Tíminn - 18.05.1954, Síða 5
110. blað.
TÍMINN, þrigjudaginn 18. raaí 1&54.
5
HÞriðjud. 18. mm
STORT OG SMATT:
Islendingar Eiafa mikinn álíuga .
kynnum af Finnum sér til íróöieiks og gagns Héraðsk»™ar'
Sjálfstæðismenn og
sjávarútvegurinn
Mbl. hefir nú hrokki'ð upp
með andfælum út af því, að
á það var minnt í Tíman-
um nýlega, að tveir af for-
ustumönnum Framsóknar-
ílokksins, þeir Hermann Jón
asson og Skúli Guðmunds-
son, hafi orðið fyrstir til þess
á Alþingi 1947 að flytja til—
lögu til þingsályktunar um
að segja upp landhelgissamn
ingnum við Breta, en sú
stefna hafi þá skömmu áður
verið mörkuð á flokksþingi
Framsóknarflokksins. j
Hver og einn getur lesið
um það í Þingtíðindum, að!
þessi frásögn Tímans er rétt. j
Hver og einn getur lika lesið,
t um það í Þingtíðindum, að t
Sjálfstæðisménn voru ekki
fyrr en tveimur árum síðar«
fáanlegir til að segja upp
samningunum. Það var í
fullu samræmi við fyrri
stefnu þeirra í þessum mál-
um að vilja svæfa þetta mál j
og draga það á langinn.
Framkoma þeirra í sam-1
bandi við „ömmu“-málið er
•enn í fersku minni og má
Tif ja hana upp, ef Mbl. ósk
ar eftir því. |
Mbl. mun því ganga það
erfiðlega að eigna Sjálfstæðis
llokknum forustuna á þessu
sviði sjávarútvegsmálanna
eins og svo mörgum öðrum. j
Umrædd viðkvæmni Mbl. •
varðandi þetta mál mun m. a.1
sprottin af þvi, 'aö Sjálfstæðis
llokkurinn hefir lagt á
það megináherzlu, að koma'
þeirri trú inn hjá öllum, sem
hafa lífsframfæri sitt af
sjávarafla, að Sjálfstæðis- j
menn einir bæru hag sjáv-'
arútvegsins fyrir brjósti.1
Flokkur þessi virðist hafa'
litið á málefni sjávarút-j
vegsins sem eins konar heim
anfylgju, sem hann einn
ráði yfir og aðrir ættu hvergi
nærri aö koma. Þannig hefir
hann lagt ofurkapp á að sjá
svo um. að Sjálfstæðismenn
væru ráðandi í hvers konar
samtökum útvegsmanna,
enda hefir af hálfu ýmsra
stjórna i slíkum samtökum
verið haldið uppi eins konar
tilbeiðslu á flokknum og for-
ustumönnum hans. Þaö er t.
d. ekki óalgengt, að skýrslur
eða önnur opinber plögg frá
slíkum stjórnum sé aðeins
birt í Mbl. rétt eins og það
væri fagtímarit um útvegs-
mál! Svo á það að ganga guð
lasti næst, ef menn utan
Sjálfstæíiisflokksins beita sér
fyrir hagsmunamálum sjáv-
arútvegsins og þar að auki
fjarstæða að láta sér detta
í hug áð þeir hafi nokkru
sinni gert það.
Þvi er hins vegar ekki að
neita, að! heimaríki Sjálfstæð
ismanná; á sviði sjávárút-
vegsins, er í margra augum
að verða! fremur broslegt um
þessar rpundir. Ýmsir útvegs
menn erþ þegar búnir að fá
nóg af Sjálfstæðisstjórnun-
um í hagsmunasamtökum
útgerðarinnar, og nægir að
minna á Da-wson-hneykslið í
því sarnþandi, að ógleymdri
hinni sjálfboðnu ráðs-
mennskú' þeirrá f afurðamál
um útvegsins ýfirleitt. Að
visu var:;það lengi svo, aö
ýmsir sjálfstæðismenn ráku
Ávörp flutt á Finnlandskvöldi útvarpsins siðastl. iaugardag
i
Útvarpið hafði sérstakt Finnlandskvöld á laugardaginn
vegna finnsku iðnsýningarinnar. Við það tækifæri fluttu
ræður Vilhjálmur Þór forstjóri, Penna Tervo ráðherra og
Juuranto ræðismaður íslands í Helsingfors. Bæði Tervo og
Juuranto töluðu á íslenzku. Ávörp þessi fara hér á eftir:
Ávarp
VilhjáBms Þór
Góðir hlustendur.
Finnland og ísland teljast
til Norðurlanda. Þau eru út-
verðir þeirra — Finnland í |
austri — ísland í vestri.
Mikil fjarlægð skilur lönd-
in. Um flest eru þau ólík.
Finnland er áfast megin-
landinu, flatt, að mestu þakið
skógi, þúsund vatna land,1
blítt og fagurt á mildum sum j
ardegi.
ísland, eyjan í úthafínu,'
stórbrotið með eldfjallafans
og jökulhjálm, skóglaust,1
hrjóstrugt en tignarlegt og
fagurt. j
Þjóðirnar, sem byggja þessi
lönd, eru þá einnig að mörgu
ólíkar. Svipir fólksins eru aðr
ir austur þar en hér heima.
— Þjóðirnar tala tungumál,
sem eru með öllu óskild —
og því miður óskiljanleg hvor
öðrum. Saga Finna er urn
margt óskild sögu íslendinga.
Lega landanna skapar harla
ólík viðfangsefni. [
En þrátt fyrir allt þetta,
sem er ólíkt með Finnum og
íslendingum, er.margt annað,
sem tengir þjóðirnár saman.
Bönd hinnar norrænu frænd-
semi eru sterk, og líkir skaps
munir hafa jafnan greitt fyr-
ir skilningi, vináttu og sam-
búð Finna og íslendinga. Báð
ar þjóðirnar eru bókhneigðar
og listrænar og eiga sér merk-
ar bókmenntir frá fyrri tím-
um. Hinir tiltölulega einhæfu
atvinnuvegir hafa orðið til
þess að skapa ný og traust
tengsl milli þessara tveggja
þjóða. Skógurinn er Finnum
það, sem hafið er okkur ís-
lendingum. Þetta er grund-
völlurinn undir því, að mikil
viðskipti hafa tekizt með þjóð
unum, báðum til hagsbóta.
Örlög Finna hafa á margan
hátt verið örðug. Þeir hafa
nauðugir dregizt inn í styrj-
aldir við stórveldi, orðið aö
fórna mörgum vöskum sonum
sínum á vígvöllum, láta af
hendi l/lo hluta af landi sínu
og greiða ógrynni fjár í stríðs
bætur. En aldrei hefir þróttur,
kjarkur og stcrhugur finnsku
þjóðarinnar komið betur fram
en i þessu andstreymi. Allur
heimurinn dáðist að hetju-
vörn þeirra. Allir hafa dáðst
að viðreisnarstarfi þeirra eftir
stríðið. Nálega hvert manns-
barn úr þeim héruðum, sem
þeir urðu að láta af hendi,
valdi frekar að yfirgefa heim
ili sín og flytjast til annarra
landshluta, í algerri óvissu um
framtíð sína, heldur en að
hætta að vera Finnar. Og
með dugnaði og framsýni hef-
ir öllu þessu fólki verið skapað
nýtt líf og ný störf.
Allt þetta vekur aðdáun okk
ar íslendinga og gefur okkur
sterka löngun til að kynnast
þessari þróttmiklu þjóð betur,
bæði til fróðleiks og til gagns.
Hraðvaxandi viðskipti ís-
lendinga og Finna hin síðari
ár hafa stuðlað að margs kon
ar auknum kynnum milli þjóð
anna, bæði á viðskiptasviðinu
og utan þess. Nú hafa Finnar
rétt okkur bróðurhönd með
þvi að gera myndarlegt átak
til að auka enn þessi viðskipti
og menningarkynni beggja
þjóða. Þeir hafa komið upp
binni myndarlegustu iðnsýn-
ingu i Reykjavík, sem opnuð
var í dag, og sent hingað tigna
fulltrúa á sviði stjórnmála,
viðskipta og lista.
Okkur íslendingum er kær-
komið að bjóða svo góða gesti
velkomna til lands okkar. Það
er okkur kærkomið að sjá og
skoða hina myndarlegu iðn-
sýningu, sjá kvikmyndir bær,
sem daglega verða sýndar hér,
og kynnast þannig fram-
leiðslu og lífi Finna, kærkom
ið að heyra hinar hlýju kveðj
ur þeirra og hlýða á fagra tcn
list þeirra.
En það væri okkur kær-
komnast, ef við gætum laun
aö þeim vináttu með auknum
kynnum við finnsku þjóðina
og auknum viöskiptum Við
hana.
Vér Islendingar, sem lagt
höfum því lið, að Finnska iðn
sýningin í Reykjavík kæmist
upp, höfum gert það til að
sýna, að íslendingar meta
þau vaxandi viðskipti, sem
tekizt hafa milli íslands og
Finnlands fyrirfarandi ár.
Þessi viðskipti hafa verið og
eru hagkvæm, og það er von ’
vor að Finnska Iðnsýninginj
og heimsókn þeirra góðti.
íir.nsku gesta, sem hingaö eru (
kcmnir, megi verða til auk-|
inna viðskipta, vináttu og
me .-.ningartengsla til hags og j
tll hamingju íyrir báðar þjpö- j
Með þessari ósk og í þeirri
vcn fögnum vér þeim fulltrú-
um Finnlands, sem fiytja
kveðjur hér i kvcld, en þeir
eru, verzlunarrnálaráðherra
Finnlands, herra Fenna Ter-
vo, og hinn ágæti ræðismað-
ur íelands. í Helsinki, Eiríkur
Juuranto.
Ávarp Tervo
Við í Finnlandi höfum lit-
ið á ísland fyrst og fremst
sem söguland, en nútima-
tækni með auknum möguleik
um til ferðalaga hefir fært
þessi lcnd nær hvcru öðru og
gert það kleift að ferðast á
milli beirra á nokkrum klukku
stundum.
Ég hef einu sinni áður ver-
ið á íslandi, og ég vil lýsa yfir
ánægju minni að hafa fengið
tækifæri til að koma hingað
aftur.
Viðskiptin milli Finnlands
og íslands hafa tuttugfaldazt
á árunum eftir síðustu heims
styrjöld, og Finnland er nú í
fremstu röð þeirra landa, er
skipta við ísiand.
Það er ósk okkar og von, aö
þessi iðnsýning geri okkur
það mögulegt ekki aðeins að
halda þessari aðstöðu, held-
ur ennfremur að auka við-
skiptin við ísland cg tengja
ísland og Finnland enn nán-
ari vináttuböndum.
Ávarp Jyuranto
Það er mér og lconu minni
mikil gleöl aö vera komin J
hingað til Reykjavíkur enn j
einu sinni, því miður er dvöl
in svo stutt að engin tök eru j
ti) þess að hitta alla okkar;
mörgu vini — en ég nota
þetta tækifæri til að senda
þeim öllum beztu kveðjur
ckkar.
Finnska iðnsýningin í Rvík
var opnuð í dag. Það er von
mín og ósk að þessi sýning
megi verö'a hornsteinn að á
íramhaldandi og vaxandi sam
íFrarrjhald á 6. siðu.)
sjálfir útgerð með dugnaði,
en lítið fer fyrir slíkri for-
ustu Sjálfstæðismanna nú
orðið. Mikið af togaraútgerð
inni er nú þjóðnýtt á veg-
um hinna stærri bæjarfélaga
og útgerðarmenn bátaflotans
.fyigja ýmsum flokkum að
málum. Það er og líka mála
sannast, að ýmsar aðgerðir
Sjálfstæðisflokksins í þjóð-
'málum hafa gert útgerðinni
jerfitt fyrir, og þá sérstaklega
verðbólgustefna flokksins á
sínum tíma í félagi við kom-
[múnista. Má segja, að öll út-
gerð hafi síðan barizt í bökk
!um hér á landi. Ýmsir mátt
'arstólpar flokksins, sem áð-
!ur ráku útgerð, hafa nú að
miklu leyti beint fjármagni
^sínu í aðrar áttir og þá fyrst
og fremst að kaupsýslu. Og
satt að segja er víst alveg ó-
hætt að fullyrða það, að
ráðamenn innan flokksins,
hafi nú engan sérstakan á-
huga á útgerö, þótt þeim sé
hins vegar hið mesta keppi-
kefli að ráða yfir sjávarafl-
anum, þegar hann er kominn
á land, þ. e. vinnslu hans og
sölu. En sú starfsemi má
fremur teljast kaupsýsla en
útgerð eins og nú er háttað
málum. Eru og áhugamál
máttarstólpa flokksins nú
yfirleitt fremur á sviði kaup
sýslu en framleiðslu.
Ef litið er á þá menn, sem
nú skipa ráðherrastóla fyrir
hönd flokksins kemur í ljós,
að aðeins einn þeirra, Ólafur
Thors, hafi haft til aö bera
sérstakan kunnugleika á út-
geröarmálum, og má þó
segja að langt sé síðan sá
maður hefir starfaö að sjáv-
arútgerð. Hinir tveir, Bjarni
Benediktsson og Ingólfur
Jónsson, hafa engan kunn-
Jugleika eða áhuga á útgerð
jöðrum fremur, þótt þeir að
;sjálfsögðu kunni almenn skil
Já þeim málum, eins og aðr-
ir, sem við stjórnmál fást.
Aö öllu athuguðu, virðist
nú fullkomlega kominn timi
til þess fyrir Sjálfstæðismenn
og málgögn þeirra, að hætta
,að gera sig broslega með því
|að þykjast hafa einkarétt
;til að fást við sjávarútvegs-
.mál og ræða þau opinber-
lega — eða halda því fram,
að þeir séu öðrum fremur
v-nir og forsjármenn útgerð
|arinnar. Slíkir tilburðir eru
úreltir og engum að gagni.
í frumvarpi til nýrra
læknaskipunarlaga, sem heil
brigðis- og félagsmálaneínd
efri deildar flutti, að tilhlut
an landlæknis, er aö
minnsta kosti eitt merkilegt
nýmæli. Er það lagt til í 6.
gr., að heimilt verði „að'
greiða úr ríkissjóði % launa
karla allt að sex hjúkrun-
arkonum til starfa í læknis
héruðum, þar sem eru fjöl-
menn afskekkt þorp eða
byggðir, sem eiga langa eða
erfiöa leið til læknis að
sækja, enda sitji þá hjúkr-
unarkonur þessar í þeim
þorpum eða byggöum“. Er
ætlazt til, að hlutaöeigandi
sveitarstjórn ráði hjúkrun-
arkonurnar með samþykki
heilbrigðisstj órnarinnar.
Ekki er ólíklegt, að á þenn-
an hátt sé heppilegast aö
leysa mál þeirra byggðar-
laga, sem nú eru illa sett,
en of fámenn til að geta
verið sérstök læknishéruð.
Er þess að vænta, að heil-
brigðisnefndin, sem Alþingi
kaus eftir tillögu Hermanns
Jónassonar, gefi þessu gaum.
Nýju brúalögin
Á síðasta Alþingi voru
sett ný brúalög. Þar eru að
' sjálfsögðu niður felldar brýr,
sem byggðar hafa verið sið
an brúalög voru síðast sett
(1932) og breytingar gerðar
á þeim (1943 og 1947). Jafn
framt eru þarna teknar upp
nýjar brýr, sem ekki hafa
áður verið í lögum. Alls eru;_
nú í lögum 118 brýr, sem eft
ir er að byggja, þar af 46 á
Vesturlandi, 16 á Norður-
landi, 25 á Austurlandi og
31 á Suðurlandi. Eru Skafta
fellssýslur báðar þá taldar
til Suðurlands. Auk þess er
gert ráð fyrir að 24 brýr
verði endurbyggðar, þar af
7 á Vesturlandi, 7 á Norður-
landi, 5 á Austurlandi og 5
á Suðurlandi. Mest þessara
brúa er að likindum brúin á
Ölfusárós hjá Óseyrarnesi,
sem tekin var upp í lögin
samkv. tillögu Jörundar
Brynjólfssonar „enda leiði
rannsókn í ljós, að brúar-
stæði sé öruggt og brúar-
smíðin sé mikill þáttur í að
tryggja afkomu íbúanna £
sjávarþorpunum austan
fjalls“. Því miður mun bygg
ing þeirra 142 brúa, sem
þannig hafa verið lögfestar,
taka nokkuð langan tíma og
verður vart h.já því komizt
að auka tekjuþ brúasjóðs
frá því, sem þær nú eru. En
tillögur þess efnis náðu ekki
fram að ganga á síðasta
þingi.
Hæli fyrir drykkju-
sjúka menn
Þegar ' Eysteinn Jónsson
var heilbrigðismálaráðherra,
beitti hann sér fyrir því ár-
ið 1949, að sett voru lög um
byggingu og rekstur hæla
fyrir drykkjusjúka menn.
Méð þeim lögum var ákveð-
ið, að tiltekin upphæð ár-
lega af tekjum Áfengisverzl
unarinnar skyldi um nokkur
ár lögð í svonefndan Gæzlu-
vistarsjóð. Var þá gert ráð
fyrir að bæjarfélög kæmu
(FramÞalú 6 6. EÍSuð