Tíminn - 18.11.1953, Side 3
262. blaff.
TÍMINN, miðvikudaginn 18. nóvember 1953.
3
ísíendirLgajpættir
Sjötugur: Guðlaugur Einarsson
Mér þykir hlýða að minn-
ast þessa gamla Holtamanns,
því að slíkan telur hann sig,
þótt lengi hafi nú dvalið í
Hafnarfirði.
Guðlaugur fæddist 25. sept.
1883. Foreldrar hans slitu
samvistum er hann var ó-
málga barn og ólst hann upp
á Arnkötlustöðum, fram á
þroskaaldur og við ástríki
fósturforeldra og fóstursyst-
kina. Ber hann enn í hjarta
sínu hlýju til þessa góða
fólks og mun bera til ævi-
loka. Hefir hann tjáð mér,
aö álfaslóðir sínar eða hugð-
arlönd séu umhverfis Arn-
kötlustaði. Er og þaðan
-skammt til Meiri-Tungu (er
fyrr hét Moldartunga) en
þar átti hann snemma holl-
vini, þá bræður Þorstein og
Bjarna. Eigi veit ég gerla,
hvað varð um Einar íoður
hans, mun hann hafa verið
hógværðarmaður, en fremur
auðnulaus, ef miðað er við
veraldarframa. Móðir Guð-
laugs giftist síðar Þorleifi
Gu.ðmundssyni, og átti með
honum son, Sigurþór að
nafni, hagleiksmann mikinn
og völund við fínasta smíði.
Guðlaugur varð brátt væn-
legur maður, snoturmenni á-
sýndum, eigi mikill vexti, en
vel að sér gerr. Hann ól í
brjósti sér menntaþrá og
mun hafa lært í Flensborg.
Gerðist hann litlu síðar kenn
ári í Holtum við ágætan orð-
stír. Mun hafá kennt í 3 vet-
ur. Er mér kunnugt um hlýju
þel til hans í brjóstum fimm-
tugra manna, er nutu fræðslu
hans. En nú hvarf Guölaug-
ur að því ráði, sem flestir
ungir menn grípa til. Hann
festi sér konu, Kristínu Krist
jánsdóttur frá Marteins-
tungu, fríðleiks konu og vel
gefna og með hagar hendur
við hannyrðir og sauma. —
Hófu þau búskap í Litlu-
Tungu í Holtum árið 1916.
Bjuggu þar litlu en snotru
búi um fimm ára skeið. —
Heiðraði hann Landmanna-
afrétt með því að reka þang-
að nokkur lömb á þessum ár-
um. Eigi veit ég, hví Guð-
laugur breytti nú ráði sínu
og hvarf til Hafnarfjarðar og
hefir dvalizt þar alla tíð síð-
an, ef ég veit 'rétt. Því miður
hefir vanhafilsa þjajð konu
hans árum saman og hefir sú
vanheilsa komið sárt við Guð
láug, svo viðkvæman mann.
Mörg síðustu árin hefir Guð-
laugur handleikið helzt
haka og skóflu og unnið
venjulega verkamanna-
vinnu. Hvers vegna hann
varpaði frá sér penna og
griffli kennarans og síðar
orfi og ljá bóndans, veit ég
ekki gerla, en eitt veit ég, að
eigi skorti hann vit til and-
legra starfa né hyggindi til
búsýslu. En látum hann um
það. Vera má, að hann hafi
eigi fundið þarna rétta hillu
eða þá að atvik eöa glettni
örlaganna hafi ýtt honum
fram í flæðarmálið — „mig
fýsti á liðnum degi um flæð-
armál að sveima, en fann þó
reyndar á mér að betra væri
heima", kvað Sandskáldiö
um séra Sóta!
Mig grunar, að Guðlaugur
hafi oft fundið, að betra
liefði veriö sjálfstæði bónd-
ans, en eyrarvinna í Hafn-
arfirði. En þó mun hann eigi
viöurkenna, að hillan hans
sé röng eða á nokkurn hátt
ósamboöin honum, því að rót
allrar ráðabreytni er í mann
inum sjálfum. Hygg ég, að
eigi sé heiglum hent að koma
Guðlaugi í rökþrot, því að
hann er stórgáfaöur maður,
(ef ég má treysta mínu eig-
in viti og dómgreind). Það er
skammt síðan, að ég kynntist
þessum Holtamanni, var það
yfir molduni Þórunnar sál. í
Meiri-Tungu. Vorum við
sessunautar í erfidrykkjunni
og tjáði hann mér, að hann
hefði ritað nokkur orð um
fermingarprest sinn, sr. ó-
feig Vigfússon, föður minn.
Ég hafði nýlesið eftir hann
snjöllustu dánarminningu er
ég hefi séð, og snilld hans
vakti forvitni mína. Þannig
hófust kynni okkar, góðu
héilli. Það er ein spurning,
senr vaknar í huga mér, er ég
hugsa um þennan sjötuga
mann og greinilega átti í
öndveröu mörg og verðmæt
pund: átti fátækt hans að
slenlinja í honuin sjálf-
um, (Magnús sálarháski smíð
aði þetta nýyröi) sök á því,
að íslenzka kirkjan var svik-
in um andríkan prest og ráð-
vandan þjón? Þarna var hill-
an hans og þarna hefði hann
sómt sér bezt, eins og bók á
hillu í skrautbandi, í . beztu
stofu borgaranna! En engu
verður um þokað og GuÖlaug
ur kennir engurn neitt, helzt
þó sjálfum sér, því að hann
er auðmj úkur, trúhneigöur
maöur. Nokkurn þjóðlegan
fróðleik hefir hann skráð, en
annars er hann orðinn svo
vanur að grafa með skóflu
og haka aö hann hefir óvilj-
andi kannske grafið 1 eða 2
pund af mörgum í jörðu nið-
ur. En hann er ekki einn um
það. —
Ég óska honum að end-
ingu kvöldfriöar og blessun-
ar og þakka honum af heil-
um hug óverðskuldaðan vin-
arhug. Tel ég vináttu hans
mér til handa meðal góðra
gjafa, er stjarnastjórnin hef
ir veitt mér. „Dularlög sem-
ur stjarnastjórnin“ kveður
Einar Benediktsson og þau
dularlög eru líklega bak við
örlög hins gáfaða manns
GuÖIaugs Einarssonar eins og
annarra manna. En bezt er
að hætta sér ekki lengra inn
í þokuna.
Guölaugur! Guð blessi þig
og konu þína og gefi ykkur
frið. R. Ó.
Brúin á Kerl-
Vegna greina bæði í Tímanum og
Morgunblaðinu þykir rétt að birta
hér ræðu Páls Zophoníassonar við
7. umr. um brúarlögin í efri deild,
en þar bendir hann á að meö því
að Alþingi samþykkti í fyrra að
brúa Kerlingardalsá, hefði það
raunverulegá einnig samþykkt að
! brúa Múlakvísl á svonefndri syðri
'leið.
I
j Herra forseti!
j Það er ekki á neinn hátt
,til þess að leggja stein í götu
þessa frumvarps, sem hér er
á ferðinni, sem ég kveð mér
hljóös, heldur til að benda á
. það, aö á siðasta þingi var í
raun og veru þetta ákveðið.
iÞá var byrjað að brúa Kerl-
^ ingadalsá, sem er á þessari
syðri leið, enda þótt brúin
,væri ekki þá og sé ekki enn
komin í brúarlög. En hún var
, önnu.r af þeim tveim ám. sem
verður að brúa, svo að syöri
, leiðin verð'i fær. Með þessu
fékk sá þingmaður V.-Skaft-
fellinga, er þá sat á Alþingi,
því slegið föstu, að syöri leiðin
austur yfir Mýrdalssand yrði
farin, en ekki hin um Höfða-
brekkuheiði. Af þessu leiðir að
Múlakvísl verður brúuð, hvað
'sem samþykkt þessa frum-
jvarps líður, því ella væri lítið
vit í að hafa byggt brúna á
j Kerlingadalsá. Það er því
jnokkurn veginn sama, hvort
jfrumvarpið verður samþykkt
! eða ekki. Það er þegar búið að
lákveða af Alþingi með fjár-
j veitingu til Kerlingadalsárbrú
arinnar og nú bygginu henn-
ar, að fara syðri leiðina og ég
vænti þess, að það verði eng-
inn þingmaður til þess að
leggja stein í götu þess. Ef hv.
þm. sýslunnar þykir eitthvað
léttara fyrir sig að fá fjárveit
ingu til brúar á Múlakvísl með
því að fá hana fyrst tekna í
brúarlög, heldur en að fá sam
þykkta fjárveitingu til brúar
á Múlakvísl, þó að hún sé ekld
á brúarlögum, eins og fyrir-
rennara hans Jóni Gíslasyni
tókst með Kerlingadalsána í
fyrra, þá sé ég ekkert á móti
því að gera það. En ég tel mál
ið þegar afgert í fyrra á Al-
þiiigi. þegar ákveðið var að
brúa Kerlingadalsá, því að af-
leiðing af því hlaut að verða
sú, að Múlakvísl yrði brúuð
síöar, enda margoft á það
bent þá af Jóni Gíslasyni.
Enska knattspyrnan
Úrslit s. I. laugardág:
1. deild.
Arsenal-Bolton 4-3
Aston Villa-Middlesbro 5-3
Blackpool-Tottenham 1-0
Cardiff-Manch. Utd. 1-6
Chelsea-Burnley 2-1
Huddersfield-Sheff. Wed. 2-0
Manch. City-Newcastle 0-0
Portsmouth-Preston 1-3
Sheff. Utd.-Charlton 1-1
Sunderland-Liverpool 3-2
Wolves-West Bromw. 1-0
2. deild.
Blackburn-Nottm. Porest 2-0
Brentford-Plymouth 1-0
Bristol Rovers-Swansea 0-1
Bury-Leeds Utd. 4-4
Derby-Luton Town 1-2
Doncaster-Birmingham 3-1
Everton-Fulham 2-2
Hull City-Stoke City 1-2
Lincoln-Rotherham 4-3
Notts County-Leicester 1-1
Oldham-West Ham 3-1
z s
] Rafmagnsvörur |
| Krónuklemmur
úr nylon og plasti I
i Mótortengi
| Straujárnsfalir
meö og án rofa
i Snúrurofar
| Loft og veggfalir
P Lampafalir
1 og einangrunarbönd
I stærðir.
71
i
5
E
| Véla og raftækjaverzlunin f
1 Tryggvag. 23 — Sími 81279 j
iiuiiiiiiiiiiiiiiiiiuiimnuiiimiiiiimiiiiiiuiiiiiiMiuitui
Leikur efstu liðanna í 1.
deild vakti mesta athygli á
laugardaginn. Var hann afar
tvísýnn, og var West Brom-
wich óheppið að bíða lægri
hlut. Er nú aðeins eins stigs
munur á þvi og Úlfunum, og
Huddersfield, sem komst upp
úr 2. deild í vor, er í þriðja
sæti, með þremur stigum
minna. Þessi þrjú lið skera
sig mjög úr. En snúum okkur
aftur að leikmim. — Mullen
hjá Úlfunum skoraði strax
í byrjun leiksins, og þrátt fyr
ir mörg opin tækifæri hjá
báðum liðum, varð það þó
eina markið í leiknum. Hraöi
var mikill og gengu upphlaup
in á víxl. West Bromwich
átti m. a. tvö stangarskot, en
það var eins og knötturinn
vildi ekki í markið. Undir
lokin varð leikurinn nokkuð
cinhæfur. West Bromwich
sótti fast, en Úlfarnir fóru
allir í ’.'örn og tókst að halda
markinu hreinu.
Þau úrslit, sem mest komu
á óvart á laugardaginn var
hinn mikli sigur Manch. Utd.
yfir Cardiff. Virðist nú eitt-
hvað vera - að rofa til hjá
Manchester, sem verið hefir
;jafnas<-a liðið í Englandi eft-
J ir styrjöldina. En eftir að liö-
ið vann deildakeppnina fyrir
tveimur árum, rná segja, aö
það hafi verið í öldudal. —
Arsenal er nú á góðri leið
með aö verða eitt bezta liðið
í deildinni, og hefir ekki tap-
að leik í mánuð. Preston vann
Portsmputh að venju. Tom
Finnéy leikur nú með Preston
aftur cítir meiðsli og hann
átti aöalþáttinn í sigrinum á
laugardaginn. Lék hann hvað
eftir annað í gegnum vörn
Fortsmouth, skoraöi eitt
mark sjálfur eftir sóló-unp-
hlaup, var brugðið í annað
skipti, og var dæmd vita-
spyrna, sem skorað var úr, og
í þriðja skiptið lagði hann
knöttínn fyrir Morrison, sem
þurfti lítið annað, en renna
homun í markið.
í 2. deild er keppnin orðin
sérstaklega skemmtileg. Don
caster er nú aftur komið i
fyrsta sætið, hefir ívið bctra
markahlutfall en Leicester.
Doncaster hafði mikla yfir-
burö'i gegn Birmingham og
aðeins frábær leikur mark-
rr.anns Birmingham, Merr-
ich, bjargaði liðinu frá mun
meira tapi. I.uton vann Der-
by, þrátt fyrir að liðið missti
mann snemma í síðari hálf-
leik. Mitchell skoraöi bæði
mörkin.
Staðan er nú þannig:
1. deild.
Landskeppnin í bridge
HarSar Þárðarsonar sigraði
Á mánu.dagskvöldið lauk
landskeppni í bridge meö
sigri sveitar Harðar Þórðar-
sonar, Reykjavík, er hlaut 12
stig. Keppnin var yfirleitt
mjög tvísýn og voru úrslit
óviss fram til loka keppninn-
ar. Eftir fyrstu umferöirnar,
en þær voru aíls sjö, leit helzt
út fyrir. að sveit Sigurðar
Kristjánssonar, Siglufirði,
myndi bera sigur úr býtum,
en Sigurður vann Hörð í
þriðju umferð. í fimmtu um-
ferð breyttist staðan aftur þar
sem Sigurður tapaði fyrir
sveit Karls Friðrikssonar, Ak-
ureyri, en við það komst Hörð
ur ásamt sveit Gunngeirs Pét
urssonar, Reykjavík, í efsta
sætið. í sjöttu umferð mætt-
ust svo efstu sveitirnar og
sigraði Hörður þá Gunngeir.
Lokastaðan í keppninni varð
þannig:
Sveit Harðar Þórðarsonar
varð íslandsmeistari, en í
sveitinni auk Harðar eru Ein-
ar Þorfinnsson, Gunnar Guð-
mundsson, Kristinn Bergþórs
son og Lárus Karlsson.
2. Sveit Sigurðar Kristjánsson
ar, Siglufirði, 11 stig. 3, Sveit
Gunngeirs Péturssonar, Rvík,
9 stig. 4. Sveit Einars Guðjohn
sen. Rvík, 8 stig. 5. Sveit Karls
Friðrikssonar, Akureyri, 8 stig.
6. Sveit Ásbjarnar Jónssonar,
Rvík, 6 stig. 7. Sveit Esther
Pétursdóttur, Rvík, 3 stig. 8.
Sveit Ólafs Guðmundssonar,
Hafnarfirði, 0 stig.
í einstökum umferðum fóru
leikar þannig: 1. umferð: Ás-
björn vann Esther (55-34),
Karl vann Ólaf (58-49), Plörð-
ur vann Einar (64-37), Gunn-
geir og Sigurður gerðu jafn-
tefli (52-49).
2. umferð: Karl vann Est-
her (43-23), Gunngeir vánn
Ásbjörn (39-24), Sigurður
vann Einar (48-29), Hörður
vann Ólaf (69-29).
3. umferð: Ásbjörn vann
Einar (48-41), Gunngeir vann
Karl (42-31). Ester vann Ólaf
West Bromw. 18 13 2 3 47-22 28
Wolves 18 11 5 2 44-25 27
Huddersfield 18 11 3 4 35-19 25
Burnley 18 11 0 7 39-32 22
Bolton 17 Ö 5 4 35-26 21
Blackpool 17 9 3 5 34-26 21
Charlton 18 10 1 7 41-35 21
Cardiff 18 7 5 6 21-28 19
Maneh. Utd. 18 5 8 5 27-25 18
Arsenal 18 7 4 7 37-35 18
Sheff. Wed. 19 8 2 9 33-41 18
Preston 18 8 1 9 44-28 17
Tottenham 18 8 1 9 28-29 17
Aston Villa 17 8 1 8 29-30 17
Newcastle 18 5 5 8 33-37 15
Liverpool 18 4 5 9 34-44 13
Sheff. Utd. 17 5 3 9 25-36 13
Chelsea 18 5 3 10 30-43 13
Manch. City 18 4 5 9 21-36 13
Sunderland 17 5 2 10 37-46 12
Portsmouth 18 4 4 10 36-49 12
Middleshro 18 4 4 10 28-45 12
2 deiid.
Doncaster 18 12 1 5 33-20 25
Leicester 18 9 7 2 39-24 25
Everton 18 9 6 3 37-27 24
Nottm. Forest 18 10 3 5 41-26 23
Biringham 18 8 5 5 40-24 21
Rotherham 19 10 1 8 35-34 21
Lincoln City 8 8 4 6 31-23 20
Blackhurn 17 7 6 4 31-26 20
West Ham 18 8 3 7 35-28 19
Leeds Utd. 18 6 7 5 42-37 19
Stoke City 19 5 9 5 31-30 19
jLuton Town 18 6 7 5 30-29 19
1 Bristol Rov. 18 5 7 ’ 6 •36-30 17
, Swansea 18 7 3 8 25-32 17
J Derby County 17 6 4 7 31-34 16
j Fulham 18 5 5 8 37-41 15
i Brentford 18 5 5 8 17-34 15
ÍHull City 18 6 1 11 20-28 13
Plvmouth 18 2 9 7 23-32 13
Oidham 18 4 4 10 18-33 12
Notts County 18 4 4 18 21-42 12
Bury 18 2 7 9 22-42 12
(57-40), Sigurður vann Hörð
(53-31).
4. umferð: Gunngeir vann
Ólaf (73-40), Einar vann Karl
(69-31), Sigurður vann Ásbj.
(51-33), Höröur vann Esther
(44-18).
5. umferð: Karl vann Sig-
urð (30-24), Einar vann Ólaf
(62-42), Gunngeir vann Ester
(43-27), Hörður vann Ásbjörn
(36-22).
6. umferö: Einar vann Est-
her (29-19), Sigurður vann
Ólaf (42-33), Karl vann Ásbj.
(62-34), Hörður vann Gunn-
geir (47-32).
7. umferð: Sigurður vann
Esther (75-32), Ásbjörn vann
Ólaf (50-37), Hörður vann
Karl (57-41), Einar vann
Gunngeir.
í næsta bridgeþætii Tímans
næst komandi laugardag
munu verða sýnd spil frá
keppninni.