Tíminn - 02.03.1954, Síða 5
50. blaff.
TÍMINN, þrið'judaginn 2. marz 1954.
5
Þriðjjud. 2. tnars
Einn kemur öðrum
meiri
Eitt af þeim málum, sem
nú liggja fyrir Alþingi, er
lagafrumvarp um tunnuverk-
smiðjúr ríkisins. Samkvæmt
því skal ríkið eiga tunnuverk
smiðjur í tveimur kaupstöðum
á Norðurlandi og reka þær á
sína ábyrgð.
í einni fmmvarpsgreininni
stendur þessi klausa:
„Mismunur verðs, sem kann
að verða á hverjum tíma á
tunnum, smíðuðum i Tunnu-
verksmiðjum ríkisins og
norskum tunnum, greiðist úr
ríkissjóði“.
En hverjir flytja þetta frum
varp í þinginu?
Fram að þessu hefir Alþýðu
flokkurinn einkum verið orö-
aður við ríkisrekstraráform,
cg einnig Sósíalistaflokkur-
inn.
Það eru þó ekki þingmenn
úr þeim flokkum, sem flytja
tunnuverksmiðjumálið í þing-
inu.
Þeir mega sannarlega fara
að vara sig, „kratar" og
„kommar“. Þeir eru að drag-
ast aftur úr í ríkisrekstrar-
kapphlaupinu.
Einn kemur öðrum meiri.
Flutningsmenn þessa máls
eru tveir af þingmönnum
Sj álf stæðisf lokksins.
Ekki- er ólíklegt, að ein-
hverjum, sem hefir lesið þetta
lagafrv. eða heyrt frá því
sagt í þingfréttum, þyki efni
þess stinga nokkuð í stúf við
allar greinarnar í Morguntílað
inu og ræður þeirra Sjálfstæð
ismanna um að flokkur þeirra
sé vörður og verndari einka-
framtaksins á öllum sviðum
athafnalífsins, en svarinn
andstæðingur rikisrekstrar
atvinnuveganna og opinberr-
ar íhlutunar um atvinnumál.
En hafi menn fylgzt með
vinnubrögðum Sjálfstæðis-
manna síðari árin, þarf þeim
ekki að koma þetta frumvarp
á óvart. Þeir fylgja aðeins
einkaframtakinu, þegar valda
menn og fésýslumenn í þeirra
flokki geta haft hagnað af því,
en þegar svo er komið, að það
virðist ekki vera öruggur
gróðavegur að reka atvinnu-
fyrirtækin, þá er „stefnunni“
varpað fyrir borð og þess kraf
Izt, að ríkið taki við rekstr-
inum og borgi hallann.
Ýmsar tillögur og athafnir
Sjáflstæðismanna á síðari ár-
nm benda til þéss, að þeir
séu að taka forustuna sem
þj óðnýtingarf lokkur, en að
Alþýðuflokkurinn og Sósíal-
istaflokkurinn séu þar að
hverfa í skuggann og verði
innan skamms tæplega nefnd
ir sem formælendur þeirrar
stefnu, nema þá í hæsta lagi
sem lélegir „fúskarar í fag-
inu“!
Það ákvæði þessa frum-
varps, að ríkið skuli eiga
tunnuverksmiðjur, er raunar
ekki nýmæli. Fyrir nokkrum
árum eignaðist ríkið slíkar
verksmiðjur, og þar hafa ver-
ið smíðaðar tunnur. Sam-
kvæmt ríkisreikningunum hef
ir rekstur verkámiðjanna bor-
ið sig. En þetta þykir hinum
skeleggu ríkisrekstrarmönn-
um Siálfstæðisflokksins ekki
nógu fullkomið fyrirkomulag.
Þeir vilja ákveða í lögum, að
ríkið skuli tapa á rekstrinum,
ERLENT YFIRLIT:
Svarta lýðveldið
Síjóriiarfarið þar Iicfir verið ótra«st og
róstusamt, en hefir hatnað á síðari áram
Hér mælast þau tíðindi að von-
um illa fyrir, að kaffiverðið, fari
hækkandi og geti hækkað verulega
enn. Öðru máli gegnir þetta í Brazi-
líu, þar sem er mesta kaffirækt í
heiminum. Þó þykir hækkun kaffi-
verðsins vafalaust enn betri frétt
á Haiti, því að afkoman þar bygg-
ist meira á kaffiræktinni en nokkru
einu öðru. Þó munu stjórnend-
urnir þar fagna þessum tíðindum
mest, því að sagt hefir verið, að
langlífi stjórna þar fari ekki hvað
sízt eftir kaffiverðinu.
Lýðríkið Haiti nær yfir rúman
þriðjung af einni stærstu Vestur-
India-eyjunum. Eyja þessi heíir
borið mörg mismunandi nöfn dm
dagana. Kolumbus kom þangað
fyrstur i desember 1492 og nefndi
þá eyjuna Espanola (Hispaniola)
eða litla Spán. Síðan var hún oft-
ast nefnd San Domingo eftir
stærstu borginni þar. Á síðari tim-
um er hún oft nefnd Haiti, þótt
ríkið, sem ber það nafn, nái ekki
yfir nema þriðjung hennar. Dom-
inikanska ljðveldið nær yfir tvo
þriðju hluta eyjarinnar.
Lýðríkið Haiti er ekki sízt merki-
legt fyrir þá sök, að það er annað
sjálfstæða ríkið í heiminum, sem
heita má að alveg sé búið af svört-
um mönnum. Hitt er Líbería. Haiti
j búar kalla því ríki sitt oft svarta
| lýðveldið og eru stoltir af. Hingað
til hafa þeir þó ekki stjórnað þann-
ig, að það hafi verið málstað svert-
| ingja til mikils styrktar, en nú
bendir sitthvað til þess, að á þessu
sé að verða breyting til bóta.
Frumbyggjunum útrýmt.
Þegar Kolumbus kom til Haiti,
voru þar fyrir Indíánar. Talið er,
að Spánverjar hafi alveg upprætt
þá næstu 50 árin. Yfirráð Spán-
verja voru alltaf heldur ótraust
á eyjunni^og varð það til þess, að
Frakkar riáðu yfirráöum á þeim
hluta eyjarinnar, þar sem nú er
Haitiríki. Spánverjar héldu hins
vegar velli á hinum hluta eyjar-
innar, þar sem dominikanska lýð-
veldið er. Þó urðu þeir að láta Prökk
um eítir alla eyna um 1700. Prakk-
ar náðu þó aldrei veruiegri fót-
festu þar. Af þessum ástæðum er
nú margt ólíkt með ríkjunum Haiti
og dominikanska iýöveldinu. í
Haiti er töluð franska og þar gætir
mjög íranskra siða. Spánska er
hins vegar töluð í dominikanska lýð
veldinu og þar gætir mjög spánskr-
ar menningar. Þar er líka miklu
meira af hvítum mönnum og kyn-
blendingum, því að Spánverjar
voru miklu óduglegri við innflutn-
ing á svertingjum en Frakkar. .
Frægasta uppreisn
svertingja.
Eftir að Frakkar tóku að setjást
að á Haiti, fluttu þeir þangað mik-
ið af svertingjum frá Afríku og ráku
þar þrælahald í stórum stíl. Sjálfir
settust Frákkar þar ekki að, nema
til skammrar dvalar. Eftir frönsku
byltinguna var þrælunum á Haiti
gefið fullt frelsi, en það var tekið
af þeim aftur 1791, en þeir svöruðu
því með hinni frægustu uppreisn
svertingja, er sögur fara af. Upp-
reisnin var mjög vei undirbúin af
hálfu þeirra, enda höfðu þeir mjög
snjalla foringja, þar sem Toussaint
L’Ouvereture var. Um 2000 fransk-
ar fjölskyldur voru drepnar í þess-
ari uppreisn og hús þeirra og einka-
muriir eyðilagðir. Napóleon, sem nú
var kominn til valda í Frakklandi,
ákvað að hefna þessa blóðbaðs með
eftirminnilegum hætti og sendi 90
skip með 40 þús. úrvalshermönn-
um til Haiti. Með svikráðum tókst
að handsama L’Ouvereture og
dvaldi hann sem fangi í Frakk-
landi eftir það alla sína ævi. Upp-
reisnarmenn urðu samt ekki full-
komlega sigraðir. Napóleon hafði
líka í nógu öðru að snúast. Árið
1804 drógu Frakkar sig endanlega
til baka og tók einn af foringjum
svertingja sér konungsnafn og gerði
norðurhluta eyjarinnar að konung-
dæminu Haiti. Á suðurhlutanum
var stofnað sérstakt lýðveldi. Næstu
árin valt á ýmsu og um skeið voru
ríkin sameinuð. Um 1S60 komst á
er.danlegur aðskilnaður þeirra og
varð Haiti jafnframt lv ðveMi eítir
það.
íhlutun Bandaríkjanna.
Síjórnarfarið á Haiti heíir jafnan
verið mjög ótraust og óróasamt.
Árið 1912 voru búnir að vera þar
18 forsetar síðan 1860 og hafði 11
þeirra verið steypt úr stóli með
byltingu. Þó fór þetta enn versn-
andi. Á árunum 1912—15 voru þar
sex forsetar og voru þrír þeirra
myrtir, en hinir flæmdir írá völd-
I um. Bandarikjastjórn ' taldi þá
' nauðsynlegt að grípa í taumana,
því að ella mætti óttast afskipti
einhverra af stórveldum Evrópu.
, Það mun og hafa ráðið nokkru um,
' að amerísk auöfélög áttu verulegt
fé í bönkum og mannvirkjum á
Haiti og vildu ógjarnan missa þess
! ar eignir sínar.
I fyrstu ætlaði hershöfðingi
Bandaríkjanna, er sendur var með
flota til Haiti að koma þessu fyrir
j með ' friðsamlegum hætti. Hann
| studdi einn af stjórnmálamönnum
1 Haiti,, Guillaume Sam, til valda með
því að veita honum aðstoð bak
við tjöldin. Eftir að Sam var orð'-
inn forseti, vildi hann hins vegar
ekki standa við samninga sína við'
Eandaríkjamenn um friðsamlegt
hernám landsins. í stað þess lét
hann drepa nokkra helztu keppi-
nauta sína, en landsmenn snerust
þó gegn honurff og flýði hann bá
í ræð'ismannsbústaö Frakka. 'Múg-
urinn elti hann og fann hann eftir
sögulega leit, en hann hafði falið
sig undir rúmi. Hann var siðan flutt
ur út á eitt helzta torg höfuðborg-
arinnar og rifinn þar í tætlur af
æstum mannfjöldanum. Eftir þenn
an atburð taldi hershöfðingi Banda-
rikjanna, er beið með ílota ninn
úti fyrir, ekki annað fært en að
láta til skarar skri'ða. Her Banda-
ríkjanna var settur á land og- tók
hann það án nokkurrar mótspýrnu.
Sjálfstæðið endurheimt.
I Eitt af fyrstu verkum Banda-
ríkjastjórnar eftir að hún tók stjórn
i Haiti í sínar hendur, var að setja
{landinu nýja stjórnarskrá. Sam-
kvæmt henni hafði Haiti áfram
sérstæða stjórn, en háða eftirliti
Bandaríkjanna. Raunverulega voru
það þó hreinar leppstjórnir, sem
fóru með völdin næstu árin á eftir.
Stjórnarfarið einkenndist jaínframt
af miklu meiri ró en áður.
Þaó' íéll i hlut Franklins D. Roose
velts að' ráða mestu um stjórnar-
skrá þá, sem Bandaríkin settu
Haiti, því að hann var þá aðstoð-
arflotamálaráðherra, en flotastjórn
in hafði mest með mál Haiti að
gera. Þegar Roosevelt varð svo for-
seti 1933, ákvað hann að haida
þessu verki áfram og veita Haiti
fullt sjálfstæði að nýju. Sú skipun
gekk í gildi 1934 og hefir Haiti
verið fullvalda og óháð ríki síðan.
Stjónarfar Haiti hefir ekki verið
jafn sögulegt þau 20 ár, sem liðin
eru síðan og það var áð'ur fyrr. Það
er byggt á lýðræðisgrundvelli með
þjóökjörnum forseta og þingi, en
JJ
ef Norðmönnum kynni ein-
hvern tíma að hugkvæmast að
bjóða tunnur fyrir annað verð
en nemur framleiðslukostnað\’
inum hér á landi.
Það er auðvitað æskilegt,
að þær tunnur, sem lands-
menn þurfa að nota, séu smíð
aðar hér á landi. Og fengin
reynsla virö'ist benda til þess,
að þetta sé vel framkvæman-
legt. Hitt er aftur á móti
mjög vafasamt, að það sé
heppilegast að ríkið annist
þann iðnrekstur, þó að Sjálf"
stæðismenn séu búnir að tapa
svo trúnni á einkaframtak-
ið, að þeir telji engum öðrum
en rikinu fært aö fást við
tunnusmíðar.
MAGLOIRE
völdin haía þó verlð emna /nest í
höndum hersins, þó íámennur sé,
en lrann telur um 4009 manns.
Reyndin hefir líka orðið sú, að
en inn þeirra forseta, sem hafa
íarið með völd þennan tíma, hafa
setið allt kjörtímabilið. Þeim hafa
orðið á ýms mistök og herinn hefh'
notað þau til þess að láta þá segja
af sér. Nýr forseti hefir svo verið
kosinn aftitr lögmætri kosningu,
en raunverulega hefir herinn ráð-
ið vali hans. Engir skipulegir flokk
ar eru til í landinu og er þvi auð-
velt fyrir herinn að fá sinn mann
kosinri.
Sá, sem nú er forseti, heitir Paul
Eugene Magloire og er búinn að
vera forseti í tvö ár. Kann virð'ist
fyrirrennurum sínum að því leyti
fremri, að hann lætur sér mjög um-
hugað um auknar verklegar fram-
kvæmdir og hefir fengið sérfræð-
inga frá Sameinuðu þjóðunum til
að' vinna að ýmsum áætlunum. Ef
lionum tekst að koma þeim í frain-
kvæmd, getur það breytt stjórnar-
fari og aíkomu Haitibúa mjög til
batnaðar. Þá hefir Magloire komið
á stóraukinni alþj ðufræð'slu.
Kynblendingarnir ráða.
íbúar Haiti eru taldir 3,5 millj.
Af þeim munu kynblendingar vera
um 5%. Hitt eru svertingjar. Eins
og er, hafa kynblendingarnir öll
völd i hendi sér. Margir þeirra eru i
vel auðugir. Kjör svertingjanna eru |
hins vegar hin ömurlegustu, enda
eru lífskjör almennings talin lélegri
á Haiti en í nokkru-.öðru ríki Vest-
urheims. Meðaltekjur verkamanna
eru taldar 62 dollarar á ári. Það
bætir úr skák, að verölag er lágt
og veðráttan er góð, svo hægt er
að komast af með ódýrt húsnæði
og litil klæði. Alþýðumenning er
á mjög lág# stigi og er meginþorri
íbúanna ólæs. |
| Landbúnaðurinn er helzti atvinnu
vegur landsins. Aðalútílutningsvör-
urnar eru kaffi, kakó, bómull og
ýmsir ávextir. í seinni tíð hefir
ferðamannastraumur aukizt mjög
til Haiti og er talið að Haiti veröi
eftirsótt ferðamannaland. Veður-
bliða er þar mikil og náttúrufegurð,
en landið er yfirleitt hálent og til-
breytni mikil í útliti þess.
Það hefir oft verið ein helzta rök-
semd þeirra, er beitt hafa sér gegn
sjálfstæði svertýigjaríkjanna, að
benda á Haiti. Magloire forseti seg-
ir, að þjóð sín verði að keppa að
því að breyta þessu. Margt bendir
til, að stjórnarfarið á Haiti sé allra
síðustu árin að færast í það horf,
að því takmarki verði náð.
Samtök herskálabúa
Samtök herskálabúa héldu
aðalfund sinn s. 1. sunnudag.
Formaður var kosin Þórunn
Magnúsdóttir. Fráfarandi
varaformaður, Páll R. Helga-
son, baðst undan endurkosn-
ingu og var Sigurður Karls-
son, Þóroddstaðakamp, kos-
inn varaformaður. Aðrir í
stjórn voru kosin: Anna Kjer-
úlf, Kamp Knox, Guðrún Jóns
dóttir, Selbý, Bárður Jóhann-
esson, Tripólíkamp, Arnfríður
Jónatansdóttir, Kamp Knox,
Kr. Gunnarss., Kamp Knox.
í félaginu eru nú 226 félags
menn. Á aðalfundinum ríkti
mikill áhugi og einhugur fyrir
hagsmunamálum herskála-
búa.
Raupyrðin ræða,
þó rýr sé ástæða.”
Það er að orðtaki haft um
suma rnenn, að þeir séu
komnir á raupsaldurinn. Er
þá jafnan við það átt, að
þeir séu reyndir og- rosknir
og farnir að gorta af verk-
um, er þeir hafi unnið. Hitt
er fágætara og þykir illa
sæma, að þeir, sem eru á
bernskuskeiði, vanþroska, fá
kunnandi og með engin afrek
að baki, raupi af eigin yfir-
burðum og ágæti.
Sama gildir að þessu leyti
um stjórnmálaflokka og ein
staklinga.
Á síðast liðnu ári gerðist
það, að settir voru á stofn
tveir nýir stjórnmálaflokkar,
Lýðveldisflokkur og Þjóð-
varnarflokkur. Annar þeirra
tórði út árið, en þá var lífs-
þrótti hans lokið. Hann
hafði af engu að raupa og
hefir nú hlotið hvíldina, er
honum hæfði bezt: „sloppinn
við þulu um æfileið öfuga“.
Sérvitringár, sem finnst
þeir ekki hjátækir sér hvorki
í vitsmunum né harðræðum,
skrásettu í formi ályktana fá
ein atriði um þjóðmál, festu
blöðin saman og kölluðu
stefnuyfirlýsingu Þjóðvarnar
flokks íslands. Þannig fékkst
veganesti flokksins.
I Jafnskjótt og þetta hafði
gerst, tók blað Þjóðvarnar-
flokksins að hafa í frammi
gap og raupyrði.
„Ný alda er risin“.
„Kenning Þjóðvarnar-
manna er að vinna almanna
hylli“.
„Fólk streymir í Þjóðvarn
arflokk íslands“.
Mönnum varð hugsað til
liðins tíma. Á fyrstu árum
styrjaldarinnar var settur á
stofn Þjóðveldisflokkur. Efni
viður hans var samtímingur
manna úr ýmsum áttum. Þar
stóðu hlið við hlið núverandi
Þjóðvarnarmenn, er segjast
vilja fylgja sósíaldemókrat-
iskri stefnu, og lýðveldis-
menn, er sumir eiga helzt
sess hægra megin við Sjálf-
stæðisflokkinn, ef metið er
eftir skoðunum. „Ég vil vera
hjón“, sagði Fúsi á Hala og’
hirti ekki um að meta vits-
muni sína eða aðra verð-
leika.
Sumum þeim, er fremst
standa í liði Þjóðvarnar, er
að því leyfti svipaö farið og
Fúsa að vilja fá svigrúm til
að svala eigin metnaðar-
girnd. Þeir voru þess albún-
ir fyrir meira en áratug að
ganga á mála hjá nýjum
flokki, hvort sem stefna hans
yrði sósíaldemókratisk eða í
ætt við nazisma. Núverandi
formaður Þjóðvarnarflokks
íslands gerðist aðilritstjóri
að blaði Þjóðveldiúsmanna.
og liver eyru hefir, hann
skyldi heyra rödd hrópand-
ans:
„Þjóðólfur stefnir að sið-
prýði og drengskap í skipt-
um manna, jafnt í opin-
beru lífi sem einkalífinu“.
„Þetta er blaðið, sem beð
ið er eftir“.
„Úrslit kosninganna benda
tíl straumhvarfa í stjórn-
málalífi landsins“.
„Gerbylting í flokkaskip-
un landsins stendur fyrir
dyrum. Úrsíit kosninga í
bæjarstjórnir og hrepps-
nefndir benda glöggt í átt-
ina“.
(Fiámbald & 6. eíöu.)