Tíminn - 23.12.1953, Page 6
6
TÍMINN, miðvikudaginn 23. desember 1953.
292. þlað'.
LEIKFÉIAG'
REYKJAVÍKDR^
PJÖDLEIKHtíSID | Skóli fyrir j
i skattgreiðendur \
Piltur &g sttílka
Gamanleikur í 3 þáttum.
Aðalhlutverk:
Alíreð Andrésson.
| eftir Emil Thoroddsen, byjgt á
Isamnefndri ögu eftir Jón Thor-
| oddsen.
jj Leikstjóri Indriði Waage.
2 Hljómsv.stjóri Ör. V. Urbancic.
’Frumsýning- annan jóladag, 26.
des. kl. 20.
jönnur sýning sunnudag 27. des.
kl. 20.
I Þriðja sýning mánud. 28. des. I |Næsta sýning sunnudag 27. des.
kl. 20.
I
?
I
Sýning annan jóladag 26. des. í
kl. 0.
í Aðgöngumiðasala kl. 2—6 í dag. |
sími 3191.
kl. 20.
j
j í
! | Aðgöngumiðasala kl. 4—7 annan
Ég hi& a& keilsa
og fleiri ballettar
eftir Erík Bidsted.
(Músík eítir Karl O. Runólfsson.
| Hljón.sv.stjóri Dr. V. Urbancic.
Sýning sunnudag 27. des. kl. 15.
Starvey
Sýning þriðjudag 29. des. kl. 20.
Aðgöngumiðasalan opin í dagj
I frá kl. 13,15—20.00 og annan jóla [
jdag frá kl. 11,00—20.00. Tekið áj
jmóti pöntunum í síma 8-2345 —!
ívær linur
Engin sýning
í kvöld
NYJA BSO
j Engin sýning
í kvöíd
Engin sýning
í kvöld
PEDOX fótabaðsalt
jPtlox fótabað eyðir fljótlega
! þreytu, sárindum og óþægind-
jum 1 fótunum. Gott er að láta
dálítið af Pedox í hárþvotta-
vatnið, og rakvatnið. Eftir fárra
' daga notkun kemur árangurinn
!l ljós.
j Allar verzianir ættu þvl að
íhafa Pedox á boðstólum.
Þúsundir vita, að gætan
íylgir hringnnum frá
j'SIGUKÞÓR, Hafnarstrætl 4.
Margar gerðlr
fyrirliggjandl.
Sendum gegn póstkröíu.
>♦»4
ídag jóla. Sími 3191.
| \ AUSTURBÆJARBÍO f
f
í |
M
Engin sýning
í kvöld
f
i
f
i
f
3
; í
1
GAMLA BIO
Engin sýning
í kvöld
IJr vesturvegi
(Framhald af 5. síðu.)
um nýjum mola þekkingar,
sem höfundurinn öðlast,
hverjum neista hugmynda,
er tendrast í hans hugar-
fylgsnum við kynningu á
mönnum, málefnum og and-
legum verð'mætum. Þessari
gleði er oft samfara hrein og
bein tilbeiðsla á öllu íögru
og háleitu, hvort sem það
birtist í list, í gróðri jarðar
eða litum hæða, fjalla, sæv-
ar eða himinhvolfs. Og gleði
hans, hrifni og tilbeiðsla
gera stilinn oft og tíðum glit
ríkan og litauðgan og gefa
orðunum jafnvel vængi, svo
að lýsingar og hugmyndir
verða stundum að skáldleg-
um myndum og skarplegum
leiftrum.
Guðm. Gíslason Hagalín.
ITRIPOLI-BIO
Engin sýning
í kvöld
HAFNARBIO
Engin sýning
í kvöld
B A f
I
f BÆJARBIOÍj
— HAFNARFIRÐI — |
Engin sýning
í kvöld
I n=
X 5ERVUS GOLDX.
0.10 HOLLOW GROUND 0.10
YELLOVV BLADE mni
m m cj—
rakblöSln heimsfrngu. j
f
f
amp£p
Raflagnir — Viðge'rSIif
Raíteikningar
Þlngholtsstræti 21
Biml 81 556
i CT**7Gerist askrifandur að f
! ^JCmanum'
Askriffarsínu 2323
tíbreiðið Tsrnaim j
TRICO
hreinwr allt, jafnt gólfteppij
sem fínasta silkivefnað.
Heíldsölubirgðir hjá
CHEMIA H. F. I
...................
Ragnar Jónsson
hsestaréttarlögmaður
Laugaveg 8 — Blml 7753 ;
Lögfræðlstörf og elgnaum - j
gfnla. j
Merkilegur
samanburðnr
(Framhald af 5. siðu.)
Lánadeild smáíbúða. Sam-
kvæmt þeirri löggjöf hefir ver
ið aflað fjármagns handa
deildinni er nemur 20 milljón
um króna — og hafa um 860
smáíbúðahúsa byggjendur not
ið lána úr deildinni árin 1951
—1953. Þessar framkvæmdir
hafa skipst milli Reykjavíkur
annars vegar og kaupstaða og
kauptúna utan Reykjavíkur
hins vegar.
Ef vér nú að lokuin drög-
um þessar upplýsingar sam-
an kemur í Ijós, að á árun-
um 1943—1949, eða í 6 ár
öfluðu þær ríkisstjórnir, er
þá fóru með völd tæplega 12
millj. króna til þessara íbúð-
arhúsabygginga eða um 2
millj. á ári, en fyrrverandi
ríkisstjóm útvegaði á tæp-
um 4 árum rösklega 40 millj.
króna eða um 10 miilj. á ári“.
Hér lýkur samanburði ráð-
herrans. Af honum má vissu-
Iega draga þá ályktun, að
kommúnistum ferst ekki að
tala digurbarkalega um
þessi mál. Siðan Framsóknar-
menn tóku við stjórn félags-
málaráðuneytisins 1950, en
undir það heyra byggingar-
málin, hafa framlög rífcijs-
ins til íbúðabygginga í kaup-
stöðum og kauptúnum verið
til jafnaðar fimm sinnum
meiri árlega en á árunum
1944—46 og þrettán sinnum
meiri en í tíð nýsköpunar
stjórnarinnar 1944—46. Þess
um flokkum ferst því ekki að
tala digurbarkalega um þessi
mál.
Hitt er svo annað mál, að
stuðning ríkisins við þessi
mál þarf að auka verulega.
Reynslan, sem greind er liér
að framan, sýnir sannarlega,
aðj Framsóknarflokknum er
betur íreystandi til forustu
um það mál en kommúnst-
um og krötum.
Ljóðajiýðingar
(Framhald af 4. síðu.)
þau gætu máske verið vitni
þess, hve velkomin mér er
hún, þessi bók, sem gleður og
lyftir, yngir og örvar og gefur
fyrirheit um blessunarrík á-
hrif á hugi ungra íslenzkra
skálda og skáldefna, sem sum
hver kynnu að hafa villzt inn
í fenjaskóga, þar sem sval-
þoka angistar og örvænis
grúfir yfir sjónhvérfðum
formum kræklóttra og vatns-
sjúkra viða.
Guðm. Gíslason Hagalín.
Pearl S, Buck:
Dularblómið
Saga frá Japan cg Bandaríkjunum á síðustu árum. R
— Og hézt þú því að elska eiginkonu þína alla ævi o. s.
frv.?
— Ég gaf öll venjuleg heit i því sambandi, sagöi hann
fastmæltur.
' Hvers vegna var hún aö spyrja svona nákvæmlega um
þetta allt saman, hugsaöi hann undrandi. Var hún í raun
og veru sannur vinur hans?
j — Hvers vegna varstu að segja ölium þessum stelpum
þetta? spurði hann. Þaö verður á allra vörum í bænum .að
skammri stundu liðinni.
— Þess vegna gerði ég það, sagði hún og reyndi aö halda
ró sinni að fullu. Það er öllum fyrir beztu, aö þetta sé öll-
um kunnugt sem fyrst. Vertu sæll, Allen. Ég fer inn í þessa
búð. Þaö er kvenfatabúð svo aö ég býst við, að þú kær'ir
þig ekki um að verða samferða.
Jæja, hún var þá ekki sannur vinur hans.
Og svo fékk Josui fyrsta bréf hans. Hún var byrjuð í
skólanum á nýjan leik, og enginn virtist vita neitt um það,
sem skeð var. Faðir hennar vildi ekki leyfa, aö gifting henn
ar væri kunngerð íyrr en hún feligi öll skilríki frá Ameríku.
Bréfið kom meðan Josui var í skólanum. Móðir hennar
veitti því viðtöku og afhenti það föður hennar. Sakai lækn-
ir lagði það í skrifborðsskúffu sína, og hann afhenti Josui
það ekki næstu tvo dagana. Hann hugsaði um þetta bréf
meðan hann gekk um húsið og sinnti sjúklingum sínum í
sjúkrahúsinu, en hann snerti það ekki. Um þessar mundir
heimsótti hann Matsui hvern dag, því að þessi gamli vinúr
ans hafði fengiö gallveiki, sem færzt hafði í aukana í
krabbatíðinni. Matsui var mjög hófsamur maöur, en hvert
haust varð hann þó að láta eftir sér a'ö snæða nokkra
lrrabba með vini. Það var kjörréttur hans. En hann þoldi
ekki krabbana, einkum var honum óhollt þaö, sem krabh-
arnir sjálfir höfðu étiö. Þetta haust hafði honum oröið
krabbatíðin sérlega þung í skauti. Hann var mjög sjúkur
nokkra daga, og Saki læk.nir óttaöist um líf hans. Kobori
hafði haldið sig í návist föður síns þessa daga. Nú virtist
hann á batavegi, og þótt Kobori yfirgæfi ekki húsið, sat
hann ekki léngur hverja stund við sjúkrabeðinn.
Matsui gamli var mjög þakklátur fyrir að að hafa um-
flúið dauðann að þessu sinni, og hann óttaöist nú veikleika
sinn og hét því, að þetta skyldi verða síðasta árið, sem
hann æti krabba. Að lolcum var hann oröinn svo hress, að
hann hafði beðið Saki lækni að koma til sín að loknu dag's-
verki og ræða um stund við sig. Þetta geröi Sakai læknir
að sjálfsögöu. Hann var þreyttur, en hann fann, að hann
gat aldrei bætt fyrir brot dóttur sinnar við þessa fjöl-
skyldu, og aldrei sýnt þakklæti sitt nógsamlega fyrir um-
burðarlyndi Matsui og sonar hans. Þegar hann hafði reynt
að gera Matsui þetta skiljanlegt, hafði gamli maðurinn
aðeins hlegið og bandað frá sér með hægri hendi.
— Slík mál skipta ekki miklu, sagði hann. Hann hafði
aldrei látið í ljós nokkurn reiðivott eða hefnigirni. Ef til
vill sagði hann satt. En Sakai læknir var of stórlátur til
þess að geta gleymt þessu.
Þegar hann sat við beð vinar síns þetta kvöld, sótti allt
í einu að honum löngun til aö trúa honum fyrir raunum
sínum. Húsið var hljótt, dyr lokaðar vegna haustkulsiiis,
og þrífætti ofninn stóð heitur á miðju gólfi. Svolítill súgur
var í herberginu frá opnum glugga.
Matsui lá á dýnu sinni. Hann var klæddur stuttum kyrtli
bundnum undir hendur. Hann var nú nær því búinn að ná
sér eftir sjúkleikann. Húð hans var ekki lengur margul, og
svipurinn, sem hafði veriö markaður þrautum, var nú
friðsæll.
— Ég þarf að þakka þér fyrir að hafa kallað mig aftur
til lífsins, sagði hann.
— Ég gerði aðeins skyldu mína, svaraði Sakai læknir.
— Nei, þú gerðir meira, sagöi Matsu. Nú erum við kvittir.
Sakai læknir skildi, hvað hann átti við, og honum hlýn-
aði um hjartað. Hann hallaöi sér fram og sagöi lágri röddu:
—* Ég þarf að leita ráöa til þín. Það er komið bréf til
dóttur minnar. Það liggur í skrifborðsskúffu minni. Væri
það mjög illa gert af mér að afhenda henni það ekki? Ég
mundi aðeins gera þaö til þess að reyna að bjarga henni,
því a‘ð ég ber enn von í brjósti um að geta skilið hana frá
Ameríkumanninum. Ég veit, aö hún veröur óhamingjusöm
í Ameríku eins og ég.
Matsui hugsaði ráð sitt um stund. Hann vildi ekki fá
þessa ungu konu sem tengdadóttur úr því sem komið var,
því aö honum skildist, að hjónabandiö væri komið á, og
sú, sem ekki var hrein mey, var ekki boöleg eigihkona
syni hans.
— Ég' lít svo á, að þú verðir að afhenda hehni bréfið,
sagði hann. Hún er þó dóttir þín. Ég skil vel tilgang þinn,
en hreinskilni og eindrægni verður að halda i heiðri í
hverri fjölskyldu.
Sakai læknir hneigði sig lítillega.
tJíbreiðlð Timann
Bezt að auglýsa í TÍMANUM