Tíminn - 13.10.1953, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.10.1953, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, þriðjudaginn 13. október 1953. 231 blaff. $M)l ' PJÓDLEiKHÚSID SUMI5I HALL4E eftir Tennesse Williams. Þýðandi Jónas Kristjánssori. Leikstjóri Indriði Waage. Frumsýning miðvikudag 14. okt. kl. 20 Koss í Uaupbæti Sýning fimmtudag kl. 20. Næst síðasta sinn. Pantaöir aðgöngumiðar að frum sýningu sækist fyrir kl. 19 í kvöld, annars scldir öðrum. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 til 20. Tekið á móti pönt- unum. Símar 80000 og 8-2345. Maðnr í myrkrl Ný þriðjuvíddar kvikmynd. Skemmtileg og spennandi með hinum vinsæla leikara Edmond O’Brien. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. NÝJA BÍÓ Hjaaskajmr og licrþjóimsta (I was a male War Bride) Bráöskemmtileg og fyndin am- erísk mynd, sem lýsir á gam- ansaman hátt erfiðleikum brúð guma að komast f hjónasæng- ina. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Ilarðjaxlai* (Crosswind) Afburða spennandi mynd í eðli- legum litum. John Payne, Rhonda Fleming. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Santllióla Péttir Bráðskemmtileg mynd gerð eft ir samnefndri sögu, er allir þekkja. Sagan af Sandhóla-Pétri hefir verið eftirlæti íslenzkra drengja j og nú er kvikmyndin komin. Sýnd kl. 5 og 7. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐ! — Síðasta stcfniiniótlð ítölsk úrvalsmynd eftir skáld- sögu Marco Pragas „La Biond- ina“. Aðalhlutverk: Jean-Pierre Aumont, Amedéo Nazzari og Alida Valli, Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. >♦♦♦♦♦♦♦♦< Blikksmiðjan GLÓFAXI Hraunteig 14. Síml 7236. AUSTURBÆJAR3ÍO Vetxmyndasafnið Þrívíddar-kvikmyndin, (House of Vax) Sérstaklega spennandi og við- burðarík, ný, amerísk kvikmynd tekin í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Vincent Price, Frank Lovejoy, Phyllis Kirk. Framsöguræða fjármálaráðherra Engin þrívíddar-kvikmynö, sem sýnd hefir verið, hefir hlotið eins geysilega aðsókn eins og þessi mynd. Hún hefir t. 1. verið sýnd í allt sumar á sama kvik- myndahúsinu í Kaupmanna- höfn. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1 .£v h. GAMLA BÍÓ Flckkaðat* henðin1 (Edge of Doom) Áhrifamikil, ný, amerísk stór- mynd frá Samuel Goldwyn, er hvarvetna hefir verið sýnd við mikla aðsókn, enda umtöluð vegna óvenjulegs raunsæis og framúrskarandi leiks: Dana Andrews, Farley Granger, Joan Evans, Mala Powers. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára ►♦♦♦♦♦c ♦♦♦♦♦< TRIPOLI-BIO Bwana Bevil 3-víddarkvikmyndln Fyrsta 3-víddarkvikmyndin, sem tekin var í heiminum. Myndin er tekin í eðlilegum litum. Þér fáið ljón í fangið og faðmlög viS Bar böru Britton. Aðalhlutverk: Robert Stack, Barbara Britton, Nigel Bduce. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 2 e. h. Hækkað verð. HAFNARBIO Olnlðogabarnið (No place for Jenniferj Aðalhlutverk leikur liin 10 ára gamla Janette Scott, ásamt Leo Genn. Rosamund John. Sýnd kl. 9. Brennimarhið Sýnd kl. 5 og 7. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Gerist Eskrifendur ah 7 ^ simcinum (Framhald af 5. síðu). eftir á í fjáríagafrumvarp- inu. Framlög til nýrra raforku- framkvæmda eru aukin í frumvarpinu um 7 millj. kr. í samræmi við málefnasamn ing núverandi ríkisstjórnar, og settur er inn nýr liður vegna virkj anarannsókna i stórám landsins, 400 þús. kr. - Á 17. gr. hækkar framlag til jöfnunarsjóðs um 250 þús. kr. Er þetta áætluð fjárhæð og sýnist þurfa að hækka hann um þetta, til þess að hægt sé að standast lögboðin framlög vegna fátækrafram- færis sveitarfélaga. Þá kem ég loks að framlög um vegna dýrtíðarráðstaf- ana. Fjárveiting í því 'skyni nemur í gildandi fjárlögum 36,8 millj. en er á þessu frum- varpi 43,5 millj. kr. Þessi á- ætlun um niðurgreiðslur var byggð á því, að sömu reglum um niöurgreiðslur yrði fylgt á næsta ári, og gert var í ár. Gert var sem sé ráð fyrir þvi, að 7 millj. kr. meira þyrfti á næsta ári, til þess að greiða eftir sömu reglum eins og greitt var í ár. Hér kemur þrennt til. Áætlun um kostn að við niðurgreiðslu á kart- öflum reynist of lág á fjár- lögum þessa árs, jafnvel mið að við venjulega uppskeru. Gera má ráð fyrir aukinni nýmjólkursölu ár frá ári. Loks kemur til stóraukin kartöfluuppskera. Útlendar kartöflur munu ekki verða á markaðinum á næsta ári, og verður við það aukning á kostnaði við að greiða.niður kartöflur. Þá ber að geta þess, að síð- an gengið var frá fjárlaga- frumvarpinu hefir ríkisstjórn in ákveðið að greiða 10 aur- um meira niður á hvern mjólkurlítra en áður var, til þess að fyrirbyggja hækkun mjólkur í haust. Veldur þetta sennilega 2,4 millj. kr. út- gjöldum umfram það, sem greinir í fjárlagafrumvarp- inu, og verður að hækka þennan lið sem því svarar við meðférð málsins. Verða þá dýrtíðargreiðslur komnar upp í 46 millj. kr. Til saman- burðar má geta þess, að ár- ið 1952 voru þessar greiðslur komnar niður í 26.800.000.— Til þess að gefa mönnum ofurlitla hugmynd um, hvaða áhrif þessi niðurgreiðslupóli- tik hefir á fjárhagsafkomu ríkisins, tekjuþarfir ríkis- sjóðs og möguleika hans, til þess að sinna öðrum verk- efnum, þykir mér rétt að upp lýsa, að á þessu fjárlagafrum varpi, eru fjárveitingar til allra nýrra verklegra fram- kvæmda þar með taldar allar fjárveitingar til bygginga- framkvæmda samtals 66 millj. 694 þús. kr., en niður- greiðslur verða áætlaðar 46 milljónir. Þá er þess loks að geta varð andi einstaka liði fjárlaga- frumvarpsins, að fjárveiting- ar til nýrra vega og brúa, til nýrra hafnargerða, til nýrra skóla, til sjúkrahúsabygginga og annarra slíkra verklegra framkvæmda eru yfirleitt settar jafnháar í þetta fjár- lagafrumvarp og þær voru í fjárlagafrumvarpi fyrrver- andi ríkisstjórnar fyrir yfir- standandi ár, sem lagt var fyrir Alþingi í fyrrahaust. Munu þessar fjárveitingar vera samtals á 5. millj. kr. lægri en Alþingi gekk frá þeim í gildandi fjárlögum. Hækkun til verklegra framkvæmda. Heildarblærinn á fjárlaga- frumvarpinu er því sá, aö framlög til nýrra raforku- framkværnda eru hækkuð um 7,4 millj. kr. Framlög til annarra verklegra framkv. munu vera rúmlega 4 millj. kr. lægri en í gildandi fjár- lögum. Framlög til verklegi'a fram kvæmda eru því í heild nokkru hærri á þessu fjár- lagafrumvarpi en á gildandi fjárlögum. Framlög vegna sauðfjárveikivarna lækka um rúmlega 7 millj. kr. eins og ég gat um áðan, en framlög vegna dýrtíðarráðstafana, það er að segja framlög til þess að borga niður verð á ýmsum vörum á innanlands- markaði, hækka um 6,7 millj. kr. frá gildandi fjárlögum. en verða að hækka enn til við- bótar um 2,4 millj. kr. Hækkun sú, sem verður á heildarútgjöldum á fjárlaga- frumvarpinu stafar sumpart af hækkuðum framlögum til verklegra framkvæmda, en sumpart af óhjákvæmilegum hækkunum lögboðiniia út- gjalda. Eftirtektarvert er, að hefði aukingin á dýrtíðargreiðslun um frá því, sem þær eru á gildandi fjárlögum, ekki kom ið til þá hefði fjárlagafrum- varpið ekki hækkað neitt frá gilda’ndi fjárlögum, og ef nið- urgreiðslurnar hefðu ekki ver ið auknar í fyrravetur þá hefði fjárlagafrumvarpið nú í fyrsta sinn getað um langan tíma lækkað frá því, sem ver- ið hefir. í þessu fjárlagafrumvarpi er ekki sérstök fjárveiting eða heimild fyrir ríkisstjórn- ina, til þess að vefja fé vegna atvinnuaukningar, þar sém sérstaklega stendur á, en í gildandi fjárlögum er heim- ild í þessu skyni. Þetta mál er í athugun hjá ríkisstjórn- inni og þótti því réttara að láta tillögur um þetta efni bíða af því tilefni. Munu til- lögur ríkisstjórnar hér að lút andi koma fram síðar í sam- bandi við meöferð fjárlag- anna á Alþingi. Tekjuáætlunin. Um tekjuáætlunina vil ég taka þetta fram: Tekjur af tollum og skött- um eru áætlaðar mjög álíka háar og í gildandi fjárlögum, en þó ívið hærri. Reynsla þessa árs virðist benda til enn sem komið er, að þetta sé nærri lagi, þegar tillit er tekið til þess, aö á yfirstand- andi ári nýtur ríkissjóður sérstakra tekna af innflutn- ingi vélanna til stóru fyrir- tækjanna. Aftur á móti kem- ur það í ljós, að óhætt átti að vera að hækka áætlaöan hagnað Tóbakseinkasölunn- ar og er áætlunin hækkuð um 4 millj. kr. Tekjur Áfengisver2;lunar innar virðast ætla að fara talsvert fram úr áætlun á þessu ári og þykir því óhætt að áætla reksturshagnað ó- breyttan á næsta ári frá því sem hann nú er á fjárlögum, enda þótt búast megi við eitthvað lækkuðum tekjum fyrst í stað vegna lokunar nokkurra áfengisútsala. Þessa tekjuáætlun er sjálf- sagt að endurskoða í samráði við fjárveitinganefnd, þegar meira er vitaö um tolltekjur í ár, en ennþá liggur fyrir. Það sem af er þessu ári, jhafa tolltekjur ekki vaxið I verulega frá því, sem þær ; voru áður, þrátt fyrir stór- ’ áukna kaupgetu frá því í ; fyrra. Stendur þetta vafa- laust í einhverj u sambandi i við það að vörubirgðir í land- |inu hafa verið að aukast j undanfarið og innflutningur ; því verið meiri en neyzlan. ; Sennilega einnig árið 1952. Áherzla hefir því líklega ver- ið á það lögð á þessu ári að reyna að minnka vörubirgðir og selja áður innfluttar vör- ur. ! Hér kemur einnig til, að nú hefir um nokkurra missera skeið verið allmikið úrval af I vörum á boðstólum eftir hinn mikla vöruskort, sem áður ! ríkti, og hafa vörukaup i manna því verið tiltölulega 1 mikil og menn ef til vill geng ið á lausafé sitt, þar sem það ^ var til, til þess að bæta úr j brýnni nauðsyn og kaupa varning, sem áður var ófá- ' anlegur. I Aukast vörukaup og inn- 1 flutningur því ekki í réttu hlutfalli við auknar tekjur og kemur það þá einnig þann ig fram, að sparnaður verður meiri en áður. Menn leggja meira fyrir, enda augljóst á reikningsuppgjöri bankanna„ að sparisjóðsinnlög aukast nú mun meira en áður hefir verið. Er rík ástæða til þess að gleðjast yfir þeirri þróun og mundi það verða grund- völlur vaxandi velmegunar og framfara, ef framhald gæti orðið á því. { i-------------;--------------- jlBr. Páll tsólfsson ! (Framh. af 4. síðu). ið sammála um kjarna máls ins og jafnan að fullu sáttir, er upp hefir verið staðið. ! Sú bezta ósk sem ég á til handa Páli ísólfssyni, á þess um merku tímamótum ævi hans, er sú, að þj óðin búr nú svo vel að honum, meðan hann er enn á bezta aldri, að hann geti einbeitt sér að tónsmíðum, svo tónlistargáfa , hans, skaphiti og þekking jnotist sem bezt fyrir íslenzku jþjóðina. Mig dreymir um ó- peru á sviði þjóðleikhússins eftir Pál ísólfsson. — Megi okkur samferðamönnum þín um og þér sjálfum hlotnast sú gleði! Lifðu heill og lengi! Guðl. Rósinkranz ESdri maður I óskar eftir að kynnastf eldri konu (45—55 ára) | með sambúð fyrir augum. | Góð íbúð. — TilboS send- f ist blaðinu merkt „330“ § j fyrir 20. þ. m. | «Miuni(imii(nmiiuiiiiiMii**muniiiufK4iM«iMiiuiMV« Til sölu [ 2 glæsilegar 3ja herbergjal | íbúðir á hitaveitusvæð-1 í inu. Miklar útborganir. 1 | 3ja herbergja íbúð á Sel- f | tjarnarnesi í nýju húsi, f i góðir greiðsluskilmálar. | | Einbýlishús og íbúöir í út- | | jaðri bæjarins. f fHöfum kaupendur að jörð| i eða býli í nágrenni I I Reykjavíkur. I Rannveig Þorsteinsdóttir, | | — fasteigna- og verðbréfasala — f Tjarnargötu 3. I Sími 82960. | •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.