Tíminn - 06.05.1954, Side 2

Tíminn - 06.05.1954, Side 2
TÍMINN, fimmtudaginn 6. maí 1954. 100. blað, Meiri þörf gistirúma handa sjúklingum en skemmtiferðamönnum í framtíðinni seg'ir Gísli Sigíirbjörnsson í viðtali mn ferðamálin og gistihúsaskortinn í landinu. í viðræðum, sem blaðamenn áttu við stjórn Ferðamála- félags Reykjavikur á þriðjudaginn, kom í ljós, að gistirúm- um í Reykjavík hefir fækkað um, sem svarar þrjátíu af hundraði síðastlðiin tíu ár. Gerist þetta á sama tíma, sem þess er vænzt, að erlendir ferðamenn sæki hingað á sumr- um og vetrum. Hafa mikil vandræði stafað af því oft og tíðum, hve gistihúsakostur hér í bænum er lítill, þótt að- eins sé miðað við okkar eigin þarfir. Gísli Sigurbjörnsson, for- leyti orð fyrir stjórninni á stjóri og varaformaður Ferða þessum fundi hennar með málafélagsins hafði aö mestu blaðamönnum. Sagði hann 'að gistirúmafjöldi í Reykja- vík hefði numið 267 rúmum 1942, en þá hefði íbúatalan verið rúm fjörutíu þúsund. Tíu árum síðar hafði rúmun um fækkað niöur í 188, en í- búatalan orðin nær fimmtíu og níu þúsundum. Benti Gísli réttilega á það, að í óefni væri komið í þessum efnum, eins og tölurnar sýndu. Gistirúm- um hefir einnig fækkað utan Reykjavíkur á þessu tímabili. Útvarpið Útvarpið í dag: Pastir liðir eins og venjulega. 20.30 Breiðfirðingakvöld: a) Breiðfirðingakórinn syngur; Gunnar Sigurgeirsson stjórnar. b) Helgi Hjörvar flytur frá- sögur: Snæfellsk tilsvör. c) Kvartettinn „Leikbræður" syngur. d) Frú Ragnhildur Ásgeirs- dóttir les ljóð. e) Gunnar Einarsson og Ást- valdur Magnússon syngja tví- söngslög. f. Gamlir Breiðfirðingar ræð- ast við. g) Breiðfirzkur karlakór syng- ur; Gunnar Sigurgeirsson stjórnar. h) Jón Júlíus Sigurðsson les smásögu efth' Gest Pálsson. 22.10 Sinfónískir tónleikar (plötur). 23.10 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 19.00 Bridgeþáttur (Zóphónías Pét- ursson). 19.30 Tónleikar: Harmoníkulög (pl.) 20.20Lestur fornrita: Njáls saga; XXV. — sögulok (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 20.50 Tónleikar (plötur): Svíta úr óperunni „Meistarasöngvar- arnir" eftir Wagner (Hallé hljómsveítin leikur; Sir John Barbirolli stjórnar). 21.05 Erindi: Skipstjórafélagið Ald- an og Reykjavík (Lúðvík Krist jánsson ritstjóri). 21.25 Einsöngur: Liiy Pons syngur (plötur). 21.45 Frá útlöndum (Benedikt Grön dal ritstjóri). 22.10 Útvarpssagan: „Nazareinn" eftir Sholem Asch; VII. (Magn ús Jochumsson póstmeistari). 22.35 Dans- og dægurlög: Billy Eck- stine syngur (piötur). 23.00 Dagskrárlok. Árnað heilla Trúlofun. Nýiega hafa opinberað trúlofun sína Reynir Guðbjartsson, Mikla- garði, Saurbæ, og Helga iBjörg Sigurðardóttir, KjartansvöIIum, Saurbæ, Dölum. ! JCoiL MYNDiR Sextugur er í dag Guðjón Pétursson bóndi að Gaul i Staðarsveit. 400 gistirúm. Þeir Gísli Sigurbjörnsson og Halldór Gröndal hafa kynnt sér ástand í gistihúsamálum hér að undanförnu á vegum félagsins. Bentu þeir á, að ef rétt þróun hefði átt sér stað í þessum efnum að undan- förnu, ættu nú að vera um fjögur hundruö gistirúm hér í bænum. Nú eru að jafnaði starfandi þrjú gistihús fyrir utan Hjálpræðisherinn árið um kring, en stúdentagarðarn ir eru opnir til gistingar yfir sumarmánuðina. Hrekkur þessi gistihúsakostur skammt og útvega gistihúsin herbergi út um bæinn, en það nægir heldur ekki. Þetta gerist á þeim tíma, þegar enginn telj andi ferðamannastraumur er til landsins. Það er þvi ekki að svo komnu máli nauðsyn fyrir aukningu gistirúma handa ferðamönnum, heldur fyrst og fremst okkur sjálfum. Skipulag og fjárfesting. Saga gistihússmála hér hef ir verið með þeim hætti frá því árið 1944, að annað livort hefir staðið á skipulaginu eða leyfi til fjárfestingar. Nú mun ekki standa á skipulag- inu lengur, svo það er ekki í veginum fyrir því, að reist verði gistihús hér til að bæta úr brýnustu nauösyn. Gísli benti á, að það er ekki einka- mál nokkurra manna, að koma upp gistihúsum hér og utan Reykjavíkur, heldur sé hér um að ræða mál, sem varði þjóðina í heild. Áleit Gísli að.í framtíðinni mundi vera meiri þörf fyrir gistirúm handa sjúklingum, sem hing- að leituðu frá öðrum löndum í framtíðinni, heldur en ferða mönnum, sem kæmu hingað sér til skemmtunar. Myndi af þeim sökum verða jöfn þörf fyrir gistirúm vetur og sum- ar. . . i Veitíngaskatturinn. Þá vék Gísii að veitinga- skattinum. Ságði hann að verðlag væri svo hátt, að ó- fært væri að leggja hann á lengur til viðbótar söluskatti. í sumar sem leið, kostaði gist jing á Garði 70,80 kr. fyrir einn mann, en með mat krón I ur 149,00. Sýnt væri af þessu, | að verðlagiö væri þannig, að engin vanþörf væri á aö , lækka það með einhverju Allt getur komið fyrir Tjarnarbíó sýnir nú mynd með José Ferrer í aðalhlutverki. Mynd- in nefnist, Ailt getur komið fyrir, og er bandarísk, gerð eftir sam- nefndri metsölubók vestra. Ferrer er mjög aðlaðandi maður og fræg- ur fyrir leik sinn í Rauðu Myli- unni, giftur Rosemary Clooney og má vera að hann hafi fleira sér til ágætis. Mynd þessi fjallar um tvo innflytjendur úr heimabyggð Stalíns sáluga, Georgíu. Festa þeir byggð í Kaliforníu, en ástir tak- ast á milli annars þeirra (Ferrer) og bandarískrar stúlku, sem á rúm liggjandi ömmu, skozka að ætt, er hvetur hana til stórræðanna. Ger- ast ýmsir stórfyndnir atburðir og gamli frændinn er sérlega góður. Myndin fjallar jönfum höndum um átthagatryggð fólks, er flytzt í nýtt land. Leikur José Ferrer er góður og gott eitt um myndina að segja, þótt hún sé hvergi fram- úrskarandi. Nafnið keyrir hana nokkuð hátt, því í rauninni kemur ekki nógu mikið fyrir, þótt margt gerist. I. G. Þ. mófci, en því væri ekki að !neita, að allt væri dýrt, sem | þyrfti til gistihúsa. i Smáatriðin gera vistlegra. Halldór Gröndal ræddi nokkuð um það ástand, er ríkti í þeim gistihúsum, sem fyrir væru. Væru að vísu að finna undantekningar, en yf- irleitt byðu gistihúsin ekki upp á aðlaðandi herbergi. Sagði hann að ekki skipti svo miklu máli um rýmið, ef haganlega væri frá öllu geng ið. Svefnrúm vildu verða of stutt og húsgögn ósamstæð. Ennfremur væri hreinlæti á- bótavant og stundum vant- aði á að þau þægindi, sem auglýst væru til að laða að erlenda ferðamenn, væru fyr ir hendi. Sagði Halldór að ýms smáatriöi, sem ekki væru svo mjög kostnaðarsöm, en yltu aðallega á smekkvísi þeirra, sem með gistihúsin hefðu að gera, réðu mestu um það hversu herbergin væru aðlaðandi fyrir gesti. Menn i gerðu ekki kröfu til að hafa sali, en kröfu til þæginda. er / KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR KVÖLDVAKA (KABARETT) í Sjálfstæðishúsinu, föstudagskvöld klukkan 9. Gamanþættir, eftirhermur, gamanvísur, söngur o. fl. Dansað til klukkan 1. Aðgöngumiðasala í Sjálfstæðishúsinu í dag, fimmtud. kl. 4—7. Borð tekin frá um leið. — Sími 2339. Bezta skemmtun ársins. 5555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555551 Ungmennafélög, sem ekki hafa gert skil fyrir inn- heimtu Skinfaxa 1953 eða lengur, eru alvarlega á- minnt um að gera það nú þegar. UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS. -555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555553 Ráðningarstofa landbúnaðarins er í Iðnskólanum, Vonarstrætí 1. Sími 5973 555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555 Bílaverkstæðið Lykill, Reyðarfírði tók til starfa 26. apríl s. 1. og er til húsa í bílaverk- stæði því er Bóas Valdórsson hafði. Gerum við bíla, landbúnaðarvélar o. fl. Ásamt réttingum. Sími 59 AÐALSTEINN I. EIRÍKSSON VALTÝR SÆMUNDSSON Fóðurrófur lYokkrir pukar af ódýrum fóðurrófum tíl sölu. Sasafan SIMAR 7080 & 2678 Faðir minn ÁRNI HALLGRÍMSSON andaðist 4. þ. m. að heimili sínu, Marðarnúpi, Vatns- dal. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda Steinunn Árnadóttir. Kveðjuathöfn um manninn minn PÁL SIGURÐSSON Blönduhlíð 7, fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 7. maí kl; 1,30. Jarðsett verður laugardaginn 8. maí kl. 3 e. h. að Reyni í Mýrdal. Afþökkum blóm. Bergþóra Sveinsdóttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.