Tíminn - 11.10.1953, Side 5
230. blað.
TÍMINN, sunnudaginn 11. október 1953.
5
Summd. 11. okí.
Hamilton verð-
ur að víkja
Eins og skýrt var frá í blað
inu í gær, hefir Hamiltonfé-
lagið, sem er ameríski verk-
takinn á Keflavíkurvelli, ný-
lega sagt upp tveimur starfs-
mönnum þar. Hafa uppsagn-
ir þessar vakið athygli vegna
þess, að báðir viðkomandi
menn hafa verið trúnaðar-
menn Alþýðusambandsins á
vellinum og hefir því lent á
þeim að halda fram ýmsum
kröfum, sem gerðar hafa ver
ið af verkamönnum vegna
þess, að þeir hafi talið, að fé-
lagið færi ekki eftir íslenzk-
um kaupsamningum.
í tilefni af þessu hefir Al-
þýðusambandið snúið sér til
utanríkisráðuneytisins og
óskað eftir því, að það skerist
í þetta mál á þann veg, að
hinir brottreknu starfsmenn
verði aftur teknir í vinnu hjá
félaginu. Mun utanríkisráðu
neytið að sjálfsögðu taka til
athugunar, hvað það getur
gert, en vald hefir það ekki til
að gefa félaginu fyrirskipun
um að taka mennina aftur
í vinnu. Samkvæmt íslenzk-
um lögum ráða atvinnurek-
endur starfsfólki sínu og geta
sagt því upp vinnu, en dóm-
stólarnir geta síðan skorið úr
hvort um löglegar eða ólög-
legar uppsagnir er að ræða.
Vel má vera, að þetta mál
leysist friðsamlega, og virðist
m. a. mega draga það af frá-
sögn Morgunblaðsins í gær,
en góð sambönd virðast milli
þess og Hamiltonfélagsins.
En þrátt fyrir það, er megin-
málið samt sem áður óleyst,
en þaö er það, að íslenzkir
aðilar taki að sér allar fram-
kvæmdir í sambandi við varn
armálin. Sú reynsla, sem feng
in er, bendir öll til þess, að-
stefna beri hiklaust að því
marki.
Það má segja, aö sagan af
viðskiptum landsmanna við
Hamiltonfélagið hafi frá
fyrstu tíð verið saga nýrra og(
nýrra árekstra, mismunandi
stórvægilegra. Sitthvað hefir
verið gert af hálfu íslenzkra
stjórnarvalda, bæði fyrrv. ut-
anrikisráðherra og varnar-
málanefndar, til að laga
þétta, en ekkert virðist hafa
borið árangur. Alltaf hafa
komiö til sögunnar ný ágrein
ingsefni og nýir árekstrar.
Hjá hinum verktökunum á
Keflavíkurflugvelli, Samein-
uðum verktökum, hefir þetta
gengið á allt annan veg. Þar
hafa árekstrarnir verið mjög
litlir eða engir.
Svo mikið er nú búið að
reyna til þess að bæta sam-
búðina við Hamiltonfélagið,
að vonlítið virðist að gera
nokkrar nýjar tilraunir í þá
átt. Eina lausnin virðist sú,
að félagið víki alveg.
Af hálfu þeirra, sem starfa
vitandi eða óvitandi í þágu
hins alþjóölega kommún-
isma, hafa árekstrarnir við
Hamiltonfélagið verið kær-
komiö tilefni til að ófrægja
Bandaríkjamenn almennt og
ameríska varnarherinn, sem
hér dvelur. Amerískum stjórn
arvöldum og yfirmönnum
varnarliðsins er kennt um,
hvernig til hefir tekist hjá
Hamiltonfélaginu. Vafalaust
eru forráðamenn Hamilton-
Fréttabréf frá
Ekki er hægt að segja, a'ð stór-
tíðindasamt hafi verið á Alþingi
þessa viku, enda er það ekki venja,
að neitt sögulegt gerist á þingi
fyrstu vikurnar, þegar ekki stendur
yfir stjórnarmyndun. Öðru máli
gegnir, þegar líður að þinglokum
og taka veröur ákvarðanir endan-
lega um meðferð og afgreiðslu
ýmissa mikilsverðra mála.
Allmörg frumvörp og þingsálykt-
unartillögur hafa verið lagðar fram
á þingi þessa viku. Merkast þessara
mála er án efa tillaga Pramsóknar
flokksins um eflingu veðdeildar
Búnaðarbankans. Mest af þeim
málum, sem flutt voru í vikunni,
eru þáttur í eins konar innbyrðis
samkeppni eða yfirboðum stjórnar
andstæðinga. Þannig hafa allir
stjórnarandstöðuflokkarnir flutt til
lögur um hervarnarmálin, Alþý.ðu-
flokksmenn og kommúnistar hafa
flutt sitt frv. hvorir um aukið or-
lofsfé og líka sitt frv. hvorir um
aukinn hvíldartíma á togurunum.
Nefndarkosningar.
Kosningar á nefndum í þingdeild
,um og sameinuðu þingi fóru fram
á mánudaginn. Eftir að „Þjóðvarn
armenn" höfðu neitað að hafa sam
vinnu við Alþýðuflokkinn, nema
kommúnistar væru með, lá það
ljóst fyrir, að kommúnistar voru
eini stjórnarandstööuflokkurinn,
er gátu fengið mann í nefndir í
deildum, ef ekki næðist samkomu-
lag milli stjórnarflokkanna og Al-
þýðuflokksins. Pramsóknarmenn
töldu það betur farið, að lýðræðis-
sinnaöir stjórnarandstæðingar ættu
fulltrúa í þingnefndum en áhang-
endur hinnar rússnesku einræðis-
stefnu. Þeir höfðu því forgöngu
um, að Alþýðuflokknum yrði boðið
samstarf um nefndarkosningar og
féllst hann á það. Umfram það
var vitanlega ekkert frekar sarnið
við Alþýðuflokkinn, svo að hann
hefir eftir sem áður jafnfrjálsar
hendur sem stjórnarandstöðuflokk
ur.
Niðurstaöan af bandalagi stjórn
arflokkanna og Alþýðuflokksins
varð sú, að kommúnistar fengu
ekki kjörinn fulltrúa í neina nefnd
í deildum. Virðist þetta hafa orðið
þeim og „Þjóðvarnarmönnum“ mik
il vonbrigði. Þótt „Þjóðvarnar-
menn“ hafi reynt að láta eins og
þeir vildu ekki gera upp á milli
kommúnista og Alþýðuflokks-
manna í þessu máli, er bersýnilegt,
að þeir hafa heldur kosið fram-
gang þeirra fyrrnefndu. Afleiðingin
af hjásetu þeirra hefði nefnilega
orðið sú, aö kommúnistar hefðu
fengið nefndarfulltrúana, ef ekki
hefði náöst samkomulag milli
Alþýðuflokksins og stjórnarflokk-
anna. Reiði „Þjóðvarnar-
manna" út af þessu sam-
komulagi, stafar af því, að það
varð þess valdandi, að þessi óbeina
aðstoð þcirra við kommúnista bar
ekki tilætlaðan árangur.
Tvennt má því læra um afstöðu
„Þjóðvarnarmanna“ af þessu
máli: Þeir vilja ekki samstarf við
aðra flokka, nema kommúnistar séu
líka með, og sé um það að velja að
Steingrímur Steinþórsson.
veita aðstoð Alþýðuflokknum eða
kommúnistum, kjósa þeir heldur
að hjálpa þeim sxðarnefndu.
Svo virðist, aö ekki aðeins komm
únistum og „Þjóðvarnarmönnum"
hafi gramizt það, að kommúnistar
urðu af nefndarfulltrúunum. Stjórn
ír.álaritstjóri Mbl. virðist af svip-
uðu sauðahúsi. Hann hefir notað
bandalag stjórnarflokkanna og A1
þýðuflokksins við þessar kosningar
til árása á Alþýðuflokkinn. Virðist
hér enn lifa í gömlum glæðum frá
„nýsköpunartímanum" og sam-
starfstíma íhaldsins og kommún-
ista á ísafii'öi.
Sjúkrahússtyrkurinn.
Eitt þeirra mála, sem tekið var
til fyrstu umræðu i vikunni, var
frumvarp um breytingar á lögum
um sjúkrahús. í frumvarpinu er
gert ráð fyrir stórauknum rekstrar
styi'k til þeii'ra sjúkrahúsa, sem
rekin eru af sveitar- og bæjarfélög
um. Miðar frv. þannig að því að
stórbæta aðstöðu þeirra sjúkra-
húsa, er starfa utan Reykjavíkur.
Mbl. skýrði svo frá umræðunni
um frv., aö helzt mátti halda, að
hér væi'i um mál að ræða, er hinn
nýi heilbrigðismálaráðherra, Ing-
ólfur Jónsson, hefði undii'búið og
látið flytja. Sama kemur fram í
íslendingi, blaði Sjálfstæðismanna
á Akureyri. Ingólfur tók það þó
skýrt fram í framsöguræöunni, sem
hann hélt, aö frumvai'pið væri
undirbúið og lagt fram af fyrir-
rennara sínum í sæti heilbrigðis-
málaráðherra, Steingrími Steinþórs
syni. Annar Sjáifstæðisflokksþing-
maður, Jónas Rafnar, þakkaði Stein
grími Steinþói'ssyni sérstaklega fyr
ir afskipti hans og leiðsögu í þessu
máli. Samt reyna Mbl. og íslending
ur að láta líta þannig út, eins og
Steingrímur Steinþórsson hafi
hvergi nálægt þessu máli komið og
Ingólfur Jónsson hafi einn um það
fjallað. Er þetta gott dæmi um
málefnahnupl það, sem íhaldsblöð
in temja sér.
Óhætt er að fullyrða, að fi'am-
kvæmdir í sjúkrahúsmálum hafi
aldrei vei'ið jafnmiklar hér á landi
og eftir 1947, en á þeim árum, sem
síðan eru liðin, hafa þeir Eysteinn
Jónsson og Steingrímur Steinþórs-
son verið heilbrigðismálaráöherrar.
Var nýlega hér í blaöinu birt nokk
urt yfirlit um þær miklu fram-
kvæmdir, sem átt hefðu sér stað á
þessu sviði á umræddu tímabili.
Lán til frumbýlinga.
Merkasta þingmálið, sem lagt
var fram í vikunni, var tvímæla-
iaust frv. fjögurra þingmanna
Framsóknarflokksins um eflingu
veðdeildar Búnaðarbankans. Megin
efni þess er þetta:
Pé opinberra sjóða og stofnana,
t. d. Brunabótafélags íslands og
Tryggingastofnunar ríkisins, skal
að vissu rnarki varið til að kaupa
bankavaxtabréf veðdeildarinnar.
Landsbanki íslands kaupi verð-
bréf af deildinni fyrir a. m. k. 10
millj. króna á næstu 10 árum.
Ríkissjóður leggi deildinni til nýtt
óafturkræft framlag, sem nemi 4
millj. kr. árið 1954, en síðan 2 millj.
kr. árlega næstu 10 árin. Þessu
framlagi ríkisins skal haldið sér
og skal því eingöngu varið til frum
býlalána þ. e. að veita efnalitlum
mönnum, sem eru að byrja bú-
6kap, lán til að koma upp bústoíni
og kaupa • verkfæri og vélar til
búrekstrar.
Það þarf ekki að fara um það
mörgum orðum, hve nauðsynlegt sé
að efla veðdeild Búnaðarbankans.
Þó skiptir það sennilega mestu í
þessu sambandi, að deildin geti
veitt svokölluð frumbýlalán. Margt
ungra manna verður að yfirgefa
sveitirnar vegna þess, hve það er
miklu dýrara að stofna heimili þar
en í kaupstöðunum. Prumbýlalánin
væru stórt spor í þá átt að stöðva
þá öfugþróun.
félagsins miklir andkommún
istar, en vinnubrögð þeirra
hérlendis hafa verið með
þeim hætti, að kommúnistar
hafa haft þar góða banda-
menn.
Það, sem rakið hefir verið
hér á undan, eru þó engan
veginn einu rökin fyrir því,
að Hamiltonfélagið eigi að
víkja. Þær framkvæmdir,
sem félagið hefir með hönd-
um, geta íslenzkir verktakar
vel annast. Þess vegna er það
eðlilegt íslénzkt metnaðar-
mál, að íslenzlcir aðilar taki
að sér þessar framkvæmdir.
Eins og áður hefir veriö
skýrt frá hér í blaðinu, er
þaö nú til athugunar hjá hin
um nýja utanríkisráðherra
og samstarfsmönnum hans,
hvaða endurbætur og skipu-
lagsbreytingar þurfi að gera
í sambandi við framkvæmd
varnarmálanna. Margt hefir
farið á annan veg að undan-
förnu en æskilegt hefir ver-
ið og þarf að læra af þeim
mistökum, er þar hafa átt
sér stað. Það, sem ekki sízt
má læra af þeirri reynslu, er
einmitt það, að þaö getur ver
ið óheppilegt og skaðlegt að
láta erlenda verktaka, sem
eru ókunnir íslenzkum þjóð-
hátturn og hafa ekki neinna
hagsmuna að gæta hér, að
sjá um framkvæmdir í sam-
bandi við varnarmálin. Þess
vegna hlýtur það að verða
ein skipulagsbreytingin, sem
koma verður á, að eingöngu
íslenzkir aðilar annist þess-
ar framkvæmdir. Meö því
væri áreiðanlega stórt spor
stigið til að koma í veg fyr-
ir svipaða árekstra og átt
hafa sér stað undanfarið og
eru jafnt íslenzkum málstað
og bandarískum til tjóns og
leiðinda.
Afengislagafrumvarpið.
Meðal þeirra mála, sem tekið var
til umræðu í efri deild í vikunni,
var áfengislagafrumvarpið. Það er
hið sama og dómsmálaráðherra
flutti á þingi í fyrra, en þá var
vísað frá til frekari athugunar og
umsagnar. Ekki sést á greinargerö
inni, hvort þessax-a umsagna hefir
verið leitað. Sú breyting hefir þó
verið gerð á frumvarpinu, að heim
ildin til ölbruggunar hefir alveg
verið felld niður.
Að sumu leyti er þetta frv. vafa-
laust til bóta, þótt það þai'fnist
endurskoðunar við. Vafasamasta
ákvæði þess er 20. greinin. Þar
er lögreglustjórum veitt heimild til
að veita leyfi til vínveitinga um-
fram það, sem beint er heimilaö í
lögunum, þ. e. að fyrsta flokks mat
söluhús hafi v'|:nveitingaleyfi.
Lengra á áreiðanlega ekki að ganga.
Reynslan af því, hvernig undan-
þáguheimild lögreglustjóra hefir
Verið misnotuð, sýnir glöggt, að 20.
greinin er með öllu óhæf, ef ekki
er meiningin að gefa vínveitingarn
ar alveg frjálsar.
Ástandið í áfengismálunum er
þannig, að æskilegt væri, að þingiö
gæti nú sett nýja áfengislöggjöf.
Að vísu er ekki þar með sagt,
að það yrði allra meina bót, en
með því væri þó gerð tilraun til
endurbóta.
Embættl handa
Gunnari Thoroddsen.
Eitt fyrsta frumvarpið, sem hinn
(Framh. á 6. síðu.)
Churchill ræðir
griðasamning
Margate, 9. okt. — Churc-
hill mun flytja ræðu í dag á
þingi brezka íhaldsflokksins
og er búizt við, að hann ræði
kalda stríðið í ræðu sinni og
tillögur til samkomulags
milli Rússa og vesturveld-
anna. Muni hann leggja til,
að Bretar hafi á nýjan leik
frumkvæði að því að koma á
fjórveldafundi. Einnig er bú
izt við, að hann byggi á til-
lögu þeirri, sem hann flutti
á s. 1. vori um griðarsamn.
ing milli vesturveldanna og
Rússa.
Frá sambandsráðs-
fundi U.M.F.Í.
Sambandsráð Ungmenna-
félags íslands þ. e. stjórn þess
og formenn héraðssamband-
anna, héldu fund í Reykjavík
3. og 4. október s. 1. Meðal
samþykkta fundarins voru
þessar:
íþróttamál.
a) Ungmennasamb. Eyja-
fjarðar falið að athuga mögu
leika á því að landsmót U.M.
F.í. 1955 verði haldið á Akur-
eyri og það taki að sér undir-
búning þess.
b) Gerðar voru tillögur um
íþróttagreinar á landsmótinu
og verða þær birtar í næsta
hefti Skinfaxa.
c) Samþykkt áskorun til
allra ungmennafélaga að
skipa innan sinna vébanda
æfingastjóra vegna íþrótta-
iðkana og að héraðssambönd
in útvegi sér héraðsíþrótta-
kennara, annað hvort til stöð
ugrar kennslu eða þá til leið-
beiningar fyrir æfingastjóra.
d) Skorað á Alþingi það,
sem nú situr, að hækka fram
lag sitt til íþróttasjóðs í kr.
iy4 millj.
e) Samþykkt að hvetja ung
mennafélög landsins til að
taka virkan þátt í starfsemi
íslenzkra getrauna og veita
þeim brautargengi, svo að
þær geti sem fyrst veitt
íþróttalífi þjóðarinnar fjár-
hagslegan stuðning. Bendir
fundurinn á þá leið, aö hvert
ungmennafélag kjósi sérstaka
nefnd eða umboðsmann, sem
hafi forustu í þessum málum
á viðkomandi félagssvæðum.
Starfsíþróttir.
J a) Fundurinn taldi nauð-
synlegt að leiðbeinandi í
' starfsíþróttum starfi hjá U M.
F.í. og ferðist milli einstakra
, félaga.
J b) Að unnið verði að því að
fleiri greinar verði teknar fyr
ir og sérstaklega þær, sem vel
jhenta sjávarþorpum.
j c) Að reynt verði að tengja
I verkefni 4 H-félaganna við
starfskeppnina.
J d) Stjórn U.M.F.Í. falið að
lathuga, hvort tök séu á því
| að þiggj a boð Svíans Eric
Sjödin um að koma til íslands
Jnæsta sumar og ferðast um
landið og kynna starfsemi
Jordbrukara — ungdomens
förbund og starfsemi 4 H-fé-
laganna í Svíþjóð.
e) Héraössamböndin hvött
til að koma upp starfskeppni
á mótum sínum eða sjálf-
stætt.
f) Fundurim\ þakkaði land
búnaðarráðuneytinu, Stéttar-
sambandi bænda og Búnaðar
félagi íslands þá velvild, skiln
ig og hjálp, sem þessir aðilar
hafa sýnt umfÍ við það að
koma starfsíþróttum á hér á
landi.
i
V
Norrænt æskulýðsmót.
Fundurinn fagnar þeirri á-
kvörðun að norrænt æskulýðs
mót verði haldið hér á landi
næsta sumar og samþykkir að
kjósa 5 manna nefnd, er vinni
að undirbúningi þess í sam-
ráði við stjórn UMFÍ. Jafn-
framt hvetur fundurinn ís-
lenzka ungmennafélaga til að
fjölmenna á mótið.
Menntamál.
a) Fundurinn þakkar Sig-
urði Greipssyni ágætt starf í
þágu íþrótta- og félagsmálá
með skólahaldi í Haukadal og
heitir á Umf. að styðja þann
(Fi'amh. á B. síðu.)