvegna slá s’öku við heyskapinn. Ef veð ur leyfði voru laugardags- kvöldin valin til sjóferða eft ið að dagsverkinu var lokið. Langt þurfti aö sækja á mið in, stundum alla leið noi’ður fyrir Tjörnesá, þriggja klukkustunda róður hvora leið. Oft var ekki komið í land fyr en seinni hluta sunnudags, var þá eftir að skipta aflanum og flytja hann á hestum heim, en það er um 15 km. vegalengd frá lendingarstað. Þessa leið þurfti Haraldur að fara fót- gangandi. Má því geta nærri að hann var hvíldar þurfi eftir eins og hálfs sólar- hrings erfiði á sjó og landi. Var þó árla risið úr rekkju á mánudagsmorgninum til tún sláttar eða engjaferðar. Á þessum árum voru rjúp- ur markaðsvara en vei’ðið þó lágt, mig minnir 25—30 aur- ar fyrir hverja. Haraldur sótti þessar veiðar af miklu kappi á haustin. Þriggja klukkustunda gangur var þangað sem helst var rjúpna von. En Haraldur var jafnan árrisull og löngu fyrir dag- renningu lagði hann af stað til þess að vera komin í fjúpnalandið þegar skotljóst var. Ekki var lagt af stað heim fyrr en í rökkri að kveldi og var þá dagshlutur- inn oft 50—60 rjúpur og er það all þungur baggi, var oft ekki komið heim fyr en í vökulok. Þannig hélt þetta á fram dag eftir dag ef tíðar- far var gott. Tekjur af þess- ari veiði urðu því oft drjúgt búsílag. Ég var oft með Haraldi á veiðiferðum hans bæði á sjó og landi. Fannst mér það eng in minnkun þó hlutur minn væri minni en hans. Minnist ég þessara tíma nú með á- nægju þó oft værum við dauðþreyttir, en aldrei svo, að Haraldur hefði ekki gam- anyrði á takteinum hvort (Framh. á 6. síðu). Aðalfundur Samb. austur- húnvetnskra kvenna Saiiifoandið g’af hmidrað }iásund krónur til hyggÍMg’ar Saéra’ðsspííala á BSöiulwosi Þriðjudaginn 23. júní s. 1. hélt Samband austur hún- vet-nskra kvenna aðalfund- sinn að Hótel Blönduós. Fund arefni var venjuleg aðalfund- arstörf. Formaður sambands- ins, frú Þuríður Sæmundsen, er gegnt hafði formannsstörf um s.l. 14 ár, var endurkosin. Á fundinum mættu þær sem gestir sambandsins frú Guðrún Pétursdóttir, form. Kvenfél. sambands íslands, fröken Halldóra Bjarnadótt- ir ráðunautur í heimilisiðn- aði, fröken Rannveig Líndal forstöðukona tóvinnuskólans á Svalbarði í Eyjafirði. Heimilisiðnaðarsýning. Konur á sambandssvæð- inu höfðu efnt til myndar- legrar heimilisiðnaðarsýning ar í samkomuhúsinu á Blöndu ósi þennan dag, er var opin til kl. 10 e.h. Var þar til sýn- is fjöldi heimaunninna muna bæði saumaðir, ofnir og prjón aðir, er konur höfðu unnið i tómstundum sínum með erfið urn heimilisstörfum, sem margar hverjar hafa litla að- stoð við. Ennfremur voru ýms ir smíðamunir eftir hagleiks- menn héraðsins. Fulltrúar sambandsfundar ins skoðuðu byggingu héraðs- spítalans á Blönduósi, sem nú er í smíðum og heimilisiðnað- arsýninguna. Um kvöldið var efnt til myndarlegs afmælishófs að Hótel Blönduósi í tilefni þess að Samband austur-hún- vetnskra kvenna hefir starf- að í 25 ár á þessu ári og sátu það 75 manns, flest konur víðs vegar að af sambands- svæðinu. Hófinu ■ stjórnaði frú Dómhildur Jóhannes- dóttir, formaður kvenfélags- ins „Vaka“ á Blönduósi. Rausnarleg gjöf. Formaður sambandsins, frú Þuríður Sæmundsen, rakti sögu þess og afhenti for- manni spitalanefndar, Páli Kolka lækni, rausnarlega pen ingagjöf til spítalans, að upp- hæð kr. 100.000,00 — hundrað þúsund krónur — er sam- bandsfélögin höfðu safnað á undanförnum árum og vakti það bæði undrun og aðdáun viðstaddra gesta, sem voru ó- kunnugir því fórnfúsa og ó- sérplægna starfi, sem konurn ar í félögunum innan sam- bandsins hafa unnið við fjár- öflun þessa. Páll Kolka læknir þakkaði hina rausnarlegu gjöf kven- fél. sýslunnar, fyrir hönd spít alanefndar. Saumanámskeið haldin víðs vegar um héraðið. Hin einstöku félög og sam- bandið í heild hafa haft und- anfarin ár, saumanámskeið víðs vegar um héraðið. Saumanámskeiðin hafa ver ið mikið sótt og verið drjúgur þáttur í því að létta húsmæðr um saumaskap fyrir heimili sín. Ennfremur hafa konur fé lagsins hjálpað og styrkt í sjúkdómstilfellum, haldið jólatrésskemmtun fyrir aldr- að fólk og unnið að margs konar líknar og mannúðar- störfum í kyrrþey, er almenn ingur verður ekki var. Ágætt afmæiishóf. Afmælishófið fór hið bezta fram og voru margar ræður fluttar undir borðum. Síðan var skemmt sér fram eftir nóttu við söng og dans. Al- mennur áhugi kvenna innan sambandsins ríkti í því að efla starfsemi þess og leitast við að vera virkur þátttak- andi við að leysa hin ýmsu viðfangsefni, er til menning- ar og heilla mætti verða á fé- lagssvæðinu. S. A. * édridaeLáttur * > < Áður hafa í þessum þætti birzt fræg spil eftir þekkta meistara, og nú i dag kemur eitt skemmtilegt eftir hinn mikla meistara, Sheinwold. Austur gaf og norður og suð- ur eru á hættu: ♦ 7 6 5 4 3 V D 5 4 63 f D 6 5 3 ♦ 10 9 8 ♦ G VKG 10 974 y 863 4 2 +DG 10 987 ♦ 874 4, K 9 2 ♦ Á K D 2 y Á 2 4 Á K 5 4 ♦ Á G 10 Austur Suður Vestur Norður 14 dobl IV 1 ♦ pass 6 grönd pass pass pass Eins og sést af sögnunum reyndu bæði vestur og aust- ur að láta svo, sem þeir hefðu góð spil, til þess að reyna að hindra slemmusögn hjá and- ' stæðingunum. Það heppnað- ; ist ekki, en í suður sat Shein- ' wold. Vestur lét út í byrjun tígul tvistinn og suður tók slaginn. Síðan tók hann þrjá efstu í spaða, og spilaði út tvist- inum og komst inn í blind. Síðasti spaðinn var tekinn og það einkennilega var, að suð- ur kastaði niður hjarta ás, en það er nauðsynlegt til að vinna spilið. Því næst var laufa drottn- ingu spilað, austur lét kóng- inn á og suður drap með ásn- um, og tók á gosann og tí- una. Síðara háa tígulspilið var tekið, og síðan lét Shein- wold út hjarta. Eins og sést, getur vestur ekkert gert. Ann að hvort fékk blindur á drottninguna, eða að vestur gat drepið með kóngnum og spilað síðan út hjarta aftur, því hann átti ekki ann an lit á hendinni. Þetta spil er þess virði, að það sé vel athugað, því þarna fer saman frábær hugsun og djarfleg spilamennska.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.