Tíminn - 13.09.1953, Side 6

Tíminn - 13.09.1953, Side 6
TÍMINN, sunnudaginn 13. september 1953. 206. blað. ? PJÓDLEIKHOSID ’ Koss í huupbteti • • eftir Hugh Herbert Leikstjóri: Haraldur Björnsson Sýning miðvikudaginn 16. sept. kl. 20. — Sala aðgögumiða hefst á morgun, mánudag, kl. 13,15. Aðgöngumiðaisalan opin frá kl. 13.15 til 20.00. Tekið á móti pöntunum, símar 80000 og 82345 Nauíabaniim Mjög sérstæð mexíkönsk mynd ástíriðuþrungin og rómantísk. Nautaatið, sem sýnt er í mynd- inni, er raunverulegt. Tekin af hinumu fræga ieikstjóra Robert Rossen, sem stjórnaði töku verð launamyndarinnar, All the Kings Men. Mel Ferrer Miroslava. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hetjur Hróa hattar Ævintýraleg og spennandi lit- mynd um Hróa Hött og kappa hans í Skírisskógi. John Derek. Sýnd kl. 3. NÝJA BÍÓ Gög og Gokke á Atómeyjunni Sprellfjörug og sprenghlægileg ný mynd með allra tíma vin- sælustu grinleikurum. Gög og Gokke. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ 1 þjónustu góðs málefnis (Something to live for) MJog’athyglisverð og vel leikin ný amerísk mynd, sem fjallar um baráttuna gegn ofdrykkju og afleiðingum hennar. * Aðalhljitverk: Ray Milland, Joan Fontain Teresa Wright Sýnd kl. 7 og 9. Litli og Stóri tt hanabjtUhanum Skopmyndin sprenghlægilega. Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 1 e. h. K BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐI — Börn Jttrðar Frösk únrvalsmynd, eftir skáld- sögu Gilberts Dupé. ■ Aðalhlutverk: - Lucienne Laurence Charles Vanel 'er kosinn var bezti leikari árs- Ins 1953 á kvikmyndahátíðinni ’í Cannes. — Myndin hefir ekki •verið sýnd áður hér á landi. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 7 og 9. H ruhfaUubálhur nr. 13. Sprenghlægileg sænsk gaman- mynd. Sýnd kl., 3 og 5. Simi 9184. AUSTURBÆJARBIO O D E T T E Afar spennandi og áhrfamikil, ný, ensk stórmynd byggð á sönn um atburðum. Saga þessarar hugrökku konu hefir verið fram haldssaga „Vikunnar" síðustu mánuði og hefir verið óvenju mikið lesin og umtöluð. Trewor Howard. Bönnuð börnum. Aðalhlutverk: Anna Neagle, Sýnd kl. 7 og 9. DOIV Jl \\ Sérstaklega spennandi og við- burðarík skylmingamynd í eðli- legum litum, Erroi Flynn Alan Hale Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5. Meöal mannteta oy viUidýra Hin sprenghlægilega og spenn- andi gamánmynd með Abbott og Costello. Sýhd kl. 3.; GAMLA BÍÓ Glugglnn (The Window) Víðfræg amerísk sakamála- mynd, spennandi og óvenjuleg að efni. Var af vikublaðinu „Life“ talin ein af tíu beztu myndum ársins. Aðalhlutverk: Barbara Hale Bobby Driscoll Rutli Roman Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðg. I*rír syngjandi sjómenn Sýnd kl. 3. TRIPOLI-BÍÓ Ósýnilegi veggurinn (Tlie sound barrier) Heimsfræg, ný, ensk stórmynd, er sýnir þá baráttu og fórn, sem brautryðjendur á sviði flug mála urðu að færa, áður en þeir náðu því takmarki að fljúga hraðar en hljóðið. Myndin er afburða vel leikin og hefir Sir Ralph Richardson, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, feng ið frábæra dóma fyrir leik sinn í myndinni, enda hlaut hann „Óskar“-verðlaunin sem bezti erlendi leikarinn, að dómi am- erískra gagnrýnenda og myndin valin bezta erlenda kvikmynd ársins 1952. Sir Raiph Ricbardson Ann Todd Nigel Patrick Sýnd kl. 5, 7 og 9. Prófessorinn | Sprenghlægileg grínmynd - með Marx-bræðrum. Sýnd kl. 3. HAFNARBÍÓ Gullua liðið (The Golden Horde) Viðburöarík og afar spennandi ný amerísk “kvikmynd í eðli- legum litum, um hugdjarfa menn og fagrar konuru. Ann Blyth David Farrar Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Státnir stríðsmenn Sprenghlægileg amerísk gaman mynd. Sýnd kl. 3. Aðalfumlur (Framh. af 4. sfðu). fram sínar ályktanir. Fram- sögumaður þeirra var Ste- fán Diðriksson. 1. Nefndin lagði til að reksturs- og efnahagsreikn- ingur Stéttarsambandsins fyrir árið 1952 væri sam- þykktur óbreyttur. Samþykkti fundurinn þá tillögu nefndarinnar með samhljóða atkvæðum. 2. Nefndin lagði fram fjár hagsáætlun stéttarsambands ins fyrir árið 1953 og var hún samþykkt óbreytt. , Tekjur áætlaðar kr. 425 þús. Gjöld áætluð kr. 323 þús. Tekjuafgangur kr. 102 þús. Nefndin lagði og fram eft- irfarandi ályktun: „Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda 1953~vítir harð lega þá aðferð, sem höfð er á innflutningi landbúnaðar- jeppa, þar sem sannað er að innkaupsverð þeirra er í það minnsta 25% hærra heldur en þyrfti að vera, ef þeir væru keyptir beint frá fram leiðslulandinu. Og þar sem upplýst er, að atvinnubíl- stjórar, sem fengið hafa fólks bifreiðar innfluttar á sama hátt og landbúnaðarjepparn ir eru inníluttir, hafa fengið eftirgefinn innflutningstoll, þá krefst fundurinn þess að sama verði látið gilda um innflutning þeirra land- búnaðarjeppa, sem verið er að flytja til landsins, og fel- ur stjórn stéttarsambandsins að fylgja fast eftir að þetta fáist gert.“ Sámþ. með samhlj. atkv. Kosningar. Þessu næst fór fram kosn- ing stjórnar Stéttarsambands ins til 2ja ára. Þessir hlutu kosningu: Sverrir Gíslason 46 atkv. Einar Ólafsson 40 atkv. Jón Sigurðsson 35 atkv. Bjarni Bjarnason 30 atkv. Páll Metúsalemsson 30 atkv. Varamenn í stjórn kjörnir samkvæmt uppástungu: Jóhannes Davíðsson, Hjarö ardal, Sigurður Snorrason, Gilsbakka, Jón Jónsson, Hofi, Sveinn Einarsson, Reyni. Ó1 afur Bjarnason, Brautar- holti. Endurskoðendur voru kosn ir Einar Halldórsson, Set- bergi og Hannes Jónsson, fyrrv. alþingismaður. Samþykkt var með 35:1 atkv., að stjórn stéttarsam- bandsins væru fulltrúar stétt arsambandsins í Framleiðslu ráði. Eftir að kosningum hafði verið lýst flútti Sverrir Gísla son formaður stéttarsam- bandsins nokkur kveðjuorö og sagði fundarstjóri því næst fundi slitið. Til fundarins barst svo- hljóðandi skeyti frá Alþýðu- sambandi íslands: „Beztu kveðjur, og óskir um að árangur aðalfundar- ins megi verða sem beztur fyrir samtök ykkar, og þjóð- ina í heild.“ Þökkuðu fundarmenn skeyti þetta og þann hug, sem lægi á bak við slíka kveöju. Fundi var slitið klukkan 2 eftir miðnætti, og héldu fulltrúar úr næstu héruðum þegar heim á leið, en þeir, sem fjær bjuggu, héldu frá Bjarkarlundi að morgni þess 9. sept. Fundarmenn rómuðu mjög alla aðbúð í Bjarkarlundi og ekki síður gestrisni og aðbúð á öðrum gististöðum í ná- grenni Bjarkarlunds. MARGARET WIDDEMER: UNDIR GRÆNUM PÁLMUM Eyja skelfinganna Hún hafði verið gift í þrjá mánuði. Það var á fögrum morgni, ferskum og björtum, að hún reis á fætur og fór að synda. Chester hafði farið til annars staðar á eynni. Hún synti um í lóninu og henni leið mjög vel. Það var alltaf mikill friður í sál hennar, þegar hún var að synda. Hún gekk hægt heim að húsinu og klæddi sig. Hún var lengi að klæða sig og lét hárið falla laust á meðan það var að þorna. Vaimai færði henni morgunverðinn út á veröndina, ein$ og venjulega. Hún var nú að kenna Vaimai að tala betuj- ensku og pær töluðu saman á meðan hún borðaði. Kyrrð morgunsins var skyndilega rofin af hrópum og köllum og hópur innlendra manna kom hlaupandi heim að húsinu, þar sem konurnar voru. Einhver hrópaði á ensku: „Bátur, það er bátur að koma.“ Laní hafði engan sérstakan áhuga á skipaferöum. Þetta var að líkindum einhver kaupmaðurinn, sem hafði viðskipti við Chester; hún yrði kannske að skipta um föt og spila og syngja fyrir hann um kvöldið, þegar Chester væri kom- inn. Vinir Chesters voru mjög kurteisir við hana, þrátt fyr- ir það fannst henni þeir vera allir eins, og Chester var eins og þeir. Hún yppti öxlum og minntist þess, að henni bar að láta refsast. Og einnig minntist hún þess, að hamingjan ók ekki í einum og sama vagni og hún. Hún gekk frá húsinu og upp á hæð, þar sem sást á vog- inn er bátunum var vanalega lent. Er hún kom upp á hæð- ina, sá hún sér til undrunar, að þetta var ekki verzlunar- bátar. Þetta var bátur undir brezkum og frönskum fánum og loksins hafði það skeð, sem hún hafði lengi óttast. Varð- bátur stjórnarfulltrúans var kominn. Róðrarbátur var settur fyrir borð og var honum síðan róið til strandar. Hún virti fyrir sér áratökin, á meðan bát- uinn var á leiðinni til lands. Hvítklædda veran, sem setið hafði í miðju bátsins reis upp, þegar komið var að landi, og stökk í land. Mark. Hún hafði óljósa vitund um það, að Vaimai skaust úr leið hennar, þegar hún tók á rás niöur af hæðinni og hljóp í áttina til Marks. Vott hár hennar blakti svart og tindrandi í sólskininu. Hún varð sárfætt á steinunum, sem skárust í gegnum þunna skósólana á hlaupunum, en ,það aftraði ekki för hennar. Mark var einnig farinn að hlaupa. Þau hlupu í fang hvors annars og þrýstu hvort annað með and- litin saman. Þau hvísluðust á heitum orðum, hlóu og kysstust. Hún var hálf. utan við sig og merkti það eitt, að hún og Mark voru saman á ný. Þau slepptu hvort öðru og komu síðan saman aftur og kysstust og hlóu. Svo héldu þau í átt- ina að húsinu. Hún gleymdi því, að fólkið í kringum þau liló og sagði heimskuleg orð, af því þau elskuðu hvort ann- að. Hann var að tala við hana og bar ótt á: „Elskan, þú hefir fengið bréfið mitt. Það er allt í lagi. Ég verð hérna. Ég verð nærri þér. Við verðum eins mikið saman og hægt er, þar til við giftum okkur.“ „Mark,“ gat hún aðeins sagt. „Laní, þetta hefir verið erfitt,“ sagði hann og tók ekki eftir harminum í rödd hennar, þegar hún nefndi nafn hans. „Hvað gerðu þau þér? Lokuðu þau þig inni og vörnuðu þér að svara bréfi mínu?“ Hin djúpa rödd hans, sem hún elsk- aði svo heitt, lét afar þýðlega í eyrum hennar. „Voru þau vond við þig? Það skal enginn verða framar vondur við þig.“ Henni fannst sem andlit hans á þessari stundu væri skuggi þeirra örlaga, sem spunnið hefðu það tjald, er æv- inlega skyldi skilja þau að og byrgja þeim sýn til hvors annars. Hún neyddi sjálfa sig til að færa sig frá honum. Ég gerði vel, hugsaði hún, aö fela mig hér í þessu víti. Ég gerði jafnvel vel með þiví að hrinda honum frá mér með því að giftast, þrátt fyrir það að ég gerði það af öðrum ástæðum. Allt þetta gerði ég vel, af því ég elska hann. Hún neyddi sig til. að segja: „Þú verður að vita af hverju ég fór. Ég — ég fylgdi þér upp á fjalliö.“ Svipur hans breyttist ekkert við að hún sagði þetta. Hann sagði aðeins: „Ástin mín.“ Hún starði á hann. En hann hélt áfram: „Þú hefir rekist á bréfið og álitið að Maude væri ákveðin í að framkvæma hótun sína. Það var ekki undarlegt. Það var langt síðan hún hótaði því að fremja sjálfsmorð. Það var þess vegna, sem hún neyddi mig til að giftast sér. Ég gat ekki látið hótun hennar afskiptalausa. Hún njósnaði um okkur og vissi hverju fram fór. Þess vegna gat þaö haft við nokkuð að styðjast, að hún fyrirfæri sér í þetta skipti. En það var ekki hægt að ásaka okkur, ástin mín. Þótt hún skrifaði það, að við ættum sök á dauða henn- ar, þá hafði það ekki við neitt að styðjast. Og hún ætlaði ekki að fyrirfara sér. Henni skrikaði fótur og féll því fram af bjarginu. Ég var of fjarri til að geta gripið hana.“ Svo að þetta var hans saga. Hún sagði lágt: „Þú sagðir að þú hefðir drepið heiðarlega menn, án eftirsjár, og þö lifði hún. Þú last bréf hennar og sagðir að þú gætir vel skil- ið þann mann, sem glaður yrði konu að bana. Þú leizt- út eins og morðingi á þeirri stundu. Þú hljópst. Ég sá hana falla. Ég sá þig næstum vera fallinn líka ....“ Hann stökk á fætur og horfði í augu hennar. „Þú hélzt aS ég hefði drepiö hana.“ ° ■ . ■ . i - - i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.