Tíminn - 04.02.1954, Blaðsíða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 4. febrúar 1954.
28. blaff. SS
Nú er mikið talað og ritað
um kennslumál og kennslu-
bækur og um breytingar á
þeim.
Þótt ég geti nú á engan
hátt talist meðal hinna há-
lærð'u, þar sem ég er aðeins
gangfræðingur frá Möðru-
vallaskóla, langar mig þó til
að leggja orð i bel, að þ7i er
breytingu, kennslubókanna
snertir, sem byggt verður á
minni reynslu, því að ég hefi
haft kennslu barna og ung-
linga á höndum af og til síð
astliðin 50 ár.
Ókostir þeir, sem mér finnst
aðallega vera á kennslubók-
unum í sögu, landafræði, nátt
úrufræði, dýrafræði, eðlis-
fræði og flestum þeim mál-
fræðibókum, sem hefi séð, —
nema málfræði þeirra Jóns-
ar B. Jónssonar fræðslufull-
trúa og Friðriks Hjartar
skólastjóra, sem ég tel ágæta
bók til kennslu í barnaskól-
um — er, að við bækur þess-
ar vantar spurningar nægi-
lega nákvæmar úr efni bók-
anna. Spurningarnar þurfa
að vera þannig lagaðar, og
efnismiklar, að þeir nemend
ur, sem geta svarað rétt öll-
um spurningunum, þeir viti
allt efni bókar þeirrar, sem
spurningarnar eiga við, eða
minnsta kosti allt það af efni
bókarinnar, sem máli skipt-
ir aö menn viti. En kennslu-
bækurnar eiga að vera sem
fullkomnastar. .
Margir einkum þeir, sem
kunnugir eru enskum bók-
menntum, munu kannast við
The Royal readers. Lesbók
þessi er útgefin í 6 hlutum.
Yngsta útgáfan, sem ég hefi
séð að bókinni, er frá árinu
1947.
Maður, sem er nákunnug-
ur enskum bókmenntum hef
ír sagt mér, að hálærðir ensk
ir bc&menntasérfræðingar
sjái um útgáfu bókar þessar
ar, svo ekki er nú í neitt kot
vísað, þó við íslendingar tækj
um. bók þessa til fyrirmynd-
ar. Hefi ég eftir beztu getu
reynt að gjöra það við kennsl
una. í bók þessari er sú
kennsluaðferð viðhöfð, að
eftir hverjum kafla, sem það
á við koma spurningar, þar
sem spurt er að öllu því efni
kafianna, sem einhverju
máli skiptir að nemandinn
viti. f 5. hluta bókar þessar-
ar, stendur þessi grein um
spurningarnar í formálan-
um:
í lauslegri þýðingu er grein
in á þessa leið:
Spurningunum við hvern
kafla er haldið áfram í þess-
ari bók, ekki eingöngu til
þæginda fyrir kennarann,
heldur líka í þeim tilgangi
að gjöra nemandanum fær-
ara að sannprófa hvort hann
hafi tileinkað sér efni kafl-
ans eftir að hafa kynnt sér
hann. Spurningarnar munu
þannig tryggja kennaranum
að hver kafli hafi verið vand
lega lærður, og eins og bent
var á í undanfarandi bók-
um, munu þær mynda ágæt
an grundvöll ritgerðaræf-
inga.
í 6. hluta bókarinnar er
auk þeirra kosta, sem taldir
eru í ofanritaðri grein 5.
hluta bókarinnar spurning-
unum til gijdis, þá sé það sér
staklega mikilsvert fyrir for-
eldra og aðra vandamenn
nemendanna, að spurning-
arnar auðvelda þeim að
fylgjast með. því hvað námi
barna þeirra eða skjólstæð-
inga líður, með því að prófa
nemendurna með, tilstyrk
spurninganna, sem prentað-
ar eru við hvern kafla. En
Einar Bogason frá Hringsdal:
Gjörið namið í skólunum
auðveldara og notadrýgra
Iþá þarf sá sem yfirheyrir að
hafa svör við hendina, sem
samin væru af nemandan-
um, eftir að hann hefði
vandlega lesið yfjr kaflann.
Get ég ekki skilið í ööru, en
að öllum foreldrum og öðr-
um vandamönnum nemend-
anna ætti að vera ánægja að
slíku starfi, þar sem þaö
veitti þeim fullvissu um, ef
nemandinn gæti svarað rétt
öllum spurningunum, að þá
stæöi hann sig líka vel í skól
anum.
í 4. hluta bókarinnar stend
ur þessi grein um spurning-
arnar;
í lauslegri þýðingu þann-
ig:
„Spurningunum við sögu-
legu eða frásagnarkaflana er
bætt við hvern kafla. Þessar
spurningar eru gjörðar til
þess sérstaklega að gera nem
endanum fært, að fá vissu
um, hvorfc hann hefir til-
einkað sér aðalefni kaflans“.
Hér er auðséö, að ekki er
ætlast til neinnar sparða-
jtínslu á efninu, eða að kafl-
arnir séu lærðir utanbókar
'orði til orðs, enda er það á
fárra eða engra manna færi,
1 að læra sögu, landafræði,
| náttúrufræði eða málfræði al
gjörlega utanbókar. Utanbók
arlærdómur finnst mér að
eigi ekki rétt á sér, nema að
vissu marki. Hið gullna með-
alhóf er sjálfsagt bezt í því
sem öðru.
Ég hefi nú um 30 ára skeið
notað svipaða aðferð og hér
hefir veriö lýst í Royal read-
ers, og hefir mér reynzt hún
ágætlega. Hún hefir létt und
ir námið hjá nemendun-
um, sem hefir haft það í för
með sér, að langtum betri
árangur hefir náðst með
kennsluna, og hafa meðal
annars prófin borið þess vott,
enda vakiö óskipta ánægju
nemandanna, enda létt starf
foreldranna aö búa börnin
undir tíma.
Ég þekki mann, sem les nú
hagfræði við háskólann.
jÁtti ég samtal við hann um
1 kennsluaöferð þessa. Kom
Iþað þá uppúr kafinu, að
hann hafði sjálfur notað
Iþessa aðferð við sögunámið í
' menntaskólanum, og lofaði
hana mjög. Hann sagðist
fyrst hafa verið mjög lélegur
í sögu og fengið í hennf lé-
legar einkunnir á prófum.
Sagðist hann þá hafa tekið
sig til, og samið spurningar
við söguna. Sýndi hann mér
spurningarnar, sem voru við
íslandssögu Jóns Aöils. Sá ég
aö'margar af þeim voru þær
sömu sem ég hafði samiö og
notað við íslandssögu Jónas-
ar Jónssonar. Eftir að hann
fór að nota spurningarnar,
sagði hann að árangur náms
ins hefði gerbreytzt svo í
sögunni, að eftir það fékk
hann ágætis einkunnir i
henni á prófunum.
En þaö er tímatöf frá erf-
iöu námi, að semja skrifleg
ar spurningar við kennslu-
bækurnar, og svo eru það
sjálfsagt tiltölulega fáir af
nemendum, sem hafa fram-
tak eða dugnað í sér, til að
semja skriflegar spurningar
við kennslubækurnar, held-
ur láta kylfu ráða kasti, hvað
mikið þeir vita af efninu, og
koma því ver undirbúnir í
tíma en æskilegt væri, en það
hlýtur aftur að koma fram á
prófunum, sem flesta mun
þó langa til að komast sem
bezt frá. Væri því ólíkt betra
bæði fyrir kennara og nem-
endur eins og segir í Royal
readers, að spurningar væru
prentaöar með bókunum við
hvern kafla, eins og gert er
í þeirri bók. Þess vegna verð
ég að telja það höfuönauð-
syn, að um leið og kennslu-
bækurnar eru útgefnar, í
sögu, hagfræði, landafræði,
náttúrufræði, dýrafræði, eöl
isfræði, efnafræði, vélfræði
og málfræði, að þá séu spurn
ingar prentaðar eftir hvern
kafla bókanna, en spurning-
ar prentaðar við þær kennslu
bækur sem kenna á og enn
eru óseldar. Spurningar þess
ar þurfa að vera svo ýtarleg
ar, að engu sé því gleymt að
spyrja að, sem máli skiptir
af efni kaflanna, sem spurn-
ingarnar eiga við.
Námsaðferðin er því þann
ig: Nemandinn les hvern
kafla rækilega ofan í kjölinn.
Þegar hann telur sig hafa til
einkað sér efni kaflanna
nægilega vel, semur hann
skrifleg svör við spurningarn
ar. Reki hann einhversstað-
ar í vörðurnar við samning
svaranna, verður hann að fá
aðstoð kennarans, eða þá
þeirra manna, sem hann trú
ir til þess að veita sér réttar
leiöbeiningar. Síðan lætur
nemandinn einhvern með til
styrk spurninganna og svar-
anna prófa sig. Þannig út-
búinn mætir hann í tíma.
Æskilegast og öruggast fyr-
ir nemandann er, að semja
svo ritgerð um hvern kafla,
eins og bent er á að ofan i
Royal jæaders, það festir efn
ið betur í minni og samlagar
það betur huganum.
Hver heálvita, sæmilega
skyniborinn maður, hlýtur
því að geta séð, hvað það er’
að öllu leyti þægilegra og auð
veldara fyrir nemandann, þeg
ar hann hefir vandlega lesið
kaflann niður í kjölinn, aö
hafa þá prentaðar spurning-
ar um efni kaflans við hend-
ina, og geta þá strax byrjað
á að semja svörin við þær, og
að því búnu láta prófa sig.
Þetta léttir líka stórkostlega
upplesturinn fyrir prófin, að
hafa spurningar og svör við
þeim við hendina, er þeir hafa
lesið kaflana vel yfir áður, og
verða því fljótari að láta prófa
sig. Spurningar þessar ætti
svo að leggja til grundvallar
við prófin. Þeir kennarar, sem
segja nemendum meira en
það, sem er í kennslubókun-
um af fræðandi áríðandi efni,
ættu ávallt að láta nemend-
urna skrifa það niður hjá sér:
sé það ekki gert, kemur sú
kennsla aðeins þeim gáfaðri
og eftirtektarsamari að not-
um, en fer inn um annað eyr
að og út um hitt á þeim ó-
gáfaðri og eftirtektarminni,
og væri þá rangt gagnvart
þeim síðartöldu, að láta spurn
ingar út úr slíkum fróðleik
koma á prófum, nema þeim
sé áður gefinn kostur á að
skrifa niður hjá sér það, sem
kennarinn fræðir nemendur
jum og ekki er í kennslubók-
unum- Hitt væri að sýna
minni bræðrunum ónær-
gætni, en það eru einmitt
þeim, sem samkvæmt kær-
leiksboðum kristindómsins er
mest þörf á að hlynna að.
Til þess að velja úr spurn-
ingum þessum til landsprófs-
ins, vorprófa barnaskólanna
og annarra prófa, er áríðandi
að séu valdir valinkunnir sam
vizkusamir sómamenn, nær-
gætnir og gjörsneyddir því að
vilja halla rétti lítilmagnans,
heldur vilji þræða hið gullna
meðalhóf, þar sem vitanlegt
er, að allar spurningarnar eru
ekki jafn auðveldar til úr-
lausnar.
Mér finnst að barnaeigend
ur ættu að beita sér fyrir því
af alhug, að þær breytingar,
sem að ofan eru taldar, væru
hið bráðasta gjörðar á
kennslubókunum, og að sú til-
högun væri viðhöfð, sem bent
hefir verið á, að leggja spurn
ingarnar til grundvallar við
prófin. Það mun sannast og
reynast, að það myndi létta
mörgum nemandanum fyrir
fæti við námið, og myndi það
áþreifanlegast koma fram við
smælingjana, sem minni gáf
um væru af skaparanum
gæddir. En það eru einmitt
þeir, sem mestrar nærgætni
og umönnunar þurfa, án þess
þó á nokkurn hátt að skemma
eða draga úr framförum
þeirra betur gefnu. Þeir ógáf-
aðri geta líka orðið sér og föð
urlandinu til sóma, ef þeir eru
reglu,- skapfestu,- mann-
kosta- og gæfumenn.
Eins og ég gat um hér að
framan finnst mér málfræði
fyrir barnaskóla eftir þá Jón-
as B. Jónsson fræðslufulltrúa
og Friðrik Hjartar skólastjóra
vera ágæt bók, svo langt sem
hún nær, enda vantar þar
ekki spurningarnar við kafl-
ana. Verð ég að láta það álit
mitt í ljósi, byggt á reynslu
minni, að ég tel vel fært, með
aðstoð og notkun málfræð-
innar og hinna hentugu stíl-
æfinga Friðriks Hjartar skóla
stjora og ekki síður hinnar
stór ágætu sfcafsetningar-
kennslubókar þeirra kennar-
anna Árna Þórðarsonar og
Gunnars Guðmundssonar, að
kenna hverju sæmijega nám-
fúsu meðalgreindu barni und-
ir fullnaðarpróf, að rita móð-
urmál sitt nokkurn vegfnn rit
villulaust, einkum sé hætt að
rita Z, eins og sumir vilja.
Miða ég hér við, að sami kenn
arinn kenni barninu frá 7. ára
aldri til fullnaðarprófs, og fái
það um 70 daga kennslu á
vetri hverjum. Er hér átt við
6 mánaða kennslu á vetri r,vi-
skipta, eða þar sem kennt er
á tveimur stöðum yfir vetur-
inn. Að þessu þurfa barnaskól ’
arnir að keppa, að börnin
|skrifi móðurmál sitt nokkurn
! veginn ritvillulaust, þegar
þau fara í framhaldsskólana.
Regla sú, sem mér hefir
reynzt bezt við stafsetningar-
þjálfunina er, að lesa nógu
hægt og rólega upp fyrir börn
in æfingarnar, og stafa þau
orð í pennann fyrir þau, sem
ástæða er til að ætla að þau
skrifi rangt, og útskýra fyrir
i þeim um leið, hvers vegna orð
ið sé ritað þannig. Áríðandi
er að vera nógu þolinmóður
við að láta nemendurna end-
urtaka nægilega oft stafsetn-
ingarreglurnar, þar til þeir
eru hættir að flaska á þeim.
Að bessu loknu er sjálfsagt og
skylt að íáta nemendurna
byria á endursögnum og rit--
gerðum. Nemendunum ætti
líka að vera það ágæt ritleikn
isæfing, ef sá siður væri tek-
inn upp eins og ég hefi að of-
an bent á, að nemendurnir
semdu ritgerðir út af efni kafl
anna í kennslubókunum. Það
ætti ekkert að draga úr rétt-
ritunarþjálfuninni, þó þessar
kaflaritgerðir væru samdar,
þar sem þær yæru gjörðar ut
an kennslutíma.
Stafurinn Z finnst sumum
að mætti hverfa úr íslenzku
ritmáli, en Yið vil ég ekki
missa. Mér finnst að þær rit-
gerðir, sem y vantar í, séu
eins og „neflaus ásýnd augna
laus með“, eins og Bjarni Thor
arensen kemst að orði. Til að
festa Y regluna betur í minni
setti ég saman fyrir nemend-
ur mína þessa vísu:
Ypsilon þú æ skalt hafa,
ef í orðsins stofni kemur,
o, ó, u, ú, au. Án vafa
ágætlega þetta nemur.
(Framhald á 6. Biðu.)
AÆTLUN
EULLFAXA
Gildir frá 1. febrúar 1954
Frá og með 1. febrúar 1954 breytist áætlun GULL-
FAXA, og verður hún sem hér greinir;
REYKJAVÍK—PRESTVVICK—KAUPMANNAHÖFN
Þriðjudaga FI 110
Frá Reykjavík 8:00
Til Prestwick 13:30
Frá Prestwick 14:00
Til Kaupmannahafnar 18:30-
KAUPMANNAHÖFN—PRESTWICK—REYKJAVÍK
il
Miðvikudaga FI 111
Frá Kaupmannahöfn 12:00
Til Prestwick 14:30
Frá Prestwick 15:30
Til Reykjavíkur 19:15
(Staðartímar)
Flugfélag íslands h.f.