Tíminn - 13.10.1953, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.10.1953, Blaðsíða 8
Drukkinn piltur verö- ur ungri stúlku að bana með ölæðisakstri Lenti í árckstrnm á Hverfisgötaa og stöðv- aðl bifreiðiiia suiidurtætta í Lindargötu Aðfaranótt sunnudagrsins Iét sextán ára gömul stúika, Hellen Helgadóttir, lífið af völdum meiðsla, er hún hlaut í bifreið, sem drukkinn piltur ók. Ók piiturinn bifreiðinni utan í vörubifreið, sem stóð á Hverfisgötu og fékk þá stúlk- * an þann áverka, sem dró hana til dauða rúmri klukkustundu síðar. Hins vegar stöðvaði pilturinn ekki bifreiðina við þann árekstur, heldur ók áfram með stúlkuna helsærða og nam ekki staðar fyrr en niður í Lindargötu eftir að hafa ekið um Vitatorg og lent þá í þremur árekstrum til viðbótar. Nánari málsatvik eru þau, að finna stúlku niður í mið- að um klukkan níu á laug- ardagskvöldið lögðu þrír ung ir piltar af stað í ökuferð. Heita þeir Jón Valur Samú- elsson, Langholtsvegi 15, Birgir Árnason, Kambsvegi 31 og Ástþór Guðmundsson, Efstasundi 13'. Höfðu vín meðferðis. Þessir þrír piltar voru í bifreiðinni R-2517, sem Jón Valur hefir umráð yfir. Þeir höfðu meðferðis eina flösku af ákavíti og drukku þeir Jón og Birgir. Ástþór ók bifreiöinni og drakk ekki. Óku þeir fram og aft- ur um bæinn og leituðu fyr- ir sér um að komast á dans- leik í einhverju danshús- anna. Nýr maður bætist í hópinn. í þessari ferð þeirra um bæinn kom Baldur Baldvins- son, til heimilis að Austur- götu 17 í Keflavík, inn í bif- reiðina. Var hann með áfengi með sér. Voru nú Birgir og Jón orðnir drukknir. Um klukkan hálf tólf voru þeir komnir inn að Mjólkurstöð og reyndu að komast þar inn, en aðgöngumiðar voru upp- seldir. Fyrir utan hittu þeir stúlku, Hellenu Helgadóttur, Hringbraut 71. Buðu þeir henni upp í bifreiðina, en síðan var haldið áfram að aka um bæinn. Eftir nokkra stund fór Baldur út úr bif- reiðinni og segir ekki meir af honum. Fór úr bílnum á Hverfisgötu. Ástþór, sem ók bifreiðinni, hafði verið búinn að lofa Norræn samkeppni um leikrit Þjóðleikhússtjóri skýrði blaðinu frá því í gær, að á fundi norræna leikhúsráðs- ins í Stokkhólmi í sumar hefði verið ákveðið að efna til norrænnar samkeppni um frumsamin leikrit. Verð laun í hverju landi verða þrenn, 6 þús., 4 þús. og 2 þúsund krónur. Síðan verða verðlaunaleikritin úr hverju landi send sérstakri sam- norrænni dómnefnd og dæmir hún um leikritin. — Fær hið bezta 15 þúsund danskra króna í verðlaun. Þjóðleikhúsið sér um sam- keppni þessa hér á landi og á sýningarrétt að leikritum, sem berast. Skilafrestur er til 1. ágúst 1954. jbæ um klukkan 2. Stöðvaði ; hann því bifreiðina neðar- lega á Hverfisgötu, móts við þjóðleikhúsið. Bað hann hina að bíða á meðan hann færi þessara erinda sinna. Jón Valur tekur stjórnina. Skömmu eftir að Ástþór fór út úr bifreiðinni settist Jón Valur undir stýri og ók af stað inn Hverfisgötu og ók hratt. Ók hann þar bráð lega fram úr bifreið, sem einnig var á leið inn Hverfis götu, en um leið og hann ók fram úr henni keyrði hann utan í vörubifreiðina X-527, sem stóð hægra meg in á götunni. Lenti hægri hlið R-2517 á vinstra horni X-527, en við það tættist hægri hliðin á fólksbifreið- inni í sundur. Ekki stöðv- aðist bifreiðin við þetta, en Jón virðist hafa misst stjórn á henni um tíma, því að bifreiðarstjóri sá, sem á eft ir kom, hefir skýrt svo frá, að þegar Jón hafi verið laus frá vörubílnum, hafi bifreið hans borizt á ská yfir göt- una og upp á gangstéttina vinstra megin. Næst ók hann á grindverkið. Af gangstéttinni fór bif- reiðin síðan enn yfir götuna og upp á gangstéttina hægra megin. Urðu þar garðgrind- I ur fyrir bifreiðinni og brotn juðu þær eitthvað. Þegar bif !reiðin losnaði úr garðgrind- unum, fór hún enn einu sinni yfir götuna. Fóru vinstri hjól hennar upp á gangstéttina og ók Jón Valur henni þannig áfram nokkurn spöl, hálfri ! uppi á gangstéttinni, unz hann beygði út af stéttinni til að aka ekki á ljósastaur Stanzaði loksins í Lindargötu. Þegar Jón Valur kcm að Vitatorgi, sveigði hann inn á það. Þar ók hann utan í bifreið, en síðan hélt hann áfram niður á Lindargötu. Ók hann eftir henni nokk- urn spöl, unz hann lenti aft an undir vörubíl. Ók hann bifreiðinni aftur á bak frá vörubifreiðinni og stanzaði hann þá loksins. Bifreiðin var þá svo að segja í tætl- um. Stúlkan helsærð. Strax og bifreiðin var stönzuð bar fólk að henni. Hékk þá stúlkan út úr vinstri hlið bifreiðarinnar. Svo vildi vel til, að nætur- lækni bar að rétt í þessu og lijálpaði hann við að losa stúlkuna úr bifreiðinni. | Var kallað á sjúkrabifreið og I -(Framhald á 7. EÍðu.) Efsta myndin er af bílnum eftir árekstrana. Myndin t-il hægri er af pallhorni vöru- bílsins, þar sem fyrsta á- keyrzlan varð. Myndin til vinstri er af grindverkinu, sem bíllinn Ienti á ofar í göt unni. (Ljósm.: Vignir). Verkamannaflokkurinn sterk ur í norsku kosningunum i Vinsírimenn virðast tana en Bíeiiílaf!®kli« * Askornn stúdenta- félags háskólans í áfengismálum f fyrradag var haldinn aðalfuntlur í stúdentafélagi Háskóla íslands. Á fundin- um voru áfengismálin með- al annars til umræðu og var eftirfarandi áskorun um það mál samþykkt á fund- inum með yfirgnæfandi meirihluta: „Aðalfundur Stúdentafé- lags Háskóla íslands, hald- inn 11. október, beinir þeirri eindregnu áskorun til hins háa Alþingis, ao það sam- þykki hið allra bráðasta á- fengislagafrumvarp það, sem nú liggur fyrir því. Jafnframt verði tckið inn í frumvarpið ákvæði um að leyfa bruggun áfengs öls í landinu, og telur fundur- inn, að um jafn sjálfsagt mál þurfi enga- þjóðarat- kvæðagreiðslu. Ennfremur skorar félagið á hið háa Albingi, að svipta Stórstúku íslands allri fjár- veitingu af ríkisfé, en þeirri upphæð verði í þess stað varið til byggingar drykkju mannahælis og annarra raunhæfra ráðstafana til úrbóta í áfengismálum þjóð arinnar. Aðalfiindur presta- Aðalfundur prestafélags ís lands verður haldinn dagana 14.—15. október í háskólanum. Fundurinn hefst með messu í Háskólakapellunni þann 14. október kl. 1,30. Séra Jósep Jónsson prófastur predikar, en séra Garðar Þorsteinsson mun þjóna fyrir altari. Kl. 2,30 eftir hádegi flytur for- maður aðalfundarins séra Ás mundur Guðmundsson pró- fessor ávarp og síðan verða lesnar skýrslur. Kl. 5 eftir há degi sama dag verður tekið fyrir aðalmál fundarins, hús vitjanir, og eru málflytjend- r vinna á. IÁ©immsaiisíar siírr |nírrkaöir ísi Þingkosningar íóru fram í Noregi í gær, en talnjngu var ;ki lokið um klukkan 11 í gærkvöldi. Af tölum þeim, sem mnar voru bá, virtist, sem Vinstrimenn hefðu nokkuð tap- i, en Bændaflokkurinn aukið nokkuð við sig. Verkamanna- oklturinn hefir og bætt heldur við sig. Klukkan 11 eða á mið- etti í Noregi var lokið taln gu á 235 kjörsvæðum af imlega 700 og búið að telja il þús. atkvæði. Eru þetta estmegnis dreifðar byggðir ; minni kauptún og kaup- aðir. Tölurnar voru þessar ; í svigum eru tölur frá imu stöðum við síðustu kosn ægrimenn 19125 — (18943) ændafl. 39373 — (33472) jristíl. þjóðfl. 28021 (25915) instrimenn 23758 — (35902) élagslistar (Hægrim. I bændafl.) 3106 — (3496) erkamannafl. 88973 (82682) iommúnistar 4900 — (5402) :ott kosningaveður. Veður var yfirleitt mjög hún vera 157 stig.. gott í Noregi í gær og jók það kosningaþájfttökuna veru- lgga. Kosið er í samtals_ 20 kjörfylkjum samtals 150 þing menn. í Ósló eru kjörnir 13 þingmenn, en talning var aðeins nýhafin þar. er 157 stig Kauplagsnefnd hefir reikn að út vísitölu framfærslu- *t kostnaóar i Reykjavik hinn 1. oktcber s. 1. og reyndist ur þeir séra Hálfdán Helga- son og séra Sveinbjörn Högna son. Kl. 8,30 um kvöldið held- ur séra Magnús Már Lárusson prófessor fyrirlestur um kirkjusögulegt efni: Blað úr sögu siðaskiptaaldar. Hollenzkt skip nær rekið upp Síðasta sólarhring átti hol- lenzkt skip í nokkrum örð- ugleikum út af Skagaströnd. Veður var þá mjög hvasst þar, og hafði skipið ekki und an og var hætta á að það ræki upp. Arnarfell var eigi aillangt frá og fór skipinu til aöstoðar og einnig togari. Munu þessi skip hafa dvalið um hríð í nánd við hið hol- lenzka skip í varúðarskyni en ekki þurft að veita aðstoð. í gær slotaði veðrinu og var skipið þá úr hættu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.