Tíminn - 28.02.1954, Blaðsíða 2
TÍMINN, sunnudagimi 28. febrúar 1954.
49. bla3,
11 '1
Maðurinn, sem býr sig undir kjarnorku-
styrjöld aí sneiri íyrirhyggju en aðrir
Ef vér komum til Bronxville,
megum við ekki láta hjá líða að
heimsækja John C. Legler, mann-
inn, sem er svo lífhræddur, að
hann hefir gert nákvæmari og víð-
tækari ráðstafanir til þess að verj-
ast hugsanlegri atomárás, en dæmi
munu til. Legler þessi er 49 ára
að aldri, og hann tekur lífið mjög
alvarlega og horfir með kvíða á
þróun heimsmálanna. Hann er
giftur, á tvö börn, og býr í Green-
field Avenue. Frá götunni er ekki
hægt að sjá, að húsið hans sé á
neinn hátt frábrugðið öðrum hús-
um þarna í grenndinni. En niðri
f kjallaranum er hið rammgerð-
asta loftvarnabyrgi, og frá því
liggja löng neðanjarðargöng.
Varkár alvörumaður.
Legler tekur glaðlega’á móti gest
um sínum, en getur þess jafnframt
að hann sé meiri alvörumaður en
hann líti út fyrir að vera. Og svo
býður hann gestunum niður í kjall-
arann til þess að sanna þeim, að
hann sé síður en svo alvörulaus
spjátrungur.
Loftvarnarbyrgið, eða atómklef-
inn, er í einu horni kjallarans, en
dyrnar inn í hann eru aðeins 16x30
þumlungar í ummál, og fyrir þeim
er mjög rammbyggileg hurð.
Legler skríður inn um þetta op
og við á eftir, og komum inn í dimm
an og kaldan klefa, og er gólfflöt-
urinn ekki nema 15x8 fet. Þegar
Legler kveikir ljósið, sjáum við að
útgangur er úr klefanum á móti
inngöngudyrunum. Þessar dyr
iiggja út í löng neðanjarðargöng,
sem liggja undir öllum húsagarð-
inum, og eru byrgð að utanverðu
með stálhlemm. Hvelfingin yfir
göngunum er úr stáli, en múruð
innan í hólf og gólf.
Legler hefir sjálfur byggt þess-
ar öryggisstöðvar, en fékk þó til
þess aðstoð nokkurra stúdenta frá
Útvarpið
Útvarpið í dag.
Fastir liðir eins og venjulega.
11.00 Messa í Laugarneskirkju (séra
Garðar Svavarsson predikar.)
13.15 Erindaflokkurinn „Þættir úr
ævisögu jarðar" eftir George
Gamow prófessor; annað er-
:’.ndi (Hjörtur Halldórsson
menntaskólakennari þýðir og
endursegir).
1.3.30 Barnatími (Baldur Pálmason).
J.9.30 Tónleikar (plötur).
20.20 Einsöngur: Victoria de los Ang
eles syngur spænsk þjóðlög;
Renata Tarrago leikúr undir á
gítar (plötur).
20.45 Frá bernsku leiklistarinnar;
Erindi og samlestur.
21.25 Tónleikar (plötur).
22.05 Gamlar minningar. — Hljóm-
sveit undir stjórn Bjarna
Böðvarssonar leikur.
22.35 Danslög (plötur).
23.30 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun.
Fastir liðir eins og venjulega.
18.55 Skákþáttur (Baldur Möller).
20.20 Útvarpshljómsveitin; Þórar-
inn Guðmundsson stjórnar.
20.40 Um daginn og veginn (Gísli
Guðmundsson alþm.).
21.00 Útvarp frá Fríkirkjuni: Fjórðu
helgitónleikar (Musica sacra)
Félags islenzkra organleikara.
22.10Passiusálmur (13).
22.20 Útvarpssagan: „Salka Valka“
eftir Halldór Kiljan Laxness;
XII. (Höf. les).
22.45 Dans- og dægurlög: Tanner-
systur’ syngja (plötur).
23.00 Dagskrárlok.
Arnað heilla
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína, ungfrú Ei-la Jóhannsdóttir frá
Goðdal og Bogi Ragnarsson, pipu-
lagninganemi frá Djúpavogi.
Conccrdia Collegiate Institutie í
Bronxville og eins frá Harvard. Þeir
unnu að byggingu- neðanjarðar-
ganganna á laugardögum og sunnu
dögum, og þetta mannvirki kost-
aði Legler um það bil 350 dcll-
ara. Byrjað var á framkvæmdum
í júlímánuði 1950 og þeim lokið
nákvæmlega ári síðar.
— „Þegar nágrannarnir komust
á snoðir um þetta, hlógu þeir að
mér‘, segir Legler. — „En sá hlær
bezt sem síðast hiær.“
i ■
Stórt forðafcúr.
Legler hefir einnig fyrirhyggju
á því, að loftvarnarbyrgið sé sem
bezt og fulikomnast búið að vist-
um. Hann hefir fyUt það af mat-
vælum, viðleguútbúnaði og ' öðlt-
um nauðsynjum. Þá eru þar og
stólar, og meira að segja spilaborð,
sem hann hugsar sér að eyða tím-
anum við með fjölskyldu sinni með-
an ragnarökin ganga yfir. Þá er
þar stór kista fuU af fatnaði, vatns
geymir með drykkjarvatni, og ann-
ar með þvottavatni. Matarbirgð-
irnar áætlar hann að dugi fjöl-
skyldunni í um það bil fjórtán
daga, og eru það aðaiiega niður-
soðin matvæli, mjög fjölbreytt og
lostæt. „Ég er einnig vanur að
geyma hér eitt til tvö svinslæri“,
segir Legler, „en nú höfum við
gripið til þeirra og étið þau“.
Fyrir utan allan þennan útbún-
að er í klefanum útvarp, og stór
lyfjaskápur, og loks skjalaskápur,
þar sem hann geymir öll mikils-
verð skjöl, sem hann ú í fórum
sínum. Loks hefir hann þarna skot-
vopn til þess að geta gripið til,
ef óvelkomnir gestir skyidu ætla
að ryðjast inn.
Og hann hefir margvíslegan ann
an útbúnað. Meðal annars ijósker,
ef rafmagnið skyldi bila og einnig
primus. Og ennfremur reiknar hann
með þeim möguleika, að upp kunni
að koma eldur, og því hefir hann
til öryggis fengið sér slökkvitæki
og sandkassa.
Við veitum þvi eftirtekt, að í
einni hillu klefans stendur viský-
flaska, en til að engan gruni áð
Legler ætli að leggjast þarna í
drykkjuskap, skal þess getið, að
hann er nánast bindindismaðufr.
„Það kemur aðeins fyrir að ég
fæ mér glas með hálfs úrs milli-
bili“, segir hann. „En flöskuna þá
arna hugsa ég mér aðeins að grípa
til, ef um veikindi verðúr að ræða
— nota viskýið sem sagt bara sem
lyf.“
Legler reiknar með því, að fjöl-
skylda sín verði öll stödd í húsinu,
þegar atómsprengjan fellur. Hann
er nefnilega handviss um, að fjand
mennirnir komi við dagrenningu.
Hins vegar hefir hann séð við
þeim möguleika, að hann sjálfur
geti verið fjarverandi, þegar ógæf-
an skellur vfir, og þess vegna hefir
hann undirbúið konu sína til þess
aö stjórna „heimilinu" í atóm-
varnarklefanum. Hún hefir meira
að segja sótt skotæfingar á skot-
æfingasvæði lögreglunnar í Bronx-
ville.
Hafði.undirbúið flótta.
Áður en Legler útbjó sér þetta
rammgera neðanjarðarbyrgi, hafði
það verið ætlun hans að bjarga sér
úr atómsprengjuárás á annan hátt.
Hann hafði hugsað sér að flýja
bæinn í bifreið og dvelja hjá
tengdaföður sínum í Kinston i
Norður-Karólína. — Legler hafði
gerhugsað og undirbúið flóttann
af mikilli nákvæmni.
í fyrsta lagi keypti hann sér bif-
reið, og var búinn að sannprófa
það, að hann gæti ekið um Pough
Keepsie og þaðan til Kinston án
þess að aka nokkurn tíma um
borg eða þorp. Að vfeu var þessi
leið nálega helmir.gi lengri, en sú
i venjulega, eða 1500 km. í stað 850
I km. Og til þess að vera ferðbúinn,
hvenær sem vera skyldi, gætti Legl
er þess, að hafa bénzíngeymi bíls-
, ins alltaf fullan, og auk þess
' geymdi hann benzín á tveim brús-
um.
En svo fékk har.n allt í einu
hugmyndina um neðanjarðarbvrg-
. ið. Nokkram mánuðum síðar gekk
hann í hjálparsveit lögreglunnar
í Bronxville, og staríar þar nú.
Er vér spyrjum Legler, hvort
j hann hafi eytt svínslærunum. úr
■ forðabúrinu í kjallaranum, vegna
' þess, að hann ál-ti hættuna á at-
ómstyrjöld liðna hjá, svarar hann:
„Árið 1950 var almenningur
hræddari um að ný styrjöld bryt-
ist út, en ég segi íyrir mitt leyti,
að ég áiít cfriðarhættuna engu
minni í dag — og þess vegna kaupi
ég á ný svínslæri í neðanjarðar-
byrgið strax í þessari viku.“
Færéyskir sjóm©mi
I (Framhald af 1. síðu.)
þeir sjómenn, sem ráðizt
hefðu á norsk og brezk skip,
hefðu ekki burft að greiða
skatta af tekjunutn í þeim
löndum, heldur aðeins heima
í Færeyjum. Á íslandi munu
þeir hins vegar eiga að
greiða skatta, sem geta num
ið ailt að 20% af launum
þeirra, og slðan verða þeir
einnig að greiða skatta í
Færeyjum. Óttast þeir því, að
verulegur hiuti launanna
fari í þessar skattgreiðslur.
j — Hve langan tíma eru
færeysku sjómennirnir ráðn
ir hér?
j — Bátasjómennirnir eru
yfirleitt ráðnir fram í miðj-
an maí, en tbgarsj ómennirn
ir til maíioka eða fram í
júní. Hinir færeysku sjó-
menn eru víðs vegar að ur
Færeyjum.
I
Vantar menn enn.
I — Er ráðningum fær-
eyskra sjómanna nú lokði?
| — Það er ekki víst. Búið
er að ráða í öll skiprúm, sem
beðið hafði verið um menn í,
þegar ég'fór út Færeyjum, en
síðan ég kom heim hefi ég
frétt um báta, sem vantar
menn og munu að líkindum
Áeita til Færeyja.
] — Ég vona, sagði Baldur
að lokum, að dvöl hinna fær
eysku sjómanna hér verði
þeim heilladrjúg og að þeir
beri góðan fjárhagslegan
hlut ' frá borði. Samstarfið
við alla þá aöila, sem ég
hefi átt við að skipta í þess-
um málum hefir verið hið á-
gætasta.
Ctbreiðili fímtsm
HLJÓMLEIKAR:
TANNERSYSTUR
K.K. SEXTETTINN
MUNNHÖRPUTRIÓIÐ
í Austurbæjar’oíói næstkomandi miðvikudag, fimmtu-
dag og föstudag kl. 7 og 11,15 e. h. — Aðgöngumiða-
saia hefst etfir hádegi á morgun (mánudag) í Músík-
búðinni, Hafnarstræti 8. Þær pantanir, sem hafa verið
teknar frá, verða að sækjast fyrir kl. 6 á mánudag.
„íslenzk tónlistaræska“
Guðmundur Jónsson
píanóleikari -
heldur hljómleika
á vegum íslenzkrar tónlistaræsku, sunnudaginn 28.
febr. kl. 7 í Austurbæjarbíó. Þeim, sem vilja gerast með
limir, verður gefinn kostur á ókeypis aðgöngumiða á
Sinfóníuhljómleikana 2. marz og skal miða og fél^gs-
skríteina vitja í Tónlistarskólann, Laufásveigi 7 virka
daga kl. 5—7 og sunnudag kl. 3—5.
Aðstoðarfangavarðarstáða
í hegningarhúsinu í Reykjavík er laus til umsóknar.
— Laun samkvæmt launalögum.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf sendist skrifstofu embættisins fyrir 10.
marz næstkomandi.
Sakadómarinn í Reykjavík, 26. febrúar 1954.
<é«5555SS55SS5SSSS5SS5SS5SSSS555S5SSSS555S5SS5SS5SSSSSSS5S5S55S5SS555Sa
555SSSSSSSS5S55SSSSSSS5SSSSSSSS5SS5SSSSSS5SSS5SSSS5S55SS5S5S5SSS5S5SSSW
Lv. SIGRÍÐUR
er til sölu. Skipið er með nýísettri ca. 500 ha. diesel-
vél, og 2 dieselhj álparvéium, nýrri togvindu o. fl.
Gagngerðar viðgerðir og breytingar hafa verið gerð-
ar á skipinu undir eftirliti umboðsmanns Veritas.
Uppl. gefur
Jón N. Sigurðsson, hrl.,
Laugavegi 10, Rvík. simar: 4934 og 6506.
5S5SSS5SSS5S5S55S5S555SSSSSÍSSSSSSSSSS5SSSSSSSSSS5S555S5SSÍ5S5SS5SSSSSS5
Maðurinn minn
HALLGRÍMUR BENEDIKTSSON
stórkaupmaður
andaðist að heimili okkar föstudaginn 26. febrúar.
Áslaug Benediktsson.
Systir okkar,
GRÓA DIÐRIKSDÓTTIR
frá Vatnsholti, Grímsnesi,
andaðist á Landakotsspítalanum 26. febrúar. —
Systkini hinnar iátnu.
áttu íslendingar bæru í
brjósti til finnsku þjóðarinn-
ar.
Félagsstjórnin sendi forseta
íslands þakkarskeyti.
Stofnunar félagsins var
rækilega minnzt í finnskum
blöðum daginn eftir.
(Frá utanríkisráðuneytinu.)
íslandsfélag
(Framhald af 1. síðu.)
fundinum las sendiherra upp
símskeyti frá forseta íslands,
er fagnaði stofnun félagsins.
Lét sendiherra jafnframt í
ijós þakklæti íslendinga fyrir
forna og nýja vináttu Finna
og lýsi því, hversu ríka vin-