Tíminn - 15.05.1954, Blaðsíða 6
TIMINN, laugardaginn 15. mai 1954.
108. blað.
HÖDLEIKHÚSID »
Piltur og stúlha
Sýning í kvöld kl. 20.
og sunnudag kl. 15,00.
Aðeins þrjár sýningar eftir.
ASgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15—20,00. Tekið á móti pönt-
unum. Sími: 8-2345, tvær linur.
Drottning hafsins
Bráðspennandi, ný, amerísk lit-
mynd um baráttu landnema við
miskunnarlausa sjóræningja og
frumbyggja og dulmögn frum-
skógarins undir forystu kvenna
á tímum spönsku landnemanna
f Ameríku.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
John Hall,
Marie Windsor.
Sýnd kl. 5 og 9.
Einn hoss cr ehhi
sgnd
Sýnd kl. 7.
NYJA B10
— 1544 —
í nafni laganna
Í(Where The Sidewalk Ends)
Mjög spennandi og vel leikin,
ný, amerísk leynilögreglumynd.
Aðalhlutverk:
Dana Andrews,
Gene Tierney.
Bönnuð bömum innan 1G ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBÍÓ
Siml 6485.
Hin fullhomna
hona
(The Perfect Woman)
Bráðskemmtileg og nýstárleg
brezk mynd, er fjallar um vís-
indamann, er bjó til á vélrænan
hátt konu, er hann áleit að tæki
fram öllum venjulegum konum.
Aðalhlutverk:
Patricia Roc,
Stanley Holloway,
Nigel Patrick.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
ÚR OG KLUKKUR
— Viðgerðir á úrum. -
JÓN SIGMUNDSSON,
skartgripaverzlun,
Laugavegi 8.
‘J
XOTUS^GOLO X'
IrxyHj-\«X—írCXl
010 HOLIOW GROL'ND 0.10
■p mrn YELLOW BLftDE mm
TRICO
hrelnMtr allt, jafnt gólíteppi
eem fínasta silkivefnað.
Heiidsölubirgðlr hjá
CHEMIA H. r.
sleikfeiag:
^EYKJAVlKIJI^
.Frænka Charleys’
Gamanleikur í 3 þáttum.
Sýning annað kvöld kl. 20.00.
Aðgöngumiðasala kl. 4—7 í dag.
Sími 3101.
AUSTURBÆJARSÍÖ
Kóreustríð
(Retreat, Hell)
Mjög spennandi og viðburðarík,
ný, amerísk stríðsmynd, er á að
gerast á vígvöllunum í Kóreu.
Aðalhlutverk:
Frank Lovejoy,
Anita Louise,
Richard Carlson.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BIO
— 1475 —
Ungur tnuður í
gœfuleit
(Young Man With Ideas)
Bráðskemmtileg, ný, amerísk
kvikmynd. Að.alhlutverkin leika:
.Glenn Ford,
Ruth Roman,
Denise Darcel.
Nina Foch.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍO
Slmi 1182.
Korsíhubrœður
(The Corsican Brothers)
Óvenju spennandi og viðburða-
rik amerísk mynd, gerð eftir
hinni heimsfrægu skáldsögu
Alexandre Dumas, er komið hef
ir út í íslenzkri þýðingu.
Aðalhlutverk, tvíburana Mario
og Lucien, leikur
Douglas Fairbanks yngri,
Akim Tamiroff,
Ruth Warrick.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum.
fslendingaþættir
(Framhald a; 3. síðu.)
álinn og þungt var fyrir fæti í
lífsbaráttunni, eða þegar svo
vildi til að sólin stafaði geisl-
um yfir hann úr skýjarofi.
Sumar tækifærisvísur hans
hafa borizt víða og freistandi
væri að birta nokkurt sýnis-
horn af kveðskap hans. En
eigi veit ég, hvernig hann tæki
því og eins líklegt að hann
kynni mér litla þökk fyrir slíkt
tiltæki.
Vilhjálmur er drengskapar-
maður, vinsæll og vel látinn af
öllum, er kynni hafa af hon-
um. Þrekmaður að allri skap-
gerð, heilbrigður í skoðunum
og stefnufastur. Fjarri er það
honum að tala eins og hver
vill heyra og ekki er hann
myrkur í máli. Hann er enginn
fleiprari eða „brandarasmið-
ur“ og er þó manna skemmti-
legastur og góður félagi hvar
í hópi manna, sem harin er.
Það glóir ávallt af ósviknum
málmi í honum.
Á páskadaginn. 18. apríl 1954.
Magnús Björnsson.
Hetjut
SKÓGARINS
eftir J O. CURWOOD
60.
HAFNARBÍÓ
— Síml 6444 —
Svindlarinn frá
Santa Fé
(Baron of Arizona)
Mjög spennandi og efnisrik, ný,|
amerísk kvikmynd um sýsluskrif
arann, sem framkvæmdi eitt
mesta skjalafals er um getur.
Vincent Price,
Ellen Drew,
Vladimir Sokoloff.
Bönnuð bömum yngri en 16 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFIRÐI -
Gltituð æska.
(Los Olvidados)
Mexíkönsk verðlaunamynd, sem
alls staðar hefir vakið mikið
umtal og hlotið metaðsókn. —
Mynd, sem þér munið seint
gleyma.
Miguel Inclan,
Alfonso Mejia.
Myndin hefir ekki verið sýnd
áður hér á land
Bönnuð fyrir böm.
Danskur skýringartextl.
Sýnd kl. 9.
Lclkhús . . .
(Fmmhald af 4. síðu1
inn hefir til eigin umráða og
er notað sem kennslusvið,
jafnframt því, sem nemend-
ur skólans sýna opinberlega
allt leikárið. Leikhús þetta er
að mörgu leyti merkilegt, það
er einn hluti hinnar fögru
Schönbrunn-hallar keisar-
anna, stofnað af Maríu Tere-
síu, sem hallarleikhús, þar
sem hirðfólk og aðall kom
fram. Meðal mektarfólks, sem
þar hafa upptroðið, var María
Antoinette, sem lék þar í
æsku sinni. Það er elzta starf
andi leikhús Vinar. Námið í
skólanum tekur þrjú ár og
eru að jafnaði útskrifaðir 20
—30 nemendur árlega.
í heimspekideild háskól-
ans í Vín er sérstök deild
fyrir leikvísindi. Námið þar
er aðallega miðað við mennt
un þeirra, sem vinna við leik
húsin sem leiðbeinendur og
sérfræðingar í því, sem lýtur
að menningarlegri stjórn
þeirra, leiksaga, bókmenntir,
samvinna leikhúsa, leikval
og leikhúsréttur eru til dæm-
is um greinar, sem þar eru
kenndar. Námið þar er ein-
göngu fræðilegt og er ætlazt
til, að nemendur annað hvort
vinni að einhverju leyti við
leikhús eða hafi stundað leik
nám.
niiimiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiii
NORRÆNA FELAGIÐ:
Finnlandskvöld j
j þriðjudaginn 18. maí kl. j
: 20,30 í Þjóðleikhúskjallar- i
= anum.
DAGSKRÁ:
Rauði cngillinn
Fjörug og spennandi kvikmynd í
litum.
Ivonne de Carlo.
Sýnd kl. 7.
Sími 9184.
9ÉP
11. Erik Juuranto, aðalræðis |
| maður islands í Helsing |
| fors, flytur ræðu.
i 2. Antti Koskinen, óperu- f
| söngvari frá Helsingfors f
i syngur.
| 3. Dans.
1 Aðgöngumiðar í Bkaverzl. i
| Sigfúsar Eymundssonar. |
iiiiiimiiiimiiiiiiiiuiiiiMiimiiiiiiitimimiiiiiiiiiiiiiiiu
fluflijAili TímuHum
Þeir tóku sér náttstað skammt frá bóndabæ, sem lá um
mílufjórðung frá Fanchon-bænum. Þessa jörð átti Adrian
Clamart, bróðir Catharine Clamart kennslukonu. Hann var
hár og bjarteygur og unni systur sinni mjög. En hann vah
á sama máli og Gaspard, þegar talið barst að Önnu Ger-
vais.
— Hún er leiðinleg, og okkur þykir hart að þurfa að hafa
hana hérna i sveitinni, sagði hann. — Mér þykir leitt, að
systir mín skuli þurfa að starfa með henni.
Þegar Clifton var genginn til náða um kvöldið, braut
hann enn hugann um Önnu Gervais, útlit hennar og þá
hörðu dóma, sem hún hafði hlotið af kunnugum mönn-
um. Hann skildi þetta ekki, og þegar hann sofnaði, sá hann
fyrir sér fagurt andlit hennar, silkimiúkt hár og geislandi
augu. Hann hafði heitið að tala máli henriar, og nú fannst
honum þunglega horfa.
Snemma næsta morgun vaknaði hann við harkaleg högg
á hurðina, og þegar klukkan var sjö, voru þeir komnir af
stað á einvígisstaöinn.
— Guð er oss náðugur í dag, sagði Alphonse. — Fanchon-
hjónin fara til kirkju klukkan hálf-níu, en Angelique verð-
ur heima, því að ég hefi gert henni þau orðj að Antoinette
komi að heimsækja hana klukkan tíu. Hún varð himin-
glöð. Þetta var stórfengleg lygi, sem ég fann upp á. Svo
skrifaði ég Ajax Trappier og líkti eftir rithönd Angelique.
Þar lét ég ungfrúna biðja hann að koma og finna sig klukk
an hálftíu. Heldurðu, að hann verði ekki glaður? Jafnvel
Richelieu sálugi kardínáli hefði ekki sýnt meiri kænsku,
heldurðu það, Gaspard?
— Þú ert stórsnjall maður, Alphonse.
— Ég vona aðeins, aö þér snúist ekki hugur fyrir klukkan
hálftíu. Þú mátt vara þig, Ajax mun fara með þig eins
og gólfteppi, sem maður ber rykið úr. Hann er ekki lambið
að leika sér við.
— Það er ég ekki heldur, sagði Gaspard.
Clifton var nú orðinn ákafur, það var ekki.gott að vita,
hvernig þessi leikur færi, en bardaginn mundi verða vel
þess verður að sjá hann, það var honum ljóst, því að hér
áttust engin smámenni við.
— Hvernig getur þú verið viss um, að ungfrú Fanchon
muni horfa á leikinn?
— Hafðu engar áhyggjur af því, ég skal sjá um það, sagði
, munkurinn drjúgur. Ég hefi valið einvíginu stafTá grasflöt-
inni bak við húsið beint fram undan glugganum á stof-
unni, og ungfrúin mun geta horft á allt saman út um glugg
ann, og Gaspard mun geta séð andlit hennar bak við blóm-
in innan við gluggann, það er að segja ef hnefahögg Ajax
loka ekki báðum augum hans þegar í stað. Já, það er mér
leikur einn að sjá svo um, að Angelique fái að sjá það, þeg-
ar Gaspard fær flenginguna hjá hestamanninum.
Litlu síðar komu þeir að skógi. Þar hundu þeir hesta sína
og héldu gangandi áfram. Eftir stutta göngu komu þeir
að grænum engjabletti, og handan við hann sáust stórar
hlöður og hvítt íbúðarhús. Þremenningarnir leyndust nú í
skógarjaörinum, þangað til þeir sáu Fanchon-hjóniri aka
að heiman til kirkju, en varla voru þau horfin úr augsýn,
þegar Alphonse munkur spratt á fætur.
— Lofið mér nú að fara heim að bænum fyrst til könn-
unar og komið ekki á eftir mér fyrr en ég gef ykkur merki.
Ég ætla að búa Angelique undir þessa viðburði. Svo skuluð
þið athafna ykkur í skjóli við minnstu hlöðuna, og eftir
tuttugu mínútur megum við búast við Ajax Trapþier. Þú
skalt fara að búa þig undir bardagann, Gaspard. Þegar
Ajax kemur, á Clifton að ganga til móts við hahn og segja
honum, að bak við húsið bíði maður, sem langi til að hafa
tal af honum. Þá hlýtur hann að ganga yfir grasflötina,
og á sömu stundu kemur Gaspard fram undan hlöðuveggn-
um og gengur til móts við hann. Hann verður að stilla svo
til, að fundum þeirra beri saman beint framan við glugg-
ann. Þá skal ég sjá um, að Angelique sé á verði þar milli
blómapottanna.
Áður en hinir gátu svarað, var hann horfinn. Tuttugu
mínútum síðar gaf hann þeim merki frá húsdyrunum og
þeir gengu undir hlöðuvegginn. Gaspard varpaði af sér
klæðum að ofan og bióst til bardagans. Hann tæmdi og
alla vasa sína og stóð brátt tilbúinn nakinn í beltisstað.
Svo belgdi hann út brjóstið, hnyklaði handleggsvöövana jg
tók nokkrar liðkunaræfingar.
Brátt sást rykmökkur gjósa upp úti á veginum, og nálg-
aðist eins og örskot. Clifton hraðaði sér fram fvrir húsið, og
var naumast kominn þangað, þegar eyki Ajax Trappier
staðnæmdist á hlaðinu.
Clifton starði orðlaus á hann um stund. Harin þóttist
varla hafa séð fyrr svo ágætlega vaxinn mann. Hann var
stór, enn stærri en Gaspard, og hann stökk léttilega ofan úr
vagninum eins og köttur. Hann var umsvifamikill og virt-
ist vita vel af glæsileik sínum.
Hann var glæsilega búinn. Svart efrivararskegg hans
gljáði, og andlitið var nýrakað og slétt. Hálsknýti hans var
fagurgult, en fötin brún með gráum röndum. Hann var