Tíminn - 02.10.1953, Blaðsíða 6
TÍMINN, föstudaginn 2. október 1953.
222. blað
Æ)j
PJÓDLEIKHÚSID
AUSTURBÆJARBÍÓÍ Ósannindi Hlil.
Topaz
Sýning í kvöld kl. 20.
76. sýning og allra síðasta sinn.
Einkalíf
Sýning laugardag kl. 20.
Koss í kaupbœti
Sýning sunnudag kl. 20.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15—20. Tekiö á móti pöntun-
um. Símar 80000 og 8-2345.
Stúlka ársiíis
Óvenju skemmtileg söngva- og
gamanmynd í eðlilegum litum.
Æska, ástir og hlátur prýðir
myndina, og í henni skemmta
tólf hinar fegurstu stjörnur
Hollywoodborgar.
Aðalhlutverkin leika:
Kobert Cummings og
Joan Caulfield.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BIO
Symluga konan
(Die Sunderin)
Ný, þýzk, afburðamynd, stór-
brotin að efni, og afburðavel
leikin. Samin og gerð undir
stjórn snillingsins Wiili Forst.
Aðalhlutverk:
Hildigard Knef,
Gustaf Frölich.
Danskir skýringartextar.
Bönnuð börnum yngri en 16 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBÍÓ
Æ viní ýr aey j an
(Boad to Bali)
Ný amerísk ævintýramynd í lit-
uin með hinum vinsælu þre-
menníngum í aðalhlutverkun-
Bing Crosby
Bob Hope
Dorothy Lamour
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBIC
— HAFNARFIRÐI —
Húrru krakki
Sýnd kl. 8,'30.
Leikfélag Hveragerðis.
Sími 9184.
Gerist askrifendur að
l
imanum
Th,
Ég heiti Niki
(Ich heisse Niki)
Bráðskemmtiieg og hugnæm,
ný, þýzk kvikmynd.
Aðaihlutverk:
Paul Hörbiger,
litli Niki og
liundurinn Tobby.
Mynd þessi hefir þegar vakið
mikiö umtal meðal bæjarbúa,
enda er hún ein skemmtilegasta
og hugnæmasta kvikmynd, sem
hér hefir verið sýnd um iangan
tíma.
Sýnd kl. 9.
Síðasía slnn.
GAMLA BÍO
Engar spurninyar
(No Questions Asked)
Afar spennandi, ný, amerísk
sakamálamynd.
Barry Suiiivan,
Arlene Dahl,
Jean Hagen,
George Murphy.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Síðasta sinn.
Bönnuð börnum innan 14 ára. j
TRIPOLI-BfÓ
Hinn sakfollt}!
(Try and get me)
Sérstaklega spennandi, ný, am-
erísk kvikmynd, gerð eftir sög-
unni „The Condemned“ tftir
Jo Pagano.
Frank Lovejoy,
Lioyd Bridges
Richard Carlson.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum.
HAFNARBÍÓ
Olnbogabarnið
(No Placc for Jennifer)
Hrífandi ný brezk stórmynd,
um barn fráskyldra hjóna,
mynd, sem ekki gleymist og
hlýtur að hrífa alla, er börnum
unna.
Aðalhlutverk ieikur hin
ára gamla
Janette Scott
ásamt
Leo Genn,
Bosamund John.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
10
Þúsnaðif vita «9 ;»fai
fyljflr hringunwm frá
8IGUKÞÓR, Hafnarstr. 4.
Margar gerClr
fyrlrUggjandl.
öendum gean pórjSr’^u.
Blikksmiðjan
GLÖFAXI
Hraunteig 14. Simi 7236.
(Framh. af 4. slðu).
komu bæjarsjóðsins. Svo er
Morgunblaðið notað til þess
að afflytja málin og skerða
lánstraust bæjarins. Þetta
er lítil hollusta við bæjarfé-
lagið sitt!
Afbragðs sjómenn.
Dugmiklir
útgerðarmenn.
Það er alþjóð kunnugt, að
Vestmannaeyingar eru af-
bragðs sjómenn, harðgerðir
og framsæknir. Útgerðar-
mennirnir í Eyjum eru einn
ig afburða duglegir menn.
þessir veigamiklu eiginleikar
framleiðslustéttarinnar
skjóta vissulega styrkumi
stoðum undir sjávarútveginn}
í Eyjum og alla afkomu}
fólksins, enda er afkoma
manna hér yfirleitt mjög
góð og lífskjör jöfn, þegar á
heildina er litið. Yfirleitt er
allur atvinnurekstur einstak
linga hér til fyrirmyndar í
mörgu tilliti. Því veldur
fyrst og fremst það, aö út-
gerðarmennirnir hafa tekið
samvinnuna í þjónustu sína
á flestum sviðum. Samvinnu
samtökin hafa fært þeim í
vasann ótrúlegar hagsbætur,
tekjuauka og samtakamátt.
Enda er framleiðsla Eyjabúa
ótrúlega mikil að vöxtum og
verðmætum. Eftir vetrarver-
tíðina 1952 reiknaðist okkur
svo til, að verðmæti fram-
leiðslunnar hér næmi allt að
75 milljónum króna.
Það verður ekki annað
með sanni sagt, en að bæjar
stjórnin á drjúgan þátt í
þessari framleiðslu, þó að ég,
eins og áður er tekið fram,
viðurkenni með ánægju af-
burða hæf ileika sj ómanna
okkar og útgerðarmanna.
Bæjarstjórnin hefir gert allt,
sem hugsanlegt er, til þess
að greiða fyrir athafnalífi og
lyfta undir framleiðslustörf-
in og framleiðsluframtakið.
Ég læt hér staðar numið að
sinni. Ég harma það, að til
skuli vera menn í vestmanna
eyjum, sem alltaf eru tilbún
ir að leggja niðurrifsöflum
Sjálfstæðisflokksins, Morgun
blaðsmönnunum, lið, þegar
þeim þóknast að úthúða bæj
arfélaginu og rýra lánstraust
þess með ósannindavaðli og
rógi, svo sem þeim, er Morg-
unblaðið hefir birt að und-
anförnu.
Ég þykist nú hafa svaraö
fréttaflutningi hins „heiðar-
lega“(!) fréttablaös að
nokkru. Ég þekki þá illa Eyja
búa að drengskap og mann-
dómi ef þeir eiga ekki eftir
aö muna þessa árás íhaldsins
á bæjarfélagið sitt við næstu
bæjarstjórnarkosningar og
lúskra því duglega. Bæjarfé-
lagið er sameign okkar allra,
hvar í flokki sem við stönd-
um.
MARGARET WIDDEMER:
UNDiR GRÆNUM PÁLMUM
Eyja skelfinganna
77.
Móteitrið
(Framhald af 3. síðu).
skuluð þið halda ykkur vel,
því að nú ætlar pabbi- kari
að aka svo um munar“.
Þegar við ókum af stað,
brosti ég í kampinn. Ég fann,
að ég hafði aftur áunnið mér
virðingarstöðu húsbóndans.
Það lenti í snúningum fyrir
mér við að kaupa hjólskaut-
ana handa Buster. — Mér
kom sem sé í hug, að hann
þyrfti reyndar líka að fá
knattspyrnuskó og æfinga-
búning.
(Nokkuð stytt þýðing úr
Reader’s Digest.)
„Veit ég ekki meira um trúboða en þú“ sagði kona hans.
„Sá ég ekki um son frú Paton í Melbourne og Adelaide
einnig? Frú Paton hló alltaf, þótt sorg byggi í hjarta
hennar,, af þvi hún var hetja. Og af því frú Chester er
hérna, þá bera stúlkurnar ekki einu sinni við að fara út í
runnan að synda, af því þær eru heldur hjá henni. Ég
er höfðingjaættar og veit hvað ég er að segja.
Og af því Patesa var ekki höfðingjaættar og var aðeins
fimmti maður Litsi, af þeim ástæðum, eins og hún sagði,
að hann var menntaður maður og trú hennar hafði boðið
henni aö giftast honum þessvegna, þá sagði hann ekki
meir.
Og dagarnir og næturnar héldu áfram að líða. Og Laní
hugsaði aðeins um líðandi stund. Hinir innlendu komu til
hennar frá því að sinna störfum sínum og hlusta á hana
leika á orgelið og syngja, en á meðan hélt Vaimai á Miles
litla og var þakklát fyrir hverja þá stund, sem hún hafði
tækifæri til að halda á honum. Litsí hafði skýrt drenginn.
„Þetta ætti að nægja honum þar til Paton trúboði kemur
og fullkomnar verkið“, hafði hún sagt.
Að láta drenginn heita í höfuð afa síns var allt og sumt,
sem Laní gat gert. Hún vissi að honum hefði þótt vænt
um það.
Hún vissi með sjálfri sér, að þessi barnalega ánægja
jhennar gat ekki enzt til eilífðar, en hún hélt dauðahaldi
í hana.
Þann dag, sem drengurinn var sex vikna gamall, sagði
Vaimai. „Tvö skip koma hér. Annað er Dayspring, en hitt
er varðbátur stj órnarfulltrúans".
| Laní, sem hafði verið aö raula hawaískan söng, á meðan
I hún fléttaði hálsfesti handa Miles litla úr blómum, en
hann lá í pálmalaufskörfu við hlið hennar, fannst að eitt-
. hvað vaknaði skyndilega hið innra með henni.
„Já“, sagði hún.
„Og þrælaskipin munu fara að koma til baka. Þá mun
Chester koma.
Laní minntist þess, aö Vaimai óttaðist að Chester myndi
: hegna henni fyrir að hjálpa henni til að flýja. Hún sagði.
j„Þú getur verið róleg. Ég var hrædd við að fara ein til
i móður minnar og ég neiddi þig til að koma“.
j Vaimai sagði. „Ég var ekki að hugsa um mig. Ég var að
hugsa um það, hvort þú mundir láta að vilja þessa manns,
sem við hötum báðar, þegar hann kemur til baka“.
Vaimai hafði á réttu að standa. Þaö var kominn tími til
að horfast í augu við staöreyndirnar. Hún sagöi. „Nei, ég
mun ekki láta að vilja hans“.
„Þá verður þú að senda eftir varðbátnum“, sagði Vaimai
og horfðist nú bemt í augu við húsmóður sína.
„Því ætti ég að gera það“? sagði Laní.
Vaimai sagði. „Trumburnar flytja okkar allar fréttir af
gjörðum hinna hvítu. Þegar þú fórst ekki með Mark, eftir
þær heitu kveðjur, sem urðu á milli ykkar, þegar hann kom
hingað til eyjarinnar, þá sögðu trumburnar frá því. Og af
því trumburnar voru slegnar af karlmönnum, þá sögðu þær
| „Chesterkonan elskar Chestermanninn mjög heitt, af því
ihann er vondur við hana. Svo vitanlega vildi hún vera hjá
honum áfram“.
„Hvað með það?“
„Ekkert annað en að það er ekki satt. Ég sá, að það
brennandi hatur, sem þið sýnduð hvort öðru, stafaði af
1 því að ást ykkar mátti ekki brjótast fram“, sagði Vaimai
,hljóðlega með hinni dillandi og mjúku rödd sinni og horfð
ist -í augu við Laní. „Ég býst einnig við að þú hafir getaö
sagt honum það, sem hefði breytt hatri hans á svipstundu“.
J Svo að Vaimai hafði þá alltaf vitað það.... Laní sagði.
| „Ég mun ekki segja honum það og þaö munt þú ekki
.heldur gera“.
j „Nei, ég hef lofað þögn. Þetta er vont fyrir þig, en það
.mundi verða verra fyrir hann. Við erum svona gerðar. Kon
} ur eru kjánar“. Hún lagði hönd sína á öxl Laní. „Vertu
skynsöm og sendu eftir Mark“.
„Nei“.
Vaimai yppti öxlum. „Ég heyri“, sagði hún. „Þá eru það
trúboðarnir“.
„Já. Farðu til Litsí og vittu hvenær von er á Dayspring
hingað eða hvernig hægt er að koma boðum til skipsins á
sem fljótastan hátt“.
j Dayspring kemur endrum og eins. En ef þú sendir bréf
í til allra viðkomustaða þess, þá kemst eitt bréfið til skila.
Það verður nokkuð þangað til skip Chesters koma frá Fiji“.
| Laní reiknaði út allar aðstæður. Svo létti henni og hún
tók um aðra hönd sofandi drengsins. Þetta ætti að takast,
ef Chester yrði ekki því fljótari í ferðum.
„Vill Litsí lána mér ræðrara og eintrjáninga“?
„Eins marga og þú vilt. Hún er þér mjög hlynnt og ég
hef sagt henni, að þú þráir að sjá framan í hvíta konu“.
Litsí, sem var alltaf reiðubúin til aö aðstoða Laní, færði
henni penna og blek og pappír. Hún bauö henni heim til
sín, svo hún gæti verið í næði við að skrifa bréfin.
Laní skrifaði Patonhjónunum og skýrði þeim frá öllu því,
sem á daga hennar hafði drifið. Hún dró ekkert undan og
Jsagði þeim afdráttarlausan sannleikann, sagði þeim frá