Tíminn - 12.03.1954, Síða 2

Tíminn - 12.03.1954, Síða 2
2 TÍMINN, fösíudaginn 12. marz 1954. 59. blað, Undir aEúdiegum persónuleika Giglis býr hrfúf skapgerð ítaiska bóndans r Það er svo undarlegt með suma menn, að návist þeirra ein kem- ur mönnum í gott skap. Það er eins og birti yfir jafnvel hinu drungalegasta umhverfi. Einn slíkra manna er Benjamino Gigli. Engum dylst að sjáifsögðu, að það stafar birta af. frægðarljóma hans, en hinn aluðlegi persónuleiki tvö faldar þau áhrif. Hvar sem Gigli fer, hvort heldur hann gepgur á strætum og torgum eða stígur upp í járnbrautarlest eða inn á söngsvið, alls staðar hrífast menn af honum og núa saman hönd um af ánægju. Þó er samt ekkert einkennandi við brosið hans. Hann á það meira að segja til að hleypa í brúnirnar og vera ygldur á svip. Hann er tiginmannlegur í allri framgöngu, en undir yfirbragði hans býr hin hrjúfa skapgerð ítalska bóndans, sem er hér skerpt og mót- uð af skorti og baráttu æskuáranna. Hann á það móður sinni að þakka. Gigli ber mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Þegar hann talar um móður sína, kyssir hann með lotningu á hring á hendi sér, gef- inn af henni. Það var hún, sem fyrst kenndi honum að syngja, þeg- ar hann kraup niður að hnjám hennar og söng þjóðvísuna „Ef ég væri lítil mús“. Hann syngur þessa sömu vísu stundum enn þá, þó ekki opinberlega. Þegar Gigli er á ferða lagi, ber hann á sér 3 myndir í samanvöfðu leðurhylki, hann hefir það við barm sér daga og nætur, í búningsherbergjum hljómleikahall- anna og meðan hann syngur. Þessar myndir eru af móður hans, eigin- konu og dóttur. Upphaf frægðarinnar. Litla þorpskirkjan, þar sem hann söng sem drengur með fíngerðu sópranröddinni sinni, var fyrir ut- an Recanali á strönd Adríahafsins. Þar á hann nú 60 herbergja kastala, sem er í líkingu við villu auðkýfing anna í sjálfri Rómaborg. Öðru hverju syngur hann þjóðvísur á torg inu í þorpinu, þar sem fólkið safn- ast saman og syngur stefin. 10 ára gamall hafði Gigli ofan af fyrir sér sem uppþvottadrengur í eldhúsi ítalsks aðalsmanns. Húsbónd inn var þá vanur að lyfta honum upp á boi'ð og láta hann syngja fyrir hóp af aðdáendum, svo sem hesta- sveinum, þernum, þjónum og undir- kokkum. Hann fór ekki í mútur fyrr en 17 ára gamall. Þá fór honum uitMiuiuikiiniumr 1 MYNDIEIÍ Útvarpið Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Erindi bændavikunnar. 13.55 Harmoníkulög (plötur). 20.20 Lestur fornrita: Njáls saga; XVII. ÓEinar Ól. Sveinsson prófessor). 20.50 Dagskrá frá Akureyri. 21.30 íslenzkt mál (Bjarni Vilhjálms son cand. mag.) 21.45 Tónleikar (plötur). 22.10Passíusálmur (23). 22.20 Útvarpssagan: „Salka Valka“ eftir Halldór Kiljan Laxness; XVII. (Höfundur les). 22.45 Danslög: Straussvalsar (pl.). 23.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög.sjúklinga. 13.45 Erindi bændavikunnar. 17.30 Útvarpssaga barnanna. 30.30 Tónleikar (plötur). 20.45 Leikrit: „Glataði sonurinn“ eftir Gustav Sandgren. Leik- stjóri: Þorsteinn Ö. Stephen- sen. 21.10 Tónleikar (plötur). 21,35 Upplestur: Þorsteinn Ö. Stephensen les smásögu. 22.10 Passíusálmur (24). 22.20 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. sem fleirum, að hann hélt að hann hefði fengið barytónrödd. Næst varð Gigli afgreiðslumaður í lyfjabúð, og voru góðar horfur á, að hann yrði stjórnandi fyrirtækis- ins, eða jafnvel eigandi þess síðar meir. Hann söng á meðan hann af- greiddi lyfin,- en brátt hundleiddist honum starfið og innan tveggja ára var dvöl hans þar lokið. Með aleig- una festa við belti sér skunöaði hann sem leið lá til Rómar og höf nám í söngskóla. Kennari hans, Enrico Rosati, hlýddi á hátóna hans og sagði, að hann væri tenór, en ekki barytónn. Þetta var árið 1909. 5 árum síðar vann Gigli mikla söngkeppni í Parma, en 1919 tróð hann inn í and dyri Sealaóperunnar í Mílanó, haf andi þá smám saman gengið upp þrep hinna ýmsu sveitaleikhúsa. Við Scalaóperuna söng hann tenórhlut verk eftir tónsprota Toscaninis. Þar „skapaði“ hann því næst aðaltenór hlutverkið í La Roneline eftir Pucc- ini. Syngur hvar sem er. Það má svo að orði kveða, að Gigli sé einn dunandi tónn. Hann syngur við öll hugsanleg og óhugsan leg tækiíæri, svo sem í göngum járnbrautarlestanna, á stöðvarpöll- um og við inngöngudyr hljómleika- hallanna, myndatökumönnum til hins mesta ávinnings. Ástmöíur Gigljs. Það væri nógu fróðlegt að vita, hverjir eru aðalljúflingar Giglis í heimi tónanna. Svo mikið er víst, ' að hann er akaflega hrifinn af I Verdi. Hann segir, að tónar hans ! komi frá hjartanu og fari til hjart- ' ans. Fyrir honum hefir músík, sem ' kemur frá höfðinu, ekkert líf og enga sál, því aö músíkin er mál hjartans. Eitt sinn, er hann hóf upp raust sína og söng úr II Trova- toré á minniháttar veitingahúsi, brosti jafnvel víxlakaupmaður yfir hornspangargleraugun sín og kona nokkur, vafin 1 hreysikattarskinn, hætti við að borða söltuðu möndlu kökuna, sem hún hafði borið upp áð munninum, og féll í leiðslu. Hann segir ennfremur, að náttúran end- urspeglist í tónum Verdis. Þeir eru svo léttir og ljúfir og þreyta ekki söngvarann, en fljóta frá hjarta til hjarta. Fremstur í 30 ár. Gigli heíir verið fremstur í flokki tenórsöngvara nú um 30 ára skeið. Enginn er tilbeðinn eins, hvorki heima á Ítalíu eða erlendis. Þegar hann syngur í Albert Hall í Lundún um, þykir það mesti tónlistarviðburð ur þar. Manngrúinn, sem nýtui' söngs hans þar, samanstendur af eintómum dyggum aðdáendum. Hann kemst ekki hjá því að syngja hina vinsælu aríu La donna e mo- bill úr Rigoletto, og eykur á áhrifa magnið með skringilegum hreyfing um og brettum. Almennur ánægju kliður fer um salinn. Nú hafa árin tekið að vinna bug á rödd Giglis. Hann er ekki eins sterkur og hann var og tónsviðið hef Allt uui livn Nýja bíó sýnir nú eina af þeim bandarísku snakkmyndum, sem framleiddar eru með miklum ágæt um, hvað tekjuhliöina snertir. Tveir leikarai', Bette Davies og George Sanders eru látnir koma fram með mátulega löngu millibili til að haida þeim áhorfendum í húsinu, er kunna að meta góðan leik, svo að ekki sé meira sagt, en nógu sjaldan til að sá hópurinn, sem kýs sér heimskulegt málæði, lélega leik- ara, sem hægt er aö gera hitt og þetta með í andanum, fari ekki út. I rauninni eru öll hlutverk myndar innar aukahlutverk, nema þau, sem eru í höndum Davies og Sanders. Reynt er að gera mikið fyrir Anne Baxter, en hún er með þeim ósköp- um fædd, að geta ekki leikið og gott ef hún er ekki af norrænum ætt- um. Davies sem Margo sýnir af- burðaleik og lifir hún sig inn í per sónu þessarar sjálfumglöðu konu, er á allan heiminn, af því að hún leik- ur á Broadway og telur sér þar að auki til tekna, að hafa vonda skap- bresti. Sanders er alltaf sami há- menntaði brezki hlunkurinn og. tal- ar eins og kunnur íslenzkur rithöf- undur, er lætur sauma föt sín í London. Hann er einn af þeim fáu kvikmyndaleikurum, sem ánægju- legt er að sjá og heyra, jafnvel í lélegum hlutverkum. Ónefndur mað ur íer með hlutverk leikritaskálds og furða ,aö bandarískir leikritahöfund ar skyldu ekki birta mótmæli í stíl við mexíkanska kvenfélagiö hér á ár unum, er mótmælti kvenlýsingu hjá James M. Cain. Ónefndur maður fer og með hlutverk leikstjóra, er giftist Margo, eftir að hún hefir storkað honum og boðið honum á klámfeng inn hátt í rúm til sín. Maður þessi er sambland af John Huston og Kristjáni frá Djúpalæk í töktum og útliti, en hefii' heila hvorugs. Mynd þessi er sjáanleg, þótt ekki væri fyrir annað en það, að samskipti leikstjórans og Margo sýna, að bandaríska konan hefir meii’i nátt- úrukraft og auðugari geðsveiflur en maðurinn og hafa höfundar eins og Kinsey, Hemingway og Stein- beck sýnt fram á þetta í fræðiritum og bókum og látið karlhetjur sínar bíða lægri hlut og þykja sannir höfundar fyrir. Hins vegar hefir sú von brugðizt, að kona McCarthys kæmi honum í pilsvasann og er það slæmt. I. G. Þ. Flimsk vlSskipti (Framhald af 1. siðu.) hér er um að ræða, numið 10 millj. kr. að verðmæti. Slík þríhyrningsviðskipti sem hér um ræðir, geta verið einkar hentug þjóðum eins og okkur, sem hafa fáhreytta útflutningsframleiðslu, en þurfa hiss vegar að . kaupa margar vörutegundir frá öðr um löndum. Þau hafa og færzt allmikið í vöxt á seinni árum jafnhliða því sem utan rík’isverzlun þjóða færist æ meira á vöruskiptagrundvöll. 55S533SS53555555555ÍS55335555555ÍSÍ355555S55Í5SÍ5SÍÍ5S55ÍS5354555Í5ÍÍ55* ir minnkað, þrátt fyrir það er söng ur hans enn kyngimagnaður og nægi legt viðfangsefni lærisveinum lians | að komast til jafns við. Oí hraður akstur er orsök flestra umferðaslysa iN SAMVB NN'innRTf'íEGniS’íBAúB EF ÞÉR VILJIÐ FÁ FEGURRI og MYKRI húð þá notið SAVON de PARlS St M ÉJJk . WKM -Handsápa 333533535333533335355353333333333533533333535553555335335333535355533555; 3333335333333333333:3333333333333333333333333333333333333333333331*3353431 Húsfreyjur Haldið elli og þreytu í hæfilegri fjarlægð. — Látið „Veralon", þvottalöginn góða, létta yður störfin. Jeppakerrur Þeir, sem hafa hug á að fá hjá okkur jeppa- kerrur fyrir vorið, þurfa að leggja inn pant- anir sínar sem allra fyrst. SINDRI H.F. Hverfisgötu 42. Sími 82422. 35533Í333333333333333333333S33333353333333333333333343Í33Í3S4333S335333* Trésmiðafélatg Reyhjavíkur heldur aðaifund í Tjarnarkaffi sunnudaginn 14. marz n. k. kl. 2«e.h. Dagskrá; Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. 5353S533S3S33333S53333333333333S3Í3333S33S33S3333Í5SSSSÍÍ5S3ÍS3S3SSÍ3 Ræsitækin fyrir hraðgengar dieselvélar eru nú aft ur fyrii'liggjandi. Einnig hleðslur í ræsitækin. í köldu veðri eru Sinclair Ræsitækin ómetanleg hjálp við ræ'singu erfiöra dieselvéla á sjó og landi. OLÍUSALAN H.F. Hafnarstræti 10—12 — Reykjavík 333333553533333353533353533335333333533355335533533333533533555433333333 333333333333333333333333333333333333333333353333333335333533333333353333 Stulka vön afgreiðslustörfum í matvöruverzltm óskast. Nánari upplýsingar gefur skrifstofa KRON, Skóla- vörðustíg 12.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.