Tíminn - 02.09.1953, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 2. september 1953.
197. blað.
Er tengdamamma orðin grýla?
Ótal skrítlur eru birtar í
blöðum og tímaritum um
tengdamömmu; byggjast
þær margar á því, hve hún
sé yfirgangssöm, hve tengda
sonur hennar óttist hana, og
hafi óbeit á henni; ekkert er
honum eins illa við og heim-
sóknir hennar. Þá eru ótelj-
andi ritgerðir hinna svoköll
uðu sálfræðinga nútímans,
er leitast við að sýna fram á,
að afskipti tengdamömmu af
heimilislífi ungra hjóna séu
stórhættúleg lífshamingj u
þeirra. Skáldsöguhöfundar
hafa gripið þessa hugmynd
á lofti, og hún hefir verið
fléttuð inn í fjölda smá-
sagna og í langar skáldsög-
ur. Sagt er að móðirin vilji
ekki sleppa hendinni af syni
sínum þótt hann sé kvæntur
og sé öfundsjúk yfir þeim á-
hrifum, sem hin unga kona
hans hefii1 á hann; þetta
leiði oft til togstreytu milli
tengdamóðurinnar og
tengdadótturinnar um hinn
unga mann; þetta gangi
stundum svo langt, að
móðirin spilli milli hjón-
anna, hjónabandið sundrist,
og hún nái þannig syni sín-
um aftur.
Aðrar sögur fjalla um þaö,
að móðirin vilji öllu ráða á
heimili dóttur sinnar þegar
hún giftist; krefjist þess að
hún skýri sér frá ágreinings-
málum milli hennar og
og manns hennar, hversu
smávægileg sem þau eru,
dragi alltaf taum hennar, en
áfellist hinn unga mann.
Þannig vaxi öll ágreinings-
atriði svo í augum hinnar
ungu konu, að hún verði
sáraóánægð í hjónabandinu.
Og enn aðrar sögur eru um
hin óhollu áhrif, er amman
hefir á barnabörn sín, hún
skemmi þau og taki ráðin af
foreldrunum varðandi upp-
eldi þeirra.
Þessar sögur, mér liggur
við að segja, þessar skipu-
lögðu árásir á tengdamæö-
ur, eru orðnar svo algengar
og viðtækar, að ungt fólk er
farið að leggja trúnað á þær.
Tengdafeðurnir hafa sloppið
að mestu við þessar ásakanir
en tengdamæðurnar eru tald
ar sökudólgarnir í svo fjölda
mörgu, sem illa fer hjá ung-
um hjónum. Þetta hefir þau
áhrif, að ungar konur byrja
hjúskaparlífið með því að
líta tengdamæður sínar tor-
tryggnisaugum; þær búast
við .öllu illu af þeim.
Sambandið milli ungrar
eiginkonu og tengdamóður
hennar ætti í eðli sínu að
vera náið og ástríkt, en
vegna þessa áróðurs, sem hér
hefir verið vikið að hefir
grundvöllurinn að því sam-
starfi verið fyrirfram spiltur;
ungu konunni hættir við að
gruna tengdamóður sína um
græsku hvað sem hún segir
eða gerir; henni hættir við
að reyna að slá algeru eign-
arhaldi á mann sinn og
reyna að inniloka hann frá
áhrifum móður hans. —
Vitanlega finnast dæmi
þess, að mæður eru of ráð-
ríkar og afskiptasamar varð
andi heimilislíf barna sinna,
en allur fjöldi þeirra óskar
börnum sínum alls hins
bezta, og þær skilja að ekk-
ert eykur velferð þeirra eins
og hamingjusamt hjóna-
band; þær reyna því á allan
hátt að auka þá hamingju í
stað þess að spilla henni. Ég
hef oft séð tengdamæður
verða barnslega glaðar, ef
tengdadóttir þeirra eða
tengdasonur hefir sýnt þeim
sérstaka nærgætni eða hlý-
leika. Móðirin óskar þess
heitt þegar hún giftir dóttir
sína að orðatiltækiö sannist,
að hún hafi ekki misst dótt-
ur sina, heldur eignast son.
Sömuleiöis þegar sonur henn
ar kvænist vonast hún til af
öllu hjarta, að hún megi
njóta sonarástar hans eftir
sem áður, auk ástríkis hinn-
ar nýju dóttur sinnar.
Hin unga eiginkona ætti
ekki að leggja of mikinn
trúnað á hinar leiðinlegu
sögusagnir um tengdamæð-
ur; þær eru aðeins sannar í
einstökum tilfellum. Hún
ætti hins vegar að reyna að
þekkja og skilja tengdamóð
ur sína sem bezt, því hún er
konan, sem ól upp manninn
hennar. Ef til vill hefir
hann þegiö í arf, einmitt frá
móður sinni, marga þá eig- j
inleika, sem konu hans þyk-
ir vænst um í fari hans. Víst
er um það, að móðir hans
hefir elskað hann og ann-
ast um hann frá því að hann
var ósjálfbjarga; hún hefir
lagt á sig miklar fórnir til •
þess að þroska hann og j
mennta þar til hann varð j
þaö mannsefni, sem hin'
unga kona varð hugfangin J
af. Því ætti þá ekki hinni
ungu eiginkonu að þykja'
vænt um tengdamóður J
sína, sem hefir gefið henni
slíkan son, og þvi ætti hún
ekki að veita tengdamóður j
sinni hlutdeild í hamingjuj
sinni í stað þess aö amast
við þótt henni þyki enn vænt
um son sinn og beri um-
hyggju fyrir velferö hans og
heimili hans?
Og hver er ástúðlegri en
amma í garð barnabarna
sinna? Sambandið milli
þeirra yngstu og elztu í fjöl-
skyldunni er mjög náið. Þau
börn, sem aldrei hafa átt
samfélag við afa eða ömmu,
fara mikils á mis. Þau hafa
unun af að kenna og leið-
beina börnunum. Þau líta eft
ir þeim og annast þau þegar
móðirin þarf öðru að sinna,
og börnin læra að bera virð-
ingu fyrir þeim og öðru
fólki. Börnin verða því að-
eins að nýtum mönnum og
konum, aö þeim hafi verið
innrætt að bera virðingu fyr
ir foreldrum sínum, ömmu
og afa, og öllu því, sem fag-
urt er og gott.
Það er hægt að spilla hug
arfari fólks og leiða það ^á
villistigu með skrifum eins
og þeim, er gert hafa tengda
mæðurnar að skotspæni. Hin
ar sálarfræðislegu bollalegg-
ingar í ritgerður og skáldsög
um eru nútíma fyrirbrigði
og hafa í mörgum tilfellum
gert meira ilt en gott. Sem
dæmi má benda á þá kenn-
ingu sálfræðinganna, að
ekki megi aga börnin, því að
það hamli þroska þeirra!
Þessari kenningu gleypti
fjöldi fólks við á tímabili,
með þeim árangri, að óvit-
arnir réðu oft meiru á heim
ilunum en fullorðna fólkið. -
Verður það mál seinna tek-
ið til umræðu í þessum dálk
um.
Tilfinningar frumstæðs
fólks eru oft óspiltari, dýpri
og sannari en tilfinningar nú
tímafólks, sem er sífellt
beitt allskonar áróðri í blöð
um, bókum, útvarpi og kvik-
myndum. Eina fegurstu frá-
sögn í bókmenntunum um
ástúðlegt samband milli
tengdamóður og tengdadótt
ur er að finna í Rutarbók í
Gamla Testamentisins,
Tengdamæðgurnar höfðu
báðar misst eiginmenn sína.
Eldri konan, Noomí, var aö
leggja af stað til æskustöðva
sinna og Rut var að fylgja
henni á leið, en þegar til
kom, gat hún ekki fengið af
sér að skilja við tengdamóð-
ur sína, og hún segir:
„Legðu eigi að mér um það
að yfirgefa þig og hverfa
aftur, en fara eigi með þér;
því að hvert sem þú fer,
þangað fer ég, og hvar sem
þú náttar, þar nátta ég;
þitt fólk er mitt fólk og þinn
guð er minn guð. Hvar sem
þú deyr, þar dey ég, og þar
vil ég vera grafin. Hvað sem
Drottinn lætur fram við mig
kbma, þá skal dauðinn einn
aðskilja þig og mig“.
Berið þessa frásögn saman
við grýlumyndina af tengda
móðirinni í bókmenntum nú
tímans. (Lögberg)
Hcr cr bréf frá Ahorfanda, sem
hann kallar Skr.'paleikinn í Tívolí:
„15. f. m. fór fram hin svokallaða
fegurðarsamkeppni Fegrunarfélags
Reykjavíkur í Tívolí. —■ Ti:kynnt
haíði verið í blöðum, að bæjarbú-
ar væru fcúnir aö benda undir-
búningsnefndinni á alltað 100 ó-
giftar stúlkur á aldrinum 18—24
ára (en það var skilyrði til þátt-
töku), en síðan yrðu 10 valdar úr
þeim hópi og myndu þær koma
fram í Tívolí, klæddar baðfötum.
Auk þess var heitið verðlaunum
þeim, er fengið hefði samþykki
þeirrar stúlku, er sigraði og skild-
ist manni því að þeir, sem bentu
á stúlkurnar, þyrftu jafnframt að
fá samþykki þeirra.
Þegar út í Tíovlí kom, reyndist
þetta tómar blekkingar. Samkv.
ræðu íramkvæmdastjórans, þá
höfðu þeir, hann og Sig. Magnús-
son kennari (hvorugur þó í dóm-
nefndinni) valið 10 stúlkur úr
hópi þeirra, sem bent háfði verið
á, en ekki gætt þess að kynna sér
fyrst, hverjar hefðu samþykkt að
taka þátt í keppninni. Þegar til
kom reyndust aðeins 6 af þessum
10 vera fáanlegar til að koma fram
fyrir áhorfendur og þó því aðeins,
að þær fengju að vera alklæddar.
Samkvæmt þessu virðist hin skip
aða dómnefnd ekki einu sinni hafa
verið notuð til að velja umrædd-
ar 10 stúlkur og því raunverulega
ekki fengið neitt verkefni fyrst ein
af hinum 6 fékk yfir 35% greidddra
atkvæða. Að sjálfsögðu fékk svo
sá, sem bent hafði á stúlkuna eng-
in verðlaun, því samkv. blaðafrétt,
runnu þau til Fegrunarfélagsins
eða Sveins og Sigurðar, fyrir að
hafa fengið samþykki stúlkunnar.
Um sjálfa keppnina er það ann-
ars að segja, að hún fór fyrir ofan
garð og neðan hjá velflestum
þeirra 7 þúsunda, sem þarna voru
samankomin. Sést það bezt á því,
að aöeins um helmingur Tívolí-
gesta treystist til þess að láta álit
sitt í ljósi á atkvæðaseðlinum, sem
allir fengu. Kann þó að vera, að
hinr torfundnu atkvæðakassar
hafi valdið þar nokkru um. En
hvers vegna var þá svona erfitt að
dæma um fegurö stúlknanna?
í fyrsta lagi vegna þess, að eng-
ir ljóskastarar voru látnir lýsa
framan í þær og í öðru lagi vegna
þess, aö pallurinn er bæði óhentug
ur og illa staðsettur. „Það er ómögu
legt að kjósa fegurðardrottningu
í myrkri", heyrði ég sagt suður f
Tívolí og það er orð að sönnu. Þau
fáu Ijós, sem þarna voru.Týstu að-
allega ofan á kollana á stúlkunum
og mynduðu skugga á andlit
þeirra, svo í rauninni var gjör-
samlega ómögulegt að mynda sér
skoðun um þaö, hverhig þær litu
út í raun og veru. Sjálfur stóð ég
allr.ærri pa’linum, en greíndi samt
andlit þeirra svo illa, að ég kann-
aðist ekkert við myndina af sig-
urve: aranum, þegar hún birtist í
blöðunum. Þá er ég ekki frá því,
að tómlæti margra fyrir atkvæöa-
greiðslunni hafi stafað af vonbrigð
um yfir þv:', hvernig keppninnin
var framkvæmd.
i Það cr leitt að þurfa að segja
það, en keppni þessari hefir frekað
hrakað en farið fram. Þau þrjú
skipti, sem hún hefir farið fram.
Mér virðist sem forráðamennirnir
haf ekki lært nóg af reynslunni.
Þeir nota alltaf sama pallinn,
sömu ófullkomnu Ijósin. Búningur
stúlknanna er alltaf sá sami og
jafnan þurfa þeir að hálf neyða
þær til þátttöku.
Auk þess eru margir þeirrar
skoðunar, að þrátt fyrir hina miklu
vinnu, sem framkvæmdastjórnin
segist jafnan þurfa að leggja i und
irbúning keppninnar, þá hafi
henni enn ekki tekizt að ná til
þeirra, sem raunverulega eru fall-
.egustu stúlkurnar í Reykjavík.
Er þá nokkur ástæða til að halda
þessu áfram ár eftir ár? Jú, Fegrun
arfélagð þarf á fé að halda og slík
keppni sem þessi hefir, þrátt fyrir
allt, reynzt einkar hentugt aðdrátt
arafl fyrir fjöldann. Það er því
ekki um annað að ræða en að for-
ráðamenn félagsins reyni nú að
taka sig á og leggja msiri rækt við
undirbúning og framkvæmd keppn
innar — eöa að öðrum. kost að fela
öðrum hæfari að spreyta sig. Hvað
klæðnað stúlknanna snertir, þá
minnir mig, að þegar blómadrottn-
ingin var valin, hafi ekkert verið
því til fyrirstöðu, að stúlkurnar
væru léttklæddar og hneykslaði þó
engan,, Og svo mætti eflaust lengi
telja.
I Ég væuti þess svo að lokum, að
þessi fáu gagnrýnisorð mín megi
verða til þess að hlutaðeigendur
reyni að vanda betur til næstu
keppni og sjá hvort slíkt gefur ekki
góða raun.“
Áhorfandi hefir lokið máli sínu.
Starkaður
Enska knattspyrnan
(Framhald af 3. siðu).
Evertos—Oldham 3—1
Hull City—Bury 3—0
Leicester—Leeds 5—0
Lincoln—Blackburn 8—0
Notts County—Doncaster 1—5
Plymuth—Luton Town 2—2
Rotherham—Birmingham 1—0
Stoke City—West Ham 1—1
Newcastle
Charlton
Liverpool
Sheff. Wed.
Manch. Utd.
! Cardiff
Sunderland
Manch. City
Middlesbro
Arsenal
Portsmouth
3
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
1
'i , 'í ■, _í V/Á' £ i ‘
V '5 H* ,'ý ■
2. deild.
Swansea—Nottm. Forest 2- -1 Doncaster 4 3 1 0 8-2 7
Everton 4 2 2 0 10-6 6
Til skýringar skal þess get Birmingham 4 2 1 1 10-3 5
ið, að Stoke City og Derby Nottm. For.. 4 2 1 1 8-5 5
féllu niður úr 1. deild, en Wesf Ham 4 2 1 1 10-7 5
Bristol Rovers Og Oldham Stoke 4 1 3 0 5-4 5
Lincoln City 4 1 2 1 9-6 4
færast upp úr 3. deiid. Leeds Utd. 3 2 0 1 10-7 4
Leicester 4 1 2 1 10-8 4
Staðan er nú þannig: Brijstol Röv. 4 1 2 1 8-6 4
1 deild. Rotherham 4 2 0 2 9-8 4
Huddersfield 4 3 1 0 9-2 7 Derby County 4 1 2 1 8-8 4
W. Bromwich 4 3 1 0 8-2 7 Brentford 3 1 1 1 4-6 3
Tottenham 4 3 0 1 9-4 6 Luton Town 4 0 3 1 7-8 3
Burnley 4 3 0 1 11-6 6 Hull City 4 1 1 2 4-5 3
Bolton 3 2 1 0 6-3 5 Bury 4 0 3 1 4-7 3
Chelsea 4 2 1 í 9-7 5 Plymouth 4 0 3 1 5-8 3
Preston 4 2 0 2 11-4 4 Blackburn 3 1 1 1 5-10 3
Aston Villa 4 2 0 2 6-4 4 Fulham 4 0 2 2 7-9 2
Wolves 4 2 0 2 10-8 4 Oldham 3 0 2 1 5-8 2
Sheff. Utd. 3 2 0 1 8-7 4 Swansea 3 1 0 2 2-8 2
Blackpool 3 2 0 1 7-6 4 Notts County 3 0 1 1 4-14 1
Fjárbyssurnar komnar
Við tökum enn á móti pöntunum. MCJNIÐ!
Innkaupaheimild fylgi pöntun.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
Goðaborg
Freyjugötu 1. Sími 82080.
Vinnið ötullega að útbrei&slu TÍMANS