Tíminn - 06.10.1953, Side 5
225. blað.
Æ.
TIMINN, þriðjudaginn 6. október 1953.
6. oht.
••3ST'
ERLENT YFIRLIT:
Að trúa á trunt
trunt og tröllin
í fjöllunum
Þjóðviljinn og dátar hans
viröast vera í vafa um, hvern
ig það sé að trúa á tröll. En
um þetta er m. a. nokkurn
fróðleik að finna á bls. 193 í
Þjóðsögum Jóns Árnasonar
(I. bindi). Þar segir frá því,
að skessa sat á jökulgnýpu
og heillaði til sin mann á
grasafjalJi. Um mann þenn-
an segir siðan: „Ári siðar varð
fólk úr sveit hans á grasa-
fjalli á sama stað. Kom hann
þá til þess og var fálátur og
ábúðarmikiil, svo varla
fékkst orð af honum. Fólkið
spurði hann, á hvern hann
tryði, og sagðist hann þá
trúa á Guð. Á öðru ári kom
hann aftur til sama grasa-
fólks. Var hann þá svo trölls
legur, að því stóð ótti af hon-
um. Þá var hann spurður, á
hvern hann tryði, en hann
svaraði því engu — —. — Á
þriðja ári kom hann enn til
íólksins. Var hann þá orðinn
hið mesta tröll og illilegur
mjög. Einhver áræddi þó að
spyrja hann, á hvern hann
tryöi, en hann sagðist trúa á
„trunt, trunt og tröllin í
fjöl!unum“ og hvarf síðan.
Eftir þetta sást hann aldrei.
Ekki getur þjóðsagan þess,
að pilturinn, sem heillaður |
var til að taka tröllatrú, væri
neitt öðru vísi en fólk flest
áður en ósköpin komu yfir
hann. Sama er að segja um
flesta þá, er þessa trú hafa
tekiö nú á tímum.
Því miður hafa sumir,
þeirra æskumanna, er sendir,
hafa verið til að draga and-
lega björg í bú þjóðarinnar,
verið orðnir eitthvað undar-
legir þegar þeir komu heim
af „grasafjallinu.“ Einn
þeirra er ungi maðurinn á
Skólavörðustíg 19, sem hefir
valið sér nafn hundsins með
hundrað augum.
íslenzka þj óðin þekkir
þennan sið og kann að gjalda
varhuga við honum, núoi'ðið.
Hún veit að þeir menn
„trúa á trunt trunt og tröllin
í fjöllunum,“ sem vikna af ó-
líkindalátum, ef vopni er mið
að á kaldan klett í óbyggð,
en glotta að neyð. kúgaðra
þjóða og hrópa hósíanna fyr
ir þeim, sem á undanförnum
árum hafa stofnað heims-
friðnum í voða.
Hún veit, að þeir menn
trúa á „trunt, trunt,“ sem
vilja innleiða á íslandi stjórn
arhætti einræðisríkjanna,
þar sem veggir heimilanna
eru eyru leynilögreglunnar,
þar sem smásveinar eru æfð-
ir í meðferð byssustingja og
fallhlífa, og þjóöhátíðardag-
urinn er haldinn hátíðlegur
með skrautsýningum ægileg-
ustu vígvéla.
Hún veit, að þeir menn
trúa á „trunt, trunt,“ sem
taka list Jónasar Hallgríms-
sonar og Stephans G. Step-
hanssonar í þjónustu myrkra
afla um miðjan dag.
Frakkðand á krossgðium
Tckst Frökkum aS bjarga lýdræðimi og
afstýra g'lundroða og' cinræði?
Sem betur fer þynnist nú
óðum lið þeirra, sem á „trunt“
trúa.
í dag kemur franska þingið sam
an til fundar eftir sumarleyfið. Því
er yfirléiCt spáð, að þetta nýja þing
geti orðið mjög sögulegt, og ef til
vill skeri það úr um það, hvort al-
gert stjófhléysi skapist í Frakklandi
og afleiðíng þess verði síðan ein-
ræðisstjórn til hægri eða vinstri
eða hvort Frökkum tekst að við-
halda starfhæfu lýðræðisskipulagi
Atburðuiii þeim, sem koma til
með að gerast í Frakklandi næstu
vikur og mánuði, verður veitt mikil
athygli, því að þeir verða ekki aö-
eins örlágaríkir fyrir stjórnmál
Frakklands, heldur geta haft megin
þýðingu fyrir gang heimsmálanna.
Það virðjst 't. d. velta á Frökkum,
hvort nókkuð veröur úr stofnun
Evrópuhergins Fyrir kosningarnar í
Vestur-Þýzkalandi gerðu Frakkar
sér nokkra Von um, að Evrópuher-
inn myndi stranda á Þjóðverjum
og Frakkar myndu þannig losna úr
þeim vanda, að ráða örlögum þeirr-
ar hugmyndar. Kosningasigur Ad-
enauers gerði þessar óskir Frakka
að engu,’.. og nú verða þeir að
hrökkva eoá stökkva í þessum efn-
um.
Afstaðan til Evrópuhersins verður
þannig eftt þeirra mála, sem kem
ur til méð að setja höfuðsvip á
stjórnmálábaráttuna í Frakklandi
næstu mónuðina. Það er og án
efa það mál, sem mun ráða meiru
um afstöðu :kommúnista en nokkuð
annað, en.'.þeir geta ráðið miklu um
hver stjpfnmálaþróunin verður í
Frakklandi; Óttist þeir, að samning
urinn um; Evrópuherinn nái sam-
þykki Frákka, munu þeir efalaust
gera sittZ'til að skapa sem mest
öngþveitiu atvinnulífi og stjórnmál
um Frakkai
Fellur stjórn Laniels?
Það er talið mjög vafasamt, að
stjórn Laniels muni halda velli eft
ir að þingið kemur saman. Hún var
mynduð f'sumar rétt fyrir sumar-
leyfi þingsins eftir lengstu stjórnar
kreppu í sögu franska lýðveldisins
Flestir spáðu henni þá ekki lengri
lífdaga ehmeðan sumarleyfi þings
ins stæðiryfir. í gamni og alvöru
var sagt, að.hún hefði verið mynduð
til þess eins, að þingmenn gætu
fengið surftarleyfi sitt.
Það er ekki líklegt til að lengja
líf stjórnáfinnar, að hún heíir ver-
ið heldur óheppin, þrátt fyrir PÓð-
an viljaí Fyrstu ráðstafanirnar,
sem hún ígérði eftir þingfrestunina,
orsökuðu ; ftiikla gremju opinberra
starfsmanna, þótt þær væru í raun
inni smávægilegar og stefndu í
fétta áti;.. Opinberir starfsmenn
töldu stjominni hins vegar nær að
beina gei'ri sínum að öðrum en
þeim. Afieiðing þessa varð því ein
mesta vefkfallsalda, sem orðið hef-
ir í Frakldandi. í fyrstu voru það
aðrir en... kommúnistar, sem áttu
upptökin.'þótt þeir réðu mestu eft-
Ir að verkföllin voru hafin.
Eftir að verkföllunum lauk, hef-
ir stjórniij gert ýmislegt til að vinna
upp álitshnekkir þann, sem verk-
föllin höiðu valdið henni. Hún
hækkaði íá'ún lægstlaunuðu stétt-
anna og gerði ýmsar ráðstafanir
til verðlækkunar.. Síðarnefndu ráð
stafanirnar hafa þó borið miklu
minni árangur en til var ætlazt,
því að mUliliðirnir hafa færzt und
an að tajía á sig sinn hlut. Lækk-
anirnar Háfa því, orðið mun minni
en til var ætlast og hafa aðallega
bitnaö -á bændum, sem eru
stjórninni litið þakklátir fyrir. Tak
ist stjórninni ekki að sýna fram á’,
að hún gcti þvingað milliliðina til
verölækkunar, er næsta líklegt, að
það verði. til þess að riða henni að
fullu.
Ef stjórh Laniels fellur, er tal-
ið meira en vafasamt, að þinginu
takist að mynda nýja stjórn. Stjórn
Laniels stýðst við miðflokkana, að
jafnaðarmönnum undanskildum,
og nokkrúm hluta Gaullista. Vafa-
samt þykir, að þessir aðilar geti
myndað nýja stjórn aftur. Ef til
vill getur það orðið lausn undir
þessum kringumstæðum að efna
til nýrra þingkosninga, þótt flest-
ir telji, að það muni engu verulegu
breyta.
Þátttakan í Evrópuhernum.
Eftir kosningasigur Adenauers í
Þýzkalandi, hafa stjórnir Bret-
lands og Bandríkjanna gengið
miklu fastar eftir því við Frakka
en áður, að þeir samþykktu aðild
sína að Evrópuhernum. Einkum er
talið, að Bandaríkjastjórn hvetji
Frakka til þess að draga þetta ekki
Öllu lengur. Bretar eru líka orðnir
áhugasamari um það en áður, að
Evrópuherinn komist á laggirnar,
þar sem þeir telja, að endurvíg-
búnaði Þjóðverja verði bezt komið
fyrir með þeim hætti. Talið er, að
brezka stjórnin hafi nú gefið Frökk
um loforö um svo nána samvinnu
við Evrópuherinn, að það nálgist
beina þátttöku. Frakkar hafa jafn-
an lagt á þetta mikla áherzlu, þar
sem þeir hafa talið þátttöku Breta
aukna tryggingu fyrir því, að Þjóð-
verjar næðu ekki yfirráöum yfir
Evl'ópuhernum í sínar hendur. Þá
hafa Bandaríkin lofað að taka á
sig meginhluta kostnaðarins við
styrjöldina í Indo-Kína, en marg-
ir Frakkar hafa talið, að þeim væri
örðugra en ella að taka á sig skuld-
bindingar vegna Evrópuhersins
meðan þeir hefðu mikið herlið í
Indo-Kina og stórfelld útgjöld
vegna dvalar þess þar. Þá hefir
Adenauer boðið upp á ráðstefnu
um Saar-málið, en Frakkar telja
sig ekki geta gengið í Evrópuher-
inn fyrr en það mál sé leyst.
Eftir sigur Adenauejrs virðist
stuðningur ýmsra Frakka við Ev-
rópuherinn heldur hafa aukizt. T.
d. hefir Mollet, foringi jafnaðar-
manna, látið svo ummælt, að hann
væri bezta formið fyrir endurvíg-
búnað Þjóðverja, og fyrst vígbúnað
ur Þjóðverja yrði hvort sem er ekki
Stöðvaður, væri Frökkum heppileg-
ast að koma hugmyndinni um Ev-
rópuherinn í framkvæmd.
Á þingi radikalaflokksins í haust
kom líka fram minni andstaða
gegn Evrópuhernum en í fyrra,
þótt hún væri eigi að siður veru-
LANIEL
leg
Blíðmæli Malenkoffs.
I Þrátt fyrir þetta er vafasamt, að
' franska þingið samþykki aðildina
| að Evrópuhernum. Andstaðan gegn
endurvígbúnaði Þjóðverj er sterk
j í Frakklandi vegna fornra sam-
j skipta þessara þjóða. Gaullistar
hafa og enn sem fyrr áréttað and-
stöðu sína gegn Evrópuhernum, en
! lýsa sig þó geta fallizt á endur-
! vígbúnað Þjóöverja í öðru formi.
j Kommúnistar munu og að sjálf-
j sögðu beita öllum ráðum til þess að
j hindra þátttöku Frakka í Evrópu-
hernum.
Bersýnilegt er, að Sovétstjórnin
telur Frakkland nú þann aðila, sem
líklegastur sé til þess að hindra
stofnun Evrópuhersins. Af hálfu
Sovétstjórnarinnar hafa Frökkum
' veriö ' sýnd ýmis vináttumerki í
seinni tíð. í hinni miklu ræðu sinni
á þingi Sovétríkjanna í ágúst sið-
astliðnum, ræddi Malenkoff mikið
um forna vináttu milli Rússa og
Frakka og taldi það mikla nauðsyn,
! að þau tengsli yrðu endurnýjuð.
| Sögusagnir ganga um það, að Rúss
ar bjóði Frökkum nú ýms fríðindi
; bak við tjöldin, m.a.. samkomulag
' um Indo-Kína, ef Frakkar liafni
aðild að Evrópuhernum.
Það sést líka á framkomu
j franskra kommúnista, að Sovét-
stjórnin vill fara gætilega í sak-
' irnar við Frakka, eins og sakir
! standa. Franskir kommúnistar
j hafa sjaldan haft eins góða leiki á
| borðinu og í verkföllunum í sumar,
en aldrei þessu vant létu þeir þá
að mestu ónotaða. Þeim myndi og á
' reiðanlega auðið nú að stofna til
1 mikilla verkfalla, því að óánægja
verkamanna er mikil. Samt halda
þeir að sér höndum að mestu leyti.
Fullvíst þykir, að það sé gert eftir
fyrirskipunum frá Moskvu, því að
valdamenn þar vilji hafa opnar
ailar leiöir, sem gætu orðið til að
stöðva framgang Evrópuhersins.
Fari hins vegar svo, að Sovét-
stjórnin telji sig ekki geta hindrað
aðild Frakka að Evrópuhernum
með eðlilegum hætti, mun áreið-
anlega ekki standá á henni að láta
franska kommúnista hefjast handa
um að skapa allan þann glundroða,
sem þeir megna.
Stjórn Laniels hefir nú lýst yfir
(Framh. á 6. síðu.)
Nefndakosningar á Alþingi
í gær fóru fram nefnda-
kosningar á Alþingi. Stjórn-
arflokkarnir og Alþýðuflokk-
urinn höföu bandalag við
kosningarnar og fengu
kommúnistar þvi engan
mann kosinn í nefndir í
deildunum. Alþýðuflokkur-
inn gekk til bandalags við
st j órnarflokkanna ef tir að
Þj óðvarnarf lokkurinn haf ði
neitað samstarfi við hann.
Úrslit kosninganna urðu
þessi:
SAMEINAÐ ÞING
Fjárveitinganegnd:
Hannibal Valdimarsson,
Ilelgi Jónasson, Halldór Ás-
grímsson, Karl Kristjánsson,
Pétur Ottesen. Jónas Rafn-
ar, Jón Kjartansson.
Utanríkismálanefnd:
Gylfi Þ. Gíslason, Her-
mann Jónasson, Jörundur
Brynjólfsson, Finnbogi R.
Valdimarsson, Jóhann Þ*.
Jósefsson, Ólafur Thors,
Bj arni Benediktsson.
Allsher jarnefnd:
Emil Jónsson, Bernharð
Stefánsson, Eiríkur Þorsteins
son, Karl Guðjónsson, Jó-
hann Þ. Jósefsson, Jón Sig-
urðsson, sigurður Ágústsson.
Þingfararkaupsnef nd:
Jón Pálmason, Andrés Ey-
jólfsson, Jónas Rafnar, Eirík
ur Þorsteinsson, Guðmund-
ur í. Guðmundsson,
NEÐRI DEILD
Fjárhagsnefnd:
Jón Pálmason, Skúli Guð-
mundsson, Gylfi Þ. Gíslason,
Jóhann Hafstein, Páll Þor-
steinsson.
Samgöngumálanefnd:
Siguröur Bjarnason, As-
geir Bjarnason, Magnús Jóns
son, Eirikur Þorsteinsson,
Emil Jónsson.
Landbúnaðarnef nd:
Ásgeir Bjarnason, jón Sig-
urðsson, Gísli Guðmundsson,
Jón Pálmason, Hannibal
Valdimarsson.
S járvarútvegsnefnd:
Pétur Ottesen, Gisli Guð-
mundsson, Sigurður Ágúst-
(Framhald á 7., slðu).
Á víðavangi
Frjáls þjóð játar
sprengihlutverkið.
f forustugrein Frjálsrar
þjóðar á föstudaginn var, er
það raunverulega játað, að
tilgangur Þjóðvarnarflokks-
ins sé að vera sprengiflokk-
ur, sem hjálpi Sjálfstæðis-
flokknum til að ná meiri-
hluta. Rökstuðningur er sá,
að hrein flokksstjórn Sjálf-
stæðisflokksins væri betri
en samstjórn núv. stjórnar-
flokka. Frjálsri þjóð farást
orð á þessa leið eftir að
hafa rætt um, hvernig færi,
ef Sjálfstæðisflokkurinn
fengi hreinan þingmeiri-
hluta:
„Enginn þarf að láta sér
detta í hug, að flokksstjórn
Sjálfstæðismanna þyrði að
gera neitt meira eða verra
en gert hefir veriö á undan-
förnum árum, ef Sjálfstæð-
isflokkurinn einn ætti að
bera ábyrgðina. Það er
meira að segja vafamál, að
ríkisstjórn, studd af Sjálf-
stæðisflokknum einum,
hefði þorað að gera allt
það, sem samstjórn Fram-
sóknar og Sjálfstæðisflokks
ins hefir gert á liðnum ár-
um.“
Öllu greinilegar verður
það ekki sagt, að forustu-
menn Þjóðvarnarflokksins
telji það til bóta, að meiri-
hlutastjórn íhaldsins kæm-
ist til valda. Það er líka í
fullu samræmi við það
sprengihlutverk, sem þeir
leika. Það er hins vegar ó-
líklegt, að slíkt sé álit
þeirra óbreyttra kjósenda,
er af misskilningi veittu
þessu fyrirtæki fylgi sitt í
seinustu kosningum. Þeir
hafa áreiðanlega fæstir
gert það í þeirri trú, að með
því ætti að hjálpa Sjálf-
stæðisflokknum til þess að
ná meirihluta.
En nú hefir Frjáls þjóð
afhjúpað þennan tilgang
Þjóðvarnarflokksins. Eftir
það þurfa menn ekki að
vera í neinum vafa.
Þegar nazistar
komust til valda.
Það hefir annars komið
fyrir áður, að menn, sem
töldu sig vinstri menn, hafi
leikið ekki ósvipað hlutverk
og forkólfar Þjóðvarnar-
flokksins reyna að leika nú.
Nazistar komust til valda í
Þýzkalandi á sinni tíð vegna
þess, að kommúnistar gerðu
allt, sem þeir gátu til að
skaða jafnaðarmenn og
milliflokkana. Þeir töldu
það betra fyrir sig að fá
stjórn nazista en að jafnað
armenn eða milliflokkarnir
gætu haft áhrif á stjórn
landsins. Þeim tókst líka að
koma Hitler upp í valdastól
inn með þessu klofnings-
starfi sínu. Afleiðingin af
því varð hins vegar talsvert
önnur en þýzkir kommún-
istar og húsbændur þeirra I
Kreml höfðu gert ráð fyrir.
Þótt Sjálfstæðisflokknum
sé ekki nema að takmörk-
uðu Ieyti líkt við þýzka naz-
istaflokkinn, er samt næsta
sennilegt, að Þjóðvarnar-
menn fengju litlu meiri á-
nægju eða þökk fyrir það
að hafa hjálpað honum til
valda en þýzku kommúnist-
arnir fengu fyrir aðstoðina
við nazista á sinni tíð.
Sem betur fer munu for-<
(Framh. á 6. eíðu.) /