Tíminn - 26.01.1954, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.01.1954, Blaðsíða 8
X B-listinn 38. árgangur. Reykjavík, X B-listinn 26. janúar 1954. 20. blað. -------- Hermann Jénasson: Um bifreiðanotkun ráðherra oS annara embættismanna „Frjáls þjó3“ hefir sent mér ýmsar vinarkveðjur und- anfarið út af tengdafólki mínu. Nú á ég aö hafa drýgt þá synd að flytja inn bíl og fá eftirgefin innflutnings- gjöldin. — Fyrir þetta hefir blaðið þegar dæmt mig í 6 ára tugthús. — Áður en þessum dómi er full nægt, ætla ég að segja örfá orð um þessa síðustu stór- bombu kosninganna. i Eins og flestir vita, hafa embættismenn ríkis og bæja, sem mikið þurfa að ferðast vegna embættisskyldu, feng- ið frían ferðakostnað- Þessi regla, sem hér á landi er al- gild orðin, eins og með öðrum þjóðum, er í eðli sínu réttmæt, því að auðvitað geta þessir starfsmenn hins opinbera ekki greitt kostnaðinn við skylduferðalög, án þess, að það næmi bróðurparti laun- anna, sem ekki eru við það miðuð. — Hér á landi eru bifreiðar aðal samgöngutækin, því að járnbrautir höfum við ekki eins og aðrar þjóðir. Þess vegna hefir greiðsla hins op- inbera á ferðakostnaði komið fram í því, að hið opinbera hefir lagt sumum embættis- mönnum til bífreiðar (með eða án bifreiðarstjóra), en aðrir starfsmenn hafa átt bifreiðarnar sjálfir og fengið greiddan reksturskostnað þeirra að einhverju eða öllu leyti. — Tíminn hefir oft bent á það, að þessum málum þyrfti að koma í skipulegra horf, þannig, að réttlátt væri fyrir báða aðila, hið opinbera og starfsmenn þess. Hefir fjár- málaráðuheytið lagt í það nokkra vinnu að skipuleggja þessi mál, leggja þá skyldu á starfsmennina, er mikið þurfa að ferðast í embættis- erindum, að þeir ættu bif- reiðarnar sjálfir, en fengju greitt samkvæmt ákveðnum taxta fyrir hvern kílómetra, er þeir aka í þágu hins opin- bera. Þetta hefir valdið nokk- urri óánægju meðal þessara starfsmanna, sem telja sig bera verulegan hluta ferða- kostnaðar, vegna þess að taxt arnir séu of lágir, og hefir stundum legið við stöðvun embættfsverka vegna þessa. Þarf auðvitað að athuga það með sanngirni meðan verið er að koma þessum málum, er verið hafa á reiki, í fast horf. — Ég get skotið því hér inn í, að Þórhallur Halldórsson, einn af forvígismönnum Þjóð varnarflokksins, er í næst hæsta flokki með bílastyrk hjá Reykjavíkurbæ. Ég legg engan dóm á réttmæti þessa styrks, en á hitt vil ég minna, \ að síðan þetta var upplýst opinberlega, hefir Frjálsri þjóð verið mjög umhugað um að verja bílastyrki hjá bæn- um, sem þó nema miklum fjár hæðum. — Svona gengur þetta. Viðhorfin, jafnvel hjá þeim heilögu, geta verið nokk uð breytileg eftir því, hver í hlut á. — Um ráðherrana hefir gilt sú regla um langt tímabil, að þeir hafa eins og kunnugt er, getað fengið endurgjaldslaus afnot af bifreið frá ríkinu, á- samt bifreiðastjóra. •— Ýms- um kann að þykja þetta of- , rausn á íslandi. En það er ekki alls kostar auðvelt að (Framhald á 7. Biðu.) Getraiiía lumcia Bárði Daníelssyssi: Hver er „alíur sannleiknrinn”? Marokkó-soldán flutt- ur brott frá Korsiku Frakkar óttuðust að arabískir víkingar í mundu sœkja hann þangað og flytja heim Ajaccio, Korsiku, 25 janúar. Fyrrverandi soldán yfir Marokkó, Siddi Mohammed Ben Youssef, sem Frakkar ráku frá völdum síðastliðið sumar og sendu í útlegð til Korsíku, var í dag fluttur frá eynni með leynd og er ekki vitað, hvar hann er nú niður kominn. Forseti íslands í Norðurlandaför um páskana Ákveðið hefir verið, að forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, komi í opinbera ■heimsókn til Norðurland- anna í aprílmánuði næst- komandi. Fer forseti til Danmerkur og Noregs fyrir páska, en til Svíþjóðar og Finnlands eftir páska. í „skýrslu“ þeirri, sem Bárður Daníelsson gaf flokki sínum á fundi Þjóðvarnar- manna og birt er í Frjálsri þjóð á sunnudaginn, segir orðrétt: „Samtals skrifaði ég átta bændum, sem ég vissi til, að sótt höfðu um lán til þess að koma upp einkarafstöðv- um, og voru bréfin öll sam- hljóða og send s a m t í m- i s“. í bréfinu, sem Tíminn birti, og er eitt þessara bréfa, segir á þessa leið orðrétt: „Bændur þeir, sem ég hefi þ e g a r sent tilboð, telja þau mun hagkvæmari en önnur tilboö, sem þeir hafa fengið.“ Spurning: Hvernig getur þetta samrýmzt? í greinargerð Bárðar seg- ir ennfremur: „Ég hefi með þessari greinargerð lagt spil in á borðið og sagt allan sannleikann í þessum mál- um“. Spurning: Hver er „allur sannleikur“ Bárðar. Eins og kunnugt er hafa ris ið úfar milli Frakka og Spán verja, þar eð höfðingjar í spánska Marokkó neita að viðurkenna hinn nýja soldáni og njóta til þess stuðnings' spánskra yfirvalda. Undan- j farið hafa verið á kreiki kvik i sögur um að víkingasveitir Araba hyggðust nema Ben Yousseff á brott frá Korsíku. Aðeins eina konu og 8 hjákonur. I Snemma í morgun fluttu j Frakkar soldáninn á brott í flugvél, en ekki er vitað um ákvörðunarstað hennar. . Soldáninn hafði kvennabúr sitt með sér í útlegðina, en er hann fór tók hann aðeins . með sér eina eiginkonu og 8 hjákonur ásamt feikn- um öllum af farangri. Skemmtifundur B-listans að Hótel Borg Stuðningsmenn B-list- ans hafa skemmtifund n. k. föstudagskvöld í Hótel Borg. Verður þar ýmis- legt til skemmtunar, svo sem: Einsöngur, gaman- vísur, stutt ávörp, fjölda- söngur, stuttar skemmti- sögur, dans o. s. frv. Þátttakendur panti að- göngumiða (sími 6066) í Edduhúsinu sem allra fyrst Fjórveldafundurlim haflnn: Algert ósamkomulag um dagskrá fundarins Berlin, 25 janúar. Fjórveldafundurinn hófst í dag rétt , eftir hádegi. Dulles setti mótið, en síðan héldu þeir Bid- ault, Eden og Molotov ræðu. Kom strax í ljós, að algert ósamkomulag er um, hvernig dagskrá fundarins skuli hagaS Byggja íslendingar fiskiðjuver í Grimsby? í Grimsby gengur nú f jöll um hærrá (þar eru að vísu engin fjöll) sá orðrómur, að íslendingar standi í samn- ingum við hafnáryfirvöld þar í borg um að fá aðstöðu til fisklandana í höfninni og leyfi til að byggja full- komið fiskiðjuver við höfn- ina, eða í næsta nágrenni hennar. Segir frá þessu í blaðinu Fisliing News, sem út kom s. 1. föstudag. Segir þar, að Fishing News hafi verið fyrst brezkra blaða til að segja frá þeim viðræðum, sem fram hafi farið milli íslenzkra aðila og hafnaryfirvalda í Grimsby um að fundinn verði staður við fiskhöfnina, þar sem hægt sé að byggja full- komna fiskverkunarstöð og að ný tilraun verði gerð til að brjóta bannið á þessu ári. Segist blaðið nú hafa heimildir fyrir því, að mjög bráðlega verði viðræðu- fundur lijá þessum aðilum, það er að segja íslenzku að- ilunum &g hafnarstjórninni yfir Humberfljóti, sem hefir aðsetur i Hull, en báðar borg irnar eru við Humberfljótið, eins og kunnugt er. Rætt hefir verið um á- kveðna staði við Grimsby- höfn, undir fiskiðjuverið. Er annar rétt hjá Rinovia-út- gerðarfélaginu, en Þórarinn Olgeirsson er einn af fram- kvæmdastjórum þess og með eigandi. Er staður þessi rétt hjá aðalfisklöndunarbryggj um liafnarinnar. Hinn stað- urinn er utar í höfninni, nær fljótinu, þar sem nú liggur venjulega mikill fjöldi tog- ara, sem eru að búast til veiða- Þegar blaðið segist hafa hringí á Þórarinn og spurt hann um, hvort hann gæti gefið einliverjar upplýsing- ar um verksmiðjustæði svar aði hann: „Ég hefi einn fyrir augunum núna, rétt utan við gluggann minn.“ Segir blað- ið því, að líklegt sé, að hann h?.fi haft ákveðinn stað í huga undir verksmiöjubvgg ingu, en ekki gfeið frekari upplýsingar. Fundurinn er haldinn þessa viku í byggingu þeirri í vest- urBerlín, þar sem eftirlits- nefnd fjórveldanna hefir að setur sitt. Fyrst fengu blaða ljósmyndarar að taka mynd- ir, en síðan setti Dulles fjór veldafundinn og gaf Bidault orðið. Þýzkaland og Austurríki fyrst. Bidault sagði að vandamál Asíu og Evrópu væru óskyld og verkefni ráðstefnunnar væri að fást við Evrópu og deilumálin þar. Frakkar' teldu, að ekki mætti til þess koma, að herðnarandinn risi aftur á legg í Þýzkalandi, en bezta trygging gegn því væri, að Þjóðverjar fengju hlut- deild í varnarsamtökum Vest ur-Evrópuríkjanna. í sinni ræðu lagði Eden áherzlu á það að verkefni ráðstefnunn ar væri að auka traust milli þjóðanna , og draga úr tor- tryggni Rússa og Vesturveld anna. Báðir lögðu áherzlu á,1 aö Þýzkalandsmálin yrðu rædd fyrst og töldu, að ekki kæmi til mála að mynduð yrði. ríkisstj órn fyrir samein- 1 að Þýzkaland, fyrr en að af-; stöðnum frjálsum kosning-' um. (Framhald á 2. síðu.) Listinn með spurn- ingarmerkið í efsta sætinn Bárður Daníelsson, efsti maður á lista Þjóðvarnar- manna, lýsir yfir í Frjálsri þjóð á sunnudaginn, að þar sem yfirkjörstjórn hafi ekki getað numið nafn sitt af listanum, muni hann ekki taka sæti í bæjarstjórn fyrr en réttarrannsókninni, sem hann hafi óskað eftir, sé lok ið og þá því aðeins, að úr— skurðurinn verði sér í yil. Það vekur athygli, að með þessari yfirlýsingu hef ir Bárður og flokkur hans tekið aftur að hálfu leyti fyrri yfirlýsingu. Til þess að jafngilti því að hverfa af listanum, þurfti hann að lýsa yfir, að hann tæki alls ekki sæti í bæjarstjórn næsta kjörtímabil, hvernig sem úrskurður félli. Eftir þessa nýju „vend- ingu“, sem málið hefir tek ið, vita þeir, sem greiða list anum atkvæði, alls ekki (Framhald á 7. siðu.) FRAMSÓKNARMENN. — Aðeins 5 dagar til kosninga. Herðum sóknina. Komið í kosningaskrifstofu B-listans í Edduhúsinu Símar 5564,82629 og 82630

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.