Tíminn - 22.01.1954, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.01.1954, Blaðsíða 7
17. blað. TÍMINN, föstudaginn 22. janúar 1954. Frá hafi til heiba Hvar eru. skipin Sambandsskip: Hvassafeli kom til Reyðarfjarðar í gærkveldi frá Álaborg. Per þaðan í kvöld áleiðis til Reykjavíkur. Arn- arfell er í Rio de Janeiro. Jökulfell er í Wismar. Dísarfell fór frá Reyð arfirði 20. þ. m. til Amsterdam. Bláfeli íór frá Hangö 20. þ. m. til Gdynia. Ríkisskip: Hekla fer frá Reykjavík á mánu daginn vestur um land í hringferð. Esja fer frá Reykjavík kl. 10 árd. í dag austur um land í hringferð. Herðubreið er á Austfjörðum á norð urleið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið til Akureyrar. Þyrill er á leið til Reykjavíkur að vestan og norð- an. Skaftfellingur fer frá Rvík í dag til Vestmannaeyja. Baldur fór frá Reykjavík síödegis í gær til Salt hólmavíkur. Eimskip: Brúarfoss fór írá Rvík í morgun 21. 1. til Keflavíkur, Vestmannaeyja, og útlánda. Dettifoss kom til Rvíkur 19. 1. frá Rotterdam. Goðafoss kom til Antverpen 21. 1. Fer þaðan til Rotterdam, Hull og Rvíkur. Gullfoss kom til Kaupmannahafnar 20. 1. frá Leith. Lagarfoss fer frá N. Y. 25.—26. 1. til Rvíkur. Reykjafoss hefir væntanlega farið frá Liverpool 20. 1. til Dublin, Rotterdam og Ham borgar. Selfoss fór frá Reykjavík 19. 1. vestur og norður um land til út- landa. Tröllafoss fer væntanlega frá Norfolk 22. 1. til N. Y. Tungufoss kom til Reykjavíkur 20. 1. frá Hull. Straumey hefir væntanlega farið frá Hull 20. 1. til Reykjavíkur. r r' Ur ýmsLim áttum Áheit á Strandarkirkju. Prá GG kr. 100, HG 80, GG 25, OG 50, ónefndri konu 100, NN 100, K 50, NN 15, konu frá Mjóafirði 100, NN 500, Álieit á Hallgrímskirkju frá G.R. kr. 500. Sogsvlrkjiinisi (Pramhald af 1. síðu.) Sogsins. Framsóknarmenn hafa haft stjórn rafmagnsmál anna með höndum síðan. Þeir beittu sér fyrir því, að Mar- shallfé rynni til hennar. Jafn framt hefir svo fjármála- stjórn Eysteins Jónssonar tryggt, að Marshallféð geeti ' farið til þessara lífsnauðsyn- j legu framkvæmda en yrði ekki eyðslueyrir þjóðarinnar á ' sama hátt og stríðsgróðinn varð á dögum nýsköpunar- stjórnarinnar. Mikil synd. Ef nýsköpunarstjórnin undir forustu Sjálfstæðis- manna hefði ekki gleymt Soginu, heldur variö til virkj unarinnar nokkru af hinum mikla stríðsgróða eins og sjálfsagt var, hefði rafmagn frá Soginu fengizt miklu fyrr og nú væri búið að ng nýjum áföngum í rafmagsmálinu, áföngum, sem menn verða að keppa að á næstu árum við erfiðar aðstæður. Sú synd nýsköpunarstjórn- arinnar að gleyma Soginu er mikil og ófyrirgefanleg. Mótmælir heimsókn drottningar í Gíbraltar London, 20. jan. Fyrir skömmu gekk sendiherra Spánverja á fund Ederis utan ríkisráðherra og mótmælti því, að Elisabet drottning heimsækti Gibraltar, er hún í lok ferðar sinnar umhverfis hnöttinn. Mótmælunum var vísað á bug, en af þessu hef- ir orðið nokkur úlfaþytur í blöðum beggja landa. Blöð 1 Madrid mótmæla heimsókn- inni kröftuglega og ásaka auk þess brezka utanríkisráðuneyt ið um að hafa birt fregn um málið, en því mótmælir tals- maður ráðuneytisins. smr é> kœtir íhreimr fiuyltjAtö í Tmamm Franskt herliö á leið til Marokko París, 20. jan. Frönsk her- skip eru á íeið til franska Mar okkö með herlið. Orsökin er sú, að Frakkar óttast, að stjórnmálaleiðtogar í 3aw§on (Framhald af 7. síðu.) Grimsby, eða nágrenni til að j verka þann fisk, sem þeir þyrftu að koma á markað, ef þeir ætla að halda áfram inn flutningi og togarasölum þar. „En mér er óhætt þótt ég hætti við fiskinn,“ segir Daw son. spænska Marokkó hyggist efna til vopnaðrar aðstoðar við trúbræður síria í franska hlutanum. Þeir viðurkenna enn soldán þann, er Frakkar ráku s. 1. sumar í útlegð til Korsíku. Franska stjórnin hef ir sent ríkisstjórn Spánar orð sendingu, þar sem segir, að íhlutun spánskra þegna um innanlandsmál í franska Mar okkó væri brot á spænsk- franska Sámningnum frá 1912. 4ia^lýslð f YimaMm. tthreMð Timann. Stórmerk nýjung frá GEFJUNI: G R I L O N Gef junargarn Ullarverksmiðjunni GEFJUNi hefir nú, eftir umfangs- miklar tilraunir, tekizt að framleiða nýja tegund af garni, stórum betri og fullkomnari en héi' hefir þekkzt áður. Garn þetta er íslenzkt ullargarn blandað sviss- neska undraefninu GRILON, sem hefir alla kosti nylons og tekur við ullarlitum að auki. Þetta nýja GRILON-GEFJUNARGARN hefir alla kosti hinnar ágætu íslenzku ullar, en kosti GRILON að auki. — Þessir’ kostir GRILON gera garnið miklu sterkara en ella og auk þess verulega mýkra. Allir þeir, sem notað hafa Gefjunargarn, munu reyna þetta nýja garn af forvitni og eftirvæntingu, og það mun standast próf- raunina. Það mun tryggja sterkari og mýkri prjónavörur og konur munu hafa ánægju af að prjóna úr þvi. r,«I L O ■ G E F J l NAKG A K \T I » er mýkra og iniklu sterkara en aimað fúanlcgt garu. — Fjjórtán litir þegar fyrirli^jaudi. GRILOIY-GEFJUNARGARNIÐ fœst hjá öUum haupfélöfium, Gefjtin-Iðuani, Kirhjustrœti, Reyhja- vík, oy ijmsum verzlunum. ■:g UHarverksm. Gefjun DSENDING frá Almennum tryggingum h.f. Vér viljum vekja athygli hifreiðaeigenda á því, að um síðast liðin áramót ákváðum vér, að læklca iðjgjöld af áhyrgðartryggingum bifrciða í sveituin landsins um 40 af hiindraði, frá og með 1. maí næst komandi. gamtímis var ákveðið í tiiraunaskyni, að hætta að gcfa þar afslátt af iðgjöldum fyrir tjónalaust ár, en Félag íslenzkra bifrciðaeigenda hefir lengi óskað jicss. Vér viljiim jiví hvctja alla tryggingartaka til að kyima sér iðgjöld vor, áður en jieir tryggja aimars staðar. & $ ■ I'f ifiiMÍl Umhoðsmenn vorir iim land allt, mnnu góðfúslcga veita yðm* allar uiiplýsmgar. _ ASmennar frygglngar h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.