Tíminn - 25.08.1953, Page 4

Tíminn - 25.08.1953, Page 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 25. ágúst 1953. 190. blað. GuBnrLundur Jónsson, Kópsvatni: Orðiö er frjálst BKIL GLEYMSKA i. Á íundi í Sjálfstæðishús- inu þann 21. janúar síðast- liðinn flutti ^jarni Benedikts son utanríkisráðherra fram- söguræðu um stjórnarskrár- málið. En hann er formaður þeirrar nefndar, sem skipuð hefir verið til þess að vinna að endurskoðun stjórnarskrár innar. Ræða þessi birtist í ísafold og Verði 27. janúar. Fyrst ræddi ráðherrann al. mennt um hin íslenzku stjórn skipulög, uppruna þeirra og þróun, en gerði síðan grein fyrir tillögum þeim, sem full- trúar Sjálfstæðjsflokksins í stjórnarskrárnefndinni lögðu fram um miðjan nóvember s. 1. Ráðherrann telur á mis- skilningi byggt, að ákvæði ís- íenzku stjórnarskrárinnar séu yfirleitt af dönskum uppruna, en fyrirmyndarinnar sé hins vegar að leita í Englandi, enda hafi brezkir stjórnar- hættir að verulegu leyti mót. að stjórnarskrár allra vest- rænna rikja. Hann telur enn fremur að stjórnskipun hvers lands þroskist á löngum tíma og mótist mjög af aðstæðum öllum. Ráðherrann gerir grein fyrir stjórnarháttum í Banda ríkjunum og álítur, að þeir menn, sem vilja aðgreina framkvæmdavald og löggjaf- arvald með <bvd> ací leggja stjórnarforustuna í hendur forsetans, vilji taka upp bandaríska stjórnarhætti í einu og öllu. Þetta, held ég, að sé á misskilningi byggt. Að vísu aðhyllast sumir fylkja skipun á þeim forsendum, að slíkt sé nauðsynlegt, ef valdsvið forsetan yrði auk- ið. Eg hygg þó, að þeir, sem stóðu að tillögum fjórðungs- þinganna, hafi aðhyllzt fylkja skipun í þetim tilgangi að tryggja áhrif héraðanna, en ekki álitið fylkjaskipun ó. hjákvæmilegan fylgifisk for- setastjórnar. Eg get heldur ekki séð nokkurt samband þar á milli, sem væri hindr- un í vegi þess að taka upp forsetastjórn án þess að taka einnig upp fylkjaskipun. Ráðherrann telur þingræö- ið hafa gefizt hér vel síðustu íimmtán árin, og bendir um leið á þær framfarir, sem átt hafa sér stað á þessum tíma. í þessu máli gildir þó nútíðin, en ekki fortíðin. Þó að þingræði hafi reynzt hér vel fyrir mörgum áratugum, cr ekki þar með sagt, að það hljóti einnig að reynazt vel nú. Aðstæðurnar breyttust mjög, þegar stjórnmálasam- bandið milli íslands og Dan. merkur slitnaði árið 1940. Segja má, að þá fyrst hafi prófraun þingræðisins byrjað. Hvað segir svo reynslan? Hef- ir ávallt gengið greiðlega að mynda ríkisstjórn? Hafa stj órnarframkvæmdir á þessu tímabili yfirleitt sýnt festu, víðsýni og hyggindi? Reynsl- an segir, að Alþingi hafi aldr- ei tekizt að mynda löglega ríkisstjórn fyrr en eftir mikla vafninga, nema ef til vill einu sinni (stjórn Ólafs Thors 1942). Þeir, sem halda fram ágæti stjórnarstefnunnar síð asta áratuginn, ættu að hug- leiða, hvernig nú væri um- horfs í þjóðfélaginu, ef hvorki stríðsgróði eða gjafir hefðu komið til, miðað vlð sömu stjórnarstefnu. Árið 1951 var upphæð erlends gjafafjár 135,5 milljónir króna. en áriö 1950 115,2 milljónir króna. ! Varðandi afstöðu þjóðar- innar til valdamikilla ein- staklinga farast ráðherran- um þannig orð: „íslendingar hafa ætíð ver- ið því andsnúnir að fá einum manni of mikil völd í hend. ur----------“ : Eg skal ekki ræða forseta- kjörið hér s. 1. sumar. En eng- inn efi er á, að ein ástæðan, sem úrslitum réði, var sú, aö menn töldu stjórnmálaleið- toga, er þeir treystu á sínu sviði, verða of valdamikla, ef að þeirra ráðum væri farið um það, hvern kjósa skyldi fyrir forseta íslands. Þetta er án efa rétt athug- að. Þjóðin hefir ávallt verið því andvíg að fá einum manni eða aðila of mikil völd i hend ur. Þar með er þó ekki sagt, að þjóðin vilji ekki fela ein- um manni, t. d. forseta mikil völd i hendur, ef það er gert á fullkomlega lýðræðislegan hátt. Ráðherrann viðurkenn- ir einnig, að þjóðin kann að álíta, að fleiri aðilar geti orð- ið of valdamiklir en forset- inn. Það er eins vel hugsan- legt, að forsætisráðherra eða ríkisstjórn geti fengið of mikil völd í hendur. Síðan víkur ráðherrann að stjórnarkef- inu í Sviss: „Sýnu nær en það, að ætla að fá einum manni hér á landi slík völd, sem forseta Bandaríkjanna hefir þar, væri hitt, að sameina stöðu forsetans forsætisráðherra- embættinu, og láta Alþingi kjósa hvort tveggja með svip- uðum hætti og er í einu elzta lýðræðislandi heimsins, það er í Sviss.“ í Sviss er ríkisstjórnin kos- in af þingihu til fjögurra ára, og er hún skipuö sjö mönnum. Ríkisstjórnin kýs síðan forseta til eins árs í senn. Með þessari aðferð dreif- ist valdið á nokkra menn, en gallarnir eru þó óhjákvæmi- legir. Engin trygging er fyrir ákveðinni stjórnarstefnu eða góðri samvinnu meðal ráð- herranna. Óljóst er, gagn. vart hvaða aðila stjórnin ber ábyrgð. Heppilegra væri, að Alþingi kysi forsetann einan, sem þá væri jafnfram for- sætisráðherra og hann mynd ' aði síðan stjórnina á eigin ábyrgð. En væri þá ekki eðli- legra, að forsetinn sé kos- inn af þjóðinni beinum kosn ingum, heldur en að fyrst séu kosnir þingmenn, sem síðan kjósa forsetann? Það væri að minnsta kosti lýðræðis- legra. Forsetinn stæði í nán- ara sambandi við þjóðina, og ætia mætti, að hann tæki þá meira tillit til óska henn- ar. Um stöðu forsetans segir ráðherrann eftirfarandi: „Reynslan hefir sýnt, að óhæfilega illa hefir gengið með stjórnarmyndanir af hálfu Alþingis. Þaö er því fulikomin ástæða til að ótt- ast, að illa kunni að fara, ef það öryggi er tekið í burtu, sem felst í stööu og valdi for- seta íslands —---------— Öryggið er meira með því að halda forseta íslands með svipuðu valdi og verkefni og honum nú er ætlað, og þess vegna ber að gera það.“ Hér leggur ráðherrann til, að staða forsetans verði svipuð og nú er og rökstyður skoðun sína með því, að verra sé þó, að leggja forsetaem- bættið niður fyrir fullt og allt. Þetta er undarleg rök- færsla, þegar þess er gætt, að engar raddir hafa komið íram um, að afnerna beri forsetaembættið. Hins veg- ar hafa verið uppi um það háværar raddir, að auka beri vald forsetans með því að fela honum í hendur mynd- un ríkisstjórnar á eigin á- byrgð. Það hefði verið eðli- legra að beina gagnrýninni heldur í þessa átt, en vera má að rökin hafi ekki legið laus íyrir. Ráðherrann viðurkennir, „að óhæfilega illa hefir geng ið með stjórnarmyndanir af hálfu Alþingis,“ og vill þess vegna hafa Iforsetann sem nokkurs konar þrautalend- ingu, þegar í óefni er kom- ið. En væri þá ekki skynsam- legra að byggja upp af nýju, heldur en að reyna að setja stoðir undir skipulag, sem augsýnilega getur ekki staðið á eigin fótum. Samt sem áð- ur telur ráðherrann nauðsyn- legt, „að forsetinn fái aukin völd frá því, sem nú er.“ II. Tillögur fulltrúa Sjálfstæöis flokksins í stjórnarskrárnefnd inni eru í 20 liðum. Verða nú þeir liðir athugaðir, sem mik- ilvægastir eru. Ein aðalbreytingin er sú, „að 15. gr. stjskr. sé breytt svo, að berum orðum sé tek- ið fram, að forsetinn skipi ráðherra og veiti þeim lausn í samráði við meirihluta Al- þingis. Ef ekki er unnt að skipa nýja ríkisstjórn, er njóti nægilegs þingstuðnings þ. e. a. s. hafi hreinan stuðn- ing eða hlutleysi Alþingis, innan mánaðar frá því, að fyrri stjórn fékk lausn, skal Alþingi rofið. Ræður þá for- seti, hvort gamla stjórnin skuli sitja áfram, ef hún fæst til þess, eða hvort skipa skuli nýja ríkisstjórn án atbeina Alþingis. Geti meirihluti Al» þingis ekki komið sér sam- an um ríkisstjórn aö afstöðn um kosningum innan mánað- ar frá því, að það kom sam- an, skal forseti íslands þá skipa stjórn án atbeina Al- þingis, ef hann hefir ekki þegar áður gert það, en sú stjórn skal jafnskjótt láta af völdum, ef meirihluti Alþingis vill styðja aðra stjórn.“ Með þessu fyrirkomulagi er reynt að halda í þingræð. ið, svo lengi sem stætt er. Lagt er til, að Alþingi sé beitt refsiaðgerðum, ef það mynd- ar ekki ríkisstjórn innan til- tekins tíma. Án efa er hér far ið út á mjög varhugaveröa braut, og er þess vegna nauö synlegt að gera sér grein fyr- ir, hvað afleiðingar þetta fvrirkomulag kunni að hafa í för með sér. Orsakirnar til þess, að ríkis stjórn biðst lausnar, eru ann- að hvort þær, að stjórnar- samvinnan rofnar, ef um samsteypustjórn er að ræða, eða stjórnin missir meiri- hluta sinn í alþingiskosning- um. Samkvæmt þessu er stjórnarskipta helzt að vænta CFramh. & 6. tíðu). f blaði Prentarafélagsins birtist nflega grein eftir Ólaf Sveinsson, þar sem hreyft er athyglisverðu máli er getur snert margar fleiri stéttir en prentara. Tek ég mér því bessaieyíi til þess að koma henni á framfæri: „Við síðustu samninga (1951) minntist einhver á að hinir um- sömdu veikindadagar prentara (12 á ári) væru ófullnægjandi og nauð- syn tæri til að fá þeim fjölgað. Var þetta á fundi þeim, er gekk frá fullnaðarsamþykkt samninganna, og var máli þessu ekki frekar hreyft í það sinn. Að mínu áliti er hæpið að hreyfa veikindadaga- ákvæðinu á þeim grundvelli að fá þeim fjölgað, bæði vegna þess, að þetta mun vera nokkuð líkt og tíðkazt hefir hjá öðrum iðnaðar- stéttum, og að heyrzt hafa þau ummæli frá prentsmiðjueigendum, að fremur beri að fækka þeim en fjölga. Á hitt er líka að líta, að fyrir réttindaaukningu á einu sviði verður oft að gefa eftir á öðru. Að líkindum gengi sú eftirgjöf helzt út á samnings-frídaga stétt- arinnar, og er hæpið, að það yrði vinsælt; fríöagarnir ná til allra, en sem betur fer þurfa iangfæstir að nota alla veikindadaga sína ár- lega. En það er hægt að ná svipuð- um árangii, ef ákvæðunum um veikindadagana er breytt í réttlát- ari og eðliiegri átt. í Núgildamli ákvæði í samningum I H. í. P. og F. í. P., að ónotaðir veik- | indadagar starfsmanns verði ein- hliða ágóði atvinnufyrirtækis, er ó- eölilegt og ósanngjarnt að mínu á- liti og þarf að breytast. Heilsu- hraustum og samvizkusömum mönn , um verður lítiö eða ekkert gagn af þessum hlunnindum svo árum ' skiptir, en svo getur komið að þvi, að starfsmaöur þurfi að vera frá i vinnu af sjúkdómsorsökum langt ! um lengur en þessa 12 daga á sama ári, en fær þó aðeins kaup fyrir þá daga og ekkert þar umfram; — samningar eru samningar. Ég veit þess dæmi, að maður í stéttinni, ' sem búinn var að nota nokkra | veikindadaga sína, — þetta var ' seint á árinu — þurfti að láta skera ! sig upp. Hann sá fram á, að þeir 1 veikindadagspeningar, sem eftir ; væru, myndu ekki nægja, skýrði ! viðkomandi prentsmiðjustjóra frá, I hvernig á stæði, og benti á, að hann , heíði ekki notað nema lítinn hluta 1 veikindadaga sinna á síðasta ári. En samningar voru samningar, sagöi prentsmiðjustjórinn, og þar með búið. (Þetta er ekki sagt til að sýna harðýðgi eða ósanngirni við- | komanda; hann haíði rétt fyrir sér; ] samningar eru sanmingar). Af því J að uppskurðurinn virtist ekki mjög ! aðkallandi, sló maðurinn aðgerð- 1 inni á írest fram yfir áramótin, og | allt fór vel, en íresturinn gat líka ; haft þær afleiðingar, að batinn I yrði langsóttari. Þaö þarf að fá ákvæðinu um veikindi breytt á þann veg, að ó- | notaðir veikindadagar komi að ein hverju leyti starfsmanni að gagni, ! ef svo færi, að hann þarfnaðist ' þess siðar. Ég vil láta semja um, að t. d. helmingur — helmingur er að- eins uppástunga mín, gæti alveg eins verið eitthvað meira, en varla minna — ónotaðs veikindadaga- kaups reiknist starfsmanninum til góða eftir árið. Það ætti að vera auðsótt mál að fá veikindadagaatkvæðinu breytt á þessa leið, því að auk þess-, sem þetta er sanngjarnt og -eöHlegt gagnvart starfsmanni, er það at- vinnurenkanda trygging gegn mis- notkun og myntíi draga úr tor- tryggni í því efni, sem nokkuð hefir brytt á, e. t. v. ekki alveg að á- stæðulausu. Báðir aðilar hagnast af fækkun veikindadaga, og' báðir tapa við fjölgun þeirra. Skoðanir gætu skipzt um, hvern- ig geyma skuli fé það, er safnast á þennan hátt. Sumum gæti virzt eðlilegast, að prentsmiðjurnar hefðu vörzlu þess með höndum, hver fyrir sína starfsmenn, en mér finnst eðlilegast, að prentsmiðjurn ar afhentu H. í. P. féð til vörzlu, meðfram vegna þess, að oft verða mannaskipti i prentsmiðjunum, og ekki kæmi til greina að afhenda starfsmanni fé það, sem hann kynni að eiga inni af þessum á- stæðum við burtför, og hins vegar virðist óviðeigandi, að það standi inni hjá fyrirtæki eftir það. Villaös heitinn Sandholt, hlnn á- gæti og listfengi stéttarbróðir, sem átti svo mjög um sárt að binda hvað heilsuna snerti, eins og fleiri stéttarbræður áður fyrr, gaf einu sinni út óvenjusmekkleg ávísana- eyðublöð á „Heilsu- og hamingju- banka íslands“; — mig minnir, aS nafnið væri þetta. Mér finnst vel viðeigandi að nota nafn þetta að nokkru lúyti og að fé það, er safn- ast á framangreindan hátt, yrði lagt í sjóð innan H. í. P„ er nefnd- ist „Heilsubanki H. í. P.“, og yrði i vörzlu gjaldkera eins og aðrir sjóðir félagsins (þótt hann yrði i raun og veru ekki eign þess). Sam- in yrði reglugerð fyrir sjóðinn, með al annars um, hvernig eignum og vöxtum skyldi ráðstafað, meðan eigendurnir hefðu ekld not fyrir inneign sína, og ef svo færi; að þeir þyrftu hennar aldrei við af sjúkdómsorsökum. Fyrir alla meölimi stéttarinnar yrði þessi nýskipun veikindastyrks- ákvæðisins þýðingarmikil réttarbót, en einkum og sér í lagi fyrir yngri stéttarbræður, sem væntanlega eiga velflestir mörg ár óskertrar heilsu og hreysti fram undan; — á 10 árum myndi maður, sem væri svo lánsamur að þurfa ekki að nota nema helming veikindadaga sinna, eignast 5 vikna veikinda- varasjóð; — er það ekki lítill ör- yggisauki, ef í nauðir rekur, — og „enginn veit sína æfina ....“. — Dæmi eru til í stéttinni, sem sýna, hversu slíkur varasjóður hefði get- að komið sér vel. I Ef til vill mætir þetta nýmæli daufum undirtektum hjá mótaðil- um H. í. P. að samningunum, en minnast mætti þess, að flestar rétt inda- og kjara-bætur hafa, a. m. k. í byrjun, mætt andstöðu, og þessi j réttindabót virðist byggð á svo rétt mætum og sanngjörnum forsend- um, að andspyrna getur naumast orðið hörð eða langvinn. Frá sjón- armiði okkar prentara getur þetta varla orðið neitt ágreiningsatriði, heldur sjálfsögð og eðlileg réttinda bót, sem undarlegt er að ekki skuli hafa verið hreyft fyrr.“ Grein Ólafs er lokið og vilja nú ekki fleiri hugáeiða þetta en prent- arar? Starkaöur. \ Borgfirðingar ♦ ♦ Þeir, sem eiga matvæli geymd í frystihúsi voru, utan ^ hólfa, eru áminntir um að taka þau fyrir 10. sept. n. k. | Kaupfélag I5«r«iiréiji}*a.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.