Tíminn - 06.10.1953, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.10.1953, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, þriöjudaginn 6. október 1953. 225. blað. ÞJÓDLEIKHÚSID Koss í hauphœti " Sýning miSvikudag og fimmtu- dag kl. 20.00. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20,00. Alla virka daga. Símar 80000 og 82345. Dvertfamh' og Frumshógti-Jim Hörkuspennandi og viðburðarík frumskógamynd úr framhalds- sögunni um Jungle Jim og dverg eyna. Johnny Weissmuller, Ann Savage. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Synduga konan (Die Sunderin) Ný, þýzk, afburðamynd, stór- j brotin að efni, og afburðavel leikin. Samin og gerð undir! stjórn snillingsins Willi Forst. Aöalhlutverk: HHdigard Knef, Gustaf Frölich. Danskir skýringartextar. Bönnuð börnum yngri en 16 ára Sýnd kl. 7 og 9. Endttltius hlátur Sprenghlægileg grinmynda- syrpa með allra tíma frægustu skopleikurum. Charlie Chaplin, Harald Lloyd, Buster Keaton o. fl. Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓ Harðjaxlar (Crosswind) Ný, amerísk, mynd í eðlilegum litum, er sýnir ævintýralegan eltingaleik og bardaga við villi- menn í frumskógum Ástralíu og Nýju Guineu. Aðalhlutverk: John Payne Bhonda Fleming. Bönnuð börnum yngri en 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍO — HAFNARFIRÐI — Ég heiti Niki Bráðskemmtileg og hugnæm, ný þýzk kvikmynd, með Paul Hofberger. Lilta Nika og hundinum Tobba Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Þústsaðlr vlt» «8 gæfan fylglr hrlngimam írá blGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Uargar gerðlr fyrlrllggjandl. Sendum geizn AUSTURBÆIARBfO V axmyndtisafniíS Þrívíddar-kvikmyndin. (House of Vax) Sérstaklega spennandi og við- S burðarík, ný, amerísk kvikmynd J tekin í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Vincent Price, Frank Lovejoy, Phyllis Kirk. Engin þrívíddar-kvikmynö, sem sýnd hefir verið, hefir hlotið eins geysilega aðsókn eins og þessi mynd. Hún hefir t. 1. verið sýnd í allt sumar á sama kvik- myndahúsinu í Kaupmanna- liöfn. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala heíst kl. 1 e. h. GAMLA BÍO Órabelgur (The Happy Years) Skemmtileg og fjörug amerlsk gamanmynd í eðlilegum litum um ævintýri skólapilts. Dean Stockwell, Scotty Beckett, Darryl Hickman. Mynd jafnt fyrir unga sem gamla. Sj'nd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍO Bivtina Devil 3 - víddarkvikmy ndin Fyrsta 3-víddarkvikmyndin, sem tekin var í heiminum. Myndin er tekin í eðlilegum litum. Þér fáið ljón í fangið og faðmlög við Bar böru Britton. Aðalhlutverk: Robert Stack, Barbara Britton, Nigel Bduce. Sj-nd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 2 e. h. Hækkað verð. HAFNARBÍO Olnhot}ábarni& (No Place for Jennifer) Hrífandi ný brezk stórmynd, um barn fráskyldra hjóna, mynd, sem ekki gleymist og hlýtur að hrífa alla, er börnum unna. Aðalhlutverk Ieíkur hin 10 ára gamla Janettc Scott ásamt Leo Genn, Rosamund John. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Blikksmiðjan GLÖFAXI Hraunteig 14. Síml 7236. Á víðavangl (Framh. af 5. síðu). lögin leysa forkólfa Þjóð- varnarflokksins undan slík um áhyggjum. Fylgi flokks- fyrirtækis þeirra mun þverra að sama skapi og sprengihlutverk þess í þjón ustu Sjálfstæöisflokksins verður augljósara. Þeir vinstri menn eru áreiðan- lega vandfundnir, er telja vinstri stefnu bezt borgið meö því aö koma Sjálfstæð- isflokknum í hreinan meiri- hluta. — Érlcnt yflrlit (Framhala af 5. Bíðu) því, að hún muni leggja til við þing ið, að það taki samninginn um Ev- rópuherinn til meðferðar, en þing- ið hefir enn ekki fjallað um har.n. Óvíst þykir, að séð verði endan- lega hver afstaða þingsins veröur fyrr en undir áramótin. Verður Juin hershöfðingi leiðtogi hægri manna? Erlendir blaðamenn, sem fj'lgj- ast með frönskum stjórnmálum, tala nú meira og meira um það, að svipuð ringulreið og upplausn og verið hefir um skeið í stjórn- málum og atvinnumálum Frakka geti vart haft, nema ein endalok, Miðflokkarnir hljóti að missa tök- in og annað hvort hægri menn eða kommúnistar taki völdin að af- staðinni einhvers konar byltingu. Fyrir miðflokkana sé nú því ann- að hvort að duga eða drepast. Eink um er það harmað af þeim, er vilja tryggja lýðræðislega stjórnarhætti í Frakklandi, að jafnaðarmenn skuli nær alveg skerast úr leik af ótta við kommúnista, þar sem án þátttöku þeirra sé nær ógerlegt að mynda starfhæfa stjórn miðflokk- anna. í seinni tíð hefir mjög borið á góma nafn Juins hershöfðingja sem væntanlegs leiðtoga hægri manna, ef svo kæmi vegna upp- lausnar o_g glundroða í stjórnmál- um Frakka, að annað hvort yrði að velja um einræði til hægri eða einræði kommúnista. Juin hers- höföingi er nú mjög valdamikill innan hersins og nýtur mikils trausts hægri manna. Stjarna de Gaulle hefir farið mjög lækkandi í seinni tíð og þykir hann því síð- ur koma til greina en áður sem leiðtogi hægri manna undir slík- um kringumstæðum. Gifta Frakka verður von- andi svo mikil, að ekki komi til þess, að þeir þurfi að velja um slíka hægri stjórn eða stjórn komtn únista. Vetrarstarf (Framhaia af 3. síðu). og sundknattleik kennir Þor- steinn Hjálmarsson. í hand- knattleik karla eru 4 flokkar, Meistaraflokkur — 1., 2. og 3. flokkur einnig meistara. — og 2. flokkur kvenna. Jón Er- lendsson kennir karlflokkun um. Þjóðdansa og vikivaka kennir, eins og að undan- förnu, Ástbjörg Gunnarsdótt ir. Undanfarna vetur hafa þeir 4 flokkar, sem hún kenn ir, verið fullskipaðir og færri komist að en viljað hafa. — Kennslugjald fyrir fulloröna eru kr. 100,00 fyrir 7 mán- aða tíma og er æft tvisvar í viku, en æfingagjald fyrir yngri flokka, í öllum íþrótta- flokkum, er kr. 50,00 yfir sama tíma. Félagið mun eins og und- anfarna vetur halda nám- skeið í ýmsum íþróttagrein- um og verða þau auglýst síð- ar. Allar upplýsingar um vetr argtarfsemina er að fá hjá kennurum félagsins og á skrif stofunni í íþróttahúsinu, Lindargötu 7, sími 3356, op- in á hverju kvöldi kl. 8—10 e. h. og fer þar fram innrit- un félagsmanna. MARGARET WIDDEMER: UNDIR GRÆNUM PÁLMUM Eyja skeifinganna m. „Mér þætti vænt úm að fá orð yðar fyrir því að flýja ekki.“ „Mynduð þér láta yður nægja það?“ Hann endurtók í sama tón: „Mér þætti vænt um, aö fá orð yðar fyrir þessu.“ „Ég heiti því.“ Þaö varð andartaks þögn. Svo skipaði hann ræðurum sín- um að róa til baka út í skipið. Er báturinn var farinn, sagði hann við Laní: „Ég hefi frétt um ástvinamissi yðar. Ég vona að þér vitið, að ég hefi mikla samúð með yður í sorg 'yðar.“ j Hann og faðir hennar höfðu hatað hvorn annan. Já, dauðinn slétti oft yfir margs konar misfellur. Og eins og hann hefði heyrt hugsanir hennar, bætti hann við: „Ég ! heimsótti fólk yðar, munið. Er ég fór, skildum við betur hvorn annan, faðir yðar og ég.“ Svo varð rödd hans harðari: „Ég kom við á eynni siðar. Villimenn muna skammt, en þeir sem eftir eru. munu minnast komu minnar nokkurn tíma“. „Mér þykir vænt um að þú hefndir vina þinna,“ sagði Laní. Svo talaði hann strengilega til hennar á ný. „Ég vona svo að þér muhið, að þér megið ekki hreyfa yður héðan og að þér megið ekki reyna að koma orðum til Vinchesters.“ „Já. Hún sneri sér frá honum og Vaimai fylgdi henni í áttina að húsi trúboðanna. Vaimai sagði lágt: „Þú ert fegurri nú en þú hefir nokkru sinni verið áður. Stundum kemur þetta fyrir, þegar konur eiga barn. Ég sá að hann varaðist að virða fyrir sér líkama þinn. Vertu mjög kvenleg við hann, engu síður en við þessa illþefjandi kaup- mangara, sem voru að koma hingað í heimsókn til Chest- •ers, og sem þú hataðir. Þú getur sigrað hann, hvenær sem þér sýnist.“ „Ég myndi ekki reyna það, þótt ég gæti það.“ Þær gengu saman inn í húsið og voru þöglar. Er hún kom inn í herbergi sitt, heyrði hún hjalið í þeim innlendu annars staðar í húsinu. Svo fór einhver að skipa fyrir. Skyndilega sá hún hvar Mark gekk yfir verönd húss- iins. Hún vissi, að ef hann byggi ekki um borð í skipinu, þá yrði hann að búa í herberginu við hliðina á hennar. Hún sat grafkyrr. Hún varð að fá að jafna sig, áður en hún gat sinnt barninu. Miles litli horfði á móður sína, stórum bláum augum — augum Marks. Hún tók barnið í fangið og fór að raula við það enska vögguvísu. Þegar hún hafði lokið vísunni, heyrði hún að Mark gekk óþolinmóöur um gólf í hinu herberginu. Svo heyrði hún, að hann gekk út úr herberginu og skellti á eftir sér huröinni. Við það að hann skellti hurðinni, opn- aðist hurðin, sem var á milli herbergja þeirra. Hún hrökk við, þar sem hún hélt að dyrnar hefðu verið læstar. Hún lyfti barninu aö brjóstum sér. Og allt í einu fannst henni að Mark stæöi í dyrunum, brosandi, og væri að koma inn í herbergið til þeirra. En þessi draumsýn hvarf henni eins skyndilega og hún kom. Mark var hættur aö elska hana, og honum var orðið alveg sama um hana, honum féll ekki einu sinni illa við hana, afskiptaleysið var svo algjört. Og hefði hann látið sig eitthvaö varða um hana, hefði það aðeins gert illt verra. Hann var hér aðeins, af því hún var, eins og hann hafði sagt, beita í gildrunni, sem hann hafði lagt fyrir Chester. Ef Mark stæði nú í dyrunum, og hún gengi í áttina til hans með útrétta arma, þá mundi hann ekki koma til móts við 'hana. Jæja, þetta hlaut að enda á einhvern veg, fyrr eða síðar. Hún gat aðeins haldið sig við það. j Er þrír dagar voru liðnir, kom Litsí til hennar, þar sem hún sat undir pálmatrjánum með barnið. Gamla konan 'sagði hægt: j „Foreldrar þínir voru trúboðar, Laní. Ert þú eins og þau, að þú hvorki hatir óvini þína né viljir drepa þá?“ j „Ég á enga óvini hér,“ sagði Laní undrandi. „Því spyrðu?“ j „Nú, vitanlega er stjórnarfulltrúinn óvinur þinn. Og menn hans eru hræddir, því matsveinn þeirra er veikur af því að hafa étið eitraðan fisk. Hann heldur að það sé bana- tilræði.“ „Þetta er vitleysa. Hann hlýtur að vita, að til eru fiskar, sem verða eitraöir með eðlilegum hætti á þessum tíma árs.“ „Ég hefi sagt honum það. Stj órnarfulltrúinn hefir einnig sagt honum það. En þú veizt hvernig heiðingjar eru. Þeir trúa engu. Og því,“ sagði Litsí þýðlega, „ef þú og stjórnar- fulltrúinn borðuðuð saman hér úti á veröndinni, svo hann þurfi ekki að fara um borð í varðbátinn til þess, þá er það mikið öruggara. Þess utan er matsveinninn sá eini, fyrir utan Vaimai og mig, sem kann aö elda mat við hæfi stjórn- arfulltrúans. Þetta myndi vera mjög vel gert af þér, þvi engin myndi voga sér að setja eitur í mat þinn.“ j Eftir nokkra umhugsun játaði Laní þessum tilmælum trúboðans. j Og dagarnir liðu. Þau borðuðu saman, en sátu þögul á meðan boröhaldið stóð yfir. En eftir því sem lengra leið 'komust þau ekki hjá því að ræða lítillega hvort við annað. En ekki kom Chester. Það mun hafa verið um hálfum mán- uði síðar, að Mark stöðvaði hana einn morgunn, þegar hún 1 var ’á leiðinni með barniö niöur að ströndinni, eins og jvenjulega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.