Tíminn - 18.11.1953, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, miðvikudaginn 18. nóvember 1953.
262. blað.
$M)í
PJÓDLEIKHÚSID
EINKALÍF
Sýmng í kvöld kl. 20.00
Síðasta sinn.
Sumri hallur
Sýning fimmtudag kl. 20.00
Bannaður aðgangur fyrir börn.
Valtýr á grœnni
treyju
Sýning föstudag kl. 20 00
Aðgöngumiöasalan opin frá, kl.
13,15—20. Símar 80000 og 8-2345.
Eigingirni
Stórbrotin og sérstæð ny am-
erísk mynd, tekin eftir sögu,
er hlaut Pulitzer-verðlaunin,
og sýnir heimilislíf mikils
kvenskörungs. Mynd bessi er
ein af 5 beztu myndum árs-
ins. Sýnd með hinni nýju
breiðtjaldsaðferö.
Joan Crawford,
Wendell Cerey.
Sýnd kl. 9.
„Líffli cr dýrt“
Áhrifamikil stórmynd eftir sam
nefndri sögu, sem komið hefir
út í íslenzkri þýðingu.
Aðalleikarar:
John Derek og
Humprey Bogart.
Sýnd kl. 7.
Gene Autry
í Mexíhó
Sýnd kl. 5.
NYJA BIO
t sálurhásUa
(Whirlpool)
Mjög spennandi urða vel
leikin, ný, amerísk mynd, er fjall
ar um áhrif dáleiðslu og sýnir,
hve varnarlaust fólk getur orðið,
þe ar dávaldurinn misnotar gáf
ur sínar.
Aðalhlutverk:
Gene Tierney,
Jose Ferrer,
Richard Conte.
Bönnuð fyrir börn.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBÍÓ
Sá hlœr hest, sem
sí&ast 1*1œr
(The Lavender HiII Mob)
Heimsfræc ■ k mynd. Aðal-
hlutverl snillingurinn
Alc ss.
Sýningar kl ó, 7 og 11.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFIRÐI —
Lokaðir glisggar
ítölsk stórmynd úr lífi vændis-
konunnar, mynd, sem alls stað-
ar hefir hlotið metaðsókn.
Elenora Rossi
Danskur skýringartexti. Mynd-
in hefir ekki verið sýnd áður
hér á landi.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
J
i—i ■ —
ÍLEIKFÉIAG
rREYKJAVÍKUÍ
* Uiielir *
heiESastjöriiu
Gamanleikur í 3 þáttum.
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiöasala kl. 2. Sími 3191
Næst síðasta sinn.
AUSTURBÆiARBÍÖ
1»jó&veyur 301
(Highway 301)
Sérstaklega spennandi og við-
burðarík, ný, amerísk kvikmynd,
er byggist á sömium viðburðum
um glæpaflokk, er kallaðist „The
Tri-State Gang“. Lögregla
þriggja fylkja í Bandaríkjunum
tók þátt í leitinni að glæpamönn
unum, sem allir voru handteknir
eða féllu í viðureigninni við
hana.
Stevc Cochran,
Virginia Gray.
Bönnuð börnum innan 1G ára.]
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BIO
Sýnir á hinu nýja, bogná
„PANORAMA“-TJALDI
amerísku músík- og ballet-
myndina
Ameríkuma&ur t
Parts
(An American in Paris)
Músík: George Gershwin.
Aðalhlutverk:
Gene Kelly
og franska listdansmærin
Leslie Caron.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BIO
Auschivitz
fangabú&irnar
(Ostatni Etap)
Ný, pólsk stórniynd, er lýsir á
Sátakanlegan hátt hörmungum
þeim, er áttu sér stað í kvenna
*deild Aúschwitz fangabúðanna í
Þýzkalandi í síðustu heimsstyrj-
öld. Myndin hefir hlotið með-
mæli kvikmyndaráös Sameinuðu
þjóðanna.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
HAFNARBIO
Grýtt er ^ ^fuiejif
(So littíe ne)
Efnismikil og .,j j:ar,d: ensk stór
mynd eftir r ^ ■>. x Noelle
Henny.
í myndinni Jeikur píanósnilling
urinn Shura Cherkassky verk eft
ir Lizt, Mozart og Chopin.
Maria Schell,
Marius Goring.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Óbrclðið Tímarni
.4 að stækka . . . ?
(Framh. af 4. slðu).
teldi ég það, að sameina
Landmannahrepp eða Djúp-
árhrepp sveitarfélögum aust-
an Rangár, en að því slepptu
yrði allt svæöið á milli Þjórs-
ár og Ytri Rangár aö vera eitt
sveitarfélag. Býst ég ekki við
að slík sameining yrði vel
þegin. Og því síður hitt, að
sameina nokkurn hluta þess
sveitarfélögum austan Rang
ár. Vegalengd til nefnds sveit
arfélags yrði ca. 64 km. —
Hvernig mundu fundarhöld
og félagslíf í slíku sveitar-
félagi? Eða yfirsýn sveitar-
stjóra? Og hvaða laun mundi
hann þurfa fyrir sín störf?
Það mætti þó varla vera
minna en uppundir prests-
laun, allir vita hvað þau eru.
En sveitarstjórnarkostnaður
allra þessara 4 hreppa er nú
kr. 21699,49.
2. Rangárvallahreppur með
365 íbúa, Hvolhreppur 280 í-
búa og Fljótshlíðarhreppur
391 íbúa, samtals 1036 íbúar.
Þessir hreppar gætu þó —
vegna íbúatölunnar — verið
tvö sveitarfélög, en til þess
að framkvæma það á þann
veg, yrði að skipta Hvolhrepp
á milli Rangárvallahrepps og
Flj ótshlíðarhrepps. Hvort það
væri betur þegið þori ég ekki
að fullyrða neitt um.
En að skömminni til teldi
ég betra að þessir þrír hrepp
ar héldu hópinn. Sveitar-
stjórnarkostnaður þessara
hreppa er nú kr. 28100,92.
3. Austur- og Vestur Land-
eyjahreppar hafa 486 íbúa.
Vantar þá því samanlagt 14
íbúa til þess að ná lágmarks
tölunni um tilskilda íbúatölu.
Þyrftu þeir því að fá þær sál-
ir annars staðar frá, eða und
anþágu frá ákvæðinu. Land-
fræðilega eru þessir hreppar
vel settir í eitt sveitarfélag en
víðáttan er þó býsna mikil.
Sveitarst j órnarkostnaður
þessara hreppa er nú kr.
8534,03.
4. Eyjafjallahreppar eru
samfelld strandlengja, og því
ekkert stórfellt, sem aðskil-
ur þá. En löng yrði þar fund
arsókn hjá einhverjum, þeg-
ar það væri orðið eitt sveit-
arfélag. Að ógléymdum ótal
óþægindum öörum. Þar eru
nú samanlagt 598 íbúar. —
Sveitarstjórnarkostnaður kr.
13042,61. Eða samtals í allri
Rangárvallasýslu kr. 71377,
05. En hvað mundi hann
verða þegar búið væri að
færa sveitarfélögin í Rangár
vallasýslu í svipað horf, sem
hér er nefnt? Og þó er það
sízt mesta atriðið í þessu
máli, heldur það, hvernig
sameining sveitarfélaga verk
aði á félagsmála- og þróun-
arlíf sveitanna yfirleitt.
11. október 1953,
Þorst. Þorsteinsson.
Notið Chemia Ultra-
sólarolíu og sportkrem. -
Ultrasólarolía sundurgreinir
sólarljósið þannig, að hún eyk
ur áhrif ultra-fjólubláu geisl-
anna, en bindur rauðu geisl-
ana (hitageislana) og gerír! 1
því húðina eðlilega brúna, en( 1
hindrar að hún brenni. —
Fæst í næstu búð.
t
tíu eða tólf bréf á borðið og gekk síðan brott.
Ættingjar hans. Faðir og móðir, föðurbróðir og frænkur.
Allir gerðu þeir dvöl hans í hinu heiðna landi, Japan, aö
píslarvætti. — Elskan mín, nú vona ég, að þér verði bráðum
leyft að koma heim. Þannig hófst hið angurværa bréf móð-
ur hans.
Hann hélt skriftunum áfram, sló dálítið harkalega á stafi
litlu ritvélarinnar. Margar kvaðir voru honum æltðar. Þeir
voru undarlega margir liðsforingjarnir og hershöfðingjarn-
ir, sem vart gátu talizt skrifandi. Þegar þeir komusj; að raun
um, að hann var háskólagenginn, báðu þeir hann sí og æ
að annast einhverjar skriftir fyrir sig. Þetta var þreytandi,
en hann fékk ekki af sér aö skorast undan því. Öðrum þræði
var honum það nokkur metnaður að skrifa þessar skýrslur
cg skjöl vel.
En hversu sem starfið var mikiö, kom honum Josui í hug
ótal sinnum dag hvern. Hann fann, að hún var hugrökk
engu síður en íögur. Hún hafði elskað hann, og hann vissi,
að þaö hafði reynzt henni erfitt að standa gegn ástleitni
hans, en hún hafði samt gert það.
Hann hugleiddi það jafnan, hvernig málin hefðu getað
skipazt. Hann gerði sér í hugarlund, að samvist þeirra hefði
slitið með öðrum hætti, til dæmis, að hann hefði beðiö hana
að giftást sér, og það hefði hann vafalaust gert, ef það hefði
verið amerísk stúlka, sem hann varð’ ástfanginn af. Ilvernig
hefðu málin þá snúizt? Hann hugsaöi um þetta fram og
aftur. Þau gætu auðvitað búið hér í Japan. Ilann væri fús
til að búa í Japan allt sitt líf. En þau hefðu lika getað fariö
til Ameríku. Það voru til margir staðir í Ameríku, þar sem
þau gætu búiö í friöi hamingjusöm með barni sínu — já
barni. Hún mundi vafalaust vilja eignast barn og hann
raunar líka. Hann hafði ætíö hugsað sér það, að hann
mundi einhvern tíma kvænast og eignast börn. Ef stríöið
hefði ekki komið mundi hann nú líklega vera kvæntur
heima í Ameríku og hefði aldrei séð Josui. Ef til vill hefði
hann kvænzt Cynthyu Levering, sem móðir hans mat svo
mjög og taldi sem „kæra dóttur" og lagöi sérstaka merk-
:ngu í þau orð, þegar hann var nærstaddur.
— Þú skalt ekki leiða Cynthyu í fang __ mitt, mamma,
hafði hann einu sinni sagt í hálfkæringi. Ég mundi ef til
vill vilja kvænast henni, en ég verð að fá aö ráöstafa þeim
rnálum sjálfur.
— Þú ert þrákálfur, sagði móöir hans mjúkri gælurödd.
Þú hríöversnar með aldrinum.
Vafalaust var eitt bréfanna þarna á boröinu frá Cynthyu.
Hún skrifaði ekki oft en mjög reglulega, og bréfin hennar
voru löng og skemmtileg, full af smáfréttum að heiman.
Cynthya bjó hjá foreldrum sínum skammt frá heimili hans.
Hann hafði þekkt hana frá barnæsku. Hann hafði líka
heyrt, að ættir þeirra hefðu gifzt saman fyrr á árum.
■ — Hve langt er síöan? spurði hann móður sína einu sinni.
— Nógu langt til þess, að það hefir enga hættu í för með
sér, þótt slíkt komi fyrir á nýjan leik, svaraöi móðir hans.
Hann rétti höndina út eftir bréfunum og blaðaði í þeim.
Þarna var eitt frá móður hans, annað frá djáknanum í
kirkjunni, sem foreldrar hans höfðu setið í hvern sunnu-
dag frá því þau giftust. 'Og þarna var eitt bréf frá Cynthyu.
Viö Cynthyu var ekkert smálegt nema mittið á henni. Hún
var há, grönn, vel vaxin og stórhuga. Vafalaust hefði að
því komið, að hann yrði ástfanginn af henni. En þessa
stundina langaöi hann mest til þess að geta sagt henni
frá Josui.
— Ég er viss um, aö hún mundi skilja mig, sagði hann
við sjálfan sig.
Hann reif bréfiö upp og dró tvöfalda örk úr umslaginu
fullskrifaða. Stafirnir voru stórir og þéttir.
„Kæri Allen,“ þannig hófust öll bréf hennar. Þau höfðu
skrifazt á í mörg ár. „Kæri Allen. Hér hefir aldrei komiö
annað eins vor. Kannske ég hafi heldur aldrei tekið full-
komlega eftir vorinu fyrr. En nú hefi ég nægan tírna til
þess.“
Hann las bréfið hægt, sá fyrir sér heimabyggð sína, hús-
in, göturnar og garöana og kunnug andlit nágrannanna. En
þegar hann sat hér í Tokyo voru þau öll svo föl og fjar-
læg, að houm fannst þetta vera af öðrum heimi. Já, þaö
var satt, þetta var annar heimur, og fólkið þar mundi
aldrei geta skilið þann heim, sem átti sér Tokyo að höfuð-
borg. Hversu sem hann legöi sig fram um aö lýsa lífinu þar,
mundu þau aldrei skilja það. Hann varö aö velja annan
hvorn þessara heima og lífsförunauta í samræmi við það.
Hann las bréfin öll hægt og hugsandi og lagði þau síðan
hvert og eitt í umslag sitt. Síöan sat hann lengi og starði
hugsandi á litlu ritvélina á borðinu framan við sig.
Það var aðeins faðir hans, sem ekki hafði skrifað. Hann
var eins tregur til bréfaskrifta, og hann var fátalaður. Hann
hafði ætíð verið þannig frá því Allen mundi fyrst eftir sér.
Hann snæddi stundum heila máltíð án þess að segja orð
við fjölskyldu sína, eða þá aðeins: „Viltu rétta mér smjörið,
Allen. Þetta er betra kex en venjulega, Sugar“. Sugar var
móðir Allens, sem hét raunar Josephine, en faðir hans sagöi,
að slíku nafni væri ómögulegt að nefna eiginkonu, nema
maður væri sjálfur Napóleon keisari í Frakklandi. „Já,