Tíminn - 25.08.1953, Side 3
190. blað.
TÍMIXN, þriðjudagixm 25. ágúst 1953.
3
ARNI PETURSSON
2. júní 1899 — 31. julí 1953
: Árni Pétursson læknir er
fallinn frá, langt fyrir ár
fram, ekki hálfsextugur. —
Hann var fæddur í Ólafsvík
2. júní 1899, en foreldrar
Jhans voru Pétur verzlunarm.
Þórðarson, bónda og alþing-
ismanns á Rauðkollstöðum,
og Þóra Þórarinsdóttir, alsyst
ir Árna Þórarinssonar pró-
fast og þeirra systkina. Árni
Pétursson fluttist ungur með
foreldrum sínum til Reykja-
víkur og gekk menntaveginn,
við þröng kjör, eins og fleiri
slíkir menn fyrr og síðar,
varð stúdent 19 ára, kandídat
í læknisfræði 25 ára. Eftir
það stundaði hann nám í
Höfn og víðar í Danmörku,
einnig í Berlín, en fór náms-
ferðir til Noregs og Ítalíu. —
Hann geröist starfandi lækn
ir í Reykjavík rúmlega hálf-
þrítugur, varð jafnframt
trúnaðarlæknir Reykjavíkur-
bæjar nokkrum árum síðar
og breytti ekki starfi eftir
það.
Þetta eru hin ytri mörk
læknisævi hans og segja fátt
eitt um starf læknis. Ég
kann ekki að rekja nánar þá
hlið i lífi þessa ástsæla
manns, heldur minnist ég
hans sem vinar míns og ó-
venjulega vel gefins manns.
Hver ungur maður á sér
sína drauma, að kjósa sér lífs
starf og sitt kærasta verkefni.
En lífið sjálft ræður hlut-
skiftinu. Á. P. bjó sig undir
það í sérnámi sínu að verða
kvenlæknir, læknir móður-
innar og hins fyrsta veika,
vaknandi lífs. Kímið, sem
blundar í óminnisheimi til-
verunnar, það var áhugi hans,
og þessu hefði hann gefið sig
a vald sem vísindamaður, ef
fátækur, íslenzkur kandídat
ætti margra slíkra kosta völ.
Lífiö kvaddi hann til að
lækna og græða hverskonar
dagleg mein þeirra mörgu,
sem öðrum fremur voru líkn-
arþurfar, vegna þess að þeir
áttu til alls fárra kosta völ;
þar áö auki féllu undir hans
læknishendur um langt ára-
bil þeir sem bágast eiga af
þegnum höfuðstaðarins, oln-
bogabörn lifsins, sem færð
eru til hliðar, til þess að
angra miöur þá sem heilli
eru heilsu og betur viti born-
ir.
Ég man það óljóst að hafa
lesið einhversstaðar hjá Guö
mundi Hannessyni, hinum
sanngöfga manni, að verki
læknisins sé ekki lokið, þó að
hann megni ekki lengur að
lækna; þá sé enn að hjúkra
og hugga, mýkja sárin og treg
ann. Mér hefur oft komið
þetta í hug um Árna Péturs-
son. Því að mildi hans og
læknislíkn var mikil, kær-
leikinn við hvern þann sem
hreldur var og hrjáður. Hinn
minnsti bróðir var jafnan
hans nánasti bróðir
Árni Pétursson var manna
fríðastur og ljúfmenni í við-
móti, ágætur maður að gáf-
iim og skaplyndi, góður fé-
lagsmaður, þar sem hann
gaf sig að því, og hafði mik-
inn félagstrúnað. Hann var
formaður Læknafélags
Reykjavíkur, þá er hann lézt.
Hann bar mikla lotningu fyr-
ir íslenzkri tungu og bók-
menntum, orðsnilld, kvæðum
Matthíasar og annarra hinna
mestu skálda. Hann lagði ríkt
við, að ljóð og snilldarorð
Rík nauðsyn að vaka yfir heilsu-
fari sauðfjárins í landinu
Oi'ðscnding til bænda fi*á Guðm. Gíslasyni
lækni.
væri rétt eftir höfð. Hann
var í öllu vandur að virðingú
sinni í meðferð máls og formi
hugsunar. íslenzkan lék hon
um á tungu og frásagan var
honum í blóð runnin. Móðir
hans var ein þeirra kvenna,
sem unun var að heyra tala
og mikill lærdómur að. Það
var sem hrunið gæti af vör-
um hennar fullmeitlaðar
setningar af frumbergi nor-
rænnar tungu.
Árni Pétursson giftist 1925
Katrínu Ólafsdóttur. Þau
felldu ung hugi saman og
áttu jafnan hið fegursta
heimili, þar sem fjölmennt
var af góðum vinum. Þrjú
eru börn þeirra, nú upp ppm
in, og ein fósturdóttir.
Árni Pétursson læknir varð
skjótlega héðan kvaddur.
Hann var vanheill nokkuð
hin síðustu misseri. Hann
kom heim síðla dags af lækn-
isstofu sinni, kvartaði um
þreytu, en settist að borði
með konu sinni. Þá kenndi
hann dauðameinsins, gerði
ráðstafanir um sjúkling, sem
hann átti að hjálpa næsta
morgun, en lítilli stundu síð-
ar var hann andaður.
Helgi Hjörvar.
Ég vil hér með leyfa mér að
! vekja athygli á því, hve mikils
? vert er að vaka stranglega yf-
ir heilsufari sauðfjárins í
{landinu, og ef eitthvað ber út
af, þannig, að kind drepist,
sé felld eða láti fóstri, þá sé
allt gert, sem unnt er, til að
upplýsá orsakir sjúkdómsins
með fullri vissu.
j Til þess þarf nákvæma líf-
færaskoðun og rannsóknir,
sem erfitt er að framkvæma
nema á viðeigandi rannsókn-
arstofnun. — Það er mikils-
j vert, að bændur sendi líffæri
til rannsóknar úr öllum kind-
um, sem nokkur tök eru á að
koma frá sér óskemmdum.
i
Varúð á fjárskiptasvæðunum.
j Á þeim svæðum, þar sem
fjárskipti hafa verið fram-
kvæmd, er auk þess sérstök
nauðsyn að fylgjast nákvæm
lega með heilbrigði fjárins. Ef
einhver tilfelli kynnu aö koma
fram af þurramæði, mæði-
veiki eða garnaveiki, sem víða
er möguleiki á og jafnvel lík-
ur til að geti orðið, þá er á-
rangur fjárskiptanna og raun
ar framtíð fjárbúskaparins í
þessum héruðum fyrst og
fremst undir því komin, að
hægt sé að staðfesta slík sjúk
dómstilfelli sem allra fyrst,
en það er ekki hægt nema
með því að framkvæma ná-
kvæma skoðun á líffærum úr
viðkomandi kindum. Líffærin
þurfa einnig að nást til rann
sóknar í góðu ásigkomulagi
og greinilega merkt. (Merkja-
Nafn eða nr. kindar og aldur.
Nafn á býli, bónda og dag-
setningu). Líffærin þarf að
senda í frystihús sem allra
fyrst eftir slátrun. Þar verða
þau síðan geymd og send, sé
um langa leið að ræða, ann-
að hvort í frystiskipi eöa flug
vél til rannsóknarstöövarinn-
ar á Keldum.
Sjúkdómar geta leynzt.
Þurramæði og garnaveiki
fara mjög hægt af stað og
geta auðveldlega leynzt í
fénu svo árum skiptir, meðan
sjúkdómurinn er að magnast
í fjárhópnum.
Ef mistök verða að því að
senda líffæri úr fyrstu kind-
unum, sem veikjast eða þær
týnast á fjalli, geta liðið svo
allmörg ár, að sjúkdómurinn
fái næði til að búa um sig og j
breiðast út í friði, án þess
nokkur maöur hafi hugmynd
um það.
Til þess að forðast, að sjúk
dómar þessir geti þannig fal-
izt svo árum skipti og breiðzt
út með leynd, má eins og fyrr
, segir ekki farast fyrir að ná-
kvæm skoðun sé framkvæmd
á líffærum úr hverri kind,
sem drepst eða felld er sjúk.
En til þess að forðast með j
öllum ráðum að veikin geti
leynzt í nýja stofninum, barf
auk þess, að senda til rann-
sóknar næstu árin lungu (á-
samt lungnaeitlum) og bút
'úr mjógörn við langa úr öll-
jum fullorðnum kindum, sem
jslátrað er eða drepast á fjár-
skiptasvæöunum
Sé um veikar kindur að
ræða, er rétt að senda til rann
sóknar öll innyfli úr brjóst-
og kviðarholum nema vömb-
ina. Rétt er að hreyfa sem
minnst við líffærunum, en
búa vandlega um þau, koma
þeim strax í frystihús og til-
kynna í bréfi eða símtali um
sendinguna og geta jafnframt
INNFLYTJENDUR
ATHUGIÐ
um helztu sjúkdómseinkenni.
Verður þá reynt að greiða fyr
ir rannsóknum eftir því sem
tök eru á og viðkomandi að-
ilum tilkynntar niðurstöður
strax og unnt er.
Hér hefir verið bent á þýö-
ingu líffæraathugana í sam-
bandi við þær tilraunir til út
rýmingar fjárpestanna, sem
þegar ná yfir mikinn hluta
landsins og nálgast nú það
stig baráttunnar, sem mest
muna reyna á þrek og festu,
bæði forustumanna og ein-
stakra bænda, og hafa úr-
slitaþýðingu um frambúðar-
árangur fjárskiptanna.
Tilgangur skipulags-
bundinna athugana.
Skipulagsbundnar athugan
ir á líffærum sauðfjár um
allt landið hafa líka þann til
gang að gera mönnum mögu-
legt að fylgjast með ýmsum
kvillum, sem þjá fjárstofn-
inn, svo sem t. d. garnaorm-
ar, lungnaormar, lungnabólga
af breytilegum uppruna og á
mismunandi stigum, lamba-
lát, lambadauði, „Hvanneyr-
arveiki,“ ígerðir o. fl. o. fl.
Þessir sjúkdómar geta magn
azt hér og þar fyrst í einstök-
um fjárhópum, síðan í ná-
grenninu og, eins og reynsl-
an hefir sýnt, furðanlega
fljótt dreifzt um stór lands-
svæði.
Það gildir sama um sauð-
fjárræktina og aðra búfjár-
rækt hér og erlendis, að nauð
synlegt mun reynast að fyigj-
ast nákvæmlega með öllum
kvillum, sem koma fram í ein
staklingunum, og gera sér
fulla grein fyrir orsökum
þeirra. Mun þá oft — og í vax
andi mæli — unnt að fyrir-
byggja stærri áföll af völdum
sauðf j ársj úkdóma.
Við viljum hér með vekja
athygli á að við getum nú
aftur tekiö viö vörum til
flutnings frá New York til
Keflavikur.
í New York skal afhenda
vörurnar til:
Loftleiðlr li.f.
Icelandic Airlines
152—21 Rockaway Boulevard ?
Jamaica, New York. | j
o
Lág fluíningsgjöíd, tímasparnaður og ódýrar unibúðir J [
stuðla að auknum flutninguni
LOFTEÆIÐIS
Lofíleiðir h.f. Lækjjargötn 2 Síml 81440
r a i
UTBREIÐIÐ TIMANN
NIÐURSUÐUVOR.UFt
/•' Heildsölubirgöir
I. BrynjéSfsson & Kvaran