Tíminn - 05.01.1954, Blaðsíða 8
38. árgangur.
Biður Laniel að
segja ekki af sér
París, 4. jan. — Auriol, hinn;
fráfarandi forseti Frakk-
lands, fór þess á leit í dag við
Laniel, að hann segði ekki af,
sér fyrr en að loknum Ber-:
línarfundinum. Hafði Auriol
áður rætt málið við Coty,
hinn nýkjörna forseta. Lani-
el hefir kvatt fulltrúadeild-
ina til fundar næstkomandi
miðvikudag, og mun hann
fara fram á, að þingið veiti
honum traustsyfirlýsingu.
Brezkir járniðnað-
arraenn láta
undan síga
London, 4. jan. — Samband j
brezkra járniðnaðarmanna
og skipasmiða hefir sam-
þykkt að fresta um sinn þeim
ráðstöfunum, er þeir höfðu
boðað frá 18. 'þ. m. og voru í
því fólgnar að hætta allri
eftirvinnu og fara sér hægt
viö vinnu. Hefir sambandið
fallizt á að bíða úrskurðar
sérstakrar nefndar, er ríkis-
stjórnin hefir skipað til þess
að fjalla um málið. Sambönd
ýmsra annarra starfsgreina
krefjast nú hækkaðra launa
og hóta verkfalli. T. d. hefir
samband rafvirkja, en því er
stjórnað af kommúnistum,
hótað verkfalli hinn 18. þ. m.,
ef ekki hafi þá verið gengið
að kröfum þeirra.
í L
Mýs og menn í Iðnó
Uppgripa ufsaveiði við
bryggjur á Fáskrúðsfirði
Frá fréttaritara Tímans á Fáskrúðsfirði.
Dagana fyrir jólin fengu Fáskrúðsfirðingar ágæta jóla-
gjöf úr sjónum. En mikil ufsaganga kom þá fast upp að
bryggjunum og er nú búið að veiða þar ura 500 tunnur af
ufsa, án þess að nokkur maður hafi farið á sjó. Þykir það
góð veiði, þó að leitað sé lengra frá landi.
Myndin er úr sjónleiknum Mýs cg menn eftir John Stein-
beck, sem nú er sýndur í Iðnó. Myndin sýnir Þorstein Ö.
Stephensen og Brynjólf Jóhannesson í hlutverkum. Sjá grein
um leikritið á fimmtu síðu blaðsins í dag.
Rússar svara vestur-
veldunum um hæl
London, 4. des. Sendiherrar vesturveldanna afhentu Ráð-
stjórninni á nýjársdag svar við tilboði Rússa um fjórvelda-
fund í Berlín 25. janúar. í dag barst svo svar Rússa, en efni
þess hefir enn ekki verið birt opinberlega.
Vitað er, að svarið er mjög
stutt, enda voru Rússar
óvenju fljótir til svars að
þessu sinni. Áreiðanlegar
franskar heimildir telja, að
svarið hljóði eitthvað á þessa
leið: Sovétstjórnin viðurkenn
ir móttöku orðsendingar vest-
urveldanna, þar sem fallizt er
á uppástungu Ráðstjórnarinn
ar um fjórveldafund í Berlín
'25. þ. m. Varðandi það atriði,
hvar fundurinn skuli haldinn
í Berlín, þá hefir Sovétstjórn-
in falið stjórnarfulltr. sinum
í Berlín að eiga viðræður um
það mál við, stjórnarfulltrúa
vesturveldanna þar í borg.
Það voru tveir bræður, Árni
og Friðrik Stefánssynir, sem
fyrstir veittu ufsagöngunni at
hygli. Tóku þeir eftir því, að
mikið af ufsa sveimaði í kring
um hafskipabryggjurnar og á
milli þeirra, en aðdjúpt mjög
er á Fáskrúðsfirði.
Hófu þeir veiðarnar síðari
hluta dags og veiddu þetta
sama kvöld 76 tunnur af ufsa
í eina landnót, sem þeir
strengdu á milli bryggjanna
og drógu síðan upp að landi
með ufsanum í. Er þetta held
ur lítil nót, sem venjulega er
notuð til loðnuveiða.
Þeir bræðurnir fengu þarna
svo mikla veiði um kvöldið, að
ekki varð komizt yfir að landa
meiru, þótt stutt væri á þurrt
og aflinn í raun og veru dreg-
inn á land í nótinni. Ufsinn
var tekinn til vinnslu í fiski-
mjölsverksmiðju á staðnum.
Fá veiðimennirnir 25—30 kr.
fyrir tunnuna, svo að þeir
hafa þarna aflað fyrir um 2
þús. krónur þessa einu kvöld-
stund og það á þurru landi.
Næstu daga fóru fleiri að
gefa veiðunum gaum og nú
stunda þær orðið meira og
minna um 20 menn. En veiðin
er nú orðiri miklu tregari, en
samt er búið að veiða um 500
tunnur.
Dulles og Molotov
munu ræða kjarn-
orkutillögur
Washington, 4. jan. — Tals-
maður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins, skýrir svo frá,
að John Foster Dulles muni
sennilega ræða kj arnorkutil-
lögur Eisenhowers forseta
við Molotov, utanríkisráð-
herra Rússa á Berlínarfund-
inum. Sagði talsmaöurinn, að
Bohlen sendiherra, hefði á
gamlársdag gengið á fund
Molotovs í Moskvu og rætt
við hann eftir hvaða leiðum
skyldi rætt um tillögur for-
setans. Hafi hann þá stungið
upp á því, að þeir Dulles og
Molotov ræddust við einslega
um málið í Berlín. Talið er,
að Molotov hafi sagzt mundi.
athuga málið.
Alimarglr hafa farizt ;
i illviðrinu í Evrópu
Sjór flæðir á lansl á nokkrum sáöönm. sam-
göng'ur tepptar, fannfergl smns staöar J
NTB — Osló, 4. des. Hvassviðri og snjókoma geisar nú víða
uin Evrópu. Samgöngur hafa teppzt, flóðgarðar brostið og
sjór flætt á lailcl upp. Mörg skip lentu í sjávarháska og margir
munu hafa farizt.
í Frakklandi, Ítalíu og
Þýzkalandi og víðar urðu
mjög miklar samgöngutafir.
Járnbrautarlestum seinkaði
eða þær sátu fastar með öllu
í einhverjum snjóskaflinum.
Flugsamgöngur lögðust viða
alveg niður.
Markúsartorg undir sjó.
í Feneyjum á ítalíu stóð
vindurinn á land og flæddi
sjórinn inn í borgina. Er Mark
úsartorg nú m. a. undir sjó.
Plóðgarðar í Hollandi, Bret-
landi og Belgíu hafa hins veg
ar alls staðar haldið enn þá.
En í bænum Maasholm í
Þýzkalandi nálægt landamær
um Danmerkur var veðurhæð
og sjógangur svo mikill, að
flóðgarðar við ströndina
brustu og flæðir nú sjór inn
yfir landið á þessum slóðum.
Víða annars staðar hefir sjór
gengið á land. í bænum Rand
ers í Danmörku eru 30 götur
undir vatni. Á ausutrströnd
Skánar í Svíþjóð mun þó veðr
ið vera einna verst, en þar
hefir yfirborð sjávar við
ströndina hækkað um 1
metra.
Margir farizt.
Björgunarsveitir Ra.uða
krossins og sjálfboðasveitir
eru önnum kafnar við björg- ^
unarstörf einkum í Sviss og
Austurríki, en mikill fjöldi
skemmtiferðafólks er statt í í
þessum löndum og stundar
vetraríþróttir í fjöllunum. Er
óttast að einhverjir hafi orðið j
úti, er veðrið skall á. Alls er
'nú vitað um 10 manns, er
hafa farizt, en þeir eru vafa-
laust miklu fleiri.
Geysimikil aðsókn
að jólatrésfagn-
aðinum
Aðsókn að jólatré^fagn-
aði Framsóknarfélaganna í
Reykjavík, sem haldinn
verður í Tjarnarkaffi í dag
kl. 3, er orðin geysimikil.
Allir þeir, sem pantað hafa
miða og ekki sótt þá enn,
verða að sækja þá í skrif-
(Framháld á 7. síðu.)
Rússar vilja semja.
Stjórnmálamenn hér eru
þeirrar skoðunar, að Rússar
muni bjóða vesturveldunum
tilsiakanir varðandi Austur-
ríki gegn því, að þau láti af
fyrirætlunum sínum í sam-
þandi við Þýzkaland og stofn-
un Evrópuhers. Vesturveldin
mundu að vísu mjög fagna
því, ef unnt væri aö gera frið
arsamninga við Austurríki, en
ekki er líklegt að þau fórni
Evrópuhernum af þeim sök-
um.
Ekið um Breiðdals-
heiði á Hérað
í jólaferð
Frá fréttaritara Tímans
á Breiðdalsvík.
í Breiðdal er með öllu snjó-
laus jörð um áramótin og ein
stök hlýindi á þessum tíma
árs. Hefir það aldrei komið
fyrir áður, að bílfært sé yfir
Breiðdalsheiði upp á Hérað,
en svo er nú.
Fyrir jólin var farið á jeppa
frá Breiðdalsvík yfir heiðina
upp á Hérað og alla leið til
Reyðarfjarðar. Ferðin var far
in til að flytja mann til Reyð-
arfjarðar. Fór hann þangað
til að taka bílpróf. Síðan slóg
ust nemendur frá Eiðaskóla í
för með ferðamönnunum og
komu þeir á jeppanum suður
í Breiðdal.
Um nýárið fóru nemendurn
ir aftur norður, en þá sjóleið-
ina til Reyðarfjarðar.
rgir Austfjarðabátar á
útlegu um miðjan janúar
Frá fréttaritara Tímans á Stöðvarfirði.
Margir hinna stærri Austfjarðabáta búast til útileguveiða
upp úr miðjum janúar. Er ætlunin að stunda fyrst veiðarnar
með línu út af Austurlandi og suður með landinu.
Þegar líður á vertíðina verð
ur gripið til netjanna, sem þá
gefast oft vel. Nokkrir stórir
Svíþjóðarbátar munu ætla að
stunda þessar veiðar í mánuð-
inum, ef tfS- verður skapleg.
Bátarnir liggja þá úti nokkra
daga og fiska í ís.
Allmargir sjómenn frá Stöðv
arfirði hafa ráð'ið sig á þessa
báta, einkum frá Neskaupstaö
og Eskiíirði, en þeir eru ekki
(Framhald á 7. síðu.)
■»
Anuin sleppt aftnr
eftir fengjutíma
Frá fréttaritara Tímans
á Stöðvarfirði.
Einstök veðrátta er búin að
vera á Stöðvarfiröi í allan vet
ur að kalla. Jörð hefir aldrei
hvítnað og grænir blettir
standa í túnum í allan vetur,
það sem af er. Sauðfé gekk
að mestu úti fram að fengi-
tíma, en þá voru kindur tekn-
ar í hús. Margir sleppa ánum
þó aftur, þegar þær hafa feng
ið og virðist féð hafa það gott
án þess að koma í hús. Beit er
nóg og mikil hxýindi, þótt veð
ur séu annars úrkomusöm og
stundum rosar.
Er Bárður
á heimleið?
Bárður er maður nefndur
Daníelsson, efstur á lista
Þjóðvarnarmanna í Réykja
vík. Lífstíð hans er ekki
ýkja löng enn, en pólitísk
saga hans engu að síður
töluvert fjölbreytiieg. Ung-
ur að árum gekk hann í
Heimdall og nam fræðin á
stjórnmáianámskeiði Sjálf-
stæöisflokksins, og var
Gunnar Thoroddsen aðál-
kennari lians. Næst skáut
Bárði upp í flokki kommún-
ista í Háskóla íslands og
komst þar til vegs og valda,
varð fulltrúi koinmúnista i
stúdentaráöi og formaffur
ráðsins. Pólitísk saga Bárð-
ar í Svíþjóð hinni köldu er
ókunn en heimkomnum
skýtur honum nú upp í svo-
nefndum Þjóðvarnarflokki.
Margir spyrja því þessa
dagana: Er Bárður á heim-
leið og ætlar að hafa áfang
ana stutta. íhaldiö í Reykja
vík þarf ekki að óttast að
missa meirihlutann í bæjar
(Framhald á 7. síðu.)