Tíminn - 05.01.1954, Blaðsíða 7
J5. blað.
TÍMINN, þriðjudaginn S. janúar 1954,
Frá hafi
til heiba
Hvar eru skipin
Sambandsskip:
Hvassafell losar í Helsingfors.
Arnarfcll fór frá Hafnarfirði 26.
des. til Rio de Janeiro. Jökulfell r
frá Fáskrúðsfirði í morgun til
Boulogne. Dísarfell er í Leith. lá-
fell er á .eyðisfrði.
Kíkisskip:
Hekla er á Austfjörðum á norður
leið. Esja kom til Akureyrar í gær-
kveldi á austurleið. Herðubreið var i
á Hornafirði siðdegis í gær á suður j
leið. Skjaldbreiö fór frá Reykjavík ,
í gærkveldi vestur um land til Akur |
eyrar. Þyrill verður væntanlega á
Akureyri í dag. SkaftfeUingur fór
frá R\úk í gærkveldi til Vestm-nna
eyja.
Eimskip:
Brúarfoss er í Rvík. Dettifoss er
frá Rotterdam i dag 4. 1. til Ant-
verpen og Hamborgar. Goðafoss fór
frá Rvík 30. 12. til Ventspiels í Let
landi. Gullfoss fer frá Kaupmanna
höfn á morgun 5. 1. til Leith og
Rvíkur. Lagarfoss fer frá Rvík ann
að kvöld 5. 1. til N. Y. Reykjafoss
fer frá Akureyri kl. 24 í kvöld 4. 1.
til Siglufjarðar og ísafjarðar. Sel-
foss kom til Hamborgar 3. 1. Fer
þaðan væntanlega 6. 1. til Rvíkur.
Tröllafoss fór frá Rvík 27. 12. t.il
Prince Edward Island, Norfolk og
N. Y. Tungufoss kom til Áhus 31.
12. Fer þaðan til Helsingfors, Kotka,
Hull og Rvíkur. Vatnajökull fór frá
N. Y. 29. 12. til Rvíkur.
Ur ýmsum áttum
Bólusetning gegn barnaveiki.
Pöntunum veitt móttaka í drg kl.
10—12 f. h. í síma 2781.
Myndlistaskólinn í Reykjavík
Laugaveg 166 (sími 1990), hefur
starfsemi sína að nýju n. k. fimmtu
dag þ. 7. þ. m.
í kvölddeildum fullorðinna cru
kennarar sem fyrr Ásmundur Sveins
son í höggmyndalist, Hörður Ágústs
son í málaralist og Kjartan Guð-
jónsson í teikningu og málaralist.
Innritun í barnadeildir kólans
fer fram n. k. miðvikudag þann
6. þ. m. frá kl. 5—7 e. h. Kennari
barnanna er frk. Valgerður Árna-
dóttir Hafstaö.
Glímufél. Ármann. Fimleikadeild.
Æfingar í karlafiokkum, öldunga
og drengjaflokk hefjast í kvöld á
sama tíma og áöur. Mætið vel og
réttstundis.
Gjafir, sem borizt hafa skrifstofu
R.K./. til fólksins á Heiði:
Guðjón 60, ónefnd 100, H.F.P. 50,
Hildur 100, Margrct 100, ónefndur
30, Einar 50, G. J. 200, J. K. 100,
Sigrún 100, S. S. 200, X. 100, Gam-
all 50, Kristín 100, N. N. 20, ónefnd-
ur 100, K. 20, G. R. 30, J. J. 200. Enn
fremur hafa borizt fáeinar fata-
gjafir. — Rauöi kross íslands.
Árnab heilla
Hjónaband.
Gefin vor saman í hjónaband 30.
des. s. 1. í Birmingham ungfrú Ás-
dís Helgadóttir frá Seglbúðum og
Einar Haukur Ásgrímsson stud.
polyt.
Bárður
(Framhald af 8. síðu.)
stjórn, ef þaö skyldi bera
upp á sama daginn, sem
ekki er ólíklegt, að hann
næði heim tit föðurhxisa
Sjálfstæðisflokksins og yrði
kosinn í bæjarstjórn.
StyrUþeginn í baðherberyinu:
Sökin játuö en reynt
aö skella henni á aðra
Framfærslufulltrúarnir í
Reykjavík hafa nú gefizt upp '
við að verja aðfarir sínar í
máli Jóhanns Benediktsson-!
ar, styrkþegans sem þeir létu
búa hjá ósambýlishæfum |
manni, svo að hann varð að
flýja að heiman með konu
og barn og leita til Hjálp-|
ræðishersins, þar sem hann
varð um skeið að búa í bað-
herbergi af því að fram-;
færslufulltrúarnir neituðu
honum um alla fyrirgreiðslu j
og skipuðu honum að fara
heim. í þess staö hafa fulltrú
arnir nú skriðið undir nafn- J
lausa gæru Moggans og,
tekst vörnin sýnu verr en;
fyrr úr því vígi á gamlárs-j
dag, enda fer bezt á því, þarj
sem hér er fremur um að,
ræða almenna mynd af fram'
Aðalfnntliir
Tryggiíigar h.f.
Aðalfundur Trygging h. f.
héfri nýlega verið haldinn.
f erði bæj arst j órnaríhaldsins
í Reykjavík en undantekn-
ingum slysinna framfærslu-
fulltrúa.
í Moggagreininni á gaml-
ársdag eru nú allar sakir,
sem Tíminn hefir fram bor-
ið í þessu máli játaöar. Þar!
er játað, að granni Jóhannsj
sé ósambýlishæfur, enda hafa
þeir þótzt sjá, að ekki tjáöij
að berja höfðinu lengur við[
steininn, er læknisvottorðið
var birt. Þá er og vist manns
ins í baðherberginu játuð.
En nú er það fangaráðið
að skella öllum þessum ósköp
um á aðra menn, og er þá
ekkert lengur af þeim dregið,
þegar von sýnist til þess að
það megi takast. Nú segir
Mogginn, að alþingismaður
Suður-Þingeyinga, sem einn
ig sé oddviti Húsavíkur-
hrepps (sic) hafi vistað Jó-
hann í baöherberginu og fé-
lagsmálaráðherra hafi átt að
f j arlægj a hinn ósambýlis-
hæfa mann. Þetta hálmstrá
er sannkallað sinustrá, og
sannleikurinn veröur þeim
hjá Mogganum hált svell
eins og áður í þessu máli.
Alþingismaður S.-Þingey-
inga er ekki „oddviti Húsa-
víkurhrepps.“ Húsavik er
kaupstaður á Norðurlandi og
bæjarstjórinn þar er komm-
únisti, enda stjórna kommar
og kratar bænum saman um
þessar mundir. Alþingismað-
ur S.-Þingeyinga hefir hvorki
vistað Jóhann Benediktsson
á Hernum eða annars stað-
ar. Jóhann kom hingað til
bæjarins 5. sept. 1952, en
ekki s. 1. vor eins og hinir
sannleikselskandi fram-
færslufulltrúa'r sögðu, og
hann kom hingaö sunnan úr
Garði, þar sem hann hafði
dvaliö ár.
Það er og tilgangslaust fyr
ir Moggann að ætla að skella
þeirri skuld á félagsmálaráð-
herra að hafa látið Jóhann
búa í bragga með ósambýlis-
hæfum manni. Þar er höfuð-
'sök framfærslufulltrúanna
sjálfra, sem létu Jóhann í
braggann til mannsins, þótt
þeim væri kunnugt um hvern
ig hann var. Þeir vissu, að
hann var ósambýlishæfur, og
þess vegna var það óverj-
andi að láta í íbúð til hans
mann, sem ekki vissi um
þetta og það án þess að vara
hann í nokkru við.
Sagan um „styrkþegann í
baðherberginu" mun loða við
bæj arstj órnaríhaldið héðan
af. Það hefir játað sakir sín-
ar í þessu máli en það er til-
gangslaust örþrifaráð að ætla
að bjarga sér úr kútnum með
því að kasta sökinni á aðra.
Fjölmennt afmælis-
hóf slysavarnadeild-
ar á Eyrarbakka
Um áramótin var haldið
upp á 25 ára afmæli slysa-
varnadeildarinnar Bjargar á
Eyrarbakka. Samkomunni,
sem var fjölsótt, stýrði Guð-
laugur Eggertsson formaður
sveitarinnar.
Mikið af yngra fólki tekur
þátt í samstarfi sveitarinnar,
enda ýmsir af stofnendunum
fallnir frá. Stofnandi slysa-
varnadeildarinnar og fyrsti
formaður var Þorleifur Guð-
mundsson.
Á afmælissamkomunni var
margt til skemmtunar, leik-
þáttur, kvikmynd, ræður og
söngui'. Henry Hálfdánarson
skrifstofustjóri Slysavarnafé-
lags íslands sat afmælishófið
af hálfu Slysavarnafélagsins.
Bískupsbréfiu
(Framhald af 1. síðu.)
ekki einu sinni, hvort þar
eru stéttarbræður þeirra að
gefa þeim heilræði eða ein-
hverjir aðrir óviðkomandi
menn.
Sfe'iistjifiwriwii'mi?
Ræddi um nafnlaus
dreifibréf í stólræðu.
Það vakti og athygli
manna, aö séra Jón Auðuns,
dómprófastur, ræddi um
nafnlaus dreifibréf í stól-
ræðu nú um hátíðarnar.
Mun hann aðallega hafa
átt þar við hin sænsku bisk
upsbréf, sem vakið hafa
geysilega athygli, en mörg-
um þeim, sem frétt höfðu
um hin íslenzku dreifibréf
þó fundizt, að hann hefði
þau þar öðrum þræði í huga
er hann deildi á slíkan
verknað.
Hvaðan eru bréfin runnin?
Þar sem hin íslenzku
dreifibréf eru nafnlaus og
engin rannsókn mun enn
hafa farið fram á málinu,
er ekki hægt að segja um,
hvaðan þau eru komin,
hvort þau eru komin frá Í1-
lenzkum prestum, sem
margir munu eiga erfitt
með að trúa, eða hér eru að
verki einhverjir aðrir, sem
vilja með þessum óviðkunn
anlega hætti blanda sér í
biskupskjörið. Hér er um
svo sérstakt og óviðfelldið
mál að ræða, að þörf væri
á að fá það upplýst að fullu
með einhverjum ráðum.
Það mun þó óhætt að full
yrða, að Magnús Jónsson,
prófessor, á hér engan hlut
að máli né menn, sem hon-
um eru nákomnir, enda mun
hann hafa tjáð eindreginn
vilja sinn, sem hann hyggst
ekki hvika frá, er hann gaf
yfirlýsinguna um það, að
hann vildi ekki gefa kost á
sér.
Sænska skipið náðist Ot
og komið á sand við Kiepp
í fyrradag tókst að ná á flot sænska skipinu Hanön, sem
strandaði við Engey fyrir jólin og hefir legið þar síðan. Skipið
er mikiö skemmt og var það dregið á flóði inn á Kleppsvík,
þar sem það stendur á þurru um f jöru.
Maður frá'tryggingarfélag-
inu er væntanlegur frá Lond-
on í vikunni. Mun hann at-
huga skemmdirnar á skipinu
og ganga úr skugga um það,
hvort tiltækilegt er að gera
viö skipið. Það er gamalt og
búiö að lifa sitt fegursta og
því álitamál, hvað miklu skal
kosta upp á viðgerð þess. Er
skipa nú, Othar Ellingsen
verzl.stj., Geir Borg forstjóri,
Kr. jóh. Kristjánsson for-
stj óri, Sigurður Guðmunds-
Tryggingariðgjöld félagsins son forstjóri og Helgi Magn-
uxu á áririu. Stj órn félagsins1 ússon kaupmaður.
það tryggingarfélagsins að
skera úr um það, hvort heldur
skal greiða tryggingarupphæð
ina eða gera við skipið og skila
því jafn góðu.
Skipið náðist út á flóði. Var
þá mun hærra í en þegar það
strandaði. Dælt var sjó úr skip
inu, eins og hægt var og létt-
ist þaö þá svo, að hægt var
að draga það af strandstaðn-
um. Var björgun þess léttari
en margur hafði látið sér til
hugar koma. Stóð skipið á stór
grýttum botni. Gat því brugð-
ið til beggja vona um björgun.
Landlielgisgæzlan vann að
björgun skipsins.
V estmannaeyj ar
(Framhald af 1. síðu.)
ir aðilar verða þátttakendur
frá þessum áramótum. Matt-
hías sonur Ástþórs stýrir fyrir
tækinu heima fyrir. Ástþór
mun sjálfur annast fram-
kvæmdastjóírn út á við og
verða búsettur í Reykjavík,
eða í Danmörku.
Fiskimjölsverksmiðjan í
Eyjum hefir greitt 325 krónur
fyrir smálest af fiskúrgangi
við verksmiðjudyr á árinu
sem var að líða.
Smáíbiiðaláuin
(Framhald af 1. síðu.)
verið útvegaðar 10,4 millj. kr.
að láni tvö seinustu árin, svo
að þeim yrði kleift að koma
sér upp eigin húsnæði. Ekkert
slíkt var gert meðan svokall-
aðir verkalýðsflokkar áttu
sæti í ríkisstjórninni og því
síður hefði slíkt verið gert að
frumkvæði Sj álfstæðisflokks-
ins.
Barnaskemmtuii
(Framhald af 8. síðu.)
stofu flokksins í Edduhiis-
inu í dag fyrir hádegi, ann-
ars verða þeir seldir öðrum,
sem bíða eftir miðum.
Mjög vel er til fagnaðar
ins vandað. Jólasveinn kem
ur í heimsókn og myndir
verða teknar af börnunum.
Góða skemmtun, krakkar!
CtbreiðlS Tímasm
e&u&eci&íj %
■iliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiuiin
|10 þús. kr.j
|HVER VILL lána ungumf
| manni í sveit 5—10 þús. I
| krónur í 2—3 ár, eða |
I eftir samkomulagi. Vext I
I ir 5%. f
Ef einhver kynni að =
| vilja sinna þessu, þá |
I sendi hún eða hann |
| nafn sitt og heimilis-1
1 fang í lokuðu umslagi \
I til afgreiðslu Tímans §
| fyrir 1. febr., merkt i
| „Sveitamaður.“
•fiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiitmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiium
4IIIIIIIIIIll>lllllllllllllllllllIIIIIIIII>l*llllllllll*llllll*II*IB«»
I Tek á rraóti j
| sjúkiingum |
að Háteigsvegi 1.
I (Apótek Austurbæjar). |
Iþriðjudaga og fimmtudaga |
| kl. 3—5. Sími 5819.
| Jóhann Sæmundsson, |
prófessor,
| dr. med. |
■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiifiimii
SKIPAUTGCRÐ
RIKISINS
M.s. ESJA
vestur um land í hringferð
hinn 12. þ. m. Tekiö á móti
flutningi til áætlunarhafna
vestan Raufarhafnar á morg
un og fimmtudag. Farstðlar
seldir árdegis á mánudag.
Skaftfellingur
Tekið á móti flutningi til
Vestmannaeyja daglega.
Margir
Austfj arðabátar
(Framhald af 8. síðu.)
farnir til sjósóknar enn þá.
Vertíðin i fyrra gafst illa frá
Stöðvarfirði, enda eru þar
ekki nema tveir stórir bátar
til sjósóknar á fjarlægari mið.
Að undanförnu hefir ekki gef-
ið til sjósóknar á trillunum.
Afli var hins vegar með betra
móti þá sjaldan að hægt var
að komast á sjó í haust. En
heldur þótti mönnum lang-
sótt og erfið sóknin á opnum
trillum i ótryggum haustveðr-
um.
Frystihús kaupfélagsins á
Stöðvarfirði vinnur úr þeim
afla, sem þar kemur á land.