Tíminn - 04.02.1954, Qupperneq 5

Tíminn - 04.02.1954, Qupperneq 5
28. blað. TÍMIXN, fimmtudagtnn 4. febrúar 1954. Fhnmtud. 4. febr. Merkileg tillaga nm Þegar Eysteinn Jónsson var við'skiptamálaráðherra á ár- unum 1934—42 fylgdi hann markvisst þeirri stefnu, að rejnt yrði að koma upp eins konar varasjóði í erlendum gjaldeyri, sem hægt yrði að grípa til, ef gjaldeyristekjur þjóðarinnar rýrnuðu óvænt af sérstökum ástæðum, eins og t. d. vegna aflabrests eða verð falls. Hann sýndi fram á, að gjaldeyrisöflun okkar væri byggð á svo ótraustum grund velli, að nauðsynlegt væri að geta stuðzt við slíkan vara- sjóð, ef ekki ætti að lenda í mestu erfiðleikum eða sætta sig við niðurlægjandi kjör strax og eitthvað bæri af leið. Fyrstu árin, sem Eysteinn Jónsson stjórnaði viðskipta- málunum, voru gjaldeyriserf- iðleikarnir svo miklir vegna verðfalls og aflabrests, að ekki tókst að safna í slíkan vara- sjóð. Með miklum sparnaði og hagsýni tókst hins vegar að hindra það, að þessir erf- iðléikar leiddu til skuldasöfn- unar erlendis. í skjóli þessara ráðstafana óx líka iðnaður- inn, svo að segja má, að hann hafi komizt bezt á legg á þess um árum. Strax eftir að styrjöldin hófst, fór gjaldeyrisástandið batnandi og var þá tekin upp sú stefna undir forustu Ey- steins að eyða ekki hinum aukna gjaldeyri jafnóðum og hann aflaðist. Þegar hann lét af störfum viöskiptamálaráð- herra vorið 1942, átti þjóðin líka miklar og vaxandi inn- eignir erlendis. Þessari stefnu var síðan nokkurn veginn fylgt þangað til nýsköpunarstjórnin kom til valda. Þá var tekin upp sú stefna að eyða strax hverjum eyri jafnóðum og hann afl- aðist. Það var ekki heldur lát ið þar við sitja, heldur jafn- fraint keppzt við að eyða því, sem hafði safnazt, á sem allra stytztum tíma. Síðan hefir þessan stefnu verið nokkurn veginn fylgt. Eyðslustefnan hefir einkennt stjórn gjaldeyrismálanna. Keppzt hefir verið við að eyða hverjum peningi strax og hann hefir komið inn og ekki ósjaldan hefir honum verið eytt fyrirfram. Yfir þjóðinni vofir því jafn an að lenda strax í hinum mestu gjaldeyrisþrengingum — og jafnvel að sæta strax fyllstu neyðarkostum — ef eitthvað ber af leið með gjald- eyrisöflunina. í grein Hermanns Jónas- sonar, sem birtist í Tíman- um um seinustu áramót, var í’ækilega að því vikið, hver hætta væri hér yfirvofandi. Hanp benti á, að frelsið í við- skiptamálunum stæði á íull- komnum brauðfótum, meðan gjaldeyrisöflun byggist á jafn fáum og ótraustum stoðum og nú. Hann benti á nauðsyn þess, að þjóðin iðnvæddist af hinu fyllsta kappi og treysti gjaldeyrisöflun og gjaldeyris- sparnað á þann hátt. Til þess að tyggja gjaldeyri til þeirra framkvæmda benti hann á þá leið, að a. m. k. helmingur þess gjald ERLENT YFIRLIT: PIUS PÁFI XII. Slesli stjórumálamaðua*, seia kaþólska kirkjan kefir átt á síðari öidum Nú í vikunni hafa blöð og út- varpsstöðvar um víða veröld skýrt frá því, að Píus páfi hafi legið undanfarna daga allþungt haldinn af hiksta, er stafaði af truflunum í meltingarfærum. Samkvæmt cein- ustu fréttum er hann talinn heldur á batavegi. Þessar fréttir hafa þó ýtt undir þá trú, að skammt kunni að liða þangað til skipt verður um páfa í Vatikaninu, þvi að Píus er orðinn háaldraður og hefir verið heilsuveill um langt skeið, þptt hann hafi gegnt störfum af sömu alúð og áður. Um nokkurt skeið hafa menn því verið að stinga saman nefjum um það, hver væri líklegasti eftirmaður hans, og eru menn engan veginn á eitt sáttir um það. Um hitt eju hins vegar flestir sammála, að sæti hans verði vandfyllt eftir hans daga, því að hann hefir skipað það með mikilli prýði. Sennilega hefir enginn páfi um langt skeið verið farsælli í stjórn og störfum en hann. Undir forustu hans hefir páfastóllinn eflzt að á- hrifum hin síðari ár, þótt hin form legu völd séu lítil. í mörgum lönd- um er kaþólska kirkjan nú einna sterkasta vörnin gegn sókn komm- únismans og ber ekki sízt að þakka það leiðsögn Píusar. Gekk ungur í pjónustu páfastólsins. Píus páfi XII., sem heitir réttu nafni Eugenio Maria Guiseppe Gio- vanni Pacelli, verður 78 ára á þessu ári. Hann er íæddur 1876. Hann er kominn af ítölskum prestaættum og ákvað strax að gerast þjónn kirkjunnar. Hann var heilsuveill á uppvaxtarárum sínum, en sóttist þó námið mjög vel. Hann lauk námi í guðfræði, heimspeki og kirkjulögum með miklum ágætum. Að náminu loknu var hann ráðinn starfsmaður Vatikansins vegna hinna góðu einkunna sinna. Pyrstu árin í Vatikaninu vann Pacelli ýmist við bókasafn þess eða leiðbeindi ungum mönnum, er ætl- uðu að gerast stjórnmálaerindrek- ar páfaríkisins. Hinir diplomatisku hæfileikar hans þóttu þá strax koma vel í ljós. Hann var einn í sendinefnd páfastólsins, er var viöstödd krýningu Georgs VI. Breta konungs 1911. Honum var þá trúað fyrir því að gæta heillaóskaskjals- ins, er páfinn sendi konungi. Pac- elli varð fyrir því óhappi, að messu- vín helltist á nokkurn hluta skjals ins, en til að leyna því, hellti hann síðan messuvíni yfir það allt og fékk það þannig ellilegan blæ, sem gerði það meira virði í augum konungs. Þetta varð ekki uppvíst fyrr en síðar, en af þvi má nokk- uð marka, að Pacelli skorti ekki ráð, ef á þurfti að halda. Víðförull kardínáli. Árið 1917 var Pacelli skipaður sendiherra páfastólsins með aðsetri í Munchen. Hann dvaldi þar am ’ nokkurra ára skeið og kom á nýj- [ um samningum milli þýzka ríkis- ins og páfastólsins, er bættu veru- lega aðstöðu kaþólsku kirkjunnar í Þýzkalandi. Á þessum tíma voru kommúnistar oft uppvöðslusamir i Þýzkalandi. Einu sinni brautzt upp- þotslýður þeirra inn í höll sendi- herra púfa, en Pacelli tók þá það ráð að ganga sjálfur fram og ræða við forsprakkana. Þeim samræðum lauk þannig að uppþotsmenn héldu á brott með mestu spekt. Árið 1930 var Pacelli skipaður kardínáli og jafnframt eins konar forsætisráðherra í páfaríkinu. Hann ferðaðist næstu árin meira í þágu páfastólsins en nokkur mað- ur annar. M. a. fór hann um nær al’a Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Þessi ferðalög hafa áreiðanlega orðið honum til :nik- ils gagns. Þau hafa aukiö víðsýni hans og þekkingu og gert honum auðyeldara að skilja mismunandi aðstæður í hinum ýmsu löndum. Seinustu árin var Píus páfi XI. mjög heilsuveill og hvíldu þá náfa- störfin raunverulega á herðum Bac- ellis. Það kom því engum á óvart, þegar páfakjör fór fram 1939 cftir fráfa'l Píusar XI., er Pacelli var valinn eftirmaður hans. Hann var kjörinn páfi í þriðju umferð á kjör- þingi kardínála og hefir páfakjör sjaldan gengið svo greiðlega. Hefir tekið á móti fleira fólki en nokkur annar. Það er óhætt að segja, að Pac- elli hafi síðan hann varð Píus XII. helgað sig páfastólnum óslitið. Hann vinnur enn 18 klukkustundir alla daga vikunnar. Hann rís úr rekkju á hverjum morgni kl. 6,15, les bænir sínar og fær sér kalt steypubað áður en hann fer til vinnu. Milli þess, sem hann vinnur við skriftir eða situr á ráðstefn- um, tekur hann á móti fóiki eða mætir við kirkjulegar athafnir. .Án efa hefir hann tekið á móti íleira fólki en nokkur maður annar fyrr og síðar. Þeir, sem hann hefir tek- ið á móti, skipta nú orðið mörg- um milljónum og eru hvaðanæfa að úr heiminum, af öllum þjóðern- um og trúarflokkum. Ekki færri en 1,2 millj. amerískra hermanna hafa sótt móttökufundi páfa og mun tæpur helmingur þeirra, kaþólskrar trúar.. Á móttökufund- um tekur páfi í hendi flestra og segir nokkur vingjarnleg orð ýmist við hvern einstakan eða ákveðinn hóp manna. Hann talar ágætlega frönsku, spönsku, portúgölsku, ensku og þýzku og er vel bjargfær i fleiri- málum. Framkoma hans ber vott um hæglátan mann og hlé- drægan og hann talar hægt og hik- andi. Yfir persónu hans allri hvílir , eigi að síður virðulegur blær, sem, sæmir vel hinu mikilsverða embætti, hans. Án efa hafa þessar móttökur unn' ið Piusi XII. miklar vinsældir og aukið frægð og álit páfastólsins. Þó eru þær ekki mikilsveröasta starf hans, þótt þýðingarmiklar séu. Mikill stjórnmálamaður. Þýðingarmesta starf Píusar XII. er áreiðanlega hin stjórnmálaiega vinna, sem hann heíir unnið á bak við tjöldin. Hann hefir gert kaþ- ólsku kirkjuna að miklu stjórn- málalegu valdi enn á ný. Hann hefir lagt á ráðin um það, að kirkjan tæki upp óbein stjórnmála- leg afskipti með því að stofnaður væru ki'istilegir stjórnmálaflokkar í þeim löndum, þar sem kaþólska kirkjan er áhrifamest. Hann hefir lagt á ráðin um það, að þessir flokkar fylgdu frjálslyndri umbóta stefnu, en í tíð hinna fyrri páfa studdi kaþólska kirkjan yfirleitt hægri flokkana. Píus XII. hefir gert sér ljóst, að til þess að halda i.taís*®. PIUS XII. velli yrði kirkjan að vera í sam- ræmi við nýja og breytta tíma og flokkar þeir, sem hún styddist við, mættu ekki binda sig við afturhald cg einkafjármagn, ef þeir ætluðu að ná verulegu fjöldafylgi. Sífff.n stríðinu lauk hafa kristi- legu flokkarnir í Íta’íu og Frakk- landi ráðið miklu um gang stjórn- málanna þar. í Portúgal styður kaþc<iska kirkjan stjórn Salazar og ú Spáni veitir hún stjórn Francos óbeinan stuðning, en krefst þó frjálslyndari stjörnarhátta á ýms- an hátt. Utan Evrópu eru áhrif kaþólsku kirkjunnar einna sterk- ust í Suður-Ameriku. Frá sjónar- miði Píusar XII. mun það þó þykja einna þýðinrarmest, að seinustu árin hefir kaþólska kirkjan unnið mikið á í Bandaríkjunum og virð- ist með svipuðu áíramhaldi geta orðið aðalkirkja þar. Hann hefir líka gert allt það, sem hann hefir megnað til þess að styrkja trú- bræður sína í Bandaríkjunum. Spurning Stalins. Svo er sagt, að eitt sinn er þeir ræddust við Stalin og Churchill, hafi Churchill varað við vissum fyr irætlunum Stalins, því að þær yrðu illa séðar af kaþólsku kirkjunni. Stalin spurði þá í kuldalegum tón: Hvað mörg herfylki hefir páfinn? Churchill mun hafa orðið svara- fátt i fyrstu, en Píus XII. á síðar að hafa sagt við Churchill, að her- fylki sín væru ekki af þessum heimi en þau væru ekki síður öflug samt. Sú hefir líka orðið raunin. Hin andlegu vopn, sem kaþólska kirkjan hefir yfir að ráða, hafa sennilega fremui' en nokkuð annað stöðvað framsókn kommúnista á Ítalíu og í Frakklandi og raunar í fleiri lönd- um. í lepprikjunum austan járn- tjaldsins er mótstaðan líka mest hjá fulltrúum kirkjunnar, eins og fang- elsisdómar yfir mörgum leiðtogum hennar sanna bezt. Píus XII. ræður því vissulega yfir mörgum ósýnileg- um herfylkjum í þessari baráttu og nafn hans mun síðar verða írægt í sögunni vegna þess, að hann hefir meira en nokkur maður annar átt þútt í aö skipuleggja þátttöku kirkj- unnar í hinni andlegu baxáttu, sem nú er háð gegn hinni kommúnist- isku einræðisstefnu. Uppreisnarmenn í Indó-Kína herða sóknina eyris, er okkur áskotnast nú fyrir hervarnarvinnuna, yrði lagður fyrir í því skyni, að hann yrði notaður, þegar þessi gjaldeyrislind þornaði eða gjaldeyrisaðstæður versnuðu af öðrum ástæð- um. Hér er vissulega varpað fram merkilegri hugmynd, sem er í fullu samræmi viö fyrri tillögur Eysteins Jóns- sonar um gjaldeyrisvarasjóð- Alþingi, sem nú er að koma saman, þarf að taka hana til vandlegrar athugunar og leit- ast við að tryggja það með þessum eða öðrum hætti, að þjóðin lendi ekki strax í mestu erfiðleikum, ef eitthvað ber af leið með gjaldeyrisöflun- ina. Vegna hinna miklu gjald eyristekna, sem landvarna- vinnan skapar, ætti nú að vera tækifæri, sem óvíst er að komi síðar, til þess að leggja fyrir nokkurn gjaldeyri til tryggingar afkomu þjóðarinn ar og framförum í framtíð- inni. Saigon, 3. febr. — Heilt her- fylki uppreisnarmanna í Indó-Kína, sem telur um 12 þúsundir manna, sækir nú í áttina til höfuöborgar Laos- ríkis, Luano Prabang. Eru þeir um 80 km. frá borginni. Konungur Laos, en hann er nú um áttrætt, hefir tekið að sér að skipuleggja varnir borgarinnar og koma upp hersveitum óbreyttra borg- ara, sem taka eiga þátt í vörnum bæjarins. Frakkar hraða nú liðsauka til þessara | vígstöðva, en uppreisnar- menn halda uppi sókn á ýms ' um öðrum vígstöðvum, svo !að Frakkar hafa í mörg horn lað líta. Aðvörun frá vega- málastjóra vegna skemmda á umferða- merkjum við vegi Öllum vegfarendum eru kunn hættumerkin, rauðu þríhyrningarnir á stöng, sem víða eru við krappar beygjur á vegum. Eru þau sett upp til þess að minna vegfarendur á að draga úr ‘hraða og aka varlega. Slík merki eða svipuð eru notuð í öllum löndum og sýna menn yfirleitt góðan skilning á þörf þeirra, en hér á landi er því miður einhver manntegund, sem verður gripin af skemmdafýsn frammi fyrir merkjunum, sem ekki getur á sér setið að skemma þau, kasta í þau grjóti, skjóta á þau úr byssu eða jafnvel reyna kraftana við að beygja þau eða beygla merkin sjálf eija stengurn- ar, sem þau standa á. Á undanförnum árum hafa verið sett upp mörg hundruð hættumerki víða um land, en því miður er sjaldgæft að sjá þau óskemmd. Samt er alla jafna verið að taka burt skemmd merki. og láta ný- Er árlegur kostnaður við þessar aðgerðir allverulegur, en hitt er þó enn þyngra á metunum, að þetta veldur vegfarendum auknum hættum og slysum. Þessar tiltektir fárra manna setja blett á okkar umferðar- menninvu, eru merki stráks- skapar og skemmdafýsnar, og ef til vill þó stundum af hugs- unarleysi óþroskaðra ung- linga. Ég vil vekja athygli á, að þetta er smánarblettur sem þarf að uppræta. Vil skora á þá, sem slíkt leggja í vana sinn eða snögglega verða gripnir af skemmdarfýsninni að hugsa sig um andartak og gera sér grein fyrir afleiðing- um gerða sinna áður en miðað er grjótkasti eða byssu á merk ið. Vona ég að hik komi þá á flesta og þeir hætti við spell virkið. Ég vil og skora á aðra veg- farendur, sem kynnu að verða varir við skemmdarseggina, að gera lögreglunni eða vega- málaskrifstofunni aðvart, svo unnt verði að láta þá sæta verðskuldaðri refsingu. Undanfarnar vikur hafa verið sett upp allmörg vand- aðri merki en fyrr, á nokkr- um aðalleiðum hér sunnan- lands. Glampar af þeim, er bílljósin lýsa á þau, svo þau sjást alllangan spöl í myrkri, þar sem hin sjást ekki fyrr en komið er nær því að þeim. Veita þau því enn betra ör- ýggi. Þau eru og verulega dýrari, en leitt er að kosta þannig meiru til, ef enn er haldið á- frám skemmdarstarfseminni. Er það von mín, að áminn- ing þessi megi verða til þess að vekja menn til betri skiln- ings á, hvað hér er í húfi og beri þann árangur, að allir ’sj ái sóma sinn í því að vernda þessi merki, sem eru svo mik- ilsverð öllum vegfarendum. Sama máli gildir um vega- mótamerkin. Þau eru og því miður víða skemmd á sama hátt. Látið þau einnig í friði, svo þessi blettur ómenningar verði upprættur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.