Tíminn - 22.10.1953, Síða 4

Tíminn - 22.10.1953, Síða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 22. október 1953. 239. b!að. 1 ■1 Samanburður á tryggingalö: jöf Norðurlandaþjóðanna Félagsmálalöggjöf Norður- landaþj óðanna fimm mun, þegar á heildina er litið, vera hin víðtækasta í veröldinni. Að vísu mun félagsmálalög- gjöf Nýsjálendinga og Breta standa framar í fáum ein- stökum atriðum og muri þó álitamál hvort þau atriði eru heppi-legri í félagsmálastarfi, þegar fyrst og fremst er haft í huga að skapa aímenningi það öryggi, sem nauðsynlegt er til vaxandi og þroskaöri félagsmálalöggjafar í fram- tíðinni. Samstarf milli Norður- landaþjóðanna á sviði félags málefna verður með hverju ári sem líður meira og full- komnara — og nægir í því sambandi að benda á samn- inga þá sem undirritaðir voru í sumar hér í Reykjavík um gagnkvæm réttindi. Starfsemi almanna- trygginga. Á félagsmálafundi, sem haldinn var í Kaupmanna- höfn árið 1945 var ákveöið að sett yrði á stofn nefnd sérfræðinga til þess að at- huga og gera tillögur um sam ræmingu á félagsmálastarf- semi Norðurlandaþjóðanna og gefa út skýrslur um starf- semi almannatrygginga í löndunum. Skipuðu Norður- löndin fjögur fulltrúa nokkru síöar í nefndina, en ísland hefir.nýlega tilnefnt fulltrúa í hana. Nefndin hefir unnið gott starf og gaf liún út hag- skýrslu am skipulag, tekjur og útgjöld til tryggingamála i þessum fjórum löndum og lagði fyrir félagsmálaráð- herrafundinn, sem haldinn var hér i Reykjavík um miðj- an júlí í sumar. í þessari skýrslu fær maður glöggt yf irlit yfir starfsemi almanna- trygginganna á Norðurlönd- únum fjórum, en ísland er ekki með þar sem það átti þá ekki fulltrúa í nefndinni. Hér á eftir er birtur út- dráttur úr skýrslunni, en sambærilegar tölur héðan eru teknar með svo að al- menningur geti gert saman burð. Tölurnar eru frá ár- inu 1949/1950. Breytingar hafa átt sér að sjálfsögðu stað síðan — og ekki sízt hér á íslandi — og til mik- illa hagsbóta fyrir hina tryggðu. Gefur þetta yfir- lit því ekki til fulls rétta mynd af starfseminni eins og hún er í dag heldur eins og hún var fyrir þremur ár- um, en í meginatriðum fylg ir hún sömu reglum. Víðtækastar sjúkra- tryggingar á íslandi. Sj úkratryggðir voru árið 1949, miðað við fullorðna: Á íslandi 85% þjóðarinnar, í Noregi 79,4%, í Danmörku 77,4%, í Svíþjóð 55,6%, en í Finnlandi voru aöeins 4,5% þjóðarinnar sjúkratryggðir. — Meðálútgjöld sjúkrasam- laganna og til sjúkradagpen- inga á tryggðan voru: fsland kr. 275,00, Noregur N.kr. 107, .90, Svíþjóð S.kr. 50,74, Dan- mörk D.kr. 67,98. Útgjöld sjúkratrygginganna eru því langhæst hér á landi. Iðgjöldin voru eins og hér segir: ísland: Frá hinum tryggðu kr. 160,00. Framlag liins opinbera (ríkis og bæja) kr. 127,00, framlag atvinnu- rekenda kr. 10,00. — Noregur: Iðgjald hins tryggða N. kr. 66,22, frá hinu opinbera N. kr. 27,52 og frá atvinnurek- endum N. kr. 15.44. — Sví- þjóð; Frá hinum tryggðu S. kr. 34,59 og S. kr. 17,57 frá hinu opinbera. — Danmörk: Frá hinum tryggðu D. kr. 48, 66 og frá hinu opinbera D. kr. 15,96. ísland og Noregur hafa því hæðst iðgjöld og bæði löndin fá framlög frá atvinnurek- endum og eru framlög þeirra þó miklu hærri í Noregi. í I báðum löndum greiða trygg- ingarnar miklu meira vegna hinna tryggðu. í sjúkradagperiinga var greitt: Noregur: N. kr. 25,52 að meðaltali til hins tryggða. — ísland kr. 26,40. — Sví- þjóð: S. kr. 23.94. — Dan- mörk: D. kr. 4,44. Útgjöld til lyfja voru mið- uö við tryggðan: ísland kr. 63,75, Danmörk D kr. 6,65, Sviþjóð S. kr. 1,89 og Noreg- ur N. kr. 0,41. f læknishjáfp var greitt: ísland kr. 82,50, Danmörk D. kr. 21,91, Noregur N. kr. 21,98 og í Svíþjóð S. kr. 8,91. — Út- gjöld íslendinga eru því lang mest bæði í lyf og í læknis- kostnaö. Reksturskostnaður þ. e. kostnaður viö rekstur sj úkratrygginganna er hins vegar alljafn í löndunum. ís- land, miðað við hvern tryggð an, kr. 25,00, Svíþjóö S. kr. 6,89, Danmörk D. kr. 8,03 og Noregur N. kr. 5,93. Fleiri læknar á íslandi. Fjöldi lækna og hjúkrun- arkvenna var í löndunum ár- ið 1949, miðað við 10000 í- búa: Tannlæknar; Danmörk 4, Noregur 5,2, Svíþjóð 4,6, ísland 1,8. — Læknar; ís- land 11,5, Danmörk 10,2, Noregur 8,8, Svíþjóö 6,9 og í Finnlandi aðeins 4,7. — Hjúkrunarkonur: Danmörk 21,9 á hverja 10,000 íbúa, Noregur 21,9, Finnland 15,1, Svíþjóð 14,8 og á íslandi 10. Sjúkrarúm voru á hverja 10,000 íbúa: Danmörk 59,6, ísland 56,3, Svíþjóð 51, Noreg ur 49,2 og Finnland 32,7. — Hins vegar munu allmörg sjúkrarúm hjá okkur koma að takmörkuöum notum, þar sem þau eru í sjúkraskýlum út um land, sem standa auð tímunum saman. Samkvæmt þessu höfum við hlutfallslega fleiri lækna en bræðraþjóðir okkar, en miklu færri tannlækna. Þá höfum við miklu færri hjúkr unarkonur en þær, en hins- vegar eigum við allt að því jafnmörg sjúkrarúm og Dan- ir, sem standa fremstir í því efrii. Samkvæmt skýrslunni fá allir, sem orðnir eru 67 ára ellistyrk í Svíþjóð, í Dan- mörku aðeins 59% þeirra og í Noregi 57%. Hér á íslandi miöast ellilaun við 67 ára aldur eins og annars staðar á Norðurlöndum. Á árinu 1949 fengu 937 hjón og 6051 einstaklingar ellilífeyri. Sam kvæmt þessu nutu því um 81 af hur.draði þeirra, sem orðn ir voru 67 ára, ellilífeyris. Þess skal þó getið að af þeim sem ekki nutu ellilífeyris al- mannatrygginganna nutu um 2,3% hærri lífeyrissérsjóða — og má því segja að alls hafi um 83% gamalmenna hér notið ellilífeyris. EHitryggingar. Ellitryggingar og ellilífeyr- ir fyrir hjón nam á þessu árí í löndunum eins og hér segir: Danmörk D. kr. 3.115, 00, Svíþjóð S. kr. 3.380,00, Noregur N. kr. 2.640,00, Finn- land (finnsk mörk) 18491,00 (um 2.310,00 ísl. kr.) og á ís- landi miðað við fyrsta verð- lagssvæöi kr. 6.048,00. — Ellilífeyrir til einstaklinga nam: Svíþjóð S. kr. 2.230,00, Danmörk D. kr. 2.077,00, Nor- egur N. kr. 1.620,00 og á ís- landi kr. 3.780,00. (10% upp- bót var greidd á ellilífeyrir síðari helming ársins). Svíar virðast því hafa haft full- komnastar ellitryggingar á þessu ári. Ekki er hægt aö bera sam- an ekknatryggingar í lönd- unum.. í Danmörku, Noregi og Finnlandi eru ekki greiddar ekkjubætur, en aftur á móti í Svíþjóð og hér á landi. í Svíþjóð fengu tæplega 5 af hundraði allra ekkna í iand- inu ekkjubætur. Var hæðst tillag til þeirra S. kr. 1.610,00 að viðbættum kr. 250,00 fyrir hvert barn, en lægsta tillag kr. 630,00 og kr. 250,00 á barn. Ekknabæturnar eru í Svíþjóð grciddar til ekkna, sem orðn- ar eru 55 ára þegar þær missa maka sinn og hafa verið gift- ar í 5 ára. Þess skal getið, að í .Danmörku er ekkjum greidd ar kr. 504,00 á barn hæðst, en lægst kr. 372,00. Ekkjubætur. Ekkjubætur eru hér á landi tvenns konar og greiðast til þeirra, sem ve'rða ekkjur und ir 67 ára. Allar ekkjur, sem ekki eru komnar á ellilífeyris aldur fá bætur í 3 mánuði eftir dauða maka kr. 600,00 í grunn á mánuði. Eigi ekkj- an börn undir 16 ára aldri fær hún bætur í næstu 9 mánuði kr. 450,00 í grunn á mánuði eða samtals í 12 mán uði auk lífeyris með börnum sínum þar til þau veröa 16 ára. Sé ekkjan á aldrinum 50 —67 ára þegar hún verður ekkja, eða hættir að taka barnalífeyri, kemur lífeyris- réttur til greina þar til elli- lífeyrisréttur kemur til. Á árinu 1949 fengu 332 ekkj ur bætur samtals kr. 600 þús. (Ekkjurnar éru nokkrum færri þar sem nokkrar þeirra fengu bætur úr fleiri en sín- um flokki). Þá fengu 1072 bótaþegar óendurkræfan barnalífeyri fyrir samtals 1979 börn, eða rúmlega 3,7 milljóirir króna. Endurkræfan barnalífeyri fengu 1405 bótaþegar fyrir 1818 börn, kr. 3,8 milljónir. Fjölskyldubætur fyrir 4. barn og fleiri fengu 2804 fjöl skyldur fyrir 5041 barn kr. 4, 5 milljónir. Þannig fengu á árinu 1949 5281 bótaþegar barnalífeyri fyrir 8838 bcrn. Barnalífeyririnn nam því 12 millj. kr. Samkvæmt þessu stöndum við framarlega hvað snertir (Framh. a tí. síðu.* Jón bóndi hefir kvatt sér hljóðs og ræðir um kartöflur og vínber: „Fyrir nokkru skrifaði Björn Guð mundsson skrifstofustjóri Græn- rr.etisverzlunar ríkisins grein í Tímann a'ð gefnu tilefni um kart- öfluinnflutninginn í sumar og fleira. Hann ræddi það af hreinskilni og þekkingu. Óþarflega mikilli þekk- ingu virðist höfundur Reykjavíkur tréfs Morgunblaösins álíta. Ef sá rökvana maður, sem Reykjavíkur- bréfið skrifar í Mbl. ætti brot af framsjni Njáls, þá hefði hann getað sagt mér og öðrum bændum strax í vor um liið dásamlega sumar, sem er að kveðja. Þá hefðum við jafnvel getað sparað okkur helm- ing af venjulegum áburðarkaup- um. En það láoist honum, þeim vísa manni. Eftir á segist hann geta verið vitur. En þegar Björn bendir á vafa- saman imifiutning banana og fleiri ávaxta, sem gæðinsar Mbl. stóðu fyrir á sarna tíma og innlenda gróðurhúsaframleiðslan var að koma á markaðinn, þá fer Morgun- blaðshöfundurinn að dæmi strúts- íns, þegar hann er á flótta og stingur toppstykkinu sem fastast í Sinn eigin poka og læzt ekkert sjá og ekkert skilja. Sem bóndi hef ég aö vísu samúð með höfundi Reykjavíkurbréfsins, skil að hann iangar að eiga æta tuggu handa gæðingunum sínum og vilji breiða yfir þá eftir vel stiginn sprett, sér- staklega þar sem þeir eru í æö'i brúkun nú um sinn, þar sem ekki iíður ár á milli erfiðra ferða, en ferðalög eru dýr og reyna á þolið, enda er rfú þessa dagana verið að stinga upp í þá lostætum vínberj- um, sem væntanlega viðhalda fjör inu. Eftirtekt vakti það í grein Björns að þeir aðilar, sem verkum ráða á Keflavíkurfiugvelli geta verzlað og flutt inn kartöflui' utan við Græn- metisverzlun ríkisins. Vill ekki Mbl. Ijá því lið, að kippa þvx í lag? Og hvernig er með skipafélögin? Mega þau gera innkaup til eigin nota toll frjálst á erlendum markaði? Höf- undur Reykjavíkurbréfsins vill máske upplýsa það í næsta bréfi. flokki sem þeir standa, að taka höndum saman og reyna að gera sitt bezta til þess að sá fengur verði að sem mestum notum“. i | Jón bóndi hefir lokið máli sínu, en svo er liér bréf frá Vilhjálmi Jónssyni: I | „Hvað er Iýðræði? Er lýðræði að minnihlutinn ráði? Spyr sá, sem ekki veit. Mér datt í hug, þegar ég sá fyrirhugaða dagskrá útvarpsins n. k. vetur, að ekki væru ráðandi ineixn útvai'psins af baki dottnir. Það var aðalúrbótin, að bæta við tónleikana. Einmitt þann lið, sem meiri partur þjóðarinnar vill ekki , hafa í jafnríkum mæli og það er i útilátið. Svo eru þessir ráðandi menn að gefa út, að fólkið hafi , ekki vit á þessu. Ég ætla að segja, j' að talsvert af þessu fólki, sem ekki vill svona mikla tónleika, kann bæði söngfræði og sömulelðis að spila á hljóðfæri. ! Hér um árið var gerð nokkurs konar skoðanakönnun og voru um , 80% hlustenda, sem ekki vildu tón t leika, ^n 20% með þeim. Líkt mundi enn þá ef atkvæðagreiðsla færi fram yfir landið. Hér um árið voru hlustendur hvattir til að láta til sín heyra og skrifa útvai'pinu bréf og láta skoðanir sínar í ljósi og var það albezta skemmtun. sem útvarpið hefir flutt. En galli var á að bezti mergurinn var oft slit- inn úr sanihengi, svo að bréfin voru ekki eins áheyrileg. / mörg ár hafa hlustendur verið óánæ’gðii’ með útvarpið, en það er eins og að slá í stein með lófunum að gera umkvartanir. Það er að sjá, að einstakir menn í Reykjavik hafl atvinnu af þessurn hljómleikum, enda Reykjavík þjóðin!!! Hina varð ar þá ekki ,um, þeir mega borga I brúsann. j Útvarpsstjóri hefir sagt, að rétt- ! mæt gágnrýni væri heilbrigð. En jhvað er réttmæt gagnrýni? Við, s sem í meirihluta erum, teljum rang I læti að kasta aðfinnslum okkar fyr , ir borð og að minnihlutinn ráði, j Einræði viljum við ekki. Við viljum, að allir fái eitthváð að heyra, en gangi ekki neitt á rétt annarra. Allir hugsandl menn vita það, | Væri cklti rétt að stytta hljómlistar að hin geysimikla framleiðsla á kart! þáttinn og lofa útvarpshljómsveit- öflum er vandamál, sem þarf að ' inni að hvíla sig. Það myndi spara (leysa ef vel á að fara og þar dugir ekki Grænmetisverzlun ríkisins ein 1 til, hversu vel, sem forráðamenn 1 hennar vilja, heldur þurfa allir ábyrgir og velviljaðir menn, hvar í mikil útgjöld". Vilhjálmur hefir lokið máli sínu, Starkaður. I Bifreiðar af öllum stærðum og gerðum. Eilthvað fyrir alia Greiðsluskilmálar oft mjög hagkvæmir. Bif reiöasalan Bókhlöðustíg 7. — Sími 82168. Jarðarför mannsins míns, JÓNS GÍSLASONAR, Eystri-Loftsstöðum, fer frarn frá Gaulverjabæ föstudaginn 23. október. Athöfnin hefst með bæn að heimili hins láína kl. 1 e. h. Ferð verður frá Ferðaskrifstofunni kl. 10. Jóhanna Kristjánsdóttir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.