Tíminn - 06.10.1953, Qupperneq 4
TÍMINN, þriðjudaginn 6. október 1953.
225. blað.
Flokkar og st j órnarmy ndanir
Ræða forseta íslands við þingsetninguna
Frá því er Alþingi var
r,ofnað, eru nú 1023 ár. Frá
;ví er Alþingi var endurreist
g kom saman af nýju fyrir
08 árum, er þetta 88 sam-
'íoma þess, en frá því að það
~kk aftur löggjafarvald fyr-
r 79 árum, er þetta hið 73.
röðinni, en 56. aðalþing.
!Það er nýkosið þing, sem
:iú kemur saman til fyrsta
undar. Að vísu hafa þing-
iokkar áður komið saman
ii viðræðna um stjórnar-
nyndun utan þingfunda. Um
,á aöferð við stj órnarmynd-
n er fordæmi og eins er
■llum kunnugt, að samning-
<r um stj órnarmyndinir
: ara aldrei fram á opnum
ungfundum. Auk þess stóð
ní svo á, að tveir stærstu
iokkar þingsins, sem störf-
uöu saman í ríkisstjórn á síð
ista kjörtímabili, höfðu á-
.veðið að ganga til samn-
nga á ný um stjórnarsam-
tarf. Að svo komnu mæltist
<g til þess við fyrrverandi for
•ætisráðherra, að gefnu til-
•ini, að rikisstjórnin segöi
■Kki af sér fyrr en séð væri
vrir um úrslit þeirra samn-
agstilrauna. Það er eðlileg-
ist, að samningar hefjist
;kki með samstarfsslitum,
j,j alltaf geti endirinn orðið
á og auk þess æskilegt við
>11 • stjórnarskifti, að sem
: Kemmst sé á milli fullgildra
ikisstjórna. Eins og öllum er
.unnugt tókust samningar
g var ný ríkisstjórn skipuð
yrir þingbyrjun. Ég tel vel
arið að komist var hjá þeim
öfum og tilkostnaði, sem fer
langdregna stjórnarmynd-
m um sjálfan þingtímann.
?g hygg og að flestir muni
elja þátttöku þessara
veggja flokka í stjórnar-
nyndun vera eðlilega afleið-
: ag af úrslitum síðustu kosn-
<iga og styrkleikahlutföllum
::iokka á Alþingi.
Hin nýja stjórn er sam-
iarfsstjórn tveggja þing-
inkka. Ég segi samstarfs-
t.iórn en ekki samsteypu-
tiórn því flokkarnir starfa
a.man en er ekki steypt sam
■n. Margir telja að illt sé að
ua við samstarfsstjórnir
;nöts við það, að einn flokk-
r hafi þingmeirihlulm, og
;<eti framkvæmt stefnuskrá
ana án íhlutunar annarra.
Hmsir eru og þeirrar skoð-
niar að betri væru minni-
úutastjórnir með öllum ráð
terrum af einum flokki en
•amsettar stjórnir af fleiri
. lokkum.
Hn það er margt sem kem-
■r til greina, er getur orkaö
vimælis, þegar um skipun
f.innihlutastjórnar er að
::æða. Minnihlutastjórn
i.iargast ekki án samkomu-
iags við aðra þingflokka, og
larf þá einnig nokkurn sam
•tarfsvilja milli flokka. Lítill
lingflokkur getur haft jafn-
?oð starfsskilyrði eins og
>örir stærri. Minnihluta-
tiórn þarf, ef hún er ekki
’klpuð til þess eins að starfa
’ram yfir kosningar, að hafa
: íkur fyrir því, að henni
/erði eirt af þingmeirihluta
og að geta komið fram nauð
oynjamálum á Alþingi. Fram
,íð hennar er ótrygg og sí-
íelldir lausasamningar. Þó
íer það nokkuð eftir stjórn-
.■nálastarf svenj um í hverju
, landi, hvernig slíkt gefst. Með
ialaldur minnihlutastjórna
jer miklum mun styttri en
meirihlutastjórna, hvort
; sem er samstarfs — eða
hreinna flokksstjórna. Eftir
j því sem ég þekki til í þeim
jlöndum, sem eru oss skyld-
just stjórnarfarslega, þá hef-
j ir gengi minnihlutastj órna
! farið minnkandi að sama
jskapi og þjóöfélagið hefir
j færst meira í fang um stuön
ing við og afskipti af félags-
! og atvinnumálum. Skipun
minnihlutastjórnar getur
samt veriö pólitísk nauðsyn,
þó þeir stjórnarhættir séu
ekki framför frá þeim sam-
istarfsvenjum, sem vér íslend
1 ingar höfum tamiö oss um
vér af reynslunni. Sá er eld-
urinn heitastur, sem á sjálf-
um brennur. En stjórnmála
starfið verður aldrei auðvelt
eöa vélgengt. Ef stjórnmála-
flokkur er svo fjölmennur,
langt skeið.
Samstarfsstjórnir eru eðlis
skyldari þeim hreina flokks-
meirihluta, sem flestir virö-
ast þrá. Ókostina þekkjum
að hann nái hreinum þing-
meirihluta, þá rúmar hann
eínnig innan sinna vébanda
sundurleita hagsmuni, sem
| þarf að samræma og ólík
sjónarmið, sem þarf aö sam-
rýna — og líkist að því leyti
samstarfsflokkum, sem
þurfa aö semja sín á milli
um hagsmuni, hugsjónir og
völd. Samstarfsstjórn
tveggja eða fleiri flokka ger-
ir í upphafi með sér mál-
efnasamning, sem kemur í
stað kosningastefnuskrár, og
er hann hennar stjórnar-
stefna. Málefnasamningur
tryggir að nokkru framhald
samstarfsins meðan verið er
að koma honum í fram-
kvæmd, þó alltaf berist jafn
framt að ný og óvænt við-
fangsefni. Glöggir stjórn-
málamenn, sem eiga að
skilja hvar samningamörkin
liggja, eru þar í daglegri sam
vinnu um afgreiðslu mála og
undirbúning löggjafar. Um-
mæli mín ber ekki að skilja
svo, að ég taki samstarfs-
stjórnir fram yfir hreinar
meirihluta flokksstjórnir,
heldur á hinn veg, að hvern
meirihlutastjórnar mögu-
leika ber að rannsaka til hlít
ar, áður en horfið sé aö
myndun minnihlutastj órna.
I Örlög ríkisstjórnar liggja
'jafnan í höndum hins háa A1
1 þingis og kj ósendanna við
! hverjar kosningar. Hver
'stjórn, hvernig sem hún er
! til komin, þarf að skapa sér
; starfhæfan þingmeirihluta,
j til að geta haldið áfram
jstörfum. Það fer því bezt á
því að tryggj a hverri stj órn
1 meirihlutastuöning eða hlut
leysi í upphafi, þó nokkuð
þurfi að sveigja til frá því
| sem einstakir flokkar mupdu
helzt kjósa.
Það er krafa almennings
að afstöðnum kosningum, að
'starfhæfar stjórnir séu
[myndaðar án verulegrar taf-
,'ar. Um það eru uppi ýmsar
Itillögur á síðari árum, hvern
jig megi tryggja stjórnar-
ímyndun án óhæfilegs drátt-
|ar. Ekki skal ég draga í efa,
aö nokkuð megi ávinna með
breyttri löggjöf, og því síður
ræða einstakar tillögur, en
ég tel mér þó bæöi rétt og!
heimilt að benda á, aö stjórn
' arfari verður seint borgið
með löggjöf einni saman. *
| Þess er dæmi, að stórveldi
hafi liðið undir lok, sem bjó
við eina hina fullkomnustu
'stjórnarskrá, sem fræðimenn'
hafa samiö, þó annað stór-'
veldi sé enn við líöi, og nj óti
mikils álit fyrir stjórnmála-|
þroska, sem býr við óskráðari
stjórnskipulagsvenjur einar
saman. Þingmenn og þing-'
flokkar hafa óskráöa skyldu
til stj órnarmyndunar eftir'
sinni aðstöðu, og kemur'
margt til greina, sem oflangt
yrði upp að telja, en það er
hætt við að lögboðin stjórn-í
armyndun myndi losa um
hið nauösynlega samstarf |
við löggjafarvaldið og dragaj
að nokkru úr þeirri ábyrgð,
sem hver stjórn á að finna'
til og bera. Það er eðli lýð— |
ræöisins og þingræðisins, aðj
þeir sem við það búa, verðií
aö reynast hæfir til þess a'ð
stjórna.
Árna ég svo nýkjörna Al-
þingi allra heilla í störfum
fyrir land og lýð, þjóðinni
árs og friðar og bið alþingis!
menn að minnast ættjarðar
innar með því að rísa úr sæt
um.
Samkvæmt 1. grein þing-
skapa ber nú aldursforseta
aö stjórna fundi þar til kosn
ing forseta sameinaðs þings
hefir farið fram.
Grasekkjumaður hefir kvatt sér
hljóðs og mun flytja hér pistil, sem
hann nefnir: Veitingamenn. veiða
upp úr pottinum:
„Svo er nú ástatt, að, ofmiklar
birgðir eru taldar vera af ýmsum
framleiðsluvörum, t. d. smjöri, osti,
grænmeti o. s. frv.
í því sambandi vil ég benda á það,
að matsöluhús landsins gætu aukið
sölu þessara matvæla, bæði með
því að auka skammtinn og lækka
veröið.
Þessa skoðun byggi ég á athugun-
um, sem ég heíi gert og nú skal
greina frá:
1. í matsöluhúsi í Rvík þótti mér
smjör, sem mér var borið með
brauðsnúð, oflítið, og bað því um
smjörkúlu í viðbót. Hún kostaöi
kr. 1,25. Þetta fannst mér svo yfir-
gengilegt verð, að ég tók kúluna
með mér og lét vigta hana á mjög
nákvæmá vog í einni starfsdeild rík
isins. Sú rannsókn leiddi í ijós, að
matsöluhúsið seldi hvert kíló á kr.
227,00.
2. Síðar gerði ég sams könar til-
raun með ost. Hann var seldur á
kr. 118,00 kílóið.
3. í öðru matsöluhúsi keypti ég
grænmetisrétt. Pramreitt var súpu-
gutl, liálf, lítil gulrót, skorin eftir
endilöngu, hálfur meðalstór tómat,
flís af hvítkáli, sennilega ein áttund
af venjulegum blómkálshaus, 2 litl
ar kartöflur og lítilsháttar af
bráðnu smjörlíki. — Verðið var
rúmlega 15 kr., kaffilaust.
Skömmu seinna fór ég til mat-
vörukaupmanns og fékk að vita
hjá honum smásöluverð á græn-
meti. Heill tómat kostaði kr. 1,00
og gulrótin kr. 0,60. Dýrasti hluti
grænmetisréttarins hefir því kostaö
ca.. 80 aura.
4. Sunnudaginn 6. sept. s. 1. var
á boðstólum í einni matsölu bæjar
ins ísl. kjötsúpa með nýju lamba-
kjöti. Verð kr. 31,25. Þetta var of
freistandi rannsóknarefni til að
gefa því ekki gaum.
Borið var á borð rúmlega V2 disk
ur af súpu, gulrófuflís, 2 kartöflur
og svo kjötið.
Til þess að fá einhverja hugmynd
um á hverju þetta fáránlega verð
hvíldi, fór ég daginn eftir í mat-
vöruverzlun og fékk viktaðan kjöt
skammt, sem ég taldi nákvæma
eftirlíkingu og sízt minni en þann,
sem ég hafði fengið. Verðgildi hans
var kr. 6,25 í smásölu. Þar sem
matsöluhúsið hefir vafalaust feng
ið kjötið í heildsölu, verður þessi
féfletting enn óskammfeilnari.
Það skal tekið fram, að mörg
j önnur dæmi eru fyrír hendi um
; matsöluokriö. Allt er þetta vott-
fest og auðvelt fyrir hvern sem er
að gera sínar eigin athuganir. Ýms
um kann þó að finnast slíkar rann
sóknir smámunalegar, en þegar bú
íð er að leggja nær því alla lifn-
aðarhætti manns niður í visitölu-
stig, að andardrættinum þó undan
skildum, þarf það engin fjarstæða
að teljast, þótt fleiri bregði fyrir
sig reikningslistinni en þeir, sem
gína yfir gróðanum.
En svo cr liér um að ræða mál,
sem snertir fleiri aðila en snuðaða
menn. Þetta er vandamál, sem leið
ir til þess misskilnings, að fram-
leiðendur séu orsök þessara óskapa
Það er heldur ekkert undarlegt, að
maður, sem í góðri trú á heilbrigða
verzlunarhætti kaupir smjörklínu
framan á hnifsoddi fyrir á aðra
krónu eða nokkra munnbita af
kjöti fyrir nær 30 krónur, skelli
skuldinni á framleiðandann, sem
mestu hefir tilkostað. Matseðillinn
er ekki heimildarit um verðlagn-
ingu. Hann er meira að segja ekki
nákvæmari en það, að þess eru
dæmi, að nautakjöt verður að
hrossakjöti eða hvalkjöti, þegar á
hólminn kemur, bráðið smjör þýðir
smjörlíki, rjómaís svonefndur (mun
að verulegu leyti hafa verið eggja
hvíta og gerfiefni) reyndist við
rannsókn hafa álíka gerlafjölda og
hrossatað.
Margar aðrar vörubrenglanir hefi
ég við hendina, vottfastar í bezta
lagi, þótt ýmislegt sé enn ekki upp
lýst, t. d. er mér það ráðgáta, hvem
ig á því stendur, að smjörið er oft
flekkótt, þá sjaldan það fæst með
mat. Vera má, að úrlausn verði
fengin á því við tækifæri, t. d. ef
staðbinda þarf þau dæmi, sem hér
hafa verið nefnd eða önnur af svip
uöum toga spunnin".
„Grasekkjumaður" hefir lokið
máli sínu.
Starkaður.
>-«•1
Tvímenningskeppni meistara
flokks hefst á sunnndag
Ko|»|mi í 1. flokki lokið
Fjórum umferðum er nú
lokiö í tvímenningskeppni
Bridgefélags Reykjavíkur í 1.
flokki. Síðasta umferðin var
spiluð 1 gærkvöldi, en úrslit
voru ekki kunn er blaöið fór
í prentun. staðan eftir fjór-
ar umferðir var þannig hjá
þeim efstu:
1. Ing.Ól. - Stefán Sv. 349,5
2. Gunnar V.-Ól. Gutt. 348,5
3. Árni Guðm.-Ól. Þ. 348,5
4. Júlíus G,-Njáll Ing. 343
5. Karl J.-Sveinn H. 337
6. Einar G.-Magnúss 337
7. Hallur-Orri G. 335
8. Tr. Pét.-Þórh. T. 333
9. Ól. H. Ól.-Gunn. E. 327
10. Bj. G.-Guðm. Sig. 323,5
11. Bj. B.-Guðgj. St. 320,5
12. Soffia-Viktoría 311,5
13. Þorst. B.-H. Thorl. 310
14. Gunnl. Ól.-Helgi 309
Næstkomandi sunnudag
hefst tvímenningskeppni
hjá meistaraflokki og taka
32 „pör“ þátt í þeirri keppni.
Átta efstu „pörin“ í 1. flokki
færast upp í meistarflokk.
I
Framsóknarmenn!
„Framsóknarflokknrmn
störf hans og stefna“
— Þarf að vera í eigu hvers flokksmanns. —
Það er skoðun margra þeirra, er fylgzt hafa með
og tekiö þátt í starfi Framsóknarflokksins, að þessi
bók sé eitt bezta stjórnmálarit hliðstæðs eðlis. „Fram-
sóknarflokkurinn, störf lians og stefna“ er heimildar-
rit ritað á breiöum grundvelli af einum ritfærasta
pennt flokksins. Bókin ber þess glöggt vitni,
að hún er rituð í dúr fræðilegrar sannsýni um menn
og málefni. — Ungir Framsóknarmenn og aðrir, sem
nú eru að hefja stjórnmálaþátttöku, er brýn nauösyn
að kynna sér efni þessarar bókar.
Starf og stefna virkustu umbótaafla þjóðarinnar
síðustu 30 árin er hverjum ungum manni nauðsynlegt
að kynna sér. „Framsóknarflokkurinn, störf hans og
stefna“ er bók, sem hverjum flokksmanni er ómissandi.
Sendið flokksskrifstofu Framsóknarflokksins, Lind-
argötu 9, pöntun og látið andvirðið, kr. 20,00, fylgja
henni. — Ath.: Upplag bókarinnar er nokkuð takmark
að og tryggið ykkur bókina i tíma.
o
o
Skrifstofa Framsóknarflokksins
Vinnið ötuilega að úthreiðslu TIMAIVS