Tíminn - 07.03.1954, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.03.1954, Blaðsíða 8
TIMINN, suimudasrinn 7. marz 1&54. 55. blað. / sleridingabættir Dánarminning-. Una Sigurðardófíir Ég fæ ekki neitað mér um, t þótt seint sé orðið, að minn- j ast nokkrum orðum merkrar j sæmdarkonu, sem borin var, til moldar á Hólum í Hjalta- j dal hinn 7. desember s. 1. Kona I þessi er Una Sigurðardóttir. frá Kálfsstöðum í Hjaltadal,1 en hún lézt 19. nóvember s.l. I Hún var fædd 4. janúar j 1865 á Hofdölum í Skagafirði. j Voru foreldrar hennar hjónin • Sigurður Jónsson og Rannveig ; Guðmundsdóttir, er þá bjuggu þar. Faðir Sigurðar og föðurfaðir voru bændur á Hofdölum. Þeir Hofdalamcnn voru fastheldnir við forna hætti og búmenn góðir að j hætti þeirra tíma. Rannveig, móðir Unu, var dóttir Guð- mundar yngra Ólafssonar, frá Vindhæli í Húnaþingi. Er það- an stutt að rekja ættir til kunnra manna og fræði- hneigðra listunnenda. Má þar nefna séra Davíð Guðmunds- son og prófessor Guðmund Magnússon. En bræður Rann veigar voru þeir séra Pétur í Grímsey og Sigurður málari, báðir þjóðkunnir rnenn. Nálægt tvítugSaldri fluttist Una að Reykjum i Hjaltadal. Þá bjuggu þar Jóhannes Þor- finnsson og Heröís Bjarna- dóttir, vel gefin sæmdarhjón. Var Herdís Eyfirðingur að ætt, en Jóhannes skagfirzkur, dótt ursonur Þorláks Höskuldsson- ar bónda á Hólum, nafn- kennds manns. Voru synir þeirra Reykjahjóna: Bjarni, Ástvaldur og Friðrik, prýðisvel gefnir mannkostamenn, sem allir eru héraðskunnir. Þau Una og Friðrik felldu hugi saman, en áður til giftingar kæmi, missti Friðrik heilsuna, lá að síðustu nokkur ár rúm- fastur, unz hann lézt árið 1909. Var Friðrik einn hinn sérstæðasti og ágætasti menn ingarmaður, þótt sjálfmennt- aður væri, og frábærlega góð- ur kennari. Er það allrar at- hygli vert, hve kennara og leiðtogahæfileikar hafa verið ættfastir hjá niðjum Þorláks Höskuldssonar og Bjargar Jónsdóttur konu hans. Má þar nefna, auk Reykjabræðra, þá dr. theol. Friðrik Friðriksson, Stefán skólameistara, síra Sigurð í Vigur og Ingimar Óskarsson. Mun Friðrik Jó- hannesson vera minnisstæð- ur öllum þeim, er kynntust honum. Bar margt til þess og þó mest það, hversu vel og karlmannlega hann tók ör- lögum sínum, óx á andlega visu eftir því sem honum þvarr likamsþrek. Þau Frið- rik og Una efndu vel tryggðir sínar til dauðadags. Var hún með honum á Reykjum, með- an hann lifði, en fluttist það- an nokkrum árum síðar að Kj arvalsstöðum með Sigur- veigu dóttur þeirra, er hún giftist Árna Sveinssyni. Fám árum síðar fluttist fjölskyld- an að Kálfsstöðum og hefir búið þar síðan 1923. Naut Una jafnan kyrrlátrar elli hjá góðri dóttur og góðum tengda syni og barnabörnum. Aldrei átti Una húsum að ráða, sem kallað er, en þó mun hún, þessi hlédræga, hófsama og lífsglaða kona, vera flestum minnisstæð, sem á heimili hennar komu, jafn- vel þctt um mjög lítil kynni væri að ræða. öll framkoma hennar var mótuð af því þreki og þeirri iífshollu bjartsýni þrosk'aðs manns, sem fyrir löngu' hefir sigrazt á öllum smámunum, en sækist. eftir því einu, sem mest er vert og varanlegast gildi hefir. Við, sem höfum af henni náin kynni, munum geyma í hug- um okkar þökkum og hlýju roðna minningu um barn- elska mannkostakonu, sem með þreki sínu og siðrænm viðsýni gat jaínan veitt styrk og örvun þeim, er í vanda voru staddir. Mun það, er nú var talið, næg skýring þess, að Una á Kálfsstöðum naut slíkra vinsælda sem hún naut. Þó undraðist ég jafnvel enn meir annað í fari hennar. Hún var gædd frábæru minni, sagnrænum hugðarefnum og frásagnarsnilld. Kippti henni um það glögglega í kyn móður frænda sinna. Væri það mik- 111 ávinningur, hefði hún get- að ^krifað minningar frá æskuárunum, því að athygli hennar og glöggur mannskiln ingur var hvort tveggja með ágætum. Eftir að hún hafoi misst sjónina og var rúmföst orðin, birtust eftir hana tvær greinar sögulegs efnis í Kvennablaðinu, sem báðar vöktu almenna athygli. Svo voru þær greinar til orðnar, að Una dótturdóttir hennar skrásetti greinarnar eftir bví, sem eldri Una sagði fyrir. Minna þau vinnubrögð á löngu liðinn tima, þótt nú séu þau lítt þekkt orðin. Ber þeim nöfnum báðum heiður af þessum góðu ritsmíðum, sem hafa það sér til ágætis, auk vandaðs ritmáls, að les- andinn hlýtur að fylgjast með söguefninu af lifandi á- huga svo fullkomlega, ao minnir á forna þjóðtrú, er ó- freskir xnenn gátu, með því að taka aðra undir hönd sína, látið þá sjá allt, sem beir sáu dulskyggnum augum. Eru slík ir töfrar dýrmætir rithöfund- arhæfileikar, sem fáum eru gefnír. Aldrei varð ég þess var, að Una á Kálfsstöðum læsi ættfræði eða kynnti sér slík fræði af bókum. Þó má það vel hafa verið. En svo var trútt minni hennár í þeim efnum, að líkast var því, sem ihún geymdi óritaða ættar- spjaldskrá allra sveitunga I sinna og nærsveitunga frá þeim tíma, er hún fyrst komst á legg, allt fram á síðustu ár. , Verður mér lengi í minni, hve ' gott var að leita til hennar í ættfræðivanda. Mér kom því í hug, er moldin hrundi að kistu hennar 7. desember s. 1. og ég sendi henni hlýjar kveðjur yfir geimdjúpið ó- ræða: Verður ekki Una á Kálfsstöðum síðasti Odda- verjinn, síðasta konair í sveit alþýðufólks, á þessari ógna- öld hraða og villtrar véia- menningar, er unni sögu og ættfræði af slíkum trúnaði, að upplýsingar hennar í þeim ' efnum voru svo öruggar yfir 80 ára skeið, sem skráðar samtimaheimiidir væru? Kolbeinn Krisíinsson. Getraiíoirriar ; I Á 10. getraunaseðlinum eru ; allir 4 leikirnir í 6. umf. bik- arkeppninnar ensku. 5. sept. í haust vann W.B.A. Totten- ham, 3—0, og 16. sept. vann' Sheff. VVed. Eolton 2—1. All-. ir leikirnir verða þó að telj - j ast mjög vafasaniir. Væri ekki; fjarri lagi að setja x á þrjá þá fyrstu og 1 á þann fjórða. í 1. deild er nú crðið Ijóst, að þar koma aðeins W.B.A. og Wolves til greina sem sigur- | vegarar. Hins vegar er enn mjög óvíst, hvaða lið falla niður. Þó er óiíklegt, að Liv erpool takist að komast hjá falli. Sheff. United má ekk- ert stig missa heima, ef það vill forðast fall. Af 2. deildar ^ liðunum, sem á seðlinum eru, hefir aðeins Nottingham möguleika á að komast upp í 1. deild. Liðið er þó frembr lélegt á útivelli og er ekki Mk- , legt, að þeir nái meiru en! jafntefli. Bury keypti fyrir nokkru leikmann írá Manch. Utd., Pearson, og heíir liðið siðan verið í miklum upp- gangi. Þess má geta, að Pear- son hefir um mörg undaníar- in ár verið markahæsti mað- ur Manch. Utd., og einn af þeim, sem settu mestan svip á liðið. Hann var hvað eftir annað valinn í enska lands- liðið, og skoraði bar mörg mörk. Það einkennilega við scluna er, að Pearson var seld ur fyrir smáupphæð. Þá má geta þess, að Leicester keypti í vikunni J. Froggatt frá Ports mouth, fyrrum landsliðsmið- framvörð og kantmann. Kerfi 36 raðir. Leicester—Preston (l)x(2) Leyton-Fort Vale (x)2 Sheff. W.-Bclton l(x 2) W.B.A.-Tottenh. 1 Arsenal-Charlton 1 Aston Villa-Manch. U. 2 Cardiíf-Burnley 1 Huddersf.-Newcastle 1 Sheff. U.-Liverpool 1 Bristol-Nöttingham x Burv-Stoke 1 Doncaster-Fulham (l)x Sinf óníutónieikar Ríkisútvarpsins Einleikar! á píaué Eögnvaldur §ignr]óns$. Ríkisútvarpið hélt tónleika í Þjóðleikhúsinu á þriðju-1 dagskvöldið var. Að þessu sinni lék sinfonian Leonara forleik Beethowens. j ! Deyfð og drungi virtist hvíla yfir hljóðfæraleikuryn-' um í upphafi, og voru þeir afar illa samtaka, einkum kontrabassarnir og hnéfiðl-, urnar sem og fyrstu fiðl- j urnar. I Þegar á leið forleikinn tókst samt stjórnandanum, Róbert A. Ottósyni að blása nokkru lifi í hljómlistina og fór allt vel að lokum. ! Rögnvaldur Sigurjónsson lék pianó konzert nr. 3 í c- moll eftir Beethowen, með undirleik sinfóniu hljóm- sveitarinnar. Konzertinn var í heild rrijög vel leikinn, af miklum þrótti, mjög fullkominni tækni og góðri túlkun. Rögn- valdur er glæsilegur pianó- leikari og lék hann fyrsta þáttinn Allegro con brio, mjög ' „brilliant" með tærum og hreinum áslætti, en ef til vill full hörðum á einstöku stað. Hægi kaflinn Largo er mjög fagur. Einbeiting Rögn- valds var þar alger, og túlk- unin ágæt, náði hann þar (mjög tökum og áhrifum á áheyrendurna. í síðustu köflunum naut tækni hans sín enn á ný á- gætlega, og var hann að lok- , um hylltur ákaft og innilega af áheyrendum. Vorsinfonia Schumanns var j nú endurtekin og tókst flutn- ingur hennar að þessu sinni ekki eins vel og í hið fyrra skiptið. Hljóðfæraleikararnir voru víða ósamtaka og heild- arsamræminu var ábótavant. Mikiö skap og rík lund er nauðsynleg hverjum lista- manni, ef henni er haldið í skefjum, en geðofsi á hvergi heima hjá neinum sönnum listamanni eða stjórnanda. En margt skeður á langri ævi og þrátt fyrir smávegis mis- fellur tókst ýmislegt vel í sin- foniunni, einkum Langhetto kaflinn. Það er' einnig auð- heyrt, að bæði stjórnandi og hljómsveit eru á hraðri og öruggri framfarabraut. Áheyrendur klöppuðu hljómsveit og stjórnanda lof í lófa og fögnuðu þeim vel. E. P. Aðalfundur Málara- meistarafélagsins Aðalfundur Málarameist- arafélags Reykjavíkur var haldinn í skátaheimilinu þann 28. febrúar 1954. Stjórn félagsins var öll endurkosin, en hana skipa eftirtaldir menn: Jón E. Ágústsson, for- maður; Hörður Jóhannesson, varaformaður; Ólafur Jóns- son, ritari; Halldór Magnús- son. gjaldkeri; Pétur Hjalte- sted, aðstoðargjaldkeri. Mikill áhugi ríkti á fund- inum um aukna menntun málarastéttarinnar, og í því sambandi var kosin fræðslu- nefnd félagsins, en hana skipa eftirtaldir menn: Jón Björnsson, Sæmundur Sig- urðsson og Kjartan Gíslason. 5 nýir félagar gengu inn á' árinu. Á sumri komanda verður haldið mót norrænna málarameistara í Stokk- hólmi, og mun félagið senda fulltrúa á það. Fer35a2jréf frá Suðiir-Afríkia (FramhaM af 6. síðu.) Og nú þegar afmælisdag- j inn minn öer uppá byrjun hausts í náttúrunnar ríki um- hverfis mig, þá sendi ég ykk- ur öllum velunnurum mínum ir.nilega haustkveðj u héðan frá landi hinna góðu vona. — Og m. a. þá í þeirri von að talsvert sé rétt hjá Stein- grími: „Ekkert fegra á fold ég leit en fagurt kvöld á haustin". ykkar einlægur. Vigfús Guðmundsson. JÓRUNN VIÐAR PÍANÚTÖNLEIKAR þriðjudaginn 9. marz kl. 7 í Austurbæjarbíó Viðfangsefni eftir Schubert, Bach, Schumann og Chopin Aögöngumiðar hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal og Bókum og ritföngum, Austurstræti 1. niMiiuinir .................................................................................IIIIIMIIIIIIIIIUII.....I...... I I ! t /ísfef). dieselvélar eru stöðugt öðrum fremri enda faia þær sigurför um ollan heim. LISTER-vélor til BÚgþurrk- unar LISTER - dieselrafstöðvar LISTER til allra þorfa og filétotfllflnl Hafnarhújinu - Sími 5401 - Raykjavik iniiwiHiiimmmimiiH«niiHnnniiiHmiHt»iii«iHnnnnii»niiiiiniinniiiMiiiwiiHmniii»inmuMiwHMH»HmmnniMMmiiWM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.