Tíminn - 30.08.1953, Side 5
195. blað.
TÍMINN, suitinudagiim 30. ágúst 1953.
Sunnud. SO. mjúsí.
Deilan ran karfa-
verðið
ERLENT YFIRLIT:
Stefna Churchills
Hanu vill itoía fráfall Stalins sem tæki-
fa*ri til að foæta sambúð stórveldanna
I samningum þeim, sem
gerðir yoru milli íslands og
Sovétríkjanna í sumar, var
gert ráð fyrir því, að þau
keyptu héðan verulegt
magn af frystum karfa. Verð
ið var talið hagstætt og þótti
þetta ákvæði samninganna
ekki sízt mikilsvert, þar sem
með því átti að vera tryggt,
að togararnir gætu stundað
karfaveiðar, sem annars var
mjög vafasamt, að þeir gætu
gert.
Ef allt væri með felldu,
ættu þessar karfaveiðar tog
aránna nú yfirleitt að vera
hafnar. Samt er það svo, að
aðeins tveir togarar eru komn
ir á karfaveiðar, þótt marg-
ir þeirra liggi bundnir í höfn
og hafi gert það í lengri tíma.
Ástæðan er sú, að aðeins
eitt-af þeim frystihúsum,
sem getur tekið á fhóti karfa, (
hefir náð samkomulagi við
togaraeigendur um karfa-1
verðið. Það er frystihús Kaup
félags Fáskrúðsfirðinga,1
sem hefir gert samninga viö,
tvo austfirzka togara, og eru
þeir nú báðir komnir á karfa
veiðar. Aðrir togarar hafa
enn ekki hafið veiðar vegna
þess, að samkomulag hefir
ekki náðst um karfaverðið
milli fulltrúa togaraeigenda
' annars vegar og fulltrúa ’
Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna hins vegar.
Það er öllum augljóst, hví-
líkt tjón hlýzt af því, ef
þessi deila verður til þess, að
það dregst enn um skeið, aö
karfaveiðarnar verða ekki al
mennt hafnar. Togararnir I
halda þá áfram að vera
bundnir í höfn í stað þess að
afla mikilla verðmæta. Hæg
iega getur svo farið, að ekki
takist að fullnægja rúss-
neska samningnum að þessu
leyti, en það gæti ekki aðeins
valdið tjóni nú, heldur líka
síðar meir. i
Nú um helgina mun verða
unnið að því að koma á sam
komulagi milli togaraeig-
enda og sölumiðstöðvarinn-;
ar og veröur að vænta þess,'
að þeir tákist. Fari hins veg-'
ar svo, að síngirrii einstakra
aðila, standi enn í vegi þess, I
að samkomulag náist, getur
sjávarútvegsmálaráðherra t
ekki lengur látið deiluna af-
skiptalausa. Það er ekki hægt
fyrir ríkisvaldið að horfa að-
gerðalaust á það, að mikil
verðmæti séu látin fara for- \
görðum vegna sérhyggju
gróðamanna, sem bersýni- [
lega taka meira tillit til
annars en þjóðarhags.
Ef sjávarútvegsmálaráð-1
herra neyðist þannig til að
taka þetta mál í sínar hend
ur, hefir hann áreiðanlega '
gott fordæmi um lausn
þess, þar sem eru samning-
ar Kaupfélags Fáskrúðsfirð
inga og austfirzku togar-
anna tveggja. Önnur frysti
hús ættu að geta boðið
sömu kjör og frystihúsið á
Fáskrúðsfirði. Aðrir togarar
ættu að geta látið sér
nægja sama verð og aust- j
firzku togararnir sætta sig
við.
Heppilegasta leiðin, sem
sj ávafútvegsmálaráðherra
Prá því er nú skýrt í fréttum,
að Sir Winston Churchill, forsætis
ráðherra Bretlands, hafi aftur tekið
við stjórnarstörfum eftir veikindi
sin í sumar. En að því er ýmis er-
lend blöð herma, er ekki almennt
gert ráð fyrir því, að hann geti
hér eftir gegnt leiðtogastarfi sínu,
a. m. k. ekki um langa hríð enn.
Ýmsar sögur hafa gengið um veik
indi Churchills. Pyrst var því hald
ið fram sums staðar, að veikindin
væru eingöngu pólitísk, aðrir sögðu,
að hann hefði lamazt stórlega af
slagtilfelli.
Staðreynd er, segir blaðamaður-
inn Alsop I grein, ei' hann ritar í
London 11. þ. m. og birt er í New
York Herald Tribune, að í síðustu
viku júnímánaðar fékk Churchill
aðkenningu af slagi. Blóðrennsli
til heilans truflaðist. Þetta var tal-
ið vægt tilfelli. Lömun var lítil og
ekki á starfsemi heilans. Churchill
hélt andlegum kröftum óskertum.
Eigi að síður litu læknar mjög al-
varlegum augum á sjúkdóminn,
ekki sízt vegna aldurs sjúklingsins
og töldu sennilegast, að hann mundi
þurfa að notast við hjólastól til
þess að komast um, um næstu
framtíð.
Churchill kom á óvart.
Alsop segir síða í grein sinni: j
En læknarnir reiknuðu þarna með '
venjulegum sjúklingi en ekki með
Winston Churchill, og hann kom '
þeim á óvart. Hann krafðist þess
að fá nákvæmar upplýsingar um,
hvað væri að. Eftir að honum var
orðið' það ljóst tók hann lækning-
una að miklu leyti í sínar hendur o'g
stefndi að því að örva blóðrásira.
Varð engu tauti við hann komið
og töldu læknarnir stefnu hans hálf
gerða fásinnu. En hann kom þeim
á óvart. Á skömmum tíma sagði
hann skilið við hjólastólinn. Hann
getur nú gengið óstuddur, þótt
með erfiðismunum sé. Bati hans á
svo skömmum tíma var talinn
ganga næst kraftaverki. En stað-
reyndirnar standa þó eftir og þeim
verður ekki breytt.
i
Senn áttræður. >
Churchill er kominn fast að átt-
ræðu. Maöur á þeim aldri, sem fær
aðkenningu af slagi, á sífellt á
hættu að það endurtaki sig, sér- j
stakiega þó þegar hann þarf að
gegna starfi, sem tekur mjög á
þrek og taugar. Embætti forsætis- j
ráðherra í Bretlandi er gífurlega
umfangsmikið og erfitt, og gengur ,
einna næst starfi forseta í Banda- j
rikjunum i því efni. Þess vegna er j
það, að þeir, sem næstir standa
Churchill, efast um það, að hann
megni nokkru sinni — hvað sem
líður hugrekki hans, þreki og dugn
aði, — að taka til við stjórnar-
störfin, þar sem frá var horfið.
Ákvörð'un um þetta veörur hann
þó sjálfur að taka. Og ekki er talið,
að hann hafi látið uppi íyrirætlan
ir sínar í þessu efni við neinn sam-
sú að ákveða karfaveröiö
ætti að fara, væri sennilegaj
með bráðabirgöalögum. Ef,
annar hvor aðilinn vildi ekki j
sætta sig við það, yrði ríkið
að sjá til þess, að mótstaðaj
hans yrði brotin niður og eru ■
áreiðanlega ýms ráð til þess. j
T. d. hefir það átt sér staö i j
Bandaríkjunum, þegar viss^
stórfyrirtæki hafa neitað að
hlýða svipuðum fyrirmælum,
að ríkið hefir annast rekst-
ur þeirra um skeið.
Til þessa þarf hins vegar
væntanlega ekki að koma.
Vonandi bera deiluaðilar
gæfu til að jafna ágreining
sinn nú um helgina. Verði
það hins vegar ekki niður-
staðan, er óhjákvæmilegt fyr
ir sjávarútvegsmálaráðherra
að taka á þessum málum með
festu og myndarbrag, eins og
hér hefir verið bent á.
starfsmannanna. Hins vegar er
kunnugt, að það er eindreginn vilji
hans, að utanríkisráðherrann,
Anthony Eden, taki við af honum,
er hann ákveður að draga sig í
hlé. Eda þótt mjög hafi verið á
orði, að Richard Butler, íjármála-
ráðherra, mundi taka við af Chur-
chill og V msir flokksmenn vilji pað
áreiðanlega, er talið vafalitið að
Churchill muni að lokum ráöa því,
hver verður eftirmaðurinn.
í Bretlandi er það þröngur hring
ur ráðamanna, sem ákvörðun tekur
um þetta, einkum þeir Salisbury
lávarður, Eden og Butler, auk Chur
chills sjálfs. Hins vegar er þess að
gæta, að Eden hefir verið sjúkur
um langt skeið og hefir ekki getað
gegnt embætti sínu. Talið er, að
Eden verði orðinn albata í næsta
mánuði eða snemma í október. Ef
Churchill yrði að draga sig 1 hlé
fyrir þarnr tíma, er ósennilegt, að
Eden gæti þá þegar tekið við. Af
þessum ástæðum er það almennt
álit stjórmálamanna í London, að
Churchill sé nú að halda sæti sínu
volgu fyrir Eden og muni þrauka
þangað tii hann er tilbúinn að taka
viö.
Friðarmálin ofarlega
í huga Churchills.
En hér er þó um meira að tefla.
Það er vitað, að Churchill á þá
ósk heitasta nú að gegna stóru hlut
verki i friðarmálunum áður en
hann iætur af stjórnarstörfum.
Gæti því svo farið, að hann freist
aðist til þess að sitja lengur í emb-
ætti forsætisráðherra en ella, enda
þótt gera megi ráð fyrir að Eden
gegndi þá daglegum stjórnarstörf
um fyrir hann. Men minnast nú
hinnar frægu ræðu, er hann hélt
11. maí s. 1., þar sem hann hvatti
til fjórveldafundar. Að sjálfsögðu
var Churchill þá líka að hugsa um
innanlandsmálin, um aukakosning
ar, sem fyrir dyrum stóðu, og hon-
um var vlssulega ekki x'unnin reið-
in til jafnaðarmanna, sem höfðu
brigzlað honum um stríðsæsingar
í kosningunum síðustu. En aðalat-
riðið var þó að sjálfsögðu upphafið
yfir persónulegar tilfinningar eða
innanlandserjur. Churchill er þeirr
Í.A. O a.v O a- -i-i JL i
ar skoðunar, að kaliaskiptx hafi
orðið í mannkynssögunni við frá-
fail Stalins og þess vegna sé óskyn
samlegt að taka ekki hæfilegt tillit
til breyttra aðstæöa. Með viðræð
um stórveldanna vildi hann fá úr
því skorið, hvað brevtingin þýddi
í raun og veru. Hann telur og, að
vestrænu þjóðirnar muni ekki halda
áfram að verja jafnstói-um fúlgum
tii vígbúnaðar, nema sýnt sé svart
á hv.'tu, að samningar i milli stór-
veidanna séu óhugsandi. Og at-
burðir síðustu vikna benda eindreg
ið til þess, að gamli maðurinn hafi
verið framsýnn að þessu leyti.
Skoðun Churchills fær byr.
Churchill verður æfur, ef það er
gefið í skyn, að hann beiti sér fyrir
undansláttarstefnu gagnvart Rúss-
um. En enda þótt tillögúm hans
hafi verið tekið kuldalega í Wash-
ington í maí s. 1„ er ljóst, að þær
eiga rnikið fylgi i Bretlandi og á
I meginlandi Evrópu. Þetta er ein
ástæðan fyrir því, að álit Churchills
1 er nú — þrátt fyrir veikindi og há-
1 an aidur — eins mikið 03 nokkru
1 sinni fyrr. Flokksmenn hans, sem
‘ fyrir ári töldu hann fyrir aldurs
' sakir bagga á flokknum, horfa nú
með kvíða til þess, er hann dreg-
\ ur sig í hlé. Einn af leiðtogum
' íhaldsmanna lét svo ummælt fyrir
I skömmu, að Churchill væri eini
! „stóri maðurinn", sem eftir væri
j í Bretlandi, og mörgum finnst hann
stærsta persónan, sem nú er uppi.
| Þess vegna er það, að þegar sá
timi kemur, að Churchill dregur
sig i hlé fyrir fullt og allt, verður
1 það saknaðardagur, ekki aðeins fyr
ir Breta heldur fyrir frjálshuga
menn um víða veröld.
. 1«
Jón Krabbe, fyrrv. |
sendifulltrúi farinn 1
Jón H. Krabbe fyrrverandi
sendifulltrúi íslands í Kaup-
mannahöfn, sem hér hefir ver
ið i boði ríkisstjórnarinnar,
hélt heimleiðis í gær flugleið-
is. Hann kom hingað 8. ágúst
og hefir að mestu dvalizt í
Reykjavík, en þó ferðazt nokk
uð, svo sem upp að Hvítár-
vatni, á Þingvöll, inn í Hval-
fjörð og um nágrenni bæjar-
ins.
Jón Krabbe er nú nær átt-
ræður að aldri, fæddur í Kaup
mannahöfn 5. jan. 1974. Hann
varð lögfræðingur 1896 og
skömmu síðar gerðist hann
starfsmaður í íslenzku stjórn
arskrifstofunni í Kaupmanna
höfn og síðar skrifstofustjóri
þar. Því starfi gegndi hann
til 1920. 1918 varð hann trún
aðarmaður íslenzku ríkis-
stjórnarinnar í utanríkisráöu
neyti Dana, og síðar stað-
göngumaður sendiherra ís-
lands í Kaupmannahöfn.
Jón Krabbe hefir notið
óvenjulegra vinsælda og
trausts í starfi og þjónusta
hans fyrir ísland verið mikils
verð, t. d. á stríðsárunum, er
ekkert samband var á milli
landanna. Hann hefir og löng
um verið ráðunautur ríkis-
stjórnarinnar í skiptum við
Dani og reynzt ráðhollur
: maður og sanngjarn.
I Hjálpsemi hans og dreng-
: lund við íslendinga er við
ibrugðið, og þeir eru margir
[ ungir, íslenzkir námsmenn og
| ferðamenn, einkum fyrr á ár
t um, sem hann hefir veitt mik
ilsverða aðstoð, lánaði þeim
1 jafnvel fé úr eigin vasa þegar
[á lá.
| Það var ánægjulegt að hann
' skyldi nú að starfslokum
geta þegið boð ríkisstjórnar-
innar og dvalið nokkra sumar
daga hér á landi.
Þáttur kirkjurLnar
> M1111111111111 'iiK'miiiiniiiiiii (ii iiiiiiiiiiiiin iii
Sönn trú sameinar
Hvernig er það með þá,
sem alltaf eru að gera kröf-
ur um vissar trúarskoðanir
og sérstaka helgisiði? Hafa
þeir aldrei tekið eftir, að sönn
trú sameinar. Trú, sem ber
ávöxt í afkomu kærleikans er
hátt hafin yfir smámunasemi
og hégómaskap sem spyr fyrst
og fremst: Ertu frjálslyndur,
ertu rétttrúaður, ertu orto-
dox eða ertu spiritisti, ertu
kaþólskur, lúterskur eða kal-
viniskur?
Til er amerískt frímerki,
sem á táknrænan hátt sýnir
hve sönn guðstrú sameinar
til afreka. Myndin á merk-
inu sýnir framstafn sökkv-
andi skips. Og upp úr sjólöðr-
inu, sem rýkur yfir skips-
flakið gægjast ungleg andiit
fjögurra manna. En uppi yfir
höfðum þeirra standa orðin:
„Hinir ódauðlegu herprest-
ar“.
j Þetta skip var herflutninga
! skip, sem í síðari heimsstyrj-
öld rakst á tundurdufl við
strendur Grænlands. Hundr-
uð manna voru með skipinu
og þar á meðal prestárnir
fjórir.
i Einn þeirra var kaþólskur,
skreyttur heiðursmerkjum
fyrir hetjuskap og fórnfýsi í
eldi styrjaldarinnar.
I Annar var gyðingaprestur,
rabbíni, íþróttamaður og lækn
ir allt í senn, dáður af æsku
lýð og sjúklingum vegna vask
. leika og læknisaðgerða.
i Sá þriðji var frjálshyggju-
maður, yngsti sonur ekkju
með níu börn, og þekkti því
vel vanda fátæktar og um-
komuleysis. Hann unni mjög
sönglist og fegurð, var alltaf
í sólskinsskapi, brosti og söng
vonum og kjarki jafnvel inn
í hug deyjandi fólks.
Hinn fjórði var áttundi
presturinn i beinan karllegg
presta í ætt sinni, sanntrúað
ur mótmælandi, sem hataöi
stríð, en var með til að vinna
gegn ógnum þess og eymd.
Sem sagt, þeir voru sinn
af hverju sviði trúmála og
lífsskoðana, en gengu til móts
viö dauðann við hönd drott-
ins hjálpandi, líknandi og hug
hreystandi, meðan skipið var
að sökkva og fólkið var að
komast í bátana og björgunar
beltin.
Þeir lásu yfir því bænir,
sungu söngva saman við und
irleik æðandi aldnanna. Þess
ar bænir voru kannske ekki
eins að orðalagi og söngvarn-
ir sinn á hverju máli, en þó í
sterkri einingu, stefnt að
sama marki líkt og dásam-
leg samhljóman sem leitar
beint til hjartans og himins í
senn.
Meðan ísköld haglskýja-
þoka hjúpaði hafið, ieiddu
þeir og studdu hina særðu,
hjálpuðu hinum skelfdu í
björgunarflekana, spenntu
íjafnvel sínum eigin björg-
j unarbeltum um þá, sem þráðu
i lífið. Þeir spurðu ekki við
hvaða altari þeir hefðu krop-
i ið, né hvaða játningar þeir
hefðu játað, né hvaðan þeir
komu. Þeir blessuðu þá og
signdu í nafni Guðs hins ei-
lífa, algóða föður. í trausti
■ til hans ómuðu bænarorð á
I heþresku, latínu og ensku.
, Þeir sönnuðu ættarmót sitt
, við hina voldugu uppsprettu
I íkætrleikans, jsem ekki spyr
jum ætt, þjóðerni, tungumál
1 (Pramh. 6 6. tíSu). .