Tíminn - 23.12.1953, Blaðsíða 1
Rítstjórl:
SNSrarlim Þórarlruwoa
Útgefandi:
Pramsóknarílokkuxlnn
L
r-*-*-*-*~*-*~-—1
Skrlístofur 1 Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Aígrelðslusíml 2323
Auglýsingasíml 81300
! PrentsmlSjan Edda
17. árgangur.
Reykjavík, miðvikudaginn 23. desember 1953.
292. blað.
Friðarhorfur hafa aukízt jafnframt
varnarstyrk Atlanzhafsríkjanna
Eætt 'við tlr. lirisílu íiuðinimdsson. utan-
ríkisráðlserra uaai ráölierriii'iiiidi Evrójiu-
ráósius og I^.-;lálnnls!iafs!iamialagsins
Dr. Kristinn Guðmundsson, utanríkisráðherra, kom heim
úr Parísarför sinni á sunnudaginn, þar sem hann sat tvo
ráðherrafundi samtaka, sem ísland er aðili að.. Blaðið átti
tal við dr. Kristin í gær um helztu viðfangsefni þéssara funda.
— Hvert var erindið til
Parísar?
— Það var að mæta á tveim
fundum fyrir íslands hönd,
ráðherrafundi Evrópuráðsins
hinum 13. í röðinni og ráð-
herrafundi Norður-Atlants-
hafsbandalagsins.
— Ef vikið er fyrst að Ev-
rópuráðinu, hver voru helztu
verkefni þess fundar?
— Þau voru tvíþætt, ann-
ars vegar undirritun nokk-
urra samninga og hins vegar
almenn fundarstörf. Samning
ar þeir, sem undirritaðir voru,
eru fimm, þrír þeirra félags-
málasamningar, einn um
einkaleyfi og einn um gagn-
kvæm prófréttindi, þannig,
að öll löndin, sem hér eiga
hlut að máli, skuldbinda sig
til að taka gild menntaskóla-
próf hvers hinna landanna til
háskólanáms án sérstakra
prófa, en svo hefir ekki verið
um öll þessi lönd til þessa.
Gagnkvæm félagsleg réttindi.
Pélagsmálasamningarnir
fjölluðu um gagnkvæm félags
leg réttindi manna í þessum
löndum, svo sem til ellilauna,
sjúkrasamlaga o. fl. þannig,
að hver einstaklingur hafi
sömu félagsleg réttindi í
hverju þessara landa, sem
hann væri þar borgari.
— Hvernig fór um aðild
Saar að þessum málum?
— Undirritun samning-
j anna hafði dregizt vegna
ósamkomulags um þetta efni,
! en nú var sú bráðabirgðalausn
fundin, að van Zeeland, for-
sætisráðherra Belgíu, undirrit
aði samningana fyrir hönd
Saar.
Rætt um stjórnmálasamband.
— Hver voru helztu um-
ræðuefnin á fundinum?
— Þau voru ýmisleg, en
meðal þeirra má nefna sér-
’stakt stjórnmálasamband
j milli Þýzkalands, Belgíu, Hol-
lands, Luxemburg, Frakk-
lands og Ítalíu. En það voru
aðeins umræður en engar
ákvarðanir.
Þá var allmikið rætt um
flóttamannavandamálið og
skipaöur sérstakur fulltrúi til
að athuga þau mál og undir-
búa tillögur fyrir næsta fund.
Þetta er mikið vandamál í
mörgum Evrópulöndum, sem
eiga við mikla offjölgun að
stríða vegna flóttamanna-
straumsins.
Fundur Atlantshafsráðsins.
— Hvenær hófst svo fund-
ur ráðherranefndar Norður-
Atlantshafsráðsins?
— Hann hófst 14. des. og
stóð í þrjá daga.
— Og umræðuefnið?
— Að sjálfsögðu ástandið
í alþjóðamálum, og bar þá
Komnir af jöklinum, kom-
ust aldrei að flakinu
í gærkvöldi komu björgunarleiðangrarnir af Mýrdals-
jökli til byggða, án þess að komast að flaki flugvélarinnar.
Voníííið er nú taiið að menn þeir, sem lifandi hafa komizt
frá slysinu séu á lífi ennþá, enda ekkl talið líklegt, að nokk-
ur maður haíi sloppið nema þá mikið særður.
um bíða Bandaríkjamenn
með sjúkrabíla og helikopt-
er, sem ætlunin er að fljúga
á að slysstaðnum. Ekki var
þó fært í honum í gær, vegna
þoku og hríða.
Dr. Kristinn Guðmundsson,
utanríkisráðherra.
fyrst og fremst á góma,
hver stefna Ráðstjórnarríkj
anna væri. Fundurinn áleit,
að allar sannanir vantaði fyr
ir því, að um nokkra stefnu-
breytingu hjá þeim væri að
ræðá, að minnsta kosti að
því er snerti lokatakmark
þeirra. Niðurstaða þess varð
þá eðlilega sú, að ekki gæti
heldur orðið um neina
(Framhald á 2. iðu).
Bandarísku veðurskipin halda
áfram á Norður-Atlanzhafi
Minnizt vetrar-
hjálparinnar í dag
í dag er Þorláksmessa. Þann
dag hefir vetrarhjálpin helg-
að sér til lokaátakanna í söfn
uninni til bágstaddra í bæn-
um, og nú er nauðsyn, að það
heppnist vel. Þetta er því síð-
asta tækifærið, sem borgur-
unum gefst til þess fyrir þessi
jól að leggja fram skerf til aö
gleðja bágstadda, sjúka og
ellihruma og gefa þeim hlut-
deild í jólagleðinni.
Látið það tækifæri ekki líða
hjá.
Skrifstofa vetrarhj álparinn
ar er í Thorvaldsensstræti 6.
Björgunarmenn komust
aldrei að flugvélarflakinu, en
sáu það úr nokkurri fjar-
lægö. Er flugvélin mikið í
molum og varla nokkur hluti
hennar heillegur að sjá,
nema stéliö.
í gær var enn illt veður á
jöklinum. Dagurinn hófst
með stórhriS og eldingum, en
þegar ekki var úrkoma, var
oftast þoka, sem gerði leitar-
mönnum erfitt fyrir.
Haldið til byggða.
Árni Stefánsson komst til
leiöangursmanna, sem biðu
í snjóbilunum og færði þeim
benzín og annan útbúnað.
Mátti ekki tæpara standa að
hann kæmi, því bilarnir voru
þá alveg að verða benzín-
lausir. Búizt var við öllum
leiðangursmönnum, sem eft-
ir voru á jöklinum til byggða
um kl. 10 í gærkvöldi.
Koptinn bíður.
Aö Skógum undir Eyjafjöll
Tilraunir haMa
áfravn
Samkvæmt tilkynningu frá
varnarliðinu í gærkvöldi verð
ur tilraunum til að komast að
flakinu á Mýrdalsjökli hald-
ið áfram. Þyrilvængjan bíður
1 lags í Skógum, og hefir feng-
iö þangað nauðsynlegar birgð
ir með Douglas-flugvél. í
Skógum eru einnig tveir
hjúkrunarliðar og læknir til
taks.
„Skreið” Jóhann
Hafstein í próf-
kosningunni?
Sjálfstæðisflokkurinn
birti um helgina lista sinn.
: við tilvonandi bæjarstjórn-
arkosningar í Reykjavík. í
( sunnudagsblaði Morgun-
I blaðsins var mjög gumað
af því, að Sjálfstæðisflokk-
I urinn væri eini flokkurinn
sem hefði prófkosningu og
færi eftir henni við skipun
listans. í sambandi við það
vakti það nokkra athygli,
að Jóhann Hafstein er í 8.
sæti á listanum — síðasta
sætinu, sem flokkurinn á nú
í bæjarstjórn, en hefir raun
ar enga von um að hljóta í
vetur. Er ekki hægt að draga
af því aðra ályktun en Jó-
hann hafi aðeins „skriðið“
í prófkosningunni eða verið
lægstur þeirra, sem til
greina koma í bæjarstjórn
af flokksins hálfu. Það eru
athyglisverðar upplýsingar
út af fyrir sig.
Tíu efstu menn á lista
Sjálfstæðisflokksins eru
(Framhald á 2. íðu).
I
Eru viðskiptin við Daw-
son úr sögunni í bili?
Læíar hafa það eftir sér í hrczku hlaði, að
lianu kaupi ckki mciri fisk af Islending'uiBt
Ný yfirlýsing liaudarísku stjórnarmnar I
Washington, 22. des. — Bandaríska stjórnin hefir brevtt
fyrri ákvörðun sinni um að draga sig út lir alþjóðlegri sam- j
vinnu um veðurathuganir á Norður-Atlantsliafi. Lýsti stjórn :
in yfir í dag, að hún mundi halda áfram samstarfinu viö
þau fjórtán ríki, sem þessa þjónustu hafa annazt og eiga
veðurathuganaskip á þessum hafslóðum.
Brezka blaðið Fishing News heldur því fram, að Dawson
sé nú búinn að slíta allri samvinnu við íslenzka togara-
eigendur og séu engar horfur á því, að hann fái meiri fisk
frá íslendingum.
Þetta var tilkynnt skrif-
stofu alþjóðlegu veðurþjón-
ustunnar í Montreal, en jafn
framt tekið fram,, að út-
gjöld Bandaríkjanna af þessu
verði að lækka.
Eiga 14 skip.
Bandaríkjamenn hafa lagt
til 14 skip af þeim 25, sem
annast veðurathuganir á
þessutn slóðum, og það hefir
kostað sem svarar 200 millj.
ísl. króna á ári.
Mikilsvert fyrir ísland.
Það er talið mjög mikils-
vert fyrir veðurþjónustuna á
íslandi, að þessi bandarísku
veðurathuganaskip hætti
ekki störfum, því að án
þeirra yrði mjög erfitt að
fylgjast með ferðum lægða á
þessum slóðum.
Hver síðastur að ná
í jólatré Land-
græðslnsjóðs
í portið við Laugaveg 7
eiga margir erindi þessa
dagana. Þeir eru að sækja
sér jólatré, sem Land-
græðslusjóður hefir þar til
sölu og á fleiri útsölustöð-
um í bænum. Þetta eru mjög
falleg jólatré, mörg mjög
glæsileg, enda vel valiin af
þeim, sem hingað sendu
þau, Heiðafélaginu danska.
CFranaúbald & 2. síðu).
Hefir blaðið þetta eftir Daw
son sjálfum eða viðtali við
hann í brezku sunnudags-
blaði.
Hins vegar segist Dawson
þar ætla að halda áfram fisk-
verzlun. Jafnframt hefir orð
rómur.gengið um það í Bret-
landi, að Dawson ætli að
kaupa Ross Group og hefir
Vincent framkvæmdastjóri
þess fyrirtækis neitað því, að
fyrirtækið hafi verið selt
kaupsýslumanni í Lundúnum.
Heldur Vincent því fram, að
Dawson eigi ekki peninga til
að kaupa fyrirtækið, þótt
hann feginn vildi.
í sama blaði lýsir formaður
brezkra togaraeigenda yfir
því, að hann búist við meiri
möguleikum til samkomulags
við íslendinga, þegar Dawson
er hættur að kaupa fiskinn.
Segir Baker formaður, að
hann hafi alltaf vitað, að það
yrði til óheilla að Dawson
færi að skipta sér af þessum.
málum. Allir hefðu mátt vita,
að hann gæti ekki brotið á
bak aftur þá erfiðleika, sem á
vegi hans yrðu. Á