Tíminn - 27.01.1954, Qupperneq 2
TÍMINN, miffvikudaginn 27. janúar 1954.
21. blaff.
.......
Leggja tiS aö bls. 21,22,23 og 24 í Ber-
deiltí alfræöiQrðabókarinnar veröi rifnar úr
i
LAVRENTX BER/A
nú er það Beringshaf
og 24 í V. bindi verði teknar burt,
ásamt með myndinni, sem er i
milli bls. 22, 23. í þeirra stað verði
látnar meðfylgjandi blaðsiður með
nýjum texta. Blaðsíður þær er að
ofan getur, má klippa úr bindinu
eða skera þær burtu með rak-
blaði....“ Njju myndirnar voru
m. a. mynd af Beringshafi, en nýi
textinn átti að koma í stað eyðu
í Ber-deild alfræðiorðabókarinnar,
í stað blaðsíðna, sem á var prent-
uð ævisaga Bería og mynd af ,
1 honum. Þetta er gott dæmi um það
' siðferði, er ríkir innan veggja þeirr- j
' ar stofnunar, er nefnist Útgáfu-
Staðreynd er að mannkynssagan er í miirgum atriðum yfirstéttar-
saga, þar sem mest ber á fæðingardögum og dánardögum þeirra, er
höfðu mannaforráð, eða stóðu framariega á sviði trúar og lista. Þótt
sumir þeirra, sem mannkynssagan segir frá, hafi verið svikarar og
fjöldamorðingjar, hcfir cnginn rituður sögunnar tekið scr það leyfi,
að afnjá nöfn þeirra né verknaði þeirra úr sögunni. Hefir engum verið
talin stafa hætta af nöfnum þessara manna.
Engin vestræn þjóð hefir viljað
hokra að heiðri sínum, með því
að nema í burtu alla bletti af þjóð-
arsögunni. Eru því alfræðiorðabæk
ur engu síður heimild run þá, sem
miður gerðu en þá, sem lyftu grett-
istökum í þjóðmálum, trú og vís-
indum. Mundi það ærið verk fyrir
vestrænar þjóðir, að nema burt úr
alfræöiorðabókum alla þá menn,
sem eitthvað brutu af sér á .ífs-
leiðinni.
Alfræðiorðabækur.
Það hefir verið metnaður vest-
rænna þjóða, að alfræðiorðabækur
þeirra veittu hlutlausar upplýsing-
ar um menn og málefni. Prent-
frelsi með þessum þjóðum hefir
alið á þessum metnaði, svo við er-
um vel mennt um forsögu okkar,
illa sem góða. Hins vegar hefir eitt
stórveldi tekið upp þann hátt, að
smíða alfræðiorðabók sína frá degi
til dags. Hefir þetta valdið við-
komandi aðilum nokkrum erfið-
leikum, þar sem ekkert má vera í
bókinni, annað en það, sem ekki
stingur í augun á valdstjórn rík-
isins.
Rifnar síður og aftökur.
Ekki höfðu kommúnistar í Rúss-
landi fyrr tekið völd, en þeir fóru
að endurskoða sögu þjóðarinnar.
Var hún að sjálfsögðu endurskoð-
uð í því ljósi, sem hinum nýju
valdhöfum hentaði bezt. Rússneska
alfræðiorðabókin var byggð á þess-
ari endurskoðun, og féllu þá úr
með öllu ýms nöfn, sem virtust
órjúfanlega tengd sögu rússnesku
þjóðarinnar. Hins vegar kom þessi
endurskoðun að engu gagni, nema
innan Rússlands, þar sem vestræn-
ar þjóðir virtu endurskoðunina að
vettugi og rituðu í alfræðiorða-
bækur sínar, það sem þær vissu
sannast og réttast. Það er sann-
ast mála, að samning á rússnesku
alfræðiorðabókinni hefir gengið
illa. Síðan samning hennar hófst,
hafa svo margir menn, er hossað
var hátt á blaðsíðum bókarinnar,
orðið að lúta í lægra haldi fyrir
hendi böðulsins og með ævarandi
skömm yfir líkamsleyfum sínum,
að orðið hefir aö rífa blöð úr bók-
:inni, samkvæmt eindregnum til-
mælum útgefanda, og setja eitthvað
nýtt með sama stafaheiti í stað-
:inn.
Bcría.
Gott dæmi um það, hvernig rúss-
.neska alfræðiorðabókin er unnc
in, eru viðbrögð þau, sem útgef-
endur hennar tóku, þegar Bería
varð að láta í minnipokann í bar-
áttu þeirri, sem átt hefir sér stað
og á sér stað innan múra Kreml
um þann heiður að vera leiðtogi
þjóðarinnar. Á einni nóttu var
einn af forustumönnum þjóðarinn-
ar gerður að ærulausum föður-
landssvikara. Eins og gefur að
skilja beið Bería ekkert annað en
aftakan. Þegar Bería hafði verið
tekinn af lífi, kom upp úr kafinu,
að hann hafði enn fulla frægð í
rússnesku alfræðiorðabchinni, e)n
ekki leið á löngu þar til aftaka
hans var einnig tilkynnt þar.
Beringshaf.
Aftaka Bería í alfræðiorðabók-
inni v'ar tilkynnt eigendum henn-
ar hátíðlega í bréfi frá útgefand-
anum, sem er útgáfustofnun ríkis-
ins. í bréfinu var eftirfarandi leið-
beining: „Útgáfustoínun vísinda-
rita mælir með því að bls. 21, 22, 23
Útvarpib
stofnun vísindarita.
P.S. Skyldu kollegar vorir við
Þjóðviljann hafa orðið við þessum
tilmælum Útgáfustofnunar vísinda- |
rita í Rússlandi. Sé svo ekki, þá
er þeim tilmælum hér með komið
á framfæri fyrir föður Malenkov.
„Stóra átakið” sem
Mogginn auglýs-
ir eftir
Aldrei hefir ílialdiff í
Reykjavík verið eins hrætt
um að missa meirihlutann:
og viff bæjarstjórnarkosn-,
ingarnar núna. Órækasta,
sönnunin fyrir því er neyff- i
aróp það, sem búiff var orff
um á forsíðu Morgunblaffs-
ins á sunnudaginn;
„NÚ DUGAR EKKERT
ÁTAK NEMA STÓRT
ÁTAK.“
Já, það er öllum kjósend-
um i Reykjavík ljóst, að nú
dugar Sjálfstæðisflokknum
ekkert nema stórt átak og
þaff stærra átak en hann
getur af hendi leyst. Þess
vegna hrópar hann neyðar
óp til Reykvíkinga..
Er það meiningin, góðir
Reykvíkingar, aff bjarga í-
haldinu meff „stóra átak-
inu“ á sunnudaginn kemur?
Nei, á sunnudaginn kem
ur ætla Reykvíkingar að
fella íhaldiö með stóru á-
taki, sem sannarlega getur
veizt létt.
&itylijAiÍt Twanm
Útvai-pið í (lag:
Fastir liðii’ eins og venjulega.
18.55 Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson).
10.15 Tónleikar: Óperulög (plötur).
20.15 Stjórnmálaumræður: Um bæj-
armál Reykjavíkur. Síðara
kvöld. Ræðutími hvers flokks
45 mínútur í þremur umferð-
um: 20, 15 og 10 mín.
Dagski'árlok laust eftir mið-
nætti.
Útvarpið á morgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
19.15 Tónleikar: Danslög (plötur).
19.35 Lesin dagskrá næ&tu viku.
20.30 Erindi: Xðnaðarmálastoínun
íslands og hlutverk hennar;
síðara erindi (Bragi Ólafsson
framkvæmdastjóri).
20.55 íslenzk tónlist: Lög eftir Þór-
arin Jónsson (plötur).
21.15 íslenzkt mál (Bjarni Vilhjálms
son cand. mag.).
21.30 Tónleikar (plötur).
21.45 Náttúrlegir hlutir: Spurning-
ar og svör um náttúrufræði
(Trausti Einarsson prófessor).
22.10 Sinfónískir tónleikar (plötur).
23.05 Dagskrárlok.
Hvar eru. skipin
Sambandsskip.
Hvassafell kom til Reykjavíkur
í gær frá Reyðarfirði. Arnarfell fer
frá Santos í dag til Rio de Janeiro.
Jökulfell fór frá Hamborg 25. þ.m.
til Reykjavíkur. Dísarfell á að
koma til Amsterdam í dag frá
Reyðarfirði. Bláfell fór frá Gdynia
23. þ. m. til Hornafjarðar.
Eimskip.
Brúarfoss fór frá Vestmananeyj-
um 22.1. til Newcastle, Hull, Grims
by, London, Antwerpen og Rott-
erdam. Dettifoss fer frá Vest-
mannaeyjum í dag 26.1. austur um
land til Reykjavíkur. Goðafoss íór
frá Hull 24.1. til Reykjavíkur. Gull-
foss fer frá Leith í dag 26.1. til
Reykjavíkur. Lagarfoss fer frá New
York 26.—27.1. til Reykjavíkur.
Reykjafoss fer frá Rotterdam í dag
26.1. til Hamborgar. Selfoss fór frá
Húsavík 25.1. til Austfjarða og út-
landa. Tröllafoss kom til New York
23.1. frá Norfolk. Tungufoss fer
frá Reykjavík um hádegi í dag
26.1. til Akraness. Straumey fór frá
Hull 22.1. til Reykjavíkur.
8/öð og iímarit
Skinfaxi.
Þriðja hefti Skinfaxa 1953 er
komið út. Efni: Ályktun sambands-
ráðsfundar í menningar- og þjóð-
ernismálum. Starfsíþróttir og ung-
mennafélögin. Guðmundur Hjalta
son — Aldarminning. Norænt
æskulýðsmót í Finnlandi (Ingólf-
ur Guðmundsson), Frá afhjúpun
minnisvarða Stephans G., ræða
flutt á Arnarstapa, eftir Guðjón
Ingimundarson. Fimmtíu ára af-
mæli dönsku ungmennafélaganna.
fþróttakeppni á landsmótinu 1955.
Sön'gvar skógræktarmanna, Ingólf-
ur Davíðsson, o. fl.
Auglýsing
ura hreppsnefndarkosningar
í Kópavogshreppi
Með tilliti til kæru frambjóðenda Sjálfstæðisflokks
ins varðandi merkingu framboðslista og endanlegs
úrskurðar oddvita sýslunefndar Kjósarsýslu í þessu
efni auglýsist hér með, að hreppsnefndarkosningar
þær, sem fram áttu að fara í Kópavogshreppi 31. jan.,
fara fram 14. febrúaúr n. k. Utankjörstaðaatkvæða-
greiðsla hefst á ný 24. janúar n.k., en þau atkvæði,
sem greidd hafa verið fyrir þanna tíma, eru ógild.
Merking framboðslista verður sem hér segir:
Listi Alþýðuflokksins verður A-listi.
Listi Framsóknarflokksins verður B-Iisti.
Listi Sjálfstæðisflokksins verffur D-listi.
Listi óháðra kjósenda, stuðningsmanna fráfarandi
hreppsnefndarmeirihluta, verffur G-listi.
22. jan. 1954
Yfirkjörstjórn Kópavogslirepps
ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON
(sign.)
JÓN GAUTI
(sign.)
KRISTJÁN JÓNSSON
(sign.)
:í
i
Barnarúm
Barnakojur
Klæðaskápar
Sængurfataskápar
og fjölmargt annað fyrirliggjandi. Komið og athugið hús
gögnin hjá okkur, áður en þér kaupið annars staðar.
1
Húsgagnaverzlun
Gnðninndar Giiðimuulssouar,
Laugavegi 166-
Aðalfundur
Breiðfirðingafélagsms
verður í Breiðfirðingabúð miðvikudaginn 3. febrúar
kl. 20,30.
Trásmíöavélar til sölu
Tilboð óskast í stórar, nýtízku, amerískar trésmíða-
vélar. — Vélarnar eru til sýnis í Trésmiðjunni Rauðará,
Skúlagötu 55.
i >
i >
< >
< i
• >
< >
< >
> i
<».
i >
Maðurinn minn,
ÓSKAR LÁRUSSON,
kaupmaöur,
andaðist í Kaupmannahöfn 25. janúar.
Anna Sigurjónsdóttir.