Tíminn - 30.03.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.03.1954, Blaðsíða 2
TÍMINN, þriðjudaginn 30. marz 1954, 74. blað. Leitaði fornþjóðar á Amazonsvæð- inu, en lét lífið í frumskóginum Öðru hverju hafa tröllasögur skotið upp kollinum um forn- býlinga í frumskógum Amazon í Suður-Ameríku. Sá maður, er einna mestan þátt átti í að skapa þær sögusagnir, var enskur ofursti, Percy Harrison Favvcett, er lét lífið ásamt syni sinum með válegum hætti, er hann var að leita þessarar fcrnþjóðar í frumskóginum árið 1925. Nú hefir yngri sonur Pawcett, er var skilinn eftir, þegar lagt var í leitina að fornþjóðinni í frumskóg- inum, gefið út bók um föður sinn og rannsóknir hans á svæðinu í kringum Amazonfljót. Hefir bók þessi að geyma bréf þau, er ævin- týramaðurinn sendi syni sínum, er hann fór í sinn síðasta leiðangur um þetta svæði, auk annarra frá- sagna ofurstans af fyrri ferðum hans um óbyggð svæði á þessum slóðum, er hann vann að landa- mæramælingum fyrir Perú, Brazilíu og Bólivíu. teit hafin. Ekki hafði liðið á löngu frá því Pawcett og sonur hans hurfu er farið var að gera út leiðangra til að leita þeirra feðga. Byggðist það á þeirri staðföstu trú yngri sonar- , ins, að faðir hans eða að minnsta kosti bróðir hans væri enn á lífi og í haldi hjá einhverjum villtum kynflokki á þeim slóðum, þar sem þeir feðgar hurfu. Sonurinn tók þátt i í þessum leiðöngrum að ættmenn- j um sínum, fann hann ýms spor eft, ir þá, en samt bar leitin engan árang ur. Er bókin um Fawcett því það j siðasta, sem sonurinn gerir í þessu máli. Þar sem ekki er talið hafa neina þýðingu lengur að reyna að komast fyrir um hvarf þeirra feðga. Höfðingi þjóðflokks. Hefir hið skyndilega hvarf þeirra na ^aiuimi i JCá- MYNDiR Útvarpið Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Erindi: Suðurgöngur íslend-1 inga í fornöld; síðará erindi (Einar Arnórsson hæstaréttar dómari). 20,55 Tónleikar (plötur). 21,15 Náttúrlegir hlutir: Spurning- ar og svör um náttúrufræði (Ingimar Óskarsson grasafr.). 21.30 Undir ljúfum lögum: Carl Billich o. fl. leika létt klassísk lög. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (37). 22.20 Úr heimi myndlistarinnar. — Björn Th. Björnsson ðstfr. sér um þáttinn. 22,40 Kammertónleikar (plötur). 33.20 Dagskrárlok. "Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.20 íslenzk málþróun (Halldór Halldórsson dósent). 20,35 íslenzk tónlist: Lög eftir Helga Helgason (plötur). 20,50 Vettvangur kvnna. Erindi: Frá ljósmóðurstarfi (Jóhanna Friðriksdóttir ljósmóðir). 21,15 Mð kvöldkaffinu. Rúrik Har- aldsson likari sér um þáttinn. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 32.10 Passíusálmur (38). 32.20 Útvarpssagan. 22,45 Dans- og dægurlög (plötur). Árnað heilla Trúlofanir: Þann 17. marz s. 1. opinberuðu trú- lofun sina ungfrú Ragnhildur Eiríks dóttir (Sigurðssonar kennara), Efstasundi 68, og Hörður Halldórs- son, stud. med., Snælandi við Ný- býlaveg. S. 1. laugardag opinberuðu trúlof un sína ungfrú Rósanna Hjartar- dóttir, frá Auðsholtshjáleigu i Ölfusi og Jón Ágústsson, starfsmaður hjá Kaupfélagi Árnesinga. Afmæli. Á mánudaginn átti Jón Eyjólfsson starfsmaður hjá Þjóðleikhúsinu fjörutíu og fimm ára afmæli. Jón hefir lengst af starfað við leikhús, fyrst í Iðnó og við Þjóðleikhúsið frá Etofnun þess. Fawcett ofursti dauðinn í stað fornþjóðar feðga þarna 1 ókönnaðum frunÆkóg um Brazilíu orðið aðallífgjafi þeirra mörgu sögusagna, sem síðan hafa gengið af ofurstanum. Stundum hafa blöð birt þær fregnir, að Fawcett væri kominn fram eða þá að leiðangursmenn hefðu séð hann í för um frumskóginn. Lengi vel gekk sú saga, að hann hefði verið kjörinn til höfðingja hjá þjóðflokki, sem enginn hvítur maður hefði nokkru sinni séð, og væri þar um að ræða þá fornþjóð, sem hann hefði í upphafi stefnt för sinni ti). Allar þessar sögusagnir voru jafnóð- um bornar til baka eða stóðust ekki frekari eftirgrennslanir. Leitaði hann kvennaríkis? Ofurstinn hafði eins og fleiri heyrt sögur um kvennaríki, sem átti að vera á Amazonsvæðinu. Kon ur þessar áttu að vera mjög herská- ar og leita sér karlmanna með ráns ferðum til annarra þjóðflokka. Þeg ar ránsfengurinn hafði unnið sitc verk, var honum hrundið fyrir ætt- ernisstapa, en sá ávöxtur ráosfengs ins og kvennanna, sem karlkyns var, fór sömu leið og faðernið. Fawcett leitaði þessa kvennaríkis, jafnframt því hann stundaði landamæramæl- ingarnar, en sú leit bar ekki árang- ur, að því að sagt er. En_ ofurstinn heyrði ennfremur söguna af fornaid arþjóðinni, sem bjó við menningj, er var mikið eldri en inkamenning- in og var komin frá menningu hins sokkna Atlantis. Leitaði stuðnings í London. • Trúlegt er, að Fawcett hafi haft nokkrar sönnur fyrir orðróminum um fornþjóðina, því að tæDlega hefði maður með fullu viti lagt ann- að eins á sig og hann við að grafast til fullnustu fyrir sannleiksgildi orð rómsins. Þegar hann lauk mæling- unum fyrir ríkin þrjú, hafði han'i ekki nægilegt fé með höndum fil að geta kostað leitarleiðangur og leit- aði því fjárstyrks í.London, en var synjað. Hefði þá margur lagt árar í bát, einkum þegar þess er gætt, að för um frumskóginn er lífshættuleg. Sneri hann sér þá til New Yortv og þar fékk hann nokkurn stuðning, Heiint ur liclju Nýja bíó sýnir nú bandaríska mynd, er neínist Heimt úr helju. Aðalhlutverk leika Claudette Col- j bert og Patric Knowies. Mynd þessi fjallar um Evrópubúa á einni af Kyrrahafseyjunum, er Japanir réðu þar á stríösárunum. Er myndin byggð á bók kvenhöfundar, er settur var í kvenfangabúöir af Japönum, ennfremur lýst aðdraganda og lok- um. Mynd þessi er sæmileg og af- bragösgóðir kaflar í henni, enda telft fram prýðisgóðum leikurum og svo er efniviðurinn ákjósanlegur. Annars er fangabúðarsaga síðustu styrjaldar sú sama alls staðar og því vilja þessar fangabúðannyndir verða líkar. Vegna hinna góðu kafla myndarinnar, er eins og vanti að- eins herzlumuninn, svo að myndin 1 sé öll hin ágætasta, en má vera, að ! tilefnið hafi ekki verið meira, og er þá ekki við annaö að sakast en at- burðarásina sjálfa, eins og hún gerð ist í veruleikanum, þar sem þetta er mynd, byggð á sönnum heimild- um. Uaus og Pétur í kvennalil j óm- sveitinni Austurbæjarbíó sýnir nú þýzka gamanmynd, ein með þeim fyrstu nýju, þýzku myndum, sem hingaö koma eftir stríðið og er það nokkru seinna en búast hefði mátt við, þar sem Þjóðverjar taka góðar myndir. j Þessi er að vísu í léttara lagi, en ' vel er hægt að hlægja að henni, eins og Grænu lyftunni og Frænku Charleys og þvílíkum grínstykkjum. Skal ekki frekar farið út í að ræða um myndina. Hún er fyrst og fremst hlátursefni og hláturinn lengir lífið ' og langlífi er talið til farsældar og unaður gamalmennahæia, svo að þetta er harla gott. Kvcnliolli skipstjórinn Hafnarbíó sýnir nú gamanmynd með Alec Guinnes í aðalhlutverki. Nefnist myndin kvenhoili skipstjór- inn og geta ýmsir, er hafa séð til þessa brezka leikara, gert sér í hug- arlund, hvernig hann sé, hafandi tvær eiginkonur á snærum sínum, sína í hvorri höfn. Hefst myndin á því, að verið er að skjóta hann, en líkur á því, að hann er ekki skotinn, heldur fyrirliði aftökusveitarinnar, þar sem Alec hafði mútað sveitinni, greiðir hann mútuféð og hverfur á brott. í millitíðinni ei' hjónabands- saga skipstjórans sögð áf eftir- manni hans á stjórnpalli. Er sú saga bráðfyndin á köflum. Konur eru bréytilegar beggja vegna Mið- jarðarhafs. Dóttir Múhameðs hryssu leg í fyrstu og hefir í skvettingum við mann sinn á veitingastöðum, en sú brezka, er bíður hans á milli ferða í Gibraltar, er ekkert nema heimilisumhyggjan. Til að fara fljótt yfir sögu, þá skilja þær við hann báðar, sú brezka þá búin að glata heimilisumhyggju sinni og hef ir í skvettingum út á við, en hin orðin svo húsmóðurleg, að vandræði eru að. I. G. Þ. en varð þó að spila mikið upp á eigin spýtur. Síðan hélt hann inn í skóginn, ásamt syni sínum. Síð- asta bréfið, sem hann sendi heim, var dagsett 29. maí 1925 og sent frá yztu mörkum menningarinnar. Þar stóð: „Ekki séð fyrir, hvort við kom umst i gegn og til baka, eða hvort við rotnum inni í skóginum. En eitt er víst: Lausnin er framundan". Augtfotö í TímœHm Sumar- eru komin Hreiðar Jónsson klæðskeri Laiigaveg 11 Sími 6928 Laus staöa Eldfæraeftirlit bæjarins vantar eftirlitsmann með eldfærum, einkum olíukynditækjum. Eftirlitsmaður- inn þarf að hafa vélstjóramenntun með rafmagns- prófi. Laun samkvæmt IX. flokki launasamþykktar bæjarins. — Umsóknarfrestur er til 20. apríl. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Reykjavík, 29. marz 1954, Slökkviliðssíjórmn í Reykjavík. tSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSI Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför eigin- konu minnar og móður GUÐRÍÐAR JÓNASDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Guðlaugsson, Jónas Ragnar Guðmundsson Hallgeirsey. Innilegustu þakkir til allra nær og fjær fyrir samúð og margvíslega?t vináttuvott við fráfall og jarðarför móður okkai SOFFÍU SKÚLADÓTTUR, Kiðjabergi. Með kærri kveðju. Guðrú?i Gu?mlaugsdóttir, Steindór Gu?znlaugsson, Halldór Gunnlaugsson, Skúli Gunnlaugsson, Jón Gunnlaugsson, Ingi Gunnlaugsson. Þökkum innilega auðsý?ida samúð og vináttu vegna fráfalls móður okkar og tengdamóður ARNFRÉÐAR SIGURGEIRSDÓTTUR, Skútustöðum. Jón Þorláksson, Málfríður Þorláksdóttir, Sigurður Stefánsson, Kristín Þorláksdóttir, Sigurður Halldórsson. Vinnið ötidlega að útbreiðsiu THHANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.