Tíminn - 13.10.1953, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.10.1953, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, þriðjudaginn 13. október 1953. 231 blað. LEIKRITASAMKEPPNI : * Norræna leikhúsráðið og fimmta norræna leikhiis- ráðstefnan efna til samnorrænnar samkeppni um fyrstu, önnur og þriðju verðlaun fyrir frumsamin leik- rit. Verðlaunin eru i hverju landi fyrir sig: 1. verðlaun kr. 6000.00, 2. verðlaun kr. 4000.00 og 3. verðlaun kr. 2000,00. hoks verða veitt ein verðlaun, að upphæð danskar krónur 15.000,00 fyrir bezta leikritið meðal þeirra, sem .verðlaun hafa hlotið. Handrit er séu vélrituð, sendist þjóðleikhússtjóra merkt „Norræna leikritasamkeppnin“, fyrir 1. ágúst 1954. Nöfn höfunda fylgi í lokuðu umslagi, er auðkennt sé með sama merki og leikritið. Nánari reglur um sam- keppnina fást í skrifstofu þjóðleikhússins. Myndin er af uppdrætti af hinni fyrirhuguðu þjálfunardeild fyrir lamaða og fatlaða sjúkl- inga, sem ráðgert er að komi í fyrirhugaða viðbyggingu Landsspítalans. Styrktarfélag lamaðra. og fatlaðra hefir þegar lagt hálfa milljón króna í þessa deild. . Frá (íðalftmtli Stifrktarféla<[s Uemaðra otf faílaðra: Leggur fram hálfa til unardeildar í Landsspítalanum Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hélt fyrsta aðalfund sinn í Oddfellowhúsinu síðastliðinn sunnudag 11. október Formaður félagsins, Svav- ar Pálsson endurskoðandi, setti fundinn. Fundarstjóri, Friðfinnur Ólafsson, minnt- ist látins félaga, Nikulásar Einarssonar, skattstjóra, sem var einn af fyrstu hváta- mönnum stofnunar félags- ins og var fyrsti gjaldkeri þess. Bað hann fundarmenn að rísa úr sætum og votta hin um látna virðingu sína. Tekjur félagsxns. Formaðurinn las síðan upp reikninga félagsins og skýrði frá starfsemi þess. Félagið á nú í sjóði rúmlega kr. 433.000. 00. Af þessu fé hefir rúmlega helmingurinn safnazt, sem ágóði af eldspýtnasölu Tó- bakseinkasölunnar, en aðal- Útvarpið Dtvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20,30 Erindi: Lærðu að læra (Ól- afur Gunnarsson frá Vik í Lóni). 20,55 Undir ljúfum lögum: Carl Billich o. fl. flytja innlend og erlend dægurlög. 21,25 Náttúrulegir hlutir: Spurn- ingar og svör um náttúru- fræði (Sigurður Pétursson gerlafræðingur). 21,45 Kórsöngur: Norðurlandakór- ar syngja (plötur). 22,10 Kammertónleikar (plötur). 22,40 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Útvarpssagan: Úr sjálfsævi- sögu Ely Culbertsons; III (Brynj. Sveinsson mennta- skæólakennari). 21,00 Kórsöngur: Söngfélag IOGT syngur; Ottó Guðjónsson stj. 21,20 Búnaðarþáttur: Broddi Jó- hannesson les úr bókinni „Forustufé“ eftir Ásgeir Jóns son frá Gottorp. 21,35 Tónleikar (plötur). 21,50 Erindi (frá Kvenfélagasam- bandinu): Um kartöflur og kartöfluneyzlu; fyrri hluti (frú Dagbjört Jónsdóttir hús mæörakennari). 22,10 Dans- og dægurlög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Arnað he'dla Hjónaband: S. 1. laugardag voru gefin saman í hjónaband aí séra Óskari J. Þor- lákssyni ungfrú Þorgerður Á. Blandon, Háteigsvegi 16, og Sigurð- ur E. Haraldsson, verzlm., Þingholts stræti 7. Heimili þeirra verður að Þingholtsstræti 7, Beykjavík. tekjur félagsins eru árgjöld, ævifélagagjöld, gjafir, minn- ingargjafir og styrkir úr rík- issjóði. Hálf rnillj. til Landspítalans. Þá las formaður upp bréf, frá félaginu til heilbrigðis- málaráðherra, þar sem það býðst til að leggja fram fjár- i upphæð kr. 500 þús. til fyrir- ! hugaðrar viðbyggingar Land i spítalans gegn því að ráð- gerðri þjálfunardeild fyrir lamaða og fatlaða sjúklinga t verði komið upp í sambandi ; vi:S. hana. Einnig las hann upp svarbréf heilbrigðismála ráðuneytisins, þar sem ráðu- t neytið þakkaði þetta rausn- aríega boð. Að lokinni skýrslu for- rnanns fór fram stjórnar- kosning og var stjórnin end- urkosin, það er ritari og for- maður, en ritari er Snorri Snorrason læknir, endurskoð andi var kjörinn Björn Knúts (son. E*j©Sílansakea2iíará iFramhald af 1. slðui að hún hafi námskeið i Haukadal. Ekki er ennþá vit- að, hvort hægt verður að koma því við. Hún telur, að heppilegra verði að ung- mennafélögin utan Reykjavík ur sendi fólk á námskeiðin hér og annist síðan kennslu í sveitunum. Allir eru velkomn ir á námskeiðin jafnt innan- bæjar sem utan. mihi«miuiiiimihmii9' .iiiiiiiiMAiiiiiiiiiiiimmmiii'iirrr ! JCiL IVÍYNDIR ^ainMiiuiiniiiianniuKnntiiiiuiu. 140 nemendur í ballettskóla Þjóðleikhnssins Þjóðleikhússtjóri skýrðl blaðinu frá því í gær, að ballettskóli Þjóðleikhússins væri tekinn til starfa og væri aðsókn að honum geysimik- 11. Um 140 nemendur eru í skólanum í sex deildum. Nýt- ur þessi nýja listgrein hér á landi því óskiptra vinsælda æskufólksins. MaSsir í myrkri Þrívíddarmynd. Stjörnubíó sýnir. Edmund O’Brian leilcur aðalhlut verkið í þessari mynd, sem fjallar um harðsviraðan glæpamann, er hefir misst glæpanáttúru sína og rninnið fyrir tilstilli handlagins heilaskurðlæknis. O'Brian hafði verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyr ir að hafa stolið álitlegri fjárhæð. Fjárhæð þessa fól hann áður en hann var settur inn. Eftir uppskurð inn koma fyrri íélagar hans og ræna honum. Beyna þeir að knýja hann til að segja hvar féð er, en hann man ekkert. Verða nokkur átök, sem enda „vel“. Á framan- greindu sést, að myndin er reyfari, þó ekki óskemmtileg dægrastytting. Enn höfum við ekki séð annað en reyíara í þrívíddarmynduin hér og fcr sú tækni til lítils. SíjiískapsEr og hcrþjóimsta Nýja bíó sýnir. Aðalhlutverkin leika Cary Grant og Ann Sheridan. Myndin f jallar um þá erfiðleika, sem eru því samfara j fyrir franskan liðsforingja að kom- ast til Bandaríkjanna, sem eigin- maður bandarískrar konu í hern- um, einnig fjallar myndin að nokkru um aðdraganda giftingar- innar. Til að komast vestur, verður Grant að láta skrá sig sem stríðs- brúði og tclcst honum að lokum eftir mikla erfiðleika að komast um borö í skipið, sem flytur hann vest ur á þeirri forsendu. Mynd þessi er í íyndnara lagi, jafnvel þótt vanga- j veltuinar í Grant séu oftast þær sömu. Brandarar eru töluverðir og Sheridan stendur sig vel sem „eigin maður“ stríðsbrúðurinnar, einkum tekst henni upp, þegar hún klippir taglið af merinni og skrýðir Grant með því, svo að hún geti smyglaö honum um borð í skipið sem kven- liðsforingja. Hins vegar versnar niálið, þegar þessi „kvenliðsforingi" er kvaddur til að taka á móti barni, strax og komið er um borð. Verður þá ekkert taglhár til að bjarga hon um lengur. \ l \ I : Sjómannadagskabarettinn Sýningar hefjast fimmtudaginn 15. okt. í Austur- bæjarbíói kl. 9. Siöan næstu 9 daga kl. 7 og ll e. h. — Aðgöngumið’asala í Austurbæjarbíói frá kl. 1 sýning- ardagana. — Vegna þess aö sýningarnar standa aðeins yfir í 10 daga verður höfö forsala á miðum og geta menn pant- að þá í síma 6056 daglega frá kl. 1—10 e. h. Nánari upplýsingar gefnar þar. Sjómannadagskabarettinn : Nýjung i þvottaefnum Persil hefir löngum verið vinsælt þvottaefni um víða veröld. En fátt er svo gott að ekki megi bæta það. Eítir langar vísindatilraunir hefir nú tekizt að finna efna- samband, sem eykur mjög kosti Persils. Efni þetta ver þvottinn siiti,. gerir hann blæfagran og tryggir algert hreinlæti. Vefurinn í fatnaði, rúmfötum, dúkum og* yfirleitt öíl- um þvotti er ofinn úr örsmáum þráðum, sem samsettir eru af enn smærri trefjum. Utan um þessar trefjar safnast húð af kaiki og óhreinindum. Þegar þvottur er sápuþveginn, núinn eða burstaður, slitnar hann og óhreinindin sitja eftir, þótt þau sjáist ekki með berum augum. Slíkur þvottur verður aldrei blæfagur né full- komlega hreinn. í Persil er nú nýtt efnasamba>-.d, sem leysir óhrein- indin algerlega frá trefjunum, án þess að núa þurfi bleítinn. Með því að nota Persil sótthreinsast þvottur- inn, verður mjallhvítur og sérlega auðvelt er að strauja hann. Það skal og tekið fram, að í Persil er ekkert kíór cg það fer vel með hendur húsmæðranna. Varast ber að blanda öðrum þvottaefnum saman við Persil. Til staöfestingar því, sem hér er sagt, skal húsmæðrunum bent á aö reyna hið nýja Persil, því að reynslan er rétt- Iátasti dómarinn. : ♦ I Hðfum opnað aftur t EfiiaEaugin iCEIVi 9 KO ! Maðurinn minn og faðir okkar MAGNÚS STEINGRÍMSSON frá Hólum, lézt að heimili okkar, Birkimel 8, 12. október. Rristín Árnadóttir, Borghildur Magnúsdóttir, Petrína Magnúsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.