Alþýðublaðið - 01.08.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.08.1927, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIB ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ i kemur út á hverjum virkum degi. 1 Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við j Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. J til kl. 7 síðd. ] Skrifstofa a sama stað opin kl. i 9V2-10V8 árd. og kl. 8—9 siðd. I Slmar: 988 (afgreiðslan) og 1294 1 (skrifstolan). Verðiag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Forherðing. 1 „Verði" 16. 'júlí var grein um kosningarnar, þar sem bent var á, að „gallar hinnar úreltu kjör- dæmaskipunar kpmu skýrt í ljos við þessar kosningar." Á líkan hátt hefir ,,Mgbl." komist að orði. Síðan hefir réttmæti þessara orða „Varðar'-ritstjórans, Kr. A., sann- ast berlegar. Búast hefði mátt við, að slik u'mmæli í áðalblaði ílokks og eft- ir sjálfan ritstjórann hefðu ver- ið undanfari þess, að flokkurinn lýsti yfir því, að hann ætlaði að belta sér fyrir umbótum á þess- arí ,,úreitu" og „ranglátu" kjör- dæmaskipun. Annað hefir þó orðið uppi á teningnum. íhaldsflokknum hefir farið eins og hinum verstu synd- urum. 1 stað þess að bæta ráð sitt hefir hann forherzt, og þegar ritstjóri flokksblaðsins, Kr. A., sem hefir lýst kjördæmaskipun- ina úrelta, bregður sér í burtu, notar miðstjórnin færið til að lýsa yfir því, að réttlætistilfinning hans hafi engin áhrif á miðstjórn Ihalds- flokksins, og til að taka af skarið •um það segir blaðið: „Ot af ummælum, sem stóðu b&r í blaðinu um ranglæti kjör- tfæmaskipunarinnar, þykir rétt að geta þess, að íhaldsflokkurinn er andvigur breytingum á kjördæma- skipuninni." „Flokkurinn mun því framvegis sem hingað til beitast gegn til- lögum þeim, sem fram kunna að koma og miða að því að draga úr áhrifum sveitanna á iöggjöfina." Flokkurinn ætlar sér að halda áfram að lifa á ranglætinu. i í fjarveru Krístjáns Albertsson- ar annast Árni irá Múla ritstjórn „Varðar". Alþýðublaðið mun taka ,,rang- læti" hinnar ,,úreltu" kjördæma- skipunar til nánari athugunar síðar. Póstferðir. Vestan- og norðan-póstar fara héðan á morgun, en austanpóst- lur á fimtudaginn. Austanpóstur kemur hingað á föstudaginn. Sjömerki. Um riæstu mánaðamót verða gerðar breytingar á innsiglingar- merkjunum á innri toöfninni á SúgandafírðL 11 Vaka." 1. ái-g. 3. hefíi. Hér í blaðinu hefir tímarits þessa verið áður getið og þá ræki- lega vikið að 1. hefti þess. Þriðja heftið er nú nýútkomið og byrjar á ljómandi fögru kvæði eftir Jó- hann Sigurjónsson, er heitir „Sorg". Allmargar greinar eru í hefti þessu, og hafa sumar nokk- urn fróðleik að færa, sérstaklega grein eftir Ágúst H. Bjarnason: „Framfarir síðustu fimmtíu ára". Aðrar eru fremur skemtiJegar, eins og t. d. grein Sigurðar Nor- dals: „Öræfi og Öræfingar". En veigamésta greinin og atlhyglis- verðasta er eftír Ólaf Lárasson: „Stjórnarskrármálið". Skýrir höf- undur. þar frá stjórnarskrárbreyt- ingu síðasta þings og tilraunum þeim á fyrri þingum, er miðað !hafa í 'svipaða átt. Fer hann hörð- um, en réttmætum orðum um hið innantóma spaTnaðarhTal íhalds og „Framsóknar", en bendir um leið réttilega á þáð, áð jafnaðar- menn, sem ekki hafa „gert sparn- aðinn að pólitísku trúaratriði, eins og bæði ihald og ,,Framsókn" hafi pé borið fram á síðasta alþingi stjórnarskrárbreytingar, sem b&i ðú í sér fólgnar þær mestu sparnað- artillögur (fækkun þingmanna og að eins ein þingdeild), sem komið hafa fram í þessu máli. Greinar- höfundurinn sýnir einnig Ineð töl- um" og útreikningum fram á það',- að ,,tveggja ára fjárhagstímabil- ÍB átti vissulega sinn þátt í fjár- hagsörðugleikunum, sem dundu yfir landið eftir Öfriðinn." Vafa- laust er sú áiyktun höfundarins rétt, að það „að taka nú tveggja ára fjárhagstímabilið upp aftur,_ er að stíga spor aftur á bak." Er þessi skoðun í fyllsta sam- ræmi við það, sem jafnaðarmenn hafa haldið fram nú fyrir kosn- ingarnar, og styðst hún einnig við kenningar allra fræðimanna, er um lengd fjárhagstímabils rita og tala. Þannig hefir einn af fræg- ustu ' fjárhagsfræðingum Norð- manna, dr. Oskar 'Jœger, prof. við háskólann í Osló, komist svo að orði, i nýútkominni bók sinni, „Finanslære" (fjárhagsfræði): „Eins árs fjárhagstímabil er það eina, sem er í fullu samræmi við pingræðisstjórn nútímans." Greinafhöfundur lætur skýrt í ljósi skoðun sina um galla þing- ræðisfyrirkomulagsins og bendir um leið' á ósamræmi það, er ríkir hér á landi á milli þingræðis og þjóðræðis, og hversu meginregl- an um þjóðræðið sé hér ,skýiaust brotin með ýmsum hætti, t. d. með ákvæðunum um kosningar- réttinn og kjördæmaskipunina" Einnig sýnir höfundurinn fram á það, hversu það sé fráleit leið að hverfa aftur að einveldinu eða fámennisstjörninni. Fer hann um það svo feldum orðum: „Þá til- raun er nú verið að gera á ítalíu og viðar, en það mun reynast, að þar verður seinni villan verri hinni fyrri. Það mun sannast, að leiðina út úr ógöngunum er hvergi að finna nema á grundvelli þjóð- ræðisins, og það eT hið mikla verkefni framtíðarinnar að bjarga þjóðræðinu úr klóm fámennis- stjórnarinnar. En til þess þarf mikið meira en stjórharskrár- breytingu. Til þess þarf gerbreytingu á öllu atvinnulífinu og gerbreyringu á hugsunarhætti manna." , Þessí á'yktunarorð höfundar eru hárrétt. Að eins vildi ég mega bæta því við, að leiðin út úr ó- göngunum fæst að eins með skipulagi ]'afnaðarstefnunnar á fullkomnum þióðræðisgrundvelli. Pað er eftirtektarvert, að tvær beztu greinarnar, sem birzt hafa í þeim þremur heftum ,,Vöku", er út hafa komið, eru báðar eftir Ólaf Lárusson. Sú fyrri var í 1. heftinu og heitir ,,Lög og lands- lýðux", prýðilega skrifuð grein um merkilegt mál. Sú síðari, um stjórnarskrárbreytinguna, sýnir einnig rökfestu og réttláta hugs- un, og er greinin yfirleitt þörf brð í tíma 'töluð. I þessu hefti ,,Vöku" eru einnig nokkrar aðrar smágreinar og þýddar sögur, flest sæmilegt af- lestrar. Sömuleiðis eru þar nokkrir ritdómar, þar á meðal tveir um ,,Vefarann mikla frá Kasmír". Sá fyrri, eftir Kristján Albertsson er langur og allítarlegur. Hinn sið- ari, eftir Guðmund Finnbogason, er örstuttur, að eins þrjár línur, lítið smellinn sleggjudómur. St J. St. Kappráðurliin og snudið. Kappróðurinn á laugardags- kvöldið milli Dana og íslendinga fór þannig, að Danir sigruðu. Taldi dómnefnd, að 'fyrri bátur þeirra hefði verið hálfum meter framar, er þeir skriðu yfir lín- una. Tíminn var sá sami hjá báð- um fyrri bátunum, 10 mín. 30 sek. Sá ..þriðji varð hinn danski báturinn, á>U0 mín. 54 sek., og fjórði hinn íslenzki báturinn á 11 mín. 14 sek. góðurinn hófst niður undan Mýrarhúsum og endaði við Sund- skálann. Voru mældir út 1500 metrar og sett niður merki sitt hvorum megin. Hefði þurft að ganga betur frá því, sérstaklega þar, sem þeir fórU af stað. Þar þurftu „baujurnar" að vera tvær á sömu líriu, til þess að alveg væri örugt, að allir færu sömu vega- lengd; en eins og nú var, átri ræsirinn mjög örðugt með að koma bétunum á sömu skálínu ojg mörkin úti við Skálann voru í. Og er ekki ósennilegt, að einhverju 'hafi skakkað, og ef svo var, hefir það komið niður á tveimur seinni bátunum sérstaklega. — Annars er margt, sem við höfum "lært við þenna fyrsta kappróður, sem háður hefir verið hér í Reykjavík. Við höfum séð, að íslenzku bát- arnir og árarnar eru ekki vel fall- in til kappróðra. Ræðara eigum við bæði sterka og þolna, en róðrarlag okkar þyrfti að fegra. Róðrarmót þarf að verða hér á. hverju ári eftirleiðis, og þá mun ekki líða á löngu, þar til islend- ingar geta getið sér góðan orð- stír í þessari hoilu og þörfu í- þrótt, því að þegar á alt er litið, þá hafa íslendingarnir staðið sig ljómandi vel á þessu mó'ti. Þeir hafa ill áhöld og enga samæf- ingu, en sjóliðsmennirnir eru þaul^ æfðir og bersýnilega afbragðs- ræðarar, og þó munar ekki meiru. Er pakkarvert, að þetta mót skyldí komast á, því að það verður á- reiðanlega til þess, að islending-- ar fara að æfa róður til kapp-- þrauta meira en vérið hefir. Má sérstaklega þakka sjóliðsmönnun- um, að þeir vildu taka þátt í þessum leik. Áður en róðurinn hófst, keptu sjö'mennum sundþrautarmerki I. S. L, þ. e. syntu 100 metra, og áttu þeir að gera það á ekki lengri tíma en 26 mínútum. Fjór- um af þessum keppendum tókst að ná maTkinu á tilsettum tíma. Voru það þessir: Einar S. Magn- ússon varð skarpasrur. Hann lauki sundinu á 22 mín. 55 sek. Vilhelm Sigurðsson synti það á 23 mín. 12 sek., Óskar Þorkelsson á 24 mín. 1,5 sek. og Kjartan Péturs- son 25 m. 1,5 sek. Khöfn, FB., 30. júli. Styrjaldahugur Bandarikjanna. Frá Washington er símað: Stjorn Bandaríkjanna hefir afráðið að nota fjárveitingarheimild síð- asta þings til þess að byggja sex stór beitiskip, og er búist við, að stjórnin láti byrja á byggingu herskipanna nú þegar. Vatnsflóð i Kina, mannatjón,. uppskerutjón. Frá Shanghai er símað: Mikið flóð hefir hlaupið í Kuling-fljótið. Sagt er, að tíu þúsundir manna hafi drukknað. 1 Chang-Chow-Fu- héraði eru hundrað þusund manna heimilislausir. Uppskerutjón af völdum flóðsins er áætlað að vera fimm milljónir dollara. Farþegasldp ferst. 40 manns drukkna. Frá Chioago er símað: Farþega- skip sökk á Michiganvatni, er ofsaveður skall á mjög snögg- lega. Fjörutíu drukknuðu, flest konur og börn. Khöfn, FB., 31. júlí. Órói af atvinnuleysi í PörtúgaL Frá Berlín er símað: Nýr ó- réi er í Portúgal af þeim orsök- urn, að fjárhagserfiðleikarnir eru mjög miklir og hinum atvinnuH lausu fer sifelt fjölgandi. Margir stjórnmálamenn hafa verið hand- teknir, en hundrað menn réðast á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.