Tíminn - 18.11.1953, Side 5
262. blað.
TÍMINN, miðvikudaginn 18. nóvember 1953.
5
Miðvikud. 18. nóv.
járlögin og stjórn-
ERLENT YFIRUT:
Lýðræðisríkin blekkjast ekki
SíiiSnlsigtíE* fieirra við Atlaníshafslsaiida>
lagiS ©r óliaggaSur þrátt fyrir áróður
koimmiiBÍsÉa
arandstæðingar
Það er háttur andstæðinga
núverandi ríkisstjórnar að á-
saka þingmeirihlutann fyrir
það, hvaö fjárlögin eru há
og fyrir það, að þau fari hækk
andi. Þessum ásökunum er þó
fyrst og fremst beint aö fjár
málaráðherra.
Það er augljóst, að þessar
ásakanir missa marks, þegar
það er athugaö að gjöld sam-
kvæmt fjárlögum hafa hækk
að hlutfallslega minna frá
1949 til 1953 heldur en vísi-
tala framfærslukostnaðar á
sama tima, þrátt fyrir áhrif
gengiSbreytingarinnar frá
1950 og hækkanir, sem knúð
ar hafa veriö fram með verk
föllum og á annan hátt. Á
þessu tímabili hefir þó fjár-
máíastjórnin tekið þeim
stakkaskiptum, að í stað
greiðsluhalla ríkissjóös hef-* 1
ir orðið greiösluafgangur. i
Það, sem einkum veldur
því, að fjárlög hækka, er þró
un verðlags, auknar framfar
ir og að nokkru leyti fólks-
fjölgun í landinu. Verðlags-
uppbætur á laun embættis-
manna ríkisins eru að miklu
leyti greiddar eftir sömu
reglum og á kaup verka-
manna. Og við framkvæmd-
ir ríkisins er greitt kaup eft-
ir taxta verkalýðsfélaga. Af
því leiðir, aö í kjölfar kaup- t
hækkána kemur aukinn!
rekstrarkostnaður ríkisins.
Framfaramálin kosta að
jafnaði aukin útgjöld úr rík-
issjóði. Á síðari árum hafa
t. d. komið inn í fjárlögin
nýir kaflar, svo sem framlög
til raforkumála og flugmála,'
en þær starfsgreinar færast
nú mjög í vöxt þjóðinni til
þæginda og hagsbóta. Af
fjölgun þjóðarinnar leiða
aukin útgjöld ríkisins í sum-
um greinum. Eftir því sem
skólaskyldum börnum fjölg- ’
ar, vex kostnaður vegna skóla
mála. Því fleiri börn sem fæð
ast og því fleiri gamalmenni,
sem lifa með þjóðinni, þeim
mun hærri verða framlög til
byggingamála o. s. frv.
Afstaða stjórnarandstæö-
inga við afgreiðslu fjárlaga
er harla athyglisverð. Þeir
hafa vakið upp óánægju og
skæruþernað í þjóðfélaginu,
en ásaka svo þingmeirihlut-
ann og einkum fjármálaráð-
herra, þegar afleiðingar þess
koma í ljós í fjárlögum. Af-
leiðing hinna víðtæku verk-
falla, sem stjórnarandstæð-
ingar komu af staö fyrir ári
síðan, er t. d. sú, að kostn-
aður ríkissjóðs vegna niður-
greiðslu á vöruverði mun;
hækka um allt að 20 milljón-j
ir. Hefði ekki verið lagt útj
á þessá viðsjálu braut, þáj
hefði verið hægt að verja
þessu fé til nýrra fram-
kvæmda eða lækka fjárlögin
sem því nemur.
Stjórnarandstæöingar telja
sér það til gildis að styðja
mörg framfaramál, sem fram
kvæmd eru samkvæmt nýrri
löggjöf, en fyllast vandlæt-
ingu, þégar fjárlög hækka að
sama skapi.
Stjórnarandstæöingar bera
Bersýnilegt virðist nú á öllu, að
kalda stríðið sé að harðna að nýju.
Vonir glæddust nokkuð um hið
gagnstæða á s. 1. vori þegar Sovét-
stjórnin breytti að ýmsu leyti til
um starfsaðferðir eftir fráfall Stal-
ins. Þeir voru þó ýmsir, sem töldu
hinar breyttu starfsaðferðir ekki
stafa af stefnubreytingu, a. m.
k. væri rétt að bíða þess, að hún
kæmi í ljós áður en slíkt væri full-
yrt. Meðal þeirra, sem þessu héldu
fram, var Stevenson, forsetaefni
demokrata, er á einum blaðamanna
fundi færði dæmisöguna um norðan
vindinn og sólina upp á þá Stalin
og Malenkoff.
í Degi 11. þ. m. eru þessi mál
nokkuð rædd með hliðsjón af af-
stöðu manna til Atlantshafsbanda-
lagsins. Segir þar á þessa leið:
— Taflstaðan í „kalda stríðinu“ í
milli austurs og vesturs hlýtur jafn
an að hafa veruleg áhrif á viðhorf
manna til utanríkismála og eins og
nú standa sakir, á afstöðu manna
um öll vestræn lönd til Atlantshafs
bandalagsins.
Fyrr á þessu ári virtist mörgum
í bili, að upp væri að rofa, eftir and-
lát Stalins. Og óneitanlega sáust
ýmis teikn á himni stjórnmálanna
sem gátu gefið til kynna að Rússar
hyggðust um sinn a. m. k. að slaka
á heimsvaldastefnu sinni og taka
upp friðsamlegri sambúðarhætti en
gilt höföu undanfarin ár. Um þær
mundir bar mjög á góma um vest-
ræn lönd nauðsyn Atlantshafs-
bandalagsins og raddir heyrðust
um, að það heföi gert sitt gagn og
mundi síður nauösynlegt i framtíð-
inni.
Friðarsólin gengur undir.
Hér á íslar.di urðu þessi teikn
til þess að ýmsum virtist ástæða til j
að endurskoða afstöðuna til her-1
varna landsins og upp úr þeim jarð'
vegi spratt hinn svonefndi Þjóð- j
varnaflokkur. En þessi friðarsól var'
ekki lengi á lofti. Þegar kom fram 1
á mitt s. 1. sumar, gerðist það æ
tíðara, að ábyrg blöð um vestræn j
lönd, tjáðu vonbrigði sín yfir þróun '
heimsmálanna. 'CJtanríkisstefna i
Rússa virtist aftur vera orðin fjand-
samlegri vestrænu rfkjunum en j
fyrstu mánuðina eftir dauöa Stal-}
ins. Það var engu líkara en vald- j
hafarnir í Kremi heföu tendrað frið i
arp'puna rétt á meðan þeir voru að
tryggja sig í sessi og meðan átökin
við Beria voru að ráðast til úrslita,
en að því búnu væru teknir upp
fyrri hættir.
Ástandið versnar á ný.
Endahnúturinn á þessari þróun
er svo orðsending Rússa til vestur-
veldanna í s. 1. viku, þar sem þeir
raunverulega hafna boði vesturveld
anna um þátttöku í utanríkisráð-
lierrafundi í Lugano. í þessari orð-
sendingu eru þau skilyrði sett fyrir
þátttöku þeirra í nokkurri ráðstefnu
um heimsvandamálin, sem teljast
mega afarkostir, enda fyrirfram vit
að, að samþykkt þeirra af hálfu
vesturveldanna er úíilokuö með
öllu. Það er til dæmis um viðræðu-
grundvöllinn, aö Rússar krefjast
þess, að áætlanir um stofnun Ev-
rópuhers verði lagðar á hilluna, her
sveitir Bandaríkjanna í Evrópu
verði kvaddar heim og Atlantshafs
bandalagið lagt niður. Með öðrum
orðum, að teknir verði á brott horn-
steinar utanríkisstefnu vestrænu
þjóðanna og Atlantshafsbandalags-
ins. Eftir þessi síðustu skipti er
óvissan í heimsmálunum áreiðan-
lega jafnmikil og fyrrum og þörfin
á samtökum vestrænu ríkjanna
vissulega engu minni en á stjórnar-
tíð Stalins.
Skoðanakönnun í
Danmörk.
Eftir þessa atburöi er nokkurn
veginn víst, að meðal Vestur-Evrópu
þjóðanna er fylgi almennings við
Atlantshafsbandalagið engu minna
en í upphafi. Þetta er ekki sagt út
í bláinn, því að í s. 1. mánuði voru
birtar í Danmörk mjög athvglisverð
ar niðurstöður skoðanakönnunar
um þessi efni, sem framkvæmd var
á vegum dönsku Gallup-stofnunar-
innar. Þá var að vísu aftur farið að
syrta í álinn í heimsmálunum, en
þó hvergi nærri eins mikið og nú,
því að þá var enn von til að takast
numdi að koma á viðræöum stór-
veldanna um vandamálin og e. t. v.
greiða eitthvað úr mestu flækjunni
og bægja stríðsóttanum frá í bili.
Spurningar, sem danska Gallup-
stofnunin lagði fyrir fólk í öllum
stjórnmálaflokkum, voru á þessa
leiö:
Hvernig lítið þér á þróunina í
Rússlandi — teljið þér um að ræða
stefnubreytingu, sem þýtt gæti
meiri möguleika fyrir austur og vest
ur að komast aö samkomulagi, eða
álitið þér, að hér sé ekki um að
ræða neitt, sem áhrif muni hafa
á sambúðina?
Seinni spurningín var á þessa
leið:
Teljið þér þróunina í Rússlandi
hafa gert Atlantshafsbandalagiö
Ismay lávaröur
Framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins
meira eða minna nauðsynlegt nú
en t. d. fyrir ári síðan?
Trúa ekki á
stefnubreytingu.
Niðurstaða þessarar skoðanakönn
unar varð í stuttu máli sú að megin
þorri dansks almennings hefir enga
trú á því, að þróunin í Rússlandi
boði friðsamlegri tíma og jafn-
framt er ljóst, aö lýðræðisflokkarn-
ir allir telja þörfina á Atlantshafs-
bandalaginu sízt minni nú en áður.
Aðeins kommúnistar og radikalir
töldu friðarhorfurnar hafa batnað
og Atlantshafsbandalagið óþarft og
kom það ekki á óvart. í sumurn
flokkum er bandalagið talið enn
meiri nauðsyn nú en áöur. Ástæð-
urnar, sem menn færðu fram íyrir
þessari skoðun, voru aðallega, að
það hafi sýnt sig, að samstaða lýð-
ræðisþjóðanna hafi borið árangur,
og líkur séu til þess, að það eina,
sem Rússar beri virðingu fyrir og
haldi þeim í skefjum, sé sameinað-
ur máttur lýöræöisríkjanna. Og
ekki sé orðin nein stefnubreyting
hjá Rússum og því sama ástæða og
fyrr og ekki minni að hslda saman
og standa fast með óbreyttri stefnu.
j Hvarvetna í lýöræöisflokkunum
varð vart við mikla tortryggni gagn
^ vart utanríkisstefnu Rússa og að
menn töldu mjög óvarlegt að treysta
því, að útlitið batnaði.
i
t
^ Skoðanir annars staðar
sennilega svipaöar.
j Enda þótt ekki liggi fyrir skoð-
anakannanir af þessu tagi í öðrum
j Atlantshafsríkjum, verður að teljast
mjög h'klegt að málin séu þar met-
, in svipað og 1 Danmörku. Má m. a.
' ráða það af kosningaúrslitum t. d.
í Noregi, og aukakosningum í öðr-
I um löndum, t. d. Bretlandi. Komm-
' únistar og þeirra fylgifiskar hafa
f ekki hlotið fylgi af andstöðu sinni
j gegn Atlantshafsbandalaginu nema
1 síður sá. —
i
Á víðavangi
Sami málflutningurinn
og hjá McCarthy.
Þjóðviljinn þykist vera
vcðalega hneykslaöur yfir
því, að andstæðingar Tru-
mans hafa borið honum hálf
gerð landráð á brýn. Sjálfur
flytur Þjóðviljinn nær dag-
lega enn ósæmilegri ásakan-
ir í garð hérlendra valda-
manna. Þeir eiga að vera
búnir aö selja landið o g
þjóna erlendum yfirmönn-
um í einu og öllu. Ásakanir
þær, sem Truman hefir orðið
fyrir, eru raunverulega smá-
vægilegar í samanburði við
það, sem Þjóðviljinn ber á
brýn andstæöingum sínum,
er undanfarið hafa farið
með stjórn landsins.
Það ber vissulega ekki að
lasta, að Þjóðviljinn áfelli ó-
sæmilegar árásir á valda-
menn í Bandaríkjunum. En
meira mark væri þó hægt að
taka á þessari gagnrýni, ef
Þjóðviljinn gerði sig ekki
sekan um slíkt hið sama og
það raunverulega í enn
stærri stíl.
Með því að deila á mál-
flutning McCarthys og fé-
laga hans í Bandaríkjunum,
er Þjóðviljinn að réttu lagi
að áfellast sinn eigin mál-
flutning. IHutverk beggja
þessara aðila er að því leyti
hiff sama, að þeir eru að
reyna að setja landráöa-
stimpil á hin frjálslyndú lýð
ræðisöfl. Hvorugum þessara
aðila má heppnast tilgangur
sinn, ef þaff á ekki að vera
til tjóns og vanvirðu fyrir
viðkomandi þjóðir.
Örlög sprengiflokka.
fram og styöja tillögur urm
að fella niöur söluskatt að i
nokkru leyti eða að afhenda!
bæjarfélögum hluta af því
fé . og rýra tekjur ríkissjóðs
á þann veg um milljónatugi.
Jafnframt bei’a þeir fram
ýmsar tillögur um stórhækk-
uð framlög af hálfu ríkis-
ins. Þeir vilja t. d. færa út
tryggingarkerfið með því aö
koma á atvinnuleysistrygg-
ingum. Kommúnistar leggja
til, að tryggingarstofnunin
greiði fullar bætur því fólki,
sem nýtur annarra ólögboö-
inna eftirlauna úr ríkissjóði
og að elli- og örorkulífeyrir
hækki verulega. En jafn-
framt hrósa þeir sér af því að
leggja það til að öll iðgjöld
einstaklinga vegna trygging-
anna verði felld niöur, en
byrðunum, nokkrum mill-
jónatugum, verði velt á rik-
issjóö í þess stað. Reglan á
að vera þessi samkvæmt til-
lögum stj órnarandstæðinga:
Rýra skal tekjur ríkissjóðs
jafnvel allt að 50 milljónir
með breytingum á innheimtu
söluskatts og á ráðstöfun
hans. Jafnframt skal stór-
hækka útgjöld ríkisins. Allir
þegnar þjóðfélagsins skulu
vera tryggðir og njóta fullra
hlunninda samkvæmt því
vegna elli og sjúkdóma, en
enginn einstaklingur skal
greiða nein iðgjöld vegna
þess. Ríkissjóður skal borga
brúsann.
Það þarf ekki mikla skarp-
skyggni til að sjá í réttu ljósi
þennan auvirðulega blekk-
ingavef og þá menn, sem
reyna að skreyta sig með
honum.
Afgreiðsla fjárlaga og fjár
hagur ríkissjóðs er veigamik-
ill þáttur í fjárhagskerfi þjóö
arinnar. Ríkið getur ekki stað
ið straum af verklegum fram
kvremdum og veitt þegnunum
fjöibreytta þjónustu og mikil
þægindi, nema móti því kæmi
gjöld. Það er þjóðinni holl-
ast, að fjárlög séu afgreidd
hallalaus. Hún má því sann-
arlega vera þakklát fyrir þá
fjármálaforustu, sem hún
hefir notið hin síðustu ár.
1427 dilkuin siáír-
að hjá Kaupfélagi
Strandamanna
Frá fréttaritnra Tímans
í Trékyllisvík.
1 1427 dilkum var slátrað
hjá Kaupfélagi Stranda-
! manna í Norðurfirði í haust.
Meðalþungi var 14,1 kíló. —
|Hjá útibúi félagsins í Djúpu-
; vík var slátrað 225 dilkum.
Meðalþungi þeirra var 16,1
; kíló. í haust var slátraö 380
dilkum fleira en í fyrra. Dilk
ar voru nú nokkru léttari í
Í Norðurfirði en í fyrra. Kann
það að stafa af því, að lamba
höld voru nú mikið betri, og
íleiri lifðu af tvílembingum.
Aðallega stafar þetta af því,
! að bændur létu ær sínar bera
’seinna í vor en venjulega, af
’ ótta við óhagstætt tiðarfar
og heyskort. í ár féllu grös
'óvenjulega snemma, svo að
siðsumarsþroski lamba hef-
' ir orðið minni af þeim sök-
um cg útkoman því ekki eins
góð og vænta mátti eftir svo
gott sumar sem þetta.
Frjáls þjóff hefir það eftir
formanni Þjóðvarnarflokks
ins, aff hlutverk hans sé aff
sameina vinstri öflin! Þetta
sania hafa forsprakkar allra
sprengiflckka sagt áffur.
Heilbrigð skynsemi hefir
I hins vegar sýnt mönnum
I það. aff fjölgun flokka stuðl-
| ar ekki aff sameiningu, held
ur sundrungu. Þess vegna
liafa það orðið örlög þessara
flokka að lognast út af, þótt
þeim hafi tekizt aö afla sér
nokkurs fylgis um stundar-
sakir. Réttarsambandiff í
Danmörku er gott dæmi um
þetta. Saga Þjóðvarnai'
flokksins mun verða á sömu
leið.
Kommúnismi og klám.
/ _____________________
! Aðstoðarritstjóri Alþyðu-
j blaðsins, sem Varðberg fékk
' lánaðan í fyrrasumar, líkir
. greinaflokki Hannesar Jóns
j sonar um kommúnismann
i við klámskrif. í blöffum jafn
! aðarmanna á Norðurlöndum
I mætti benda á f jölda greina,
þar sem kommúnismanum
er lýst á nákvæmlega sömu
j leið og gert er í greinum
Hannesar Jónssonar, enda
er ádeilan í greinum hans
svo. vel rökstudd, að Þjóövilj
inn hefir ekki treyst sér til
að minnast á þær. Hefði Al-
j þýöuflokkurinn kappkostað
j að halda uppi jafn glöggri
; fræðslu um kommúnista og
j jafnaðarmenn á Norffúr-
löndum hafa gert, myndi
hann nú vera öflugri en
hann er. Og ekki spáir þaff
góðu um framtíðina, að að-
stoðarritstjóri Alþýðublaðs-
ins skuli reyna aff setja klám
stimpil á fræðsluskrif um
kommúnismann.